Von á „gamla Drake“ og fyrsta ljóðabókin komin út Magnús Jochum Pálsson skrifar 26. júní 2023 17:09 Drake er kominn á nýjar slóðir með ljóðabókarútgáfu sinni. Hann heldur þó vafalaust áfram að gefa út slagara eins og honum einum er lagið. Samsett/Getty/Skjáskot Fyrsta ljóðabók rappstjörnunnar Drake, Titlar eyðileggja allt, er komin út. Samhliða útgáfunni hyggst rapparinn gefa út plötu þar sem má heyra „gamla Drake“ rappa. Fyrir rétt rúmlega ári síðan greindi Drake frá því að hann væri að vinna að ljóðabók. Sú er núna loksins komin út. Ljóðabókin ber titilinn Titlar eyðileggja allt: Vitundarstreymi (e. Titles Ruin Everything: A Stream of Consciousness), er 168 síður og er skrifuð í samstarfi við Kenza Samir, samstarfsfélaga Drake til margra ára. Meðal umfjöllunarefna eru samkvæmt vefsíðu útgefandans Phaidon „rómantík, frægð og ástarsambönd“. Þar er líka hægt að forpanta bókina á aðeins 14,95 pund. Ljóðabókin er fallega blá og skemtilega hönnuð þannig að mér sér kápuskreytingu hennar bara í heild sinni ef maður opnar hana.Skjáskot Drake hefur auglýst bókina í fréttamiðlum og fréttablöðum með QR-kóða sem leiðir fólk að vefsíðunni titlesruineverything.com. Þar tekur við manni hvítur bakgrunnur með skilaboðunum „Ég gerði plötu sem fer með bókinni. Þau segjast sakna gamla Drake, stelpa ekki storka mér“ og vísar þar í sitt eigið lag „Headlines“ af plötunni Take Care. Neðst stendur síðan „FYRIR ALLA HUNDANA“. Hins vegar stendur ekkert um það hvenær platan á að koma út. Skilaboð Drake til aðdáenda um nýju plötuna.Skjáskot Það hefur verið annasamt hjá Drake undanfarið ár, 17. júní á síðasta ári kom út dansplatan Honestly Nevermind og í nóvember sama ár gaf hann út plötuna Her Loss með 21 Savage. Þeir félagar eru síðan að fara á tónleikaferðalag um öll Bandaríkin sem hefst á föstudaginn. Hér fyrir neðan er hægt að hlusta á lagið sem Drake vísar í: Bandaríkin Ljóðlist Tónlist Menning Hollywood Mest lesið Michael Madsen er látinn Lífið Sigraðist á krabba og komst að óléttu samdægurs Lífið Hvar er Mollý Tik Tok skinka í dag? Lífið Björt og Fannar selja einbýlishús fyrir 90 milljónir Lífið Kvenorkan tók yfir á Garðatorgi Lífið Anna Guðný fann ástina í faðmi kraflyftingamanns Lífið Mun aldrei líta á ástina sem sjálfsagða Makamál Lykla-Pétur fauk á haf út Lífið Miðar á Kaleo endurseldir á margföldu verði Lífið Eitt glæsilegasta hrossabú landsins falt fyrir tæpan einn og hálfan milljarð Lífið Fleiri fréttir „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Ástardúett Stuðmanna í nýjum búning Trúlofuðu sig á sama stað og þau byrjuðu saman Frumflutti nýtt lag á FM957: „Þetta er bara winning lag“ Cave vildi ekki taka þátt í „kjánalegri langloku“ Morrissey gegn „vók“ Tónlistarhátíðinni Lóu aflýst Eltir draumana og þarf að færa fórnir Brian Wilson látinn „Ég var ekki að búast við því að gráta svona“ Keyrði frá Sauðárkróki í Garðabæ fyrir einn gítartíma Heldur sér við efnið og burt frá efnunum Þykja skuggalega lík Fleetwood Mac „Okkur var ekkert cancelað, nema hann bara gerði það sjálfur“ Heitustu rapparar landsins í eina sæng Sjá meira
Fyrir rétt rúmlega ári síðan greindi Drake frá því að hann væri að vinna að ljóðabók. Sú er núna loksins komin út. Ljóðabókin ber titilinn Titlar eyðileggja allt: Vitundarstreymi (e. Titles Ruin Everything: A Stream of Consciousness), er 168 síður og er skrifuð í samstarfi við Kenza Samir, samstarfsfélaga Drake til margra ára. Meðal umfjöllunarefna eru samkvæmt vefsíðu útgefandans Phaidon „rómantík, frægð og ástarsambönd“. Þar er líka hægt að forpanta bókina á aðeins 14,95 pund. Ljóðabókin er fallega blá og skemtilega hönnuð þannig að mér sér kápuskreytingu hennar bara í heild sinni ef maður opnar hana.Skjáskot Drake hefur auglýst bókina í fréttamiðlum og fréttablöðum með QR-kóða sem leiðir fólk að vefsíðunni titlesruineverything.com. Þar tekur við manni hvítur bakgrunnur með skilaboðunum „Ég gerði plötu sem fer með bókinni. Þau segjast sakna gamla Drake, stelpa ekki storka mér“ og vísar þar í sitt eigið lag „Headlines“ af plötunni Take Care. Neðst stendur síðan „FYRIR ALLA HUNDANA“. Hins vegar stendur ekkert um það hvenær platan á að koma út. Skilaboð Drake til aðdáenda um nýju plötuna.Skjáskot Það hefur verið annasamt hjá Drake undanfarið ár, 17. júní á síðasta ári kom út dansplatan Honestly Nevermind og í nóvember sama ár gaf hann út plötuna Her Loss með 21 Savage. Þeir félagar eru síðan að fara á tónleikaferðalag um öll Bandaríkin sem hefst á föstudaginn. Hér fyrir neðan er hægt að hlusta á lagið sem Drake vísar í:
Bandaríkin Ljóðlist Tónlist Menning Hollywood Mest lesið Michael Madsen er látinn Lífið Sigraðist á krabba og komst að óléttu samdægurs Lífið Hvar er Mollý Tik Tok skinka í dag? Lífið Björt og Fannar selja einbýlishús fyrir 90 milljónir Lífið Kvenorkan tók yfir á Garðatorgi Lífið Anna Guðný fann ástina í faðmi kraflyftingamanns Lífið Mun aldrei líta á ástina sem sjálfsagða Makamál Lykla-Pétur fauk á haf út Lífið Miðar á Kaleo endurseldir á margföldu verði Lífið Eitt glæsilegasta hrossabú landsins falt fyrir tæpan einn og hálfan milljarð Lífið Fleiri fréttir „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Ástardúett Stuðmanna í nýjum búning Trúlofuðu sig á sama stað og þau byrjuðu saman Frumflutti nýtt lag á FM957: „Þetta er bara winning lag“ Cave vildi ekki taka þátt í „kjánalegri langloku“ Morrissey gegn „vók“ Tónlistarhátíðinni Lóu aflýst Eltir draumana og þarf að færa fórnir Brian Wilson látinn „Ég var ekki að búast við því að gráta svona“ Keyrði frá Sauðárkróki í Garðabæ fyrir einn gítartíma Heldur sér við efnið og burt frá efnunum Þykja skuggalega lík Fleetwood Mac „Okkur var ekkert cancelað, nema hann bara gerði það sjálfur“ Heitustu rapparar landsins í eina sæng Sjá meira