Ótrúleg endurkoma hjá íslensku strákunum Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 25. júní 2023 16:06 Strákarnir okkar komu til baka í leiknum og eru nánast komnir í 8. liða úrslit. IHF/Jozo Cabraja Íslenska landsliðið í handbolta skipað drengjum 21 árs og yngri hóf leik í milliriðli HM í dag með sigri á því gríska, 29-28. Íslensku strákarnir byrjuðu mótið nokkuð hægt en stóðu á endanum uppi sem sigurvegarar síns riðils og fóru því með 2 stig í milliriðil. Sigur í dag svo gott sem gulltryggir liðinu sæti í 8-liða úrslitum en Grikkland er án stiga í milliriðlinum. Kristófer Máni Jónasson var með 100 prósent færanýtingu og skoraði sex mörk úr sex skotum. Auk hans voru markahæstu menn Íslands í dag þeir Benedikt Gunnar Óskarsson og Andri Már Rúnarsson með sex mörk hvor. Adam Thorstensen varði sjö skot í leiknum og var með 28 prósenta markvörslu á meðan Brynjar Vignir Sigurjónsson varði þrjú skot og var með 23 prósenta markvörslu. Einu marki yfir eftir fyrri hálf leik Leikurinn var æsispennandi og skiptust liðin á að vera með forrystu í fyrri hálf leik. Grikkir hófu leikinn að krafti og skoruðu þrjú mörk gegn engu frá íslenska liðinu. Íslendingar komust hins vegar fyrst yfir í stöðunni 8-7. Grikkir jöfnuðu að nýju og voru liðin jöfn allt þar til í stöðunni 11-10 en þá komst Ísland yfir. Grikkir svöruðu fyrir sig með þremur mörkum í röð og leiddu með 13 mörkum gegn 11 en Íslendingar jöfnuðu í stöðunni 14-14 þar til Grikkir skoruðu síðasta mark fyrri hálf leiks, 14-15. Ótrúleg endurkoma í seinni hálf leik Íslenska liðið stóð ekki í Grikkjum framan af í seinni hálf leik. Grikkir röðuðu inn mörkum og komust yfir 21-17 þegar 41 mínúta var liðin af leiknum. Íslensku strákarnir sýndu þó mátt sinn og megin og komu til baka og komust yfir í stöðunni 22-21 þegar einungis þrjár mínútur voru eftir af leiknum. Þá jöfnuðu Grikkir 22-22 og allt í járnum þegar tíu mínútur voru eftir af leiknum. Íslendingar komust yfir í stöðunni 27-26 þegar ein mínúta var eftir í leiknum. Glæsilegur varnarleikur tryggði íslenska liðinu annað mark og var staðan 28-26 þegar 50 sekúndur voru eftir og komst íslenska liðið í hraðaupphlaup og staðan 29-26. Þá tók gríska liðið leikhlé og gátu að því loknu klórað í bakkann með tveimur mörkum og enduðu leikar 29-28 fyrir íslenska liðinu. Handbolti Landslið karla í handbolta Tengdar fréttir Torsóttur sigur í fyrsta leik á HM Íslenska U21 árs landslið karla vann í dag nauman tveggja marka sigur gegn Marokkó í fyrsta leik liðsins á HM í handbolta, 17-15, í Aþenu í dag. 20. júní 2023 09:48 Öruggur sigur gegn Síle í öðrum leik heimsmeistaramótsins Íslenska U21 árs landslið karla vann öruggan 17 marka sigur, 35-18, er liðið mætti Síle í öðrum leik G-riðils á heimsmeistaramótinu í handbolta sem fram fer í Þýskalandi og Grikklandi um þessar mundir. 21. júní 2023 11:45 Íslensku strákarnir áfram með fullt hús stiga Íslenska U-21 árs landslið karla vann Serbíu í síðasta leik riðlakeppni HM í handbolta. Lokatölur 32-29. 23. júní 2023 19:31 Mest lesið Þjálfari Dana um Ísland: „Nokkrir af bestu handboltamönnum heims“ Handbolti Óvinur Íslands heldur nú með Íslandi Handbolti Búnir að tímasetja leik Íslands og Danmerkur Handbolti Sjáðu Viktor skora hjá Barcelona fyrir framan landsliðsþjálfarann Fótbolti Danir verða mótherjar Íslands í undanúrslitunum Handbolti Áfall fyrir Króata Dags skömmu fyrir úrslitastundu Handbolti ICE-fulltrúar á Vetrarólympíuleikunum: „Þetta er hersveit sem drepur“ Sport Daninn leggur orð í belg eftir gagnrýni Dags og Gísla Þorgeirs Handbolti EM í dag: Einn ótrúlegasti sólarhringur í sögu íslenskra íþrótta Handbolti Sauð á Degi sem lét þá sem ráða heyra það Handbolti Fleiri fréttir Óvinur Íslands heldur nú með Íslandi Þjálfari Dana um Ísland: „Nokkrir af bestu handboltamönnum heims“ Búnir að tímasetja leik Íslands og Danmerkur Danir verða mótherjar Íslands í undanúrslitunum Stolt móðir Gísla Þorgeirs: Fylgdist með syninum og felldi tár Skýrsla Vals: Af hverju ekki bara að vinna gull? EM í dag: Einn ótrúlegasti sólarhringur í sögu íslenskra íþrótta „Við erum að vinna í að fjölga miðum“ Ísland á þrjá af fjórum þjálfurum í undanúrslitunum á EM Dagur og lærisveinar í undanúrslit og sendu Ísland niður í annað sætið Alfreð stýrði Þjóðverjum inn í undanúrslitin á EM „Það þarf heppni og það þarf gæði“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Slóveníu: Hugaðir og hungraðir í að skrifa söguna Snorri horfir lengra: „Förum ekki í undanúrslit EM til þess að vera farþegar þar“ „Ætluðum ekki að láta þetta fara aftur úr okkar höndum“ Tölur á móti Slóvenum: Slóvenar með tólf fleiri tapaða og Ísland 13-0 í hraðaupphlaupsmörkum Ómar vill meira: „Ekki búnir að vinna neitt en erum drullusáttir“ Danmörk, Frakkland eða Þýskaland bíða í undanúrslitum Áfall fyrir Króata Dags skömmu fyrir úrslitastundu Rýr svör um stóru mistökin sem hefðu getað haft áhrif á Ísland Haukur klár og sami hópur og síðast „Hann hefur alveg fengið frið frá mér“ „Snælduvitlaus með blóðbragð í munni og pökkum þeim saman“ Sjáðu myndirnar: Lét óvin Íslands heyra það og er nú mætt í stuðið í Malmö „Miklu erfiðara að sitja upp í stúku“ Haukur í hópnum gegn Slóvenum Daninn leggur orð í belg eftir gagnrýni Dags og Gísla Þorgeirs Elvar skráður inn á EM Verða að koma með stemninguna sjálfir Ísland - Slóvenía 39-31 | Strákarnir okkar eru á leið í undanúrslit Sjá meira
Íslensku strákarnir byrjuðu mótið nokkuð hægt en stóðu á endanum uppi sem sigurvegarar síns riðils og fóru því með 2 stig í milliriðil. Sigur í dag svo gott sem gulltryggir liðinu sæti í 8-liða úrslitum en Grikkland er án stiga í milliriðlinum. Kristófer Máni Jónasson var með 100 prósent færanýtingu og skoraði sex mörk úr sex skotum. Auk hans voru markahæstu menn Íslands í dag þeir Benedikt Gunnar Óskarsson og Andri Már Rúnarsson með sex mörk hvor. Adam Thorstensen varði sjö skot í leiknum og var með 28 prósenta markvörslu á meðan Brynjar Vignir Sigurjónsson varði þrjú skot og var með 23 prósenta markvörslu. Einu marki yfir eftir fyrri hálf leik Leikurinn var æsispennandi og skiptust liðin á að vera með forrystu í fyrri hálf leik. Grikkir hófu leikinn að krafti og skoruðu þrjú mörk gegn engu frá íslenska liðinu. Íslendingar komust hins vegar fyrst yfir í stöðunni 8-7. Grikkir jöfnuðu að nýju og voru liðin jöfn allt þar til í stöðunni 11-10 en þá komst Ísland yfir. Grikkir svöruðu fyrir sig með þremur mörkum í röð og leiddu með 13 mörkum gegn 11 en Íslendingar jöfnuðu í stöðunni 14-14 þar til Grikkir skoruðu síðasta mark fyrri hálf leiks, 14-15. Ótrúleg endurkoma í seinni hálf leik Íslenska liðið stóð ekki í Grikkjum framan af í seinni hálf leik. Grikkir röðuðu inn mörkum og komust yfir 21-17 þegar 41 mínúta var liðin af leiknum. Íslensku strákarnir sýndu þó mátt sinn og megin og komu til baka og komust yfir í stöðunni 22-21 þegar einungis þrjár mínútur voru eftir af leiknum. Þá jöfnuðu Grikkir 22-22 og allt í járnum þegar tíu mínútur voru eftir af leiknum. Íslendingar komust yfir í stöðunni 27-26 þegar ein mínúta var eftir í leiknum. Glæsilegur varnarleikur tryggði íslenska liðinu annað mark og var staðan 28-26 þegar 50 sekúndur voru eftir og komst íslenska liðið í hraðaupphlaup og staðan 29-26. Þá tók gríska liðið leikhlé og gátu að því loknu klórað í bakkann með tveimur mörkum og enduðu leikar 29-28 fyrir íslenska liðinu.
Handbolti Landslið karla í handbolta Tengdar fréttir Torsóttur sigur í fyrsta leik á HM Íslenska U21 árs landslið karla vann í dag nauman tveggja marka sigur gegn Marokkó í fyrsta leik liðsins á HM í handbolta, 17-15, í Aþenu í dag. 20. júní 2023 09:48 Öruggur sigur gegn Síle í öðrum leik heimsmeistaramótsins Íslenska U21 árs landslið karla vann öruggan 17 marka sigur, 35-18, er liðið mætti Síle í öðrum leik G-riðils á heimsmeistaramótinu í handbolta sem fram fer í Þýskalandi og Grikklandi um þessar mundir. 21. júní 2023 11:45 Íslensku strákarnir áfram með fullt hús stiga Íslenska U-21 árs landslið karla vann Serbíu í síðasta leik riðlakeppni HM í handbolta. Lokatölur 32-29. 23. júní 2023 19:31 Mest lesið Þjálfari Dana um Ísland: „Nokkrir af bestu handboltamönnum heims“ Handbolti Óvinur Íslands heldur nú með Íslandi Handbolti Búnir að tímasetja leik Íslands og Danmerkur Handbolti Sjáðu Viktor skora hjá Barcelona fyrir framan landsliðsþjálfarann Fótbolti Danir verða mótherjar Íslands í undanúrslitunum Handbolti Áfall fyrir Króata Dags skömmu fyrir úrslitastundu Handbolti ICE-fulltrúar á Vetrarólympíuleikunum: „Þetta er hersveit sem drepur“ Sport Daninn leggur orð í belg eftir gagnrýni Dags og Gísla Þorgeirs Handbolti EM í dag: Einn ótrúlegasti sólarhringur í sögu íslenskra íþrótta Handbolti Sauð á Degi sem lét þá sem ráða heyra það Handbolti Fleiri fréttir Óvinur Íslands heldur nú með Íslandi Þjálfari Dana um Ísland: „Nokkrir af bestu handboltamönnum heims“ Búnir að tímasetja leik Íslands og Danmerkur Danir verða mótherjar Íslands í undanúrslitunum Stolt móðir Gísla Þorgeirs: Fylgdist með syninum og felldi tár Skýrsla Vals: Af hverju ekki bara að vinna gull? EM í dag: Einn ótrúlegasti sólarhringur í sögu íslenskra íþrótta „Við erum að vinna í að fjölga miðum“ Ísland á þrjá af fjórum þjálfurum í undanúrslitunum á EM Dagur og lærisveinar í undanúrslit og sendu Ísland niður í annað sætið Alfreð stýrði Þjóðverjum inn í undanúrslitin á EM „Það þarf heppni og það þarf gæði“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Slóveníu: Hugaðir og hungraðir í að skrifa söguna Snorri horfir lengra: „Förum ekki í undanúrslit EM til þess að vera farþegar þar“ „Ætluðum ekki að láta þetta fara aftur úr okkar höndum“ Tölur á móti Slóvenum: Slóvenar með tólf fleiri tapaða og Ísland 13-0 í hraðaupphlaupsmörkum Ómar vill meira: „Ekki búnir að vinna neitt en erum drullusáttir“ Danmörk, Frakkland eða Þýskaland bíða í undanúrslitum Áfall fyrir Króata Dags skömmu fyrir úrslitastundu Rýr svör um stóru mistökin sem hefðu getað haft áhrif á Ísland Haukur klár og sami hópur og síðast „Hann hefur alveg fengið frið frá mér“ „Snælduvitlaus með blóðbragð í munni og pökkum þeim saman“ Sjáðu myndirnar: Lét óvin Íslands heyra það og er nú mætt í stuðið í Malmö „Miklu erfiðara að sitja upp í stúku“ Haukur í hópnum gegn Slóvenum Daninn leggur orð í belg eftir gagnrýni Dags og Gísla Þorgeirs Elvar skráður inn á EM Verða að koma með stemninguna sjálfir Ísland - Slóvenía 39-31 | Strákarnir okkar eru á leið í undanúrslit Sjá meira
Torsóttur sigur í fyrsta leik á HM Íslenska U21 árs landslið karla vann í dag nauman tveggja marka sigur gegn Marokkó í fyrsta leik liðsins á HM í handbolta, 17-15, í Aþenu í dag. 20. júní 2023 09:48
Öruggur sigur gegn Síle í öðrum leik heimsmeistaramótsins Íslenska U21 árs landslið karla vann öruggan 17 marka sigur, 35-18, er liðið mætti Síle í öðrum leik G-riðils á heimsmeistaramótinu í handbolta sem fram fer í Þýskalandi og Grikklandi um þessar mundir. 21. júní 2023 11:45
Íslensku strákarnir áfram með fullt hús stiga Íslenska U-21 árs landslið karla vann Serbíu í síðasta leik riðlakeppni HM í handbolta. Lokatölur 32-29. 23. júní 2023 19:31