ÁTVR mátti neita að selja koffíndrykk Kristinn Haukur Guðnason skrifar 23. júní 2023 16:52 ÁTVR vill ekki selja Shaker. Áfengis- og tóbaksverslun ríkisins (ÁTVR) var í dag sýknuð af kröfum heildsölunnar Distu vegna ákvörðunar um að selja ekki koffíndrykk. Heildsalan Dista vildi fá ákvörðun ÁTVR frá 21. janúar árið 2022 um að taka drykkinn Shaker Original Alcohol & Caffeine, eða Shaker, ekki í sölu. Dista hafði óskað eftir að fá drykkinn í sölu í október árið 2020. Eftir að að ÁTVR hafði tilkynnt Distu um að vörunni yrði hafnað fór málið fyrst í kæruferli innan fjármálaráðuneytisins áður en það kom til dómstóla. Dista taldi ákvörðunina sértæka og þungbæra. ÁTVR selji fjölda koffeindrykkja og hafi yfirburðastöðu í samskiptum við birgja og reglur um aðgang að verslunum feli í sér úthlutun takmarkaðra gæða. Sagði heildsalan að koffeinmagn Shaker væri undir mörkum sem kalli á varúðarmerkingar og að drykkurinn sé seldur á EES svæðinu. „Þannig sé ljóst að áfengir drykkir sem innihaldi koffein séu almennt löglegir og til sölu og dreifingar í verslunum stefnda,“ segir í dóminum. Síder með koffeini Shaker er kolsýrður síderdrykkur með 4,5 prósenta áfengisstyrk. Samanstendur hann af eplavíni, eplasafa, vatni, sykri og ýmsum öðrum efnum svo sem koffeini. „Með vísan til magns hins viðbætta koffeins í vörunni og tilvitnaðra áletrana að framan megi ætla að hinu viðbætta koffeini sé gagngert blandað í vöruna til að ná fram þekktum örvandi áhrifum þess,“ segir í dóminum. Koffeinmagnið er 150 milligrömm á líter. Samkvæmt lögum metur ÁTVR þær vörur sem teknar eru í sölu.Vísir/Vilhelm Í málflutningi Distu sagði að samkvæmt lögum væru engin töluleg viðmið um heimilt magn koffeins eða annarra örvandi efna í áfengum drykkjum. Ákvæðið sé matskennt og löggjafinn hafi falið ÁTVR að skilgreina nánar þær forsendur og sjónarmið sem leggja skuli til grundvallar. Beint að ungu fólki „Við framkvæmdina sé ÁTVR bundin við lög og hafi því ekki óheft ákvörðunarvald til að takmarka réttindi aðila til að selja áfengi,“ sagði í bréfi ÁTVR til Distu frá 2021. ÁTVR sé óheimilt að afnema skyldubundið mat sem löggjafinn hafi falið stofnuninni. „Markaðssetning orkudrykkja beinist yfirleitt að ungu fólki sem sé aðaláhættuhópurinn hvað varðar ofneyslu samkvæmt rannsóknum,“ segir jafn framt í bréfinu og að bæði „Matvælastofnun og landlæknir hafi séð ástæðu til að víkja sérstaklega að óæskilegum áhrifum samblöndunar áfengis og orkudrykkja.“ Var ÁTVR sýknað og Distu gert að greiða 1,7 milljónir króna í málskostnað. Áfengi og tóbak Dómsmál Mest lesið Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Innlent Engin ástæða til að breyta neinu Innlent Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Erlent Réðst á lögreglumann í miðbænum Fréttir Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Innlent Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Innlent Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Erlent „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Innlent Fleiri fréttir Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Óskiljanleg lánaviðmið og Grammy-tilnefning stórstjörnunnar Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Veittist fyrst að dyravörðum og svo að lögreglumönnum Fluttur á slysadeild eftir hópárás Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Sjá meira
Heildsalan Dista vildi fá ákvörðun ÁTVR frá 21. janúar árið 2022 um að taka drykkinn Shaker Original Alcohol & Caffeine, eða Shaker, ekki í sölu. Dista hafði óskað eftir að fá drykkinn í sölu í október árið 2020. Eftir að að ÁTVR hafði tilkynnt Distu um að vörunni yrði hafnað fór málið fyrst í kæruferli innan fjármálaráðuneytisins áður en það kom til dómstóla. Dista taldi ákvörðunina sértæka og þungbæra. ÁTVR selji fjölda koffeindrykkja og hafi yfirburðastöðu í samskiptum við birgja og reglur um aðgang að verslunum feli í sér úthlutun takmarkaðra gæða. Sagði heildsalan að koffeinmagn Shaker væri undir mörkum sem kalli á varúðarmerkingar og að drykkurinn sé seldur á EES svæðinu. „Þannig sé ljóst að áfengir drykkir sem innihaldi koffein séu almennt löglegir og til sölu og dreifingar í verslunum stefnda,“ segir í dóminum. Síder með koffeini Shaker er kolsýrður síderdrykkur með 4,5 prósenta áfengisstyrk. Samanstendur hann af eplavíni, eplasafa, vatni, sykri og ýmsum öðrum efnum svo sem koffeini. „Með vísan til magns hins viðbætta koffeins í vörunni og tilvitnaðra áletrana að framan megi ætla að hinu viðbætta koffeini sé gagngert blandað í vöruna til að ná fram þekktum örvandi áhrifum þess,“ segir í dóminum. Koffeinmagnið er 150 milligrömm á líter. Samkvæmt lögum metur ÁTVR þær vörur sem teknar eru í sölu.Vísir/Vilhelm Í málflutningi Distu sagði að samkvæmt lögum væru engin töluleg viðmið um heimilt magn koffeins eða annarra örvandi efna í áfengum drykkjum. Ákvæðið sé matskennt og löggjafinn hafi falið ÁTVR að skilgreina nánar þær forsendur og sjónarmið sem leggja skuli til grundvallar. Beint að ungu fólki „Við framkvæmdina sé ÁTVR bundin við lög og hafi því ekki óheft ákvörðunarvald til að takmarka réttindi aðila til að selja áfengi,“ sagði í bréfi ÁTVR til Distu frá 2021. ÁTVR sé óheimilt að afnema skyldubundið mat sem löggjafinn hafi falið stofnuninni. „Markaðssetning orkudrykkja beinist yfirleitt að ungu fólki sem sé aðaláhættuhópurinn hvað varðar ofneyslu samkvæmt rannsóknum,“ segir jafn framt í bréfinu og að bæði „Matvælastofnun og landlæknir hafi séð ástæðu til að víkja sérstaklega að óæskilegum áhrifum samblöndunar áfengis og orkudrykkja.“ Var ÁTVR sýknað og Distu gert að greiða 1,7 milljónir króna í málskostnað.
Áfengi og tóbak Dómsmál Mest lesið Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Innlent Engin ástæða til að breyta neinu Innlent Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Erlent Réðst á lögreglumann í miðbænum Fréttir Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Innlent Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Innlent Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Erlent „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Innlent Fleiri fréttir Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Óskiljanleg lánaviðmið og Grammy-tilnefning stórstjörnunnar Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Veittist fyrst að dyravörðum og svo að lögreglumönnum Fluttur á slysadeild eftir hópárás Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Sjá meira