Geðsjúklingur deyr Magnús Sigurðsson skrifar 24. júní 2023 07:01 Fljótlega eftir stofnun geðspítalans á Kleppi árið 1907 hafði starfsemin þar sprengt húsnæðið utan af sér. Því var opnað eins konar útibú við spítalann, hinn svokallaði Litli-Kleppur, sem hýsti um 10 sjúklinga í senn í hrörlegu bráðabirgðahúsnæði við Laufásveg. Forstöðumaður Litla-Klepps var um skeið Guðmundur Sigurjónsson, landsfrægur glímukappi og áberandi baráttumaður í hreyfingu reykvískra góðtemplara. Snemma fóru þó að heyrast sögur um að glímukappinn fyrrverandi færi heldur hörðum höndum um skjólstæðinga sína. Og þar kom að ávirðingarnar sem hafði verið hvíslað um rötuðu á síður blaðanna. Árið 1923 lýsti maður að nafni Ingvar Sigurðsson aðförunum í grein sinni „Geðveikrahælið á „Litla Kleppi““. Þar segir meðal annars: Svo, ef sjúklingur skvaldrar af órósemi hungurs og geðbilunar, er hann tekinn, bundnar hendur fyrir bak aftur og vægðarlaust stungið upp í munninn kefli, sem binda skal einnig aftur fyrir hnakkann. […] Svo, ef einhver af geðbilun sinni sýnir mótþróa, þá er lækningin sú að reka löðrung sinn á hvorn vanga æ ofan í æ […] og er ei nokkur neisti af mannúð í að láta svona ólærðan flumbrara hafa svona starf til meðferðar, sem er forblindaður um að kæra sig um að vita, hve vont hann er að vinna. Grein Ingvars svaraði Guðmundur með því að hóta honum málsókn vegna meiðyrða, en virðist ekki hafa gert alvöru úr þeim hótunum. Hins vegar var Guðmundur sjálfur ákærður snemma árs 1924 fyrir ómannúðlega meðferð á vistmönnum Litla-Klepps. Við réttarhöldin viðurkenndi hann að hafa slegið sjúklingana utan undir, en neitaði að hafa beitt ónauðsynlegu ofbeldi til að hafa tilhlýðilega stjórn á mannskapnum. Í sem stystu máli tók rétturinn undir þau sjónarmið, og var Guðmundur Sigurjónsson sýknaður af öllum ásökunum um misbeitingu valds með eftirfarandi rökum: Það er öllum vitanlegt sem nokkuð þekkja til brjálaðra manna að oft verður að beita hörku við þá og jafnvel láta þá kenna aflsmunar, er því erfitt að segja hvenær of langt sé farið í þeim efnum og hvenær hefði mátt komast af með minni hörku. Nákvæmlega hversu langt má fara í þeim efnum, hversu mikilli hörku má beita við meðhöndlun „brjálaðra manna“ og hversu mikils afslmunar það má láta hina geðsjúku kenna án þess að þeir sem ofbeldinu beita séu dregnir til ábyrgðar, það vitum við aftur á móti núna, eftir að Héraðsdómur Reykjavíkur sýknaði hjúkrunarfræðing sem með hörku sinni og misbeitingu valds olli dauða konu á geðdeild Landspítalans 16. ágúst árið 2021. Ofbeldi gegn geðsjúkum, hvort heldur sem er á geðdeild Landspítalans árið 2023 eða á Litla-Kleppi árið 1923, er eftir sem áður refsilaus verknaður. Jafnvel þegar ofbeldið veldur dauða. Höfundur er rithöfundur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Geðheilbrigði Mest lesið Ónýtt dekk undir rándýrum bíl Kristján Ra. Kristjánsson Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Kemur málinu ekki við Inga Sæland Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson Skoðun Móttökudeildir: Brú til þátttöku – ekki aðskilnaður Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun Góð samviska er gulli betri Árni Sigurðsson Skoðun Réttindi allra að tala íslensku Hrafn Splidt Skoðun Opin eða lokuð landamæri? Pétur Björgvin Sveinsson Skoðun Mótum framtíðina með sterku skólakerfi Magnús Þór Jónsson Skoðun Bætt stjórnsýsla fyrir framhaldsskólana Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun Skoðun Skoðun Rangfærslur sveitarfélaga um réttindi fatlaðs fólks Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Áskoranir í iðnnámi Íslendinga! Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Opin eða lokuð landamæri? Pétur Björgvin Sveinsson skrifar Skoðun Góð samviska er gulli betri Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Móttökudeildir: Brú til þátttöku – ekki aðskilnaður Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar Skoðun Réttindi allra að tala íslensku Hrafn Splidt skrifar Skoðun Tryggjum öryggi eldri borgara Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Skoðun Bætt stjórnsýsla fyrir framhaldsskólana Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ónýtt dekk undir rándýrum bíl Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Kemur málinu ekki við Inga Sæland skrifar Skoðun Mótum framtíðina með sterku skólakerfi Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Erum ekki mætt í biðsal elliáranna Ragnheiður K. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar Skoðun Fögnum degi sjúkraliða og störfum þeirra alla daga Alma D. Möller skrifar Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Óstaðsettir í hús Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins hefur bætt hag aldraðra og öryrkja Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Láttu ekki svindla á þér við jólainnkaupin Inga María Backman skrifar Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Túlkun gagna er ábyrgð Joanna Marcinkowska skrifar Skoðun Lífsstílshljómkviðan: öndun í köldum potti Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Bandaríkjaher, upphaf og innleiðing vatnsúðakerfa Snæbjörn R Rafnsson skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Er munur á trú og trúarbrögðum? Árni Gunnarsson skrifar Skoðun Hvaða einkennir góðan stjórnmálamann? Berglind Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Samstarf og samhæfing á breiðum grunni þjóðaröryggis Víðir Reynisson skrifar Skoðun 10 tonn af textíl á dag Birgitta Stefánsdóttir,Freyja Pétursdóttir skrifar Skoðun Sjúkraliðar er fólkið sem skiptir máli Sandra B. Franks skrifar Sjá meira
Fljótlega eftir stofnun geðspítalans á Kleppi árið 1907 hafði starfsemin þar sprengt húsnæðið utan af sér. Því var opnað eins konar útibú við spítalann, hinn svokallaði Litli-Kleppur, sem hýsti um 10 sjúklinga í senn í hrörlegu bráðabirgðahúsnæði við Laufásveg. Forstöðumaður Litla-Klepps var um skeið Guðmundur Sigurjónsson, landsfrægur glímukappi og áberandi baráttumaður í hreyfingu reykvískra góðtemplara. Snemma fóru þó að heyrast sögur um að glímukappinn fyrrverandi færi heldur hörðum höndum um skjólstæðinga sína. Og þar kom að ávirðingarnar sem hafði verið hvíslað um rötuðu á síður blaðanna. Árið 1923 lýsti maður að nafni Ingvar Sigurðsson aðförunum í grein sinni „Geðveikrahælið á „Litla Kleppi““. Þar segir meðal annars: Svo, ef sjúklingur skvaldrar af órósemi hungurs og geðbilunar, er hann tekinn, bundnar hendur fyrir bak aftur og vægðarlaust stungið upp í munninn kefli, sem binda skal einnig aftur fyrir hnakkann. […] Svo, ef einhver af geðbilun sinni sýnir mótþróa, þá er lækningin sú að reka löðrung sinn á hvorn vanga æ ofan í æ […] og er ei nokkur neisti af mannúð í að láta svona ólærðan flumbrara hafa svona starf til meðferðar, sem er forblindaður um að kæra sig um að vita, hve vont hann er að vinna. Grein Ingvars svaraði Guðmundur með því að hóta honum málsókn vegna meiðyrða, en virðist ekki hafa gert alvöru úr þeim hótunum. Hins vegar var Guðmundur sjálfur ákærður snemma árs 1924 fyrir ómannúðlega meðferð á vistmönnum Litla-Klepps. Við réttarhöldin viðurkenndi hann að hafa slegið sjúklingana utan undir, en neitaði að hafa beitt ónauðsynlegu ofbeldi til að hafa tilhlýðilega stjórn á mannskapnum. Í sem stystu máli tók rétturinn undir þau sjónarmið, og var Guðmundur Sigurjónsson sýknaður af öllum ásökunum um misbeitingu valds með eftirfarandi rökum: Það er öllum vitanlegt sem nokkuð þekkja til brjálaðra manna að oft verður að beita hörku við þá og jafnvel láta þá kenna aflsmunar, er því erfitt að segja hvenær of langt sé farið í þeim efnum og hvenær hefði mátt komast af með minni hörku. Nákvæmlega hversu langt má fara í þeim efnum, hversu mikilli hörku má beita við meðhöndlun „brjálaðra manna“ og hversu mikils afslmunar það má láta hina geðsjúku kenna án þess að þeir sem ofbeldinu beita séu dregnir til ábyrgðar, það vitum við aftur á móti núna, eftir að Héraðsdómur Reykjavíkur sýknaði hjúkrunarfræðing sem með hörku sinni og misbeitingu valds olli dauða konu á geðdeild Landspítalans 16. ágúst árið 2021. Ofbeldi gegn geðsjúkum, hvort heldur sem er á geðdeild Landspítalans árið 2023 eða á Litla-Kleppi árið 1923, er eftir sem áður refsilaus verknaður. Jafnvel þegar ofbeldið veldur dauða. Höfundur er rithöfundur.
Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar
Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar
Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar
Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar