Vill pakkfullan Kórinn í kvöld: „Alltaf eins og bikarúrslitaleikur“ Sindri Sverrisson skrifar 23. júní 2023 14:46 Höskuldur Gunnlaugsson mundar skotfótinn í leiknum stórkostlega gegn HK í vor. VÍSIR/HULDA MARGRÉT „Það yrðu vonbrigði ef að Kórinn yrði ekki pakkfullur í kvöld, og helst að þeir sem yrðu seinir kæmust ekki inn. Þannig ætti það að vera í föstudagsleik á milli þessara liða,“ segir Höskuldur Gunnlaugsson, fyrirliði Breiðabliks, fyrir grannaslaginn við HK í Bestu deildinni í kvöld. Liðin mættust í fyrsta leik Bestu deildarinnar í vor í hreint stórkostlegum leik sem endaði 4-3 fyrir HK, eftir að HK hafði komist í 2-0 en Breiðablik í 3-2. „Þessi leikur var helvíti góð opnun á Bestu deildinni en vonandi, fyrir okkar parta, verður leikurinn í kvöld ekki eins sveiflukenndur og ekki jafnmiklar geðshræringar. Við viljum hafa aðeins meiri stjórn á hlutunum. Að því sögðu býst ég samt við hörkurimmu eins og alltaf þegar þessi lið mætast. Áhorfendur mega bara búast við að leikmenn beggja liða gefi allt í þennan leik eins og sagan hefur sýnt,“ segir Höskuldur. Blikar urðu að sætta sig við tap í apríl en Höskuldur naut þess samt að spila leikinn: „Fyrst um sinn eftir þennan leik var tilfinningin auðvitað súr. Leiðinlegt að tapa í nágrannaslagnum. En það er mikið „kick“ að spila svona leiki. Maður fær mikið adrenalín, það er há spenna og mikið að gerast. En varðandi þann leik var jákvætt að við sýndum mikinn karakter með því að koma til baka úr 0-2 í 3-2, en við vorum ekki alveg nógu góða stjórn til að sigla þessu heim. Þetta var ekki alveg týpískur leikur eins og við viljum spila.“ „Löngu meðvitaðir um að staðan í deildinni skiptir ekki máli“ Blikar eru hins vegar mun ofar en HK-ingar núna, þegar að venjulega deildarkeppnin er hálfnuð, en þeir eru með 24 stig í 3. sæti á meðan að HK er í 6. sæti með 13 stig, eftir fjögur töp í röð. „Staða liðanna í deildinni eða undanfarnir leikir skipta yfirleitt engu máli þegar þau mætast. Þetta er alltaf eins og einhver bikarúrslitaleikur. Það er bara skemmtilegt. Gaman að spila þannig leiki, erfiða leiki þar sem mikið er undir. Við erum löngu meðvitaðir um að staðan í deildinni skiptir ekki máli, eða að við eigum að vera betri á pappír. Þetta verður hörkuleikur í kvöld eins og allir leikir þessara liða undanfarið,“ segir Höskuldur. „Við erum alveg meðvitaðir um það að við megum ekki stíga mikið fleiri feilspor ef við ætlum að eltast við toppliðið, og liðin tvö fyrir ofan okkur núna. Leiðin til þess er að einbeita sér að leiknum í kvöld og að sjálfsögðu sækjum við til sigurs,“ segir Höskuldur en eftir þrjú jafntefli í röð eru Blikar sjö stigum á eftir toppliði Víkings. „Þrjú jafntefli í röð er ekki nógu gott en að sama skapi erum við taplausir í níu leikjum í röð, og búnir að vinna sex þeirra, svo að það „run“ er nokkuð gott. Við erum því fullir sjálfstrausts og vitum að það er mjög erfitt að vinna okkur. Að sama skapi vantar kannski aðeins að skerpa á drápseðlinu til að klára leikina alveg,“ segir Höskuldur. Leikur HK og Breiðabliks hefst klukkan 19.15 en bein útsending á Stöð 2 Sport hefst klukkan 19. Besta deildin er á Stöð 2 Sport. Smelltu hér til að horfa á leiki og þætti. Besta deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 4.990 kr. á mánuði og má kaupa hér. Besta deild karla HK Breiðablik Mest lesið Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa Íslenski boltinn Fær ekki að dæma vegna samskiptaörðugleika Körfubolti Leik lokið: Ísland - Noregur 0-0 | Skemmtilegur og skapandi sóknarleikur skilaði ekki sigri Fótbolti Ökklinn eins og IKEA húsgagn: „Boruðu gat í gegnum tvö bein“ Íslenski boltinn Veðmál á leik á Íslandi vöktu miklar grunsemdir Íslenski boltinn Hvar er Davíð? „Fólk að henda dramatískum sögum í gang um illindi“ Körfubolti Unglingur myrtur eftir deilu á frjálsíþróttamóti Sport Uppgjörið og viðtöl: Grindavík - Haukar 87-73 | Deildarmeistararnir komnir með bakið upp að veggnum Körfubolti Konurnar þurfa að mæta Íslandi á leikvangi sem er ekki nógu góður fyrir karlana Fótbolti Krossbandið hélt en „bland í poka“ af öðrum meiðslum Körfubolti Fleiri fréttir Fantasy leikur Bestu deildarinnar kominn í loftið Grindvíkingar ætla að spila í Grindavík í sumar Þrjár kempur spila með KV í sumar Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa „Ef það er eitthvað lið sem getur veitt Breiðabliki og Víkingi keppni er það Valur“ Besta-spáin 2025: Siglt undir radarinn Veðmál á leik á Íslandi vöktu miklar grunsemdir Sölvi Geir ekki í miðvarðaleit Ökklinn eins og IKEA húsgagn: „Boruðu gat í gegnum tvö bein“ Skoruðu þrjú af fjórum mörkum leiksins en töpuðu samt FH-ingar sækja sér miðvörð til sænska liðsins AIK Vilja að líkamlegi þátturinn dansi í takt við þann taktíska og tæknilega Ærandi þögn þegar Elías Ingi lenti í lyftu með Skagamönnum „Allir í Vesturbænum eru spenntir en maður hefur séð meiri gæði í einum hópi“ Besta-spáin 2025: Máttur fjöldans Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby „Hefur aldrei verið vandamál fyrir mig“ Jón Guðni Fjóluson leggur skóna á hilluna Eyjamenn sækja Pólverja í rammann Gylfa aftur spáð titlinum en spáin röng síðan 2020 Vilja VAR á Íslandi og finnst Gylfi langbestur Félögin spá Víkingum titlinum Svona var kynningarfundur Bestu deildar karla „Hann virðist bara ekkert vera þannig þjálfari“ Besta-spáin 2025: Litað út fyrir Var kóngurinn 1995 en „algjörlega á botninum“ 1997 „Meðvituð um að þetta er samfélagslegt vandamál“ Stúkan fær liðsstyrk í þremur kanónum Besta auglýsing Fram: Rúnar kann öll vafasömu trixin „Var meira fyrir að borða nutella úr krukkunni og spila tölvuleiki“ Sjá meira
Liðin mættust í fyrsta leik Bestu deildarinnar í vor í hreint stórkostlegum leik sem endaði 4-3 fyrir HK, eftir að HK hafði komist í 2-0 en Breiðablik í 3-2. „Þessi leikur var helvíti góð opnun á Bestu deildinni en vonandi, fyrir okkar parta, verður leikurinn í kvöld ekki eins sveiflukenndur og ekki jafnmiklar geðshræringar. Við viljum hafa aðeins meiri stjórn á hlutunum. Að því sögðu býst ég samt við hörkurimmu eins og alltaf þegar þessi lið mætast. Áhorfendur mega bara búast við að leikmenn beggja liða gefi allt í þennan leik eins og sagan hefur sýnt,“ segir Höskuldur. Blikar urðu að sætta sig við tap í apríl en Höskuldur naut þess samt að spila leikinn: „Fyrst um sinn eftir þennan leik var tilfinningin auðvitað súr. Leiðinlegt að tapa í nágrannaslagnum. En það er mikið „kick“ að spila svona leiki. Maður fær mikið adrenalín, það er há spenna og mikið að gerast. En varðandi þann leik var jákvætt að við sýndum mikinn karakter með því að koma til baka úr 0-2 í 3-2, en við vorum ekki alveg nógu góða stjórn til að sigla þessu heim. Þetta var ekki alveg týpískur leikur eins og við viljum spila.“ „Löngu meðvitaðir um að staðan í deildinni skiptir ekki máli“ Blikar eru hins vegar mun ofar en HK-ingar núna, þegar að venjulega deildarkeppnin er hálfnuð, en þeir eru með 24 stig í 3. sæti á meðan að HK er í 6. sæti með 13 stig, eftir fjögur töp í röð. „Staða liðanna í deildinni eða undanfarnir leikir skipta yfirleitt engu máli þegar þau mætast. Þetta er alltaf eins og einhver bikarúrslitaleikur. Það er bara skemmtilegt. Gaman að spila þannig leiki, erfiða leiki þar sem mikið er undir. Við erum löngu meðvitaðir um að staðan í deildinni skiptir ekki máli, eða að við eigum að vera betri á pappír. Þetta verður hörkuleikur í kvöld eins og allir leikir þessara liða undanfarið,“ segir Höskuldur. „Við erum alveg meðvitaðir um það að við megum ekki stíga mikið fleiri feilspor ef við ætlum að eltast við toppliðið, og liðin tvö fyrir ofan okkur núna. Leiðin til þess er að einbeita sér að leiknum í kvöld og að sjálfsögðu sækjum við til sigurs,“ segir Höskuldur en eftir þrjú jafntefli í röð eru Blikar sjö stigum á eftir toppliði Víkings. „Þrjú jafntefli í röð er ekki nógu gott en að sama skapi erum við taplausir í níu leikjum í röð, og búnir að vinna sex þeirra, svo að það „run“ er nokkuð gott. Við erum því fullir sjálfstrausts og vitum að það er mjög erfitt að vinna okkur. Að sama skapi vantar kannski aðeins að skerpa á drápseðlinu til að klára leikina alveg,“ segir Höskuldur. Leikur HK og Breiðabliks hefst klukkan 19.15 en bein útsending á Stöð 2 Sport hefst klukkan 19. Besta deildin er á Stöð 2 Sport. Smelltu hér til að horfa á leiki og þætti. Besta deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 4.990 kr. á mánuði og má kaupa hér.
Besta deildin er á Stöð 2 Sport. Smelltu hér til að horfa á leiki og þætti. Besta deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 4.990 kr. á mánuði og má kaupa hér.
Besta deild karla HK Breiðablik Mest lesið Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa Íslenski boltinn Fær ekki að dæma vegna samskiptaörðugleika Körfubolti Leik lokið: Ísland - Noregur 0-0 | Skemmtilegur og skapandi sóknarleikur skilaði ekki sigri Fótbolti Ökklinn eins og IKEA húsgagn: „Boruðu gat í gegnum tvö bein“ Íslenski boltinn Veðmál á leik á Íslandi vöktu miklar grunsemdir Íslenski boltinn Hvar er Davíð? „Fólk að henda dramatískum sögum í gang um illindi“ Körfubolti Unglingur myrtur eftir deilu á frjálsíþróttamóti Sport Uppgjörið og viðtöl: Grindavík - Haukar 87-73 | Deildarmeistararnir komnir með bakið upp að veggnum Körfubolti Konurnar þurfa að mæta Íslandi á leikvangi sem er ekki nógu góður fyrir karlana Fótbolti Krossbandið hélt en „bland í poka“ af öðrum meiðslum Körfubolti Fleiri fréttir Fantasy leikur Bestu deildarinnar kominn í loftið Grindvíkingar ætla að spila í Grindavík í sumar Þrjár kempur spila með KV í sumar Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa „Ef það er eitthvað lið sem getur veitt Breiðabliki og Víkingi keppni er það Valur“ Besta-spáin 2025: Siglt undir radarinn Veðmál á leik á Íslandi vöktu miklar grunsemdir Sölvi Geir ekki í miðvarðaleit Ökklinn eins og IKEA húsgagn: „Boruðu gat í gegnum tvö bein“ Skoruðu þrjú af fjórum mörkum leiksins en töpuðu samt FH-ingar sækja sér miðvörð til sænska liðsins AIK Vilja að líkamlegi þátturinn dansi í takt við þann taktíska og tæknilega Ærandi þögn þegar Elías Ingi lenti í lyftu með Skagamönnum „Allir í Vesturbænum eru spenntir en maður hefur séð meiri gæði í einum hópi“ Besta-spáin 2025: Máttur fjöldans Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby „Hefur aldrei verið vandamál fyrir mig“ Jón Guðni Fjóluson leggur skóna á hilluna Eyjamenn sækja Pólverja í rammann Gylfa aftur spáð titlinum en spáin röng síðan 2020 Vilja VAR á Íslandi og finnst Gylfi langbestur Félögin spá Víkingum titlinum Svona var kynningarfundur Bestu deildar karla „Hann virðist bara ekkert vera þannig þjálfari“ Besta-spáin 2025: Litað út fyrir Var kóngurinn 1995 en „algjörlega á botninum“ 1997 „Meðvituð um að þetta er samfélagslegt vandamál“ Stúkan fær liðsstyrk í þremur kanónum Besta auglýsing Fram: Rúnar kann öll vafasömu trixin „Var meira fyrir að borða nutella úr krukkunni og spila tölvuleiki“ Sjá meira
Leik lokið: Ísland - Noregur 0-0 | Skemmtilegur og skapandi sóknarleikur skilaði ekki sigri Fótbolti
Uppgjörið og viðtöl: Grindavík - Haukar 87-73 | Deildarmeistararnir komnir með bakið upp að veggnum Körfubolti
Leik lokið: Ísland - Noregur 0-0 | Skemmtilegur og skapandi sóknarleikur skilaði ekki sigri Fótbolti
Uppgjörið og viðtöl: Grindavík - Haukar 87-73 | Deildarmeistararnir komnir með bakið upp að veggnum Körfubolti