„Tók smá tíma eftir að ferillinn endaði að átta mig á því hvað mig langaði að gera“ Jón Már Ferro skrifar 25. júní 2023 08:00 Emil Pálsson vann þrjá Íslandsmeistaratitla með FH áður en hann hélt út í atvinnumennsku. Fyrir tveimur árum fór hann fyrst í hjartastopp en í fyrra gerðist það aftur. Hann sagði skilið við fótboltann tímabundið áður en hann snéri sér að fótboltaþjálfun. vísir/andri marinó Emil Pálsson, fyrrum atvinnumaður í knattspyrnu sem neyddist skyndilega til þessa að leggja knattspyrnuskóna á hilluna í fyrra. Hefur fundið nýjan farveg fyrir ástríðu sína á íþróttinni. Emil þurfti, í september í fyrra, að taka þá erfiðu ákvörðun að leggja knattspyrnuskóna á hilluna eftir að hafa farið í hjartastopp í tvígang aðeins 29 ára gamall. Mikið vatn hefur runnið til sjávar síðan þá og varð fljótt ljóst að þessi fyrrum atvinnu- og landsliðsmaður myndi ekki fara langt frá íþróttinni sem hefur átt hug hans og hjarta síðan í barnæsku. Emil sinnir nú þjálfun og hjá FH miðlar hann reynslu sinni til yngri iðkenda. Auk þess sem hann sinnir starfi í greiningarteymi karlaliðs félagsins. „Það tók smá tíma eftir að ferillinn endaði að átta mig á því hvað mig langaði að gera. Svo var það alltaf bara fótboltinn sem dró mig alltaf meira og meira til sín. Ég tel mig hafa ýmislegt fram á að færa þar. Þannig það var bara geggjað að geta fengið FH, sem er minn klúbbur á Íslandi ásamt Vestra á Ísafirði. Ég tel að það hafi hjálpað mér að koma mér inn í þjálfaragigg sem ég er mjög ánægður með,“ segir Emil. Á leikmannaferli sínum varð Emil í þrígang Íslandsmeistari með FH. Þá hélt hann út í atvinnumennsku í Noregi og á einnig að baki landsleiki fyrir Íslands hönd. Emil segir að hann sé þjálfari í mótun og að hann læri eitthvað nýtt á hverjum degi. „Ég held það sé algengur misskilningur hjá fótboltafólki að þú getir bara labbað beint inn í þjálfun eftir að þú hefur verið leikmaður og það sé bara ekkert mál. Ég ber meiri virðingu fyrir þjálfurum núna en ég gerði áður. Að því leitinu til að maður er búinn að átta sig á hvað fer rosalega mikil vinna í að vera þjálfari. Þegar ég byrjaði að þjálfa þá var ég ekki alveg viss hvort þetta væri eitthvað sem mig langaði að gera. Ég ákvað að kýla bara á þetta og sjá svo til. Það sem ég hef fundið eftir að ég byrjaði að ég er alltaf að vaxa meira inn í starfið og finna fyrir meiri áhuga. Þegar maður liggur heima á koddanum að hugsa um taktík áður en maður sofnar. Þá held ég að maður sé kominn inn í starfið. Eins og það á að vera,“ segir Emil. Besta deild karla FH Mest lesið Diogo Jota lést í bílslysi Fótbolti Allt sem við vitum um banaslys Diogo Jota Enski boltinn Arnar Pétursson dæmdur úr leik á Íslandsmótinu og er mjög ósáttur Sport Yfirlýsing frá Liverpool: „Ólýsanlegur missir“ Enski boltinn Yfirlýsing Ármanns vegna brottvísunar Arnars Péturs: Hann stytti sér leið Sport Glódís mætti ekki á æfingu Fótbolti Fótboltaheimurinn syrgir fallna félaga Fótbolti Hafnaði ágengum Egyptum en er til í að taka við félagsliði Handbolti EM í dag: Þungt högg, óvæntur fáni og indverskur matur Fótbolti Ásthildur Helga: Þetta var bara lélegt Fótbolti Fleiri fréttir Þróttarar breyttu tapi í sigur með tveimur mörkum í lokin Fær tveggja leikja bann fyrir hártogið Í beinni: Afturelding - Breiðablik | Heimamenn vilja hefna tapið í opnunarleiknum Varð fullorðinn úti „Reisn“ yfir ákvörðun Jóns Daða sem gaf stórliðunum langt nef „Eitt það versta sem ég hef séð síðustu ár“ „Tilhugsunin um að spila fyrir annað félag sat bara ekki rétt í mér“ Jón Daði skrifar undir hjá Selfossi Ætla skrefinu lengra: „Menn muna þá tilfinningu vel“ Skellihlegið í Stúkunni: Svipuð nærvera og þegar Bjössi hitti Karabatic í Lindex Stúkan: Átti annað mark ÍA að standa og hver skoraði? Sjáðu tvennur Eiðs og Nikolaj, aukaspyrnu Kjartans og öll hin mörkin Uppgjörið: Víkingur - Afturelding 2-1 | Víkingar sluppu með skrekkinn Uppgjörið: KR - FH 3-2 | Eiður Gauti hetja KR-inga Uppgjörið: Vestri - ÍA 0-2 | Sigur í fyrsta leik Lárusar Orra Uppgjörið: Fram - ÍBV 2-0 | Sanngjarn sigur heimamanna Hverju breytir Lárus Orri hjá Skagaliðinu? Þrenna á föstudagskvöldi og háskólagráða á laugardegi Fyrsti sigur Fylkismanna í fimmtíu daga Sjáðu markaveislu Valsmanna og varamannaþrennu Kristófers bjarga Blikum Hetja Blika í kvöld lá í viku inn á spítala í janúar með blóðsýkingu Svarar ekki Óskari Hrafni: „Ég tala bara úti á velli, ekki eftir á“ ÍR-ingar gefa ekkert eftir og tóku toppsætið aftur af Njarðvík Uppgjörið: Stjarnan-Breiðablik 1-4 | Kristófer með þrennu á móti uppeldisfélaginu Uppgjörið: KA-Valur 2-5 | Valsmenn með annan stórsigurinn í röð Önnur góð Reykjavíkurferð hjá Þórsurum Obbekjær hentaði Blikum ekki og fer aftur til Færeyja Gæti orðið dýrastur í sögu KR Stjarnan staðfestir komu Caulker Þóra um hártogið í Bestu: „Þetta er bara botnhegðun“ Sjá meira
Emil þurfti, í september í fyrra, að taka þá erfiðu ákvörðun að leggja knattspyrnuskóna á hilluna eftir að hafa farið í hjartastopp í tvígang aðeins 29 ára gamall. Mikið vatn hefur runnið til sjávar síðan þá og varð fljótt ljóst að þessi fyrrum atvinnu- og landsliðsmaður myndi ekki fara langt frá íþróttinni sem hefur átt hug hans og hjarta síðan í barnæsku. Emil sinnir nú þjálfun og hjá FH miðlar hann reynslu sinni til yngri iðkenda. Auk þess sem hann sinnir starfi í greiningarteymi karlaliðs félagsins. „Það tók smá tíma eftir að ferillinn endaði að átta mig á því hvað mig langaði að gera. Svo var það alltaf bara fótboltinn sem dró mig alltaf meira og meira til sín. Ég tel mig hafa ýmislegt fram á að færa þar. Þannig það var bara geggjað að geta fengið FH, sem er minn klúbbur á Íslandi ásamt Vestra á Ísafirði. Ég tel að það hafi hjálpað mér að koma mér inn í þjálfaragigg sem ég er mjög ánægður með,“ segir Emil. Á leikmannaferli sínum varð Emil í þrígang Íslandsmeistari með FH. Þá hélt hann út í atvinnumennsku í Noregi og á einnig að baki landsleiki fyrir Íslands hönd. Emil segir að hann sé þjálfari í mótun og að hann læri eitthvað nýtt á hverjum degi. „Ég held það sé algengur misskilningur hjá fótboltafólki að þú getir bara labbað beint inn í þjálfun eftir að þú hefur verið leikmaður og það sé bara ekkert mál. Ég ber meiri virðingu fyrir þjálfurum núna en ég gerði áður. Að því leitinu til að maður er búinn að átta sig á hvað fer rosalega mikil vinna í að vera þjálfari. Þegar ég byrjaði að þjálfa þá var ég ekki alveg viss hvort þetta væri eitthvað sem mig langaði að gera. Ég ákvað að kýla bara á þetta og sjá svo til. Það sem ég hef fundið eftir að ég byrjaði að ég er alltaf að vaxa meira inn í starfið og finna fyrir meiri áhuga. Þegar maður liggur heima á koddanum að hugsa um taktík áður en maður sofnar. Þá held ég að maður sé kominn inn í starfið. Eins og það á að vera,“ segir Emil.
Besta deild karla FH Mest lesið Diogo Jota lést í bílslysi Fótbolti Allt sem við vitum um banaslys Diogo Jota Enski boltinn Arnar Pétursson dæmdur úr leik á Íslandsmótinu og er mjög ósáttur Sport Yfirlýsing frá Liverpool: „Ólýsanlegur missir“ Enski boltinn Yfirlýsing Ármanns vegna brottvísunar Arnars Péturs: Hann stytti sér leið Sport Glódís mætti ekki á æfingu Fótbolti Fótboltaheimurinn syrgir fallna félaga Fótbolti Hafnaði ágengum Egyptum en er til í að taka við félagsliði Handbolti EM í dag: Þungt högg, óvæntur fáni og indverskur matur Fótbolti Ásthildur Helga: Þetta var bara lélegt Fótbolti Fleiri fréttir Þróttarar breyttu tapi í sigur með tveimur mörkum í lokin Fær tveggja leikja bann fyrir hártogið Í beinni: Afturelding - Breiðablik | Heimamenn vilja hefna tapið í opnunarleiknum Varð fullorðinn úti „Reisn“ yfir ákvörðun Jóns Daða sem gaf stórliðunum langt nef „Eitt það versta sem ég hef séð síðustu ár“ „Tilhugsunin um að spila fyrir annað félag sat bara ekki rétt í mér“ Jón Daði skrifar undir hjá Selfossi Ætla skrefinu lengra: „Menn muna þá tilfinningu vel“ Skellihlegið í Stúkunni: Svipuð nærvera og þegar Bjössi hitti Karabatic í Lindex Stúkan: Átti annað mark ÍA að standa og hver skoraði? Sjáðu tvennur Eiðs og Nikolaj, aukaspyrnu Kjartans og öll hin mörkin Uppgjörið: Víkingur - Afturelding 2-1 | Víkingar sluppu með skrekkinn Uppgjörið: KR - FH 3-2 | Eiður Gauti hetja KR-inga Uppgjörið: Vestri - ÍA 0-2 | Sigur í fyrsta leik Lárusar Orra Uppgjörið: Fram - ÍBV 2-0 | Sanngjarn sigur heimamanna Hverju breytir Lárus Orri hjá Skagaliðinu? Þrenna á föstudagskvöldi og háskólagráða á laugardegi Fyrsti sigur Fylkismanna í fimmtíu daga Sjáðu markaveislu Valsmanna og varamannaþrennu Kristófers bjarga Blikum Hetja Blika í kvöld lá í viku inn á spítala í janúar með blóðsýkingu Svarar ekki Óskari Hrafni: „Ég tala bara úti á velli, ekki eftir á“ ÍR-ingar gefa ekkert eftir og tóku toppsætið aftur af Njarðvík Uppgjörið: Stjarnan-Breiðablik 1-4 | Kristófer með þrennu á móti uppeldisfélaginu Uppgjörið: KA-Valur 2-5 | Valsmenn með annan stórsigurinn í röð Önnur góð Reykjavíkurferð hjá Þórsurum Obbekjær hentaði Blikum ekki og fer aftur til Færeyja Gæti orðið dýrastur í sögu KR Stjarnan staðfestir komu Caulker Þóra um hártogið í Bestu: „Þetta er bara botnhegðun“ Sjá meira