Grímseyingar þoka smíði kirkjunnar af stað að nýju Kristján Már Unnarsson skrifar 24. júní 2023 21:36 Alfreð Garðarsson er formaður sóknarnefndar Miðgarðakirkju í Grímsey. Egill Aðalsteinsson Grímseyingar vonast til að góður stuðningur velgjörðarmanna verði til þess að þeir geti haldið áfram smíði nýrrar kirkju í stað þeirrar sem brann en verkið hefur legið niðri vegna fjárskorts. Stefnt er að hjónavígslu í næsta mánuði. Það var áfall fyrir Grímseyinga þegar kirkjan brann til grunna haustið 2021 en rætt var við Alfreð Garðarsson, formann sóknarnefndar Miðgarðakirkju, í fréttum Stöðvar 2. „Það var mikil umræða þegar kirkjan brann hvað ætti að gera. Mörgum fannst að þetta væri bara rothöggið á okkur. Það væri bara verið að segja okkur að hunskast í burtu og hætta þessu fyrst að kirkjan var brunnin. En við vorum öll sammála um það að við myndum bara fara í endurbyggingu og það var hjólað í þetta,“ segir Alfreð. Ný Miðgarðakrikja rís í Grímsey.Egill Aðalsteinsson Smíðin hófst í fyrravor, Grímseyingar fengu fagmenn með sér, þeirra á meðal Hjörleif Stefánsson arkitekt, sem teiknaði nýju kirkjuna. „Svo um áramót sáum við fram á að við vorum búin með alla peninga svo að við ákváðum að stoppa. Ætluðum ekki að fara að hleypa okkur í skuldir.“ En það hefur sýnt sig að Grímseyingar eiga sér víða velgjörðarmenn. Smám saman mjatlast peningar inn og núna sjá þeir fram á að geta haldið áfram með verkið. „Það hafa alveg ótrúlega margir stutt við bakið á okkur. Takk Íslendingar, bara hreinar línur. Einstaklingar og fyrirtæki, litlu kirkjurnar hérna allt í kringum okkur og félagasamtök.“ Og Hallgrímskirkjusöfnuður gaf kirkjuklukkur og Landhelgisgæslan hefur hjálpað til með efnisflutning. „Og svo náttúrlega hérna í eyjunni. Við erum búin að hreinsa alla ferðasjóði og allt sem var til hjá Kiwanis og kvenfélaginu. Þannig að það er búið að þurrka allt svoleiðis.“ Að innan er mikið ógert.Egill Aðalsteinsson Og núna á morgun hefst verkið að nýju með lagfæringu á kirkjugarðinum. En meira þarf til. „Við erum að athuga hvort við fáum virðisaukaskattinn frá fyrra ári endurgreiddan. Það hefur svona hikstað svolítið með það. En við erum að vona að það hrökkvi til. Það er náttúrlega hörku fínn peningur. En við förum af stað aftur, þurfum að heyra í landanum,“ segir Alfreð. Grímseyingar vilja koma kirkjunni í notkun. „8. júlí þá á að vera brúðkaup hérna. Svo við ætlum að reyna að laga aðgengið að kirkjunni, þó að það verði allt eftir inni, þá verður hægt að halda hérna brúðkaup,“ segir formaður sóknarnefndar Miðgarðakirkju. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Akureyri Kirkjubruni í Grímsey Þjóðkirkjan Grímsey Tengdar fréttir Senda Grímseyingum klukkur í stað þeirra sem bráðnuðu Hallgrímskirkjusöfnuður í Reykjavík hefur safnað fyrir kirkjuklukkum í nýja Miðgarðakirkju í Grímsey eftir að gamla kirkjan varð eldi að bráð í september 2021. Klukkurnar verða til sýnis í kirkjunni næstu vikurnar. 11. apríl 2023 15:35 Fyrsta skóflustunga tekin eftir harmleikinn í haust Fyrsta skóflustunga var í dag tekin að nýrri kirkju í Grímsey en Miðgarðskirkja brann til grunna ásamt öllum kirkjumunum síðastliðið haust. Áætlað er að vígja nýja kirkju sumarið 2023. 8. maí 2022 21:07 Tuttugu milljónir til endurbyggingar Miðgarðakirkju í Grímsey Ríkisstjórnin hyggst veita tuttugu milljónir króna af sameiginlegu ráðstöfunarfé sínu til endurbyggingar Miðgarðakirkju í Grímsey. 21. desember 2021 14:48 Gríðarleg menningarverðmæti hurfu með Miðgarðakirkju Formaður sóknanefndar í Grímsey segir eyjaskeggja í áfalli eftir að Miðgarðakirkja brann þar til kaldra kola í gærkvöldi. Ómetanleg menningarverðmæti hafi orðið eldinum að bráð. Mikill vilji sé til að endurreisa kirkjuna. 22. september 2021 20:01 Íbúar fylgdust með kirkjunni brenna með tárin í augunum Karen Nótt Halldórsdóttir, íbúi í Grímsey, var meðal þeirra sem horfðu upp á sögufræga Grímseyjarkirkju brenna til kaldra kola um ellefuleytið í kvöld. Karen segir tjónið fyrir eyjuna mikið, bæði í aðdráttarafli kirkjunnar fyrir ferðamenn en þó allra helst tilfinningalegt fyrir íbúana. 22. september 2021 00:58 Mest lesið Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Erlent Eins og að vera fangi í eigin líkama Innlent Gegndarlaus áróður hafi tryggt gott gengi Ísraels Innlent Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Erlent Þegar Þorvaldur í Síld og fisk varð örlagavaldur Loftleiða Innlent Segja kristnar kirkjur ekki geta staðið hjá Innlent Grunaðir um að neyða pilt upp í bíl og gefa honum rafstuð Innlent Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Innlent Þrír réðust á ungan mann í Árbænum og flúðu á brott Innlent Eldur logar í Hafnarfirði Innlent Fleiri fréttir Gullfallegt fley Getty-kóngsins við Reykjavíkurhöfn Tilraun með ræktun hveitis á Íslandi gefur góð fyrirheit Grunaðir um að neyða pilt upp í bíl og gefa honum rafstuð Gegndarlaus áróður hafi tryggt gott gengi Ísraels Ekki hissa á góðu gengi Ísrael og innsetningarmessa páfans Segja kristnar kirkjur ekki geta staðið hjá Staðan í hagkerfinu og alþjóðamálin Eins og að vera fangi í eigin líkama Þrír réðust á ungan mann í Árbænum og flúðu á brott Þegar Þorvaldur í Síld og fisk varð örlagavaldur Loftleiða Framtíðar kvikmyndagerðarfólk í Sunnulækjarskóla á Selfossi Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Laugdælingur og Hvergerðingur hlutskarpastir í Pangeu Fjölgun falsaðra skilríkja og úrslitakvöld Eurovision Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Hryðjuverkamálið gæti haft verulega þýðingu Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt „Það eru krakkar þarna núna sem eru bara í lífshættu” Styður tillögur að róttækum breytingum á byggingareftirliti Róttækar breytingar á byggingareftirliti og í beinni frá Basel Blöndulón fyllist sögulega snemma og staðan góð í lónum Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Svalt þokuloft ekki langt undan Ók fullur á nokkra kyrrstæða bíla Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Björgunarmiðstöð byggð á Flúðum Eftirspurn á hlutabréfamarkaði mikil og blómstrandi gróður Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Hvetja stjórnvöld í Ísrael til að breyta stefnu sinni tafarlaust Sjá meira
Það var áfall fyrir Grímseyinga þegar kirkjan brann til grunna haustið 2021 en rætt var við Alfreð Garðarsson, formann sóknarnefndar Miðgarðakirkju, í fréttum Stöðvar 2. „Það var mikil umræða þegar kirkjan brann hvað ætti að gera. Mörgum fannst að þetta væri bara rothöggið á okkur. Það væri bara verið að segja okkur að hunskast í burtu og hætta þessu fyrst að kirkjan var brunnin. En við vorum öll sammála um það að við myndum bara fara í endurbyggingu og það var hjólað í þetta,“ segir Alfreð. Ný Miðgarðakrikja rís í Grímsey.Egill Aðalsteinsson Smíðin hófst í fyrravor, Grímseyingar fengu fagmenn með sér, þeirra á meðal Hjörleif Stefánsson arkitekt, sem teiknaði nýju kirkjuna. „Svo um áramót sáum við fram á að við vorum búin með alla peninga svo að við ákváðum að stoppa. Ætluðum ekki að fara að hleypa okkur í skuldir.“ En það hefur sýnt sig að Grímseyingar eiga sér víða velgjörðarmenn. Smám saman mjatlast peningar inn og núna sjá þeir fram á að geta haldið áfram með verkið. „Það hafa alveg ótrúlega margir stutt við bakið á okkur. Takk Íslendingar, bara hreinar línur. Einstaklingar og fyrirtæki, litlu kirkjurnar hérna allt í kringum okkur og félagasamtök.“ Og Hallgrímskirkjusöfnuður gaf kirkjuklukkur og Landhelgisgæslan hefur hjálpað til með efnisflutning. „Og svo náttúrlega hérna í eyjunni. Við erum búin að hreinsa alla ferðasjóði og allt sem var til hjá Kiwanis og kvenfélaginu. Þannig að það er búið að þurrka allt svoleiðis.“ Að innan er mikið ógert.Egill Aðalsteinsson Og núna á morgun hefst verkið að nýju með lagfæringu á kirkjugarðinum. En meira þarf til. „Við erum að athuga hvort við fáum virðisaukaskattinn frá fyrra ári endurgreiddan. Það hefur svona hikstað svolítið með það. En við erum að vona að það hrökkvi til. Það er náttúrlega hörku fínn peningur. En við förum af stað aftur, þurfum að heyra í landanum,“ segir Alfreð. Grímseyingar vilja koma kirkjunni í notkun. „8. júlí þá á að vera brúðkaup hérna. Svo við ætlum að reyna að laga aðgengið að kirkjunni, þó að það verði allt eftir inni, þá verður hægt að halda hérna brúðkaup,“ segir formaður sóknarnefndar Miðgarðakirkju. Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Akureyri Kirkjubruni í Grímsey Þjóðkirkjan Grímsey Tengdar fréttir Senda Grímseyingum klukkur í stað þeirra sem bráðnuðu Hallgrímskirkjusöfnuður í Reykjavík hefur safnað fyrir kirkjuklukkum í nýja Miðgarðakirkju í Grímsey eftir að gamla kirkjan varð eldi að bráð í september 2021. Klukkurnar verða til sýnis í kirkjunni næstu vikurnar. 11. apríl 2023 15:35 Fyrsta skóflustunga tekin eftir harmleikinn í haust Fyrsta skóflustunga var í dag tekin að nýrri kirkju í Grímsey en Miðgarðskirkja brann til grunna ásamt öllum kirkjumunum síðastliðið haust. Áætlað er að vígja nýja kirkju sumarið 2023. 8. maí 2022 21:07 Tuttugu milljónir til endurbyggingar Miðgarðakirkju í Grímsey Ríkisstjórnin hyggst veita tuttugu milljónir króna af sameiginlegu ráðstöfunarfé sínu til endurbyggingar Miðgarðakirkju í Grímsey. 21. desember 2021 14:48 Gríðarleg menningarverðmæti hurfu með Miðgarðakirkju Formaður sóknanefndar í Grímsey segir eyjaskeggja í áfalli eftir að Miðgarðakirkja brann þar til kaldra kola í gærkvöldi. Ómetanleg menningarverðmæti hafi orðið eldinum að bráð. Mikill vilji sé til að endurreisa kirkjuna. 22. september 2021 20:01 Íbúar fylgdust með kirkjunni brenna með tárin í augunum Karen Nótt Halldórsdóttir, íbúi í Grímsey, var meðal þeirra sem horfðu upp á sögufræga Grímseyjarkirkju brenna til kaldra kola um ellefuleytið í kvöld. Karen segir tjónið fyrir eyjuna mikið, bæði í aðdráttarafli kirkjunnar fyrir ferðamenn en þó allra helst tilfinningalegt fyrir íbúana. 22. september 2021 00:58 Mest lesið Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Erlent Eins og að vera fangi í eigin líkama Innlent Gegndarlaus áróður hafi tryggt gott gengi Ísraels Innlent Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Erlent Þegar Þorvaldur í Síld og fisk varð örlagavaldur Loftleiða Innlent Segja kristnar kirkjur ekki geta staðið hjá Innlent Grunaðir um að neyða pilt upp í bíl og gefa honum rafstuð Innlent Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Innlent Þrír réðust á ungan mann í Árbænum og flúðu á brott Innlent Eldur logar í Hafnarfirði Innlent Fleiri fréttir Gullfallegt fley Getty-kóngsins við Reykjavíkurhöfn Tilraun með ræktun hveitis á Íslandi gefur góð fyrirheit Grunaðir um að neyða pilt upp í bíl og gefa honum rafstuð Gegndarlaus áróður hafi tryggt gott gengi Ísraels Ekki hissa á góðu gengi Ísrael og innsetningarmessa páfans Segja kristnar kirkjur ekki geta staðið hjá Staðan í hagkerfinu og alþjóðamálin Eins og að vera fangi í eigin líkama Þrír réðust á ungan mann í Árbænum og flúðu á brott Þegar Þorvaldur í Síld og fisk varð örlagavaldur Loftleiða Framtíðar kvikmyndagerðarfólk í Sunnulækjarskóla á Selfossi Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Laugdælingur og Hvergerðingur hlutskarpastir í Pangeu Fjölgun falsaðra skilríkja og úrslitakvöld Eurovision Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Hryðjuverkamálið gæti haft verulega þýðingu Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt „Það eru krakkar þarna núna sem eru bara í lífshættu” Styður tillögur að róttækum breytingum á byggingareftirliti Róttækar breytingar á byggingareftirliti og í beinni frá Basel Blöndulón fyllist sögulega snemma og staðan góð í lónum Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Svalt þokuloft ekki langt undan Ók fullur á nokkra kyrrstæða bíla Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Björgunarmiðstöð byggð á Flúðum Eftirspurn á hlutabréfamarkaði mikil og blómstrandi gróður Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Hvetja stjórnvöld í Ísrael til að breyta stefnu sinni tafarlaust Sjá meira
Senda Grímseyingum klukkur í stað þeirra sem bráðnuðu Hallgrímskirkjusöfnuður í Reykjavík hefur safnað fyrir kirkjuklukkum í nýja Miðgarðakirkju í Grímsey eftir að gamla kirkjan varð eldi að bráð í september 2021. Klukkurnar verða til sýnis í kirkjunni næstu vikurnar. 11. apríl 2023 15:35
Fyrsta skóflustunga tekin eftir harmleikinn í haust Fyrsta skóflustunga var í dag tekin að nýrri kirkju í Grímsey en Miðgarðskirkja brann til grunna ásamt öllum kirkjumunum síðastliðið haust. Áætlað er að vígja nýja kirkju sumarið 2023. 8. maí 2022 21:07
Tuttugu milljónir til endurbyggingar Miðgarðakirkju í Grímsey Ríkisstjórnin hyggst veita tuttugu milljónir króna af sameiginlegu ráðstöfunarfé sínu til endurbyggingar Miðgarðakirkju í Grímsey. 21. desember 2021 14:48
Gríðarleg menningarverðmæti hurfu með Miðgarðakirkju Formaður sóknanefndar í Grímsey segir eyjaskeggja í áfalli eftir að Miðgarðakirkja brann þar til kaldra kola í gærkvöldi. Ómetanleg menningarverðmæti hafi orðið eldinum að bráð. Mikill vilji sé til að endurreisa kirkjuna. 22. september 2021 20:01
Íbúar fylgdust með kirkjunni brenna með tárin í augunum Karen Nótt Halldórsdóttir, íbúi í Grímsey, var meðal þeirra sem horfðu upp á sögufræga Grímseyjarkirkju brenna til kaldra kola um ellefuleytið í kvöld. Karen segir tjónið fyrir eyjuna mikið, bæði í aðdráttarafli kirkjunnar fyrir ferðamenn en þó allra helst tilfinningalegt fyrir íbúana. 22. september 2021 00:58