Frá þessu er greint á Hvatisport.is. Þar segir frá því þegar Sigurjón Ægir mætti til leiks í hjólastól en hann er með skert jafnvægi og notar göngugrind dagsdaglega. Þar sem töluverðar vegalengdir sem þarf að fara á keppnisstöðum þá hentar hjólastóll honum hins vegar vetur.
Iceland's Aegir Olafsson lost power in his foot at a young age.
— SportsCenter (@SportsCenter) June 23, 2023
Today, he got out of his wheelchair to perform a lift at the Special Olympics World Games pic.twitter.com/V84k7iQqDZ
„Hann mætti á sviðið, steig upp úr stólnum, reyndi að ná eins góðu jafnvægi og hægt var og tók svo upp lóðin, hvert af öðru. Keppti í réttstöðulyftu, bekkpressu og hnébeygju og salurinn trylltist af fögnuði að sjá hvað hann var fær um að gera, þrátt fyrir sína skertu hreyfifærni,“ segir á vef Hvatasport.
Íþróttamiðillinn SportCenter átti ekki orð yfir frammistöðu Sigurjóns Ólafs og birti færslu með myndbandi á samfélagsmiðlum sínum. Sjá má færslur þeirra á Twitter og Instagram hér að ofan og að neðan. Sigurjón Ægir endaði í 4. sæti fyrir samanlagðan árangur sinn í keppninni.
Iceland's Aegir Olafsson lost power in his foot at a young age.
— SportsCenter (@SportsCenter) June 23, 2023
Today, he got out of his wheelchair to perform a lift at the Special Olympics World Games pic.twitter.com/V84k7iQqDZ