Vill pakkfullan Kórinn í kvöld: „Alltaf eins og bikarúrslitaleikur“ Sindri Sverrisson skrifar 23. júní 2023 14:46 Höskuldur Gunnlaugsson mundar skotfótinn í leiknum stórkostlega gegn HK í vor. VÍSIR/HULDA MARGRÉT „Það yrðu vonbrigði ef að Kórinn yrði ekki pakkfullur í kvöld, og helst að þeir sem yrðu seinir kæmust ekki inn. Þannig ætti það að vera í föstudagsleik á milli þessara liða,“ segir Höskuldur Gunnlaugsson, fyrirliði Breiðabliks, fyrir grannaslaginn við HK í Bestu deildinni í kvöld. Liðin mættust í fyrsta leik Bestu deildarinnar í vor í hreint stórkostlegum leik sem endaði 4-3 fyrir HK, eftir að HK hafði komist í 2-0 en Breiðablik í 3-2. „Þessi leikur var helvíti góð opnun á Bestu deildinni en vonandi, fyrir okkar parta, verður leikurinn í kvöld ekki eins sveiflukenndur og ekki jafnmiklar geðshræringar. Við viljum hafa aðeins meiri stjórn á hlutunum. Að því sögðu býst ég samt við hörkurimmu eins og alltaf þegar þessi lið mætast. Áhorfendur mega bara búast við að leikmenn beggja liða gefi allt í þennan leik eins og sagan hefur sýnt,“ segir Höskuldur. Blikar urðu að sætta sig við tap í apríl en Höskuldur naut þess samt að spila leikinn: „Fyrst um sinn eftir þennan leik var tilfinningin auðvitað súr. Leiðinlegt að tapa í nágrannaslagnum. En það er mikið „kick“ að spila svona leiki. Maður fær mikið adrenalín, það er há spenna og mikið að gerast. En varðandi þann leik var jákvætt að við sýndum mikinn karakter með því að koma til baka úr 0-2 í 3-2, en við vorum ekki alveg nógu góða stjórn til að sigla þessu heim. Þetta var ekki alveg týpískur leikur eins og við viljum spila.“ „Löngu meðvitaðir um að staðan í deildinni skiptir ekki máli“ Blikar eru hins vegar mun ofar en HK-ingar núna, þegar að venjulega deildarkeppnin er hálfnuð, en þeir eru með 24 stig í 3. sæti á meðan að HK er í 6. sæti með 13 stig, eftir fjögur töp í röð. „Staða liðanna í deildinni eða undanfarnir leikir skipta yfirleitt engu máli þegar þau mætast. Þetta er alltaf eins og einhver bikarúrslitaleikur. Það er bara skemmtilegt. Gaman að spila þannig leiki, erfiða leiki þar sem mikið er undir. Við erum löngu meðvitaðir um að staðan í deildinni skiptir ekki máli, eða að við eigum að vera betri á pappír. Þetta verður hörkuleikur í kvöld eins og allir leikir þessara liða undanfarið,“ segir Höskuldur. „Við erum alveg meðvitaðir um það að við megum ekki stíga mikið fleiri feilspor ef við ætlum að eltast við toppliðið, og liðin tvö fyrir ofan okkur núna. Leiðin til þess er að einbeita sér að leiknum í kvöld og að sjálfsögðu sækjum við til sigurs,“ segir Höskuldur en eftir þrjú jafntefli í röð eru Blikar sjö stigum á eftir toppliði Víkings. „Þrjú jafntefli í röð er ekki nógu gott en að sama skapi erum við taplausir í níu leikjum í röð, og búnir að vinna sex þeirra, svo að það „run“ er nokkuð gott. Við erum því fullir sjálfstrausts og vitum að það er mjög erfitt að vinna okkur. Að sama skapi vantar kannski aðeins að skerpa á drápseðlinu til að klára leikina alveg,“ segir Höskuldur. Leikur HK og Breiðabliks hefst klukkan 19.15 en bein útsending á Stöð 2 Sport hefst klukkan 19. Besta deildin er á Stöð 2 Sport. Smelltu hér til að horfa á leiki og þætti. Besta deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 4.990 kr. á mánuði og má kaupa hér. Besta deild karla HK Breiðablik Mest lesið Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Handbolti Varð fyrir eldingu í fótboltaleik en myndbandið er ekki fyrir viðkvæma Fótbolti Köstuðu svínshöfði inn á völlinn Fótbolti Wendell Green rekinn frá Keflavík Körfubolti Ótrúlegur sigur Sporting í síðasta heimaleik Amorim Fótbolti Dauðvona maður kláraði heilan járnkarl Sport Líst ekkert á að fertug Vonn snúi aftur: „Ég myndi dauðskammast mín“ Sport Ljótt brot á Arnóri: „Enginn annar hefði spilað með þessa verki“ Fótbolti Kennir sjálfum sér um uppsögnina Enski boltinn Diaz með þrennu í þægilegum sigri Liverpool Fótbolti Fleiri fréttir Komu KR upp um deild og stýra liðinu áfram „Júlíglugginn kostaði FH þetta tímabil“ Snýr aftur í Bestu deildina með ÍBV Hætti ungur í landsliðinu og fór beint á Prikið „Er þetta ekki komið gott af pólitík?“ Skrautlegur ferill á enda: Kaflaskil þegar hann kynntist konunni Andri Rúnar einn af sjö sem kveðja Vestra Axel Óskar farinn frá KR og velur úr tilboðum Farsæll ferill á enda: „Langar að vera í fríi um helgar og á kvöldin“ Kristinn fékk loksins medalíuna sína og nýjan samning í kaupbæti „Þetta var bara ömurlegt í alla staði“ Ómar strax kominn með starf hjá KSÍ Lenti í stórum jarðskjálfta launalaus í heimsfaraldri Haraldur hættir hjá Víkingi Svona endurheimti Breiðablik titilinn: Upprisan, kaflaskilin og breyttar áherslur Alexander endurnýjar kynnin við Óskar Ákvörðunin hefði verið sú sama ef HK hefði haldið sæti sínu í Bestu deildinni Ákvörðun Ómars kom á óvart: „Þökkum honum fyrir ómetanlegt starf“ Víkingar krefjast refsingar vegna tjónsins en þurfa líklega að treysta á lögreglu Matthías og Kristján taka við Valsliðinu Ómar Ingi þakkar fyrir sig eftir þrjátíu ár Fótboltamamma Íslands í vanda: „Verð að halda með þeim báðum og hvernig fer ég að því?“ Eiður Aron riftir við Vestra Búinn að ná öllu út úr ferlinum: „Finn ég er orðinn sáttur“ Gylfi besti leikmaðurinn í Bestu deildinni samkvæmt tölfræðinni Valur staðfestir í annað sinn að Fanney Inga sé á leið til Svíþjóðar „Hefði verið ógeðslega tilfinning ef allt væri búið og maður væri kominn í frí“ Kristinn Jónsson kinnbeinsbrotinn og fékk heilahristing Túfa stýrir Val á næsta tímabili Fyrsta félagið í áratug sem vinnur hjá báðum kynjum Sjá meira
Liðin mættust í fyrsta leik Bestu deildarinnar í vor í hreint stórkostlegum leik sem endaði 4-3 fyrir HK, eftir að HK hafði komist í 2-0 en Breiðablik í 3-2. „Þessi leikur var helvíti góð opnun á Bestu deildinni en vonandi, fyrir okkar parta, verður leikurinn í kvöld ekki eins sveiflukenndur og ekki jafnmiklar geðshræringar. Við viljum hafa aðeins meiri stjórn á hlutunum. Að því sögðu býst ég samt við hörkurimmu eins og alltaf þegar þessi lið mætast. Áhorfendur mega bara búast við að leikmenn beggja liða gefi allt í þennan leik eins og sagan hefur sýnt,“ segir Höskuldur. Blikar urðu að sætta sig við tap í apríl en Höskuldur naut þess samt að spila leikinn: „Fyrst um sinn eftir þennan leik var tilfinningin auðvitað súr. Leiðinlegt að tapa í nágrannaslagnum. En það er mikið „kick“ að spila svona leiki. Maður fær mikið adrenalín, það er há spenna og mikið að gerast. En varðandi þann leik var jákvætt að við sýndum mikinn karakter með því að koma til baka úr 0-2 í 3-2, en við vorum ekki alveg nógu góða stjórn til að sigla þessu heim. Þetta var ekki alveg týpískur leikur eins og við viljum spila.“ „Löngu meðvitaðir um að staðan í deildinni skiptir ekki máli“ Blikar eru hins vegar mun ofar en HK-ingar núna, þegar að venjulega deildarkeppnin er hálfnuð, en þeir eru með 24 stig í 3. sæti á meðan að HK er í 6. sæti með 13 stig, eftir fjögur töp í röð. „Staða liðanna í deildinni eða undanfarnir leikir skipta yfirleitt engu máli þegar þau mætast. Þetta er alltaf eins og einhver bikarúrslitaleikur. Það er bara skemmtilegt. Gaman að spila þannig leiki, erfiða leiki þar sem mikið er undir. Við erum löngu meðvitaðir um að staðan í deildinni skiptir ekki máli, eða að við eigum að vera betri á pappír. Þetta verður hörkuleikur í kvöld eins og allir leikir þessara liða undanfarið,“ segir Höskuldur. „Við erum alveg meðvitaðir um það að við megum ekki stíga mikið fleiri feilspor ef við ætlum að eltast við toppliðið, og liðin tvö fyrir ofan okkur núna. Leiðin til þess er að einbeita sér að leiknum í kvöld og að sjálfsögðu sækjum við til sigurs,“ segir Höskuldur en eftir þrjú jafntefli í röð eru Blikar sjö stigum á eftir toppliði Víkings. „Þrjú jafntefli í röð er ekki nógu gott en að sama skapi erum við taplausir í níu leikjum í röð, og búnir að vinna sex þeirra, svo að það „run“ er nokkuð gott. Við erum því fullir sjálfstrausts og vitum að það er mjög erfitt að vinna okkur. Að sama skapi vantar kannski aðeins að skerpa á drápseðlinu til að klára leikina alveg,“ segir Höskuldur. Leikur HK og Breiðabliks hefst klukkan 19.15 en bein útsending á Stöð 2 Sport hefst klukkan 19. Besta deildin er á Stöð 2 Sport. Smelltu hér til að horfa á leiki og þætti. Besta deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 4.990 kr. á mánuði og má kaupa hér.
Besta deildin er á Stöð 2 Sport. Smelltu hér til að horfa á leiki og þætti. Besta deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 4.990 kr. á mánuði og má kaupa hér.
Besta deild karla HK Breiðablik Mest lesið Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Handbolti Varð fyrir eldingu í fótboltaleik en myndbandið er ekki fyrir viðkvæma Fótbolti Köstuðu svínshöfði inn á völlinn Fótbolti Wendell Green rekinn frá Keflavík Körfubolti Ótrúlegur sigur Sporting í síðasta heimaleik Amorim Fótbolti Dauðvona maður kláraði heilan járnkarl Sport Líst ekkert á að fertug Vonn snúi aftur: „Ég myndi dauðskammast mín“ Sport Ljótt brot á Arnóri: „Enginn annar hefði spilað með þessa verki“ Fótbolti Kennir sjálfum sér um uppsögnina Enski boltinn Diaz með þrennu í þægilegum sigri Liverpool Fótbolti Fleiri fréttir Komu KR upp um deild og stýra liðinu áfram „Júlíglugginn kostaði FH þetta tímabil“ Snýr aftur í Bestu deildina með ÍBV Hætti ungur í landsliðinu og fór beint á Prikið „Er þetta ekki komið gott af pólitík?“ Skrautlegur ferill á enda: Kaflaskil þegar hann kynntist konunni Andri Rúnar einn af sjö sem kveðja Vestra Axel Óskar farinn frá KR og velur úr tilboðum Farsæll ferill á enda: „Langar að vera í fríi um helgar og á kvöldin“ Kristinn fékk loksins medalíuna sína og nýjan samning í kaupbæti „Þetta var bara ömurlegt í alla staði“ Ómar strax kominn með starf hjá KSÍ Lenti í stórum jarðskjálfta launalaus í heimsfaraldri Haraldur hættir hjá Víkingi Svona endurheimti Breiðablik titilinn: Upprisan, kaflaskilin og breyttar áherslur Alexander endurnýjar kynnin við Óskar Ákvörðunin hefði verið sú sama ef HK hefði haldið sæti sínu í Bestu deildinni Ákvörðun Ómars kom á óvart: „Þökkum honum fyrir ómetanlegt starf“ Víkingar krefjast refsingar vegna tjónsins en þurfa líklega að treysta á lögreglu Matthías og Kristján taka við Valsliðinu Ómar Ingi þakkar fyrir sig eftir þrjátíu ár Fótboltamamma Íslands í vanda: „Verð að halda með þeim báðum og hvernig fer ég að því?“ Eiður Aron riftir við Vestra Búinn að ná öllu út úr ferlinum: „Finn ég er orðinn sáttur“ Gylfi besti leikmaðurinn í Bestu deildinni samkvæmt tölfræðinni Valur staðfestir í annað sinn að Fanney Inga sé á leið til Svíþjóðar „Hefði verið ógeðslega tilfinning ef allt væri búið og maður væri kominn í frí“ Kristinn Jónsson kinnbeinsbrotinn og fékk heilahristing Túfa stýrir Val á næsta tímabili Fyrsta félagið í áratug sem vinnur hjá báðum kynjum Sjá meira