Ótrúleg endurkoma hjá íslensku strákunum Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 25. júní 2023 16:06 Strákarnir okkar komu til baka í leiknum og eru nánast komnir í 8. liða úrslit. IHF/Jozo Cabraja Íslenska landsliðið í handbolta skipað drengjum 21 árs og yngri hóf leik í milliriðli HM í dag með sigri á því gríska, 29-28. Íslensku strákarnir byrjuðu mótið nokkuð hægt en stóðu á endanum uppi sem sigurvegarar síns riðils og fóru því með 2 stig í milliriðil. Sigur í dag svo gott sem gulltryggir liðinu sæti í 8-liða úrslitum en Grikkland er án stiga í milliriðlinum. Kristófer Máni Jónasson var með 100 prósent færanýtingu og skoraði sex mörk úr sex skotum. Auk hans voru markahæstu menn Íslands í dag þeir Benedikt Gunnar Óskarsson og Andri Már Rúnarsson með sex mörk hvor. Adam Thorstensen varði sjö skot í leiknum og var með 28 prósenta markvörslu á meðan Brynjar Vignir Sigurjónsson varði þrjú skot og var með 23 prósenta markvörslu. Einu marki yfir eftir fyrri hálf leik Leikurinn var æsispennandi og skiptust liðin á að vera með forrystu í fyrri hálf leik. Grikkir hófu leikinn að krafti og skoruðu þrjú mörk gegn engu frá íslenska liðinu. Íslendingar komust hins vegar fyrst yfir í stöðunni 8-7. Grikkir jöfnuðu að nýju og voru liðin jöfn allt þar til í stöðunni 11-10 en þá komst Ísland yfir. Grikkir svöruðu fyrir sig með þremur mörkum í röð og leiddu með 13 mörkum gegn 11 en Íslendingar jöfnuðu í stöðunni 14-14 þar til Grikkir skoruðu síðasta mark fyrri hálf leiks, 14-15. Ótrúleg endurkoma í seinni hálf leik Íslenska liðið stóð ekki í Grikkjum framan af í seinni hálf leik. Grikkir röðuðu inn mörkum og komust yfir 21-17 þegar 41 mínúta var liðin af leiknum. Íslensku strákarnir sýndu þó mátt sinn og megin og komu til baka og komust yfir í stöðunni 22-21 þegar einungis þrjár mínútur voru eftir af leiknum. Þá jöfnuðu Grikkir 22-22 og allt í járnum þegar tíu mínútur voru eftir af leiknum. Íslendingar komust yfir í stöðunni 27-26 þegar ein mínúta var eftir í leiknum. Glæsilegur varnarleikur tryggði íslenska liðinu annað mark og var staðan 28-26 þegar 50 sekúndur voru eftir og komst íslenska liðið í hraðaupphlaup og staðan 29-26. Þá tók gríska liðið leikhlé og gátu að því loknu klórað í bakkann með tveimur mörkum og enduðu leikar 29-28 fyrir íslenska liðinu. Handbolti Landslið karla í handbolta Tengdar fréttir Torsóttur sigur í fyrsta leik á HM Íslenska U21 árs landslið karla vann í dag nauman tveggja marka sigur gegn Marokkó í fyrsta leik liðsins á HM í handbolta, 17-15, í Aþenu í dag. 20. júní 2023 09:48 Öruggur sigur gegn Síle í öðrum leik heimsmeistaramótsins Íslenska U21 árs landslið karla vann öruggan 17 marka sigur, 35-18, er liðið mætti Síle í öðrum leik G-riðils á heimsmeistaramótinu í handbolta sem fram fer í Þýskalandi og Grikklandi um þessar mundir. 21. júní 2023 11:45 Íslensku strákarnir áfram með fullt hús stiga Íslenska U-21 árs landslið karla vann Serbíu í síðasta leik riðlakeppni HM í handbolta. Lokatölur 32-29. 23. júní 2023 19:31 Mest lesið Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Enski boltinn Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Íslenski boltinn McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Enski boltinn Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Íslenski boltinn Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Handbolti Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Fótbolti Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Enski boltinn „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Körfubolti Albert kemur til greina sem sá besti á Ítalíu Fótbolti Fleiri fréttir Stelpur Þóris fóru illa með fyrsta mótherja Íslands Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Olís-deild karla: FH vann stórsigur í Breiðholti og önnur úrslit Uppgjörið: Haukar - Valur 29-33 | Valur heldur í við toppliðin með sigri gegn Haukum Íslendingaliðin töpuðu bæði Ísland tapaði með minnsta mun Ekki haft tíma til að spá í EM Framarar náðu toppliðunum að stigum Frábær endasprettur hjá Janusi Daða og félögum Viggó öflugur í dramatískum endurkomusigri Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Hollensku stelpurnar í fínu formi fyrir EM „Mér finnst við alveg skítlúkka“ Kári í bann fyrir „illkvittið“ högg í andlit Fæddur árið 2007, brillerar í efstu deild og fann upp á Orra Óstöðvandi Þórey gaf ekki kost á sér: „Snýst um hlutverk mitt innan liðsins“ Frábær sigur hjá Orra og félögum á móti PSG Kristján lét að sér kveða þegar sigurgangan hélt áfram Súrt kvöld fyrir Íslendingaliðin í Meistaradeildinni „Langstærsti búningasamningur sem HSÍ hefur gert“ Viktor mætir Aroni: „Hann var átrúnaðargoðið mitt“ Landsliðin spila í Adidas næstu árin „Eigum ekki að setja sálfa okkur í þessa stöðu“ „Bara svona skítatilfinning“ Kemur liðsfélaga sínum til varnar: „Einn af uppáhaldsgaurunum mínum“ Tvö Íslendingalið áfram með fullt hús í Evrópudeildinni FH náði aðeins betri úrslitum á móti Gummersbach í þetta skiptið Uppgjör: Valur - Vardar 34-34 | Víti þegar leiktíminn var liðinn felldi Val Ásbjörn leikgreinir Gummersbach Valskonur til Málaga en Haukar mæta liði frá Úkraínu Sjá meira
Íslensku strákarnir byrjuðu mótið nokkuð hægt en stóðu á endanum uppi sem sigurvegarar síns riðils og fóru því með 2 stig í milliriðil. Sigur í dag svo gott sem gulltryggir liðinu sæti í 8-liða úrslitum en Grikkland er án stiga í milliriðlinum. Kristófer Máni Jónasson var með 100 prósent færanýtingu og skoraði sex mörk úr sex skotum. Auk hans voru markahæstu menn Íslands í dag þeir Benedikt Gunnar Óskarsson og Andri Már Rúnarsson með sex mörk hvor. Adam Thorstensen varði sjö skot í leiknum og var með 28 prósenta markvörslu á meðan Brynjar Vignir Sigurjónsson varði þrjú skot og var með 23 prósenta markvörslu. Einu marki yfir eftir fyrri hálf leik Leikurinn var æsispennandi og skiptust liðin á að vera með forrystu í fyrri hálf leik. Grikkir hófu leikinn að krafti og skoruðu þrjú mörk gegn engu frá íslenska liðinu. Íslendingar komust hins vegar fyrst yfir í stöðunni 8-7. Grikkir jöfnuðu að nýju og voru liðin jöfn allt þar til í stöðunni 11-10 en þá komst Ísland yfir. Grikkir svöruðu fyrir sig með þremur mörkum í röð og leiddu með 13 mörkum gegn 11 en Íslendingar jöfnuðu í stöðunni 14-14 þar til Grikkir skoruðu síðasta mark fyrri hálf leiks, 14-15. Ótrúleg endurkoma í seinni hálf leik Íslenska liðið stóð ekki í Grikkjum framan af í seinni hálf leik. Grikkir röðuðu inn mörkum og komust yfir 21-17 þegar 41 mínúta var liðin af leiknum. Íslensku strákarnir sýndu þó mátt sinn og megin og komu til baka og komust yfir í stöðunni 22-21 þegar einungis þrjár mínútur voru eftir af leiknum. Þá jöfnuðu Grikkir 22-22 og allt í járnum þegar tíu mínútur voru eftir af leiknum. Íslendingar komust yfir í stöðunni 27-26 þegar ein mínúta var eftir í leiknum. Glæsilegur varnarleikur tryggði íslenska liðinu annað mark og var staðan 28-26 þegar 50 sekúndur voru eftir og komst íslenska liðið í hraðaupphlaup og staðan 29-26. Þá tók gríska liðið leikhlé og gátu að því loknu klórað í bakkann með tveimur mörkum og enduðu leikar 29-28 fyrir íslenska liðinu.
Handbolti Landslið karla í handbolta Tengdar fréttir Torsóttur sigur í fyrsta leik á HM Íslenska U21 árs landslið karla vann í dag nauman tveggja marka sigur gegn Marokkó í fyrsta leik liðsins á HM í handbolta, 17-15, í Aþenu í dag. 20. júní 2023 09:48 Öruggur sigur gegn Síle í öðrum leik heimsmeistaramótsins Íslenska U21 árs landslið karla vann öruggan 17 marka sigur, 35-18, er liðið mætti Síle í öðrum leik G-riðils á heimsmeistaramótinu í handbolta sem fram fer í Þýskalandi og Grikklandi um þessar mundir. 21. júní 2023 11:45 Íslensku strákarnir áfram með fullt hús stiga Íslenska U-21 árs landslið karla vann Serbíu í síðasta leik riðlakeppni HM í handbolta. Lokatölur 32-29. 23. júní 2023 19:31 Mest lesið Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Enski boltinn Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Íslenski boltinn McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Enski boltinn Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Íslenski boltinn Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Handbolti Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Fótbolti Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Enski boltinn „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Körfubolti Albert kemur til greina sem sá besti á Ítalíu Fótbolti Fleiri fréttir Stelpur Þóris fóru illa með fyrsta mótherja Íslands Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Olís-deild karla: FH vann stórsigur í Breiðholti og önnur úrslit Uppgjörið: Haukar - Valur 29-33 | Valur heldur í við toppliðin með sigri gegn Haukum Íslendingaliðin töpuðu bæði Ísland tapaði með minnsta mun Ekki haft tíma til að spá í EM Framarar náðu toppliðunum að stigum Frábær endasprettur hjá Janusi Daða og félögum Viggó öflugur í dramatískum endurkomusigri Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Hollensku stelpurnar í fínu formi fyrir EM „Mér finnst við alveg skítlúkka“ Kári í bann fyrir „illkvittið“ högg í andlit Fæddur árið 2007, brillerar í efstu deild og fann upp á Orra Óstöðvandi Þórey gaf ekki kost á sér: „Snýst um hlutverk mitt innan liðsins“ Frábær sigur hjá Orra og félögum á móti PSG Kristján lét að sér kveða þegar sigurgangan hélt áfram Súrt kvöld fyrir Íslendingaliðin í Meistaradeildinni „Langstærsti búningasamningur sem HSÍ hefur gert“ Viktor mætir Aroni: „Hann var átrúnaðargoðið mitt“ Landsliðin spila í Adidas næstu árin „Eigum ekki að setja sálfa okkur í þessa stöðu“ „Bara svona skítatilfinning“ Kemur liðsfélaga sínum til varnar: „Einn af uppáhaldsgaurunum mínum“ Tvö Íslendingalið áfram með fullt hús í Evrópudeildinni FH náði aðeins betri úrslitum á móti Gummersbach í þetta skiptið Uppgjör: Valur - Vardar 34-34 | Víti þegar leiktíminn var liðinn felldi Val Ásbjörn leikgreinir Gummersbach Valskonur til Málaga en Haukar mæta liði frá Úkraínu Sjá meira
Torsóttur sigur í fyrsta leik á HM Íslenska U21 árs landslið karla vann í dag nauman tveggja marka sigur gegn Marokkó í fyrsta leik liðsins á HM í handbolta, 17-15, í Aþenu í dag. 20. júní 2023 09:48
Öruggur sigur gegn Síle í öðrum leik heimsmeistaramótsins Íslenska U21 árs landslið karla vann öruggan 17 marka sigur, 35-18, er liðið mætti Síle í öðrum leik G-riðils á heimsmeistaramótinu í handbolta sem fram fer í Þýskalandi og Grikklandi um þessar mundir. 21. júní 2023 11:45
Íslensku strákarnir áfram með fullt hús stiga Íslenska U-21 árs landslið karla vann Serbíu í síðasta leik riðlakeppni HM í handbolta. Lokatölur 32-29. 23. júní 2023 19:31