„Það voru útskriftir úr Háskóla Íslands í Laugardalshöll“ Kári Mímisson skrifar 24. júní 2023 20:16 Rúnar Kristinsson, þjálfari KR. vísir/Pawel Cieslikiewicz Rúnar Kristinsson, þjálfari KR, var að vonum ánægður með 2-0 sigur liðsins á KA í dag. Það mátti sjá mikil bata merki í leik liðsins í dag sem gat gefið Ole Martin aðstoðarþjálfara þrjú stig í afmælisgjöf. „Ég er ofboðslega ánægður. Við höfum átt erfitt með að leggja KA af velli undanfarin ár og þó að við höfum unnið þá einstaka sinnum þá hafa þetta alltaf verið lokaðir leikir og taktískt mjög góðir enda eru þeir með stórhættulegt lið. Ég er gríðarlega ánægður með að halda hreinu gegn þeim, skora tvö mörk og vinna. Það að vinna KA 2-0 er erfitt. Fyrsta markið er smá heppni, klafs og bara týpískt heppnismark. Seinna markið er auðvitað mjög gott. Við spilum úr aukaspyrnunni og fáum góð hlaup inn í teiginn og frábæra sendingu frá Atla. Markið var gott og það hjálpaði okkur ofboðslega mikið að klára leikinn. Ef að annað markið hefði ekki komið á þessum tímapunkti þá hugsa ég að sókn KA-manna hefði þyngst töluvert. Við erum búnir að vera að fá á okkur mörk í restina af leikjunum undanfarið, síðast á móti Vestmannaeyjum hérna heima. Við áttum að tapa stórt þá en hefðum getað stolið þremur stigum ef þeir hefðu ekki skorað á 90. mínútu. Þetta er ágætis léttir fyrir okkur að ná að skora annað markið og það gerði það auðveldar að sigla þessu heim,“ segir Rúnar. Finnur Tómas átti fínan dag í vörn KR ásamt því að eiga það til að taka virkan þátt í sóknarleik liðsins. Finnur hljóp út um allan völl í dag og tók virkan þátt í pressu liðsins. Rúnar segist hafa verið ánægður með hann í dag þó svo að hann sé nú ekkert að biðja hann um að fara í þessi hlaup. Finnur þurfti að fara út af undir lok leiksins en Rúnar segir það ekki hafa verið alvarlegt. „Við erum nú ekki að biðja hann um að sprikla svona mikið út um allan völl en þegar menn geta sett andstæðinginn undir pressu og þvingað þá til baka í átt að eiginn marki þá er það fínt. Hann ákvað að gera það í nokkur skipti. Við erum náttúrulega að með þrjá hafsenta og við viljum að þeir fari af stað með boltann og reyni að búa eitthvað til fyrir okkur. Hann spilaði bara frábærlega í dag fyrir okkur eins og hann gerir í öllum leikjum og var orðinn þreyttur þarna undir lokin. Fékk eitthvað smávægilegt högg og svo þreyta ofan á það svo við tókum hann út af þegar það var lítið eftir.“ Kristján Flóki var ekki með í dag vegna meiðsla. Rúnar segir hann sennilega ekki vera tilbúinn fyrir leikinn gegn Keflavík í næstu viku en telur líklegt að hann verði mættur fljótlega eftir það. „Það á nú ekki að vera langt. Við eigum leik á miðvikudaginn og svo kemur aftur tveggja vikna pása hjá okkur. Ég hugsa að við hvílum hann núna á miðvikudaginn og vonandi verður hann klár um miðjan júlí.“ Áhorfendur á Meistaravöllum voru ekki margir í dag. Tölurnar sem blaðamaður Vísis fékk voru að 375 manns hefðu komið að horfa á þennan leik í dag sem er langt því frá gott fyrir lið eins og KR. Rúnar segist hafa áhyggjur af þessu en telur þó að það eigi sér eðlilegar skýringar afhverju mætingin sé ekki meiri en þetta í dag. „Það hafa allir áhyggjur af þessu. Auðvitað viljum við fá mikið af fólk á völlinn. Norðurálsmótið er á Akranesi þar sem öll börn og foreldra þeirra eru. Það voru útskriftir úr Háskóla Íslands í Laugardalshöll í dag þar sem meðal annars var fjölskyldan mín var í veislu. Það eru menn í sumarbústöðum og það er laugardagur klukkan fimm. Auðvitað er þetta áhyggjuefni en við höfum mögulega ekki verið að spila neinn fanta góða fótbolta heldur til að lokka fólk á völlinn. Það hefur kannski með vallaraðstæður og veðráttuna að gera. Við höfum ekki verið með góðan völl en völlurinn í dag var snöggtum skárri en samt ekki fullkominn til að spila góðan fótbolta og það sést stundum á þeim fótbolta sem spilaður er hér,“ segir Rúnar. KR tekur á móti botnliði Keflavíkur í næstu umferð. Hvernig leggst það í Rúnar? „Það leggst mjög vel í mig. Þeir eru búnir að vera að spila með fimm manna vörn eins og við erum að gera það verður áhugavert að mæta þeim. Alltaf erfitt að spila við Sigga Ragga og hans liðum. Hann er ofboðslega vel skipulagður, með þéttan og góðan varnarleik og stórhættulegur í skyndisóknum. Við þurfum að halda áfram þar sem við erum ekki komnir á þann stað að við getum farið í einhverja leiki og slakað á heldur þurfum við að leggja okkur ofboðslega mikið fram í alla leiki til að fá einhver stig og berjast um að vera í topp sex. Við viljum komast þangað en við erum ekki þar eins og stendur og það er markmiðið okkar eins og er,“ segir Rúnar. Besta deild karla KR KA Mest lesið Vilja fjölskyldusvæði og að áfengi sé ekki selt í sjoppum fyrir börn Sport „Ég held að hann verði að skoða þetta“ Fótbolti Mbappé kemur ekki til Íslands Fótbolti Sæmundur heimsmeistari aftur Sport Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Körfubolti „Langt síðan ég var svona reiður og svekktur eftir leik“ Fótbolti Einkunnir íslenska liðsins: Albert fremstur á meðal jafningja Fótbolti Viðbrögð við leiknum á Twitter - Fáum á okkur 5 mörk úr 0,6 í XG Sport Dagskráin í dag: Heimir gegn Ronaldo, stórleikur og Körfuboltakvöld Sport „Svekkjandi að missa af næsta leik“ Fótbolti Fleiri fréttir Hallgrímur framlengir við KA Fram gæti orðið stórveldi í íslenskri kvennaknattspyrnu innan örfárra ára Uppgjörið: Þór/KA - Fram 1-1 | Ósáttir Akureyringar enduðu ofar Arnari gekk illa að ná í þunna Víkinga Dæmdu Valsmann í leikbann en drógu það síðan til baka Utan vallar: Var Helgi Guðjóns að eiga Steina Gísla sumar? Björgvin Brimi í Víking Spilaði nærbuxnalaus og fékk UFC-spólur bak við borðið Króati tekur við kvennaliði Keflavíkur Gætu kvatt Bestu deildina án þjálfarans og lykilmanna Sölvi hæstánægður með Gylfa og vill sjá hann í landsliðinu Þorlákur verður áfram með Eyjamenn Hefur verið í liðinu eftir að ný leikstaða uppgötvaðist í Sambandsdeildinni Er eitthvað óeðlilegt að búið sé að gagnrýna þetta Valslið? „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Hafa fengið áttatíu prósent stiga í boði með Gunnar í byrjunarliðinu Uppgjörið: Valur - Stjarnan 1-3 | Stjarnan lyftir sér upp í fjórða „Þetta er enginn flugeldasýningar Íslandsmeistaratitill“ Ekki gerst á Skaganum síðan Garðar átti markamánuð lífs síns Bjarni Guðjóns tók einn KR-ing sérstaklega fyrir Svona tryggðu Víkingar titilinn og öll hin mörkin úr Bestu í gær Gleðin í klefanum hjá nýju Íslandsmeisturunum „Þá fann ég á liðinu að það yrði ekki snúið við“ Sjáðu fögnuð Víkinga þegar Íslandsmeistaratitillinn var tryggður Gylfi Sigurðsson: Mikill léttir að tryggja fyrsta titilinn „Maður er orðinn Íslandsmeistari í sínu fyrsta giggi“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 3-1 | Evrópuvonir Blika lifa Uppgjörið: Víkingur - FH 2-0 | Víkingur er Íslandsmeistari Uppgjörið: KA - Vestri 1-1 | Sæst á jafnan hlut fyrir norðan „Ákveðin blæðing stoppuð í dag“ Sjá meira
„Ég er ofboðslega ánægður. Við höfum átt erfitt með að leggja KA af velli undanfarin ár og þó að við höfum unnið þá einstaka sinnum þá hafa þetta alltaf verið lokaðir leikir og taktískt mjög góðir enda eru þeir með stórhættulegt lið. Ég er gríðarlega ánægður með að halda hreinu gegn þeim, skora tvö mörk og vinna. Það að vinna KA 2-0 er erfitt. Fyrsta markið er smá heppni, klafs og bara týpískt heppnismark. Seinna markið er auðvitað mjög gott. Við spilum úr aukaspyrnunni og fáum góð hlaup inn í teiginn og frábæra sendingu frá Atla. Markið var gott og það hjálpaði okkur ofboðslega mikið að klára leikinn. Ef að annað markið hefði ekki komið á þessum tímapunkti þá hugsa ég að sókn KA-manna hefði þyngst töluvert. Við erum búnir að vera að fá á okkur mörk í restina af leikjunum undanfarið, síðast á móti Vestmannaeyjum hérna heima. Við áttum að tapa stórt þá en hefðum getað stolið þremur stigum ef þeir hefðu ekki skorað á 90. mínútu. Þetta er ágætis léttir fyrir okkur að ná að skora annað markið og það gerði það auðveldar að sigla þessu heim,“ segir Rúnar. Finnur Tómas átti fínan dag í vörn KR ásamt því að eiga það til að taka virkan þátt í sóknarleik liðsins. Finnur hljóp út um allan völl í dag og tók virkan þátt í pressu liðsins. Rúnar segist hafa verið ánægður með hann í dag þó svo að hann sé nú ekkert að biðja hann um að fara í þessi hlaup. Finnur þurfti að fara út af undir lok leiksins en Rúnar segir það ekki hafa verið alvarlegt. „Við erum nú ekki að biðja hann um að sprikla svona mikið út um allan völl en þegar menn geta sett andstæðinginn undir pressu og þvingað þá til baka í átt að eiginn marki þá er það fínt. Hann ákvað að gera það í nokkur skipti. Við erum náttúrulega að með þrjá hafsenta og við viljum að þeir fari af stað með boltann og reyni að búa eitthvað til fyrir okkur. Hann spilaði bara frábærlega í dag fyrir okkur eins og hann gerir í öllum leikjum og var orðinn þreyttur þarna undir lokin. Fékk eitthvað smávægilegt högg og svo þreyta ofan á það svo við tókum hann út af þegar það var lítið eftir.“ Kristján Flóki var ekki með í dag vegna meiðsla. Rúnar segir hann sennilega ekki vera tilbúinn fyrir leikinn gegn Keflavík í næstu viku en telur líklegt að hann verði mættur fljótlega eftir það. „Það á nú ekki að vera langt. Við eigum leik á miðvikudaginn og svo kemur aftur tveggja vikna pása hjá okkur. Ég hugsa að við hvílum hann núna á miðvikudaginn og vonandi verður hann klár um miðjan júlí.“ Áhorfendur á Meistaravöllum voru ekki margir í dag. Tölurnar sem blaðamaður Vísis fékk voru að 375 manns hefðu komið að horfa á þennan leik í dag sem er langt því frá gott fyrir lið eins og KR. Rúnar segist hafa áhyggjur af þessu en telur þó að það eigi sér eðlilegar skýringar afhverju mætingin sé ekki meiri en þetta í dag. „Það hafa allir áhyggjur af þessu. Auðvitað viljum við fá mikið af fólk á völlinn. Norðurálsmótið er á Akranesi þar sem öll börn og foreldra þeirra eru. Það voru útskriftir úr Háskóla Íslands í Laugardalshöll í dag þar sem meðal annars var fjölskyldan mín var í veislu. Það eru menn í sumarbústöðum og það er laugardagur klukkan fimm. Auðvitað er þetta áhyggjuefni en við höfum mögulega ekki verið að spila neinn fanta góða fótbolta heldur til að lokka fólk á völlinn. Það hefur kannski með vallaraðstæður og veðráttuna að gera. Við höfum ekki verið með góðan völl en völlurinn í dag var snöggtum skárri en samt ekki fullkominn til að spila góðan fótbolta og það sést stundum á þeim fótbolta sem spilaður er hér,“ segir Rúnar. KR tekur á móti botnliði Keflavíkur í næstu umferð. Hvernig leggst það í Rúnar? „Það leggst mjög vel í mig. Þeir eru búnir að vera að spila með fimm manna vörn eins og við erum að gera það verður áhugavert að mæta þeim. Alltaf erfitt að spila við Sigga Ragga og hans liðum. Hann er ofboðslega vel skipulagður, með þéttan og góðan varnarleik og stórhættulegur í skyndisóknum. Við þurfum að halda áfram þar sem við erum ekki komnir á þann stað að við getum farið í einhverja leiki og slakað á heldur þurfum við að leggja okkur ofboðslega mikið fram í alla leiki til að fá einhver stig og berjast um að vera í topp sex. Við viljum komast þangað en við erum ekki þar eins og stendur og það er markmiðið okkar eins og er,“ segir Rúnar.
Besta deild karla KR KA Mest lesið Vilja fjölskyldusvæði og að áfengi sé ekki selt í sjoppum fyrir börn Sport „Ég held að hann verði að skoða þetta“ Fótbolti Mbappé kemur ekki til Íslands Fótbolti Sæmundur heimsmeistari aftur Sport Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Körfubolti „Langt síðan ég var svona reiður og svekktur eftir leik“ Fótbolti Einkunnir íslenska liðsins: Albert fremstur á meðal jafningja Fótbolti Viðbrögð við leiknum á Twitter - Fáum á okkur 5 mörk úr 0,6 í XG Sport Dagskráin í dag: Heimir gegn Ronaldo, stórleikur og Körfuboltakvöld Sport „Svekkjandi að missa af næsta leik“ Fótbolti Fleiri fréttir Hallgrímur framlengir við KA Fram gæti orðið stórveldi í íslenskri kvennaknattspyrnu innan örfárra ára Uppgjörið: Þór/KA - Fram 1-1 | Ósáttir Akureyringar enduðu ofar Arnari gekk illa að ná í þunna Víkinga Dæmdu Valsmann í leikbann en drógu það síðan til baka Utan vallar: Var Helgi Guðjóns að eiga Steina Gísla sumar? Björgvin Brimi í Víking Spilaði nærbuxnalaus og fékk UFC-spólur bak við borðið Króati tekur við kvennaliði Keflavíkur Gætu kvatt Bestu deildina án þjálfarans og lykilmanna Sölvi hæstánægður með Gylfa og vill sjá hann í landsliðinu Þorlákur verður áfram með Eyjamenn Hefur verið í liðinu eftir að ný leikstaða uppgötvaðist í Sambandsdeildinni Er eitthvað óeðlilegt að búið sé að gagnrýna þetta Valslið? „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Hafa fengið áttatíu prósent stiga í boði með Gunnar í byrjunarliðinu Uppgjörið: Valur - Stjarnan 1-3 | Stjarnan lyftir sér upp í fjórða „Þetta er enginn flugeldasýningar Íslandsmeistaratitill“ Ekki gerst á Skaganum síðan Garðar átti markamánuð lífs síns Bjarni Guðjóns tók einn KR-ing sérstaklega fyrir Svona tryggðu Víkingar titilinn og öll hin mörkin úr Bestu í gær Gleðin í klefanum hjá nýju Íslandsmeisturunum „Þá fann ég á liðinu að það yrði ekki snúið við“ Sjáðu fögnuð Víkinga þegar Íslandsmeistaratitillinn var tryggður Gylfi Sigurðsson: Mikill léttir að tryggja fyrsta titilinn „Maður er orðinn Íslandsmeistari í sínu fyrsta giggi“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 3-1 | Evrópuvonir Blika lifa Uppgjörið: Víkingur - FH 2-0 | Víkingur er Íslandsmeistari Uppgjörið: KA - Vestri 1-1 | Sæst á jafnan hlut fyrir norðan „Ákveðin blæðing stoppuð í dag“ Sjá meira