Isavia semur um uppbyggingu hleðslustöðva í Keflavík Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 23. júní 2023 13:17 Báðir aðilar lýsa yfir ánægju með samninginn um rafhleðslustöðvar en segja að um langtímasamning sé að ræða. Isavia Fulltrúar Isavia og HS Orku hafa skrifað undir samning um uppsetningu á fjölda hleðslustöðva fyrir rafbíla á Keflavíkurflugvelli. Þetta kemur fram í tilkynningu þar sem segir að um langtíma verkefni sé að ræða. Segir þar að nýjar hleðslustöðvar verði byggðar fyrir farartæki Isavia og annarrar rekstraraðila á vellinum og einnig fyrir starfsfólk fyrirtækjanna en auk þess verða eldri hleðslustöðvar uppfærðar eða þeim skipt út. Nýju stöðvarnar verða allt að 100 AC hleðslustöðvar og allt að 10 DC hraðhleðslustöðvar. Samkvæmt samningnum sér HS Orka um uppsetningu og viðhald hleðslustöðvanna sem Isavia leigir af félaginu. Þá heldur HS Orka einnig utan um notkun hleðslustöðvanna og hvernig hún skiptist milli aðila. Samningurinn er gerður á grundvelli verðfyrirspurnar sem gerð var á útboðsvef Isavia í byrjun þessa árs. „Við hjá Isavia erum afar ánægð að hafa náð þessu samkomulagi við HS Orku,“ er haft eftir Gunnari Inga Hafsteinssyni, deildarstjóra bílastæðaþjónustu hjá Isavia. „Um langtímaframkvæmd er að ræða og þegar henni er lokið verðum við komin með nýjar hleðslustöðvar fyrir farartæki starfsfólks og fyrirtækja á flugvallarsvæðinu. Þetta hjálpar okkur að ná markmiði okkar um kolefnaleysi í eigin rekstri á Keflavíkurflugvelli fyrir árið 2030.“ Hleðslustöðvar verða víða á flugvellinum að verki loknu. Isavia Uppfæra hleðslustöðvar á P2 skammtímastæðum fyrst Gunnar Ingi segir að fyrsta verkefnið samkvæmt samningnum verði að uppfæra hraðhleðslustöðvar sem fyrir séu fyrir farþega á P2 skammtímastæðum flugvallarins komu megin. Því næst verði skipt út þeim hleðslustöðvum á svæðinu sem þarfnist uppfærslu. Síðan verði ráðist í uppsetningu nýrra stöðva fyrir starfsfólk og fyrirtæki. Framtíðarskrefið sé svo að bæta rafhleðslu fyrir farþega. „Við hjá HS Orku erum mjög spennt fyrir þessu samstarfi með Isavia,” segir Jóhann Snorri Sigurbergsson, forstöðumaður viðskiptaþróunar hjá HS Orku. „Að fá tækifæri til að taka þátt í þeirri uppbyggingu sem á sér stað hjá Isavia og um leið bjóða lausnir sem auka aðgengi að hleðslustöðvum er mikilvægt verkefni. Isavia er að gera gangskör í hleðslumálum hjá sér og við vonum að notkun rafbíla muni enn aukast hjá starfsmönnum og rekstraraðilum í framhaldi af þessu.“ Orkumál Keflavíkurflugvöllur Orkuskipti Bílastæði Mest lesið Verðbólga hjaðnar hressilega Viðskipti innlent Óvænt verðbólguhjöðnun leiði vonandi til vaxtalækkunar Viðskipti innlent Sögðu upp öllum starfsmönnum Vélfags sem eftir voru Viðskipti innlent Hægt að fækka veikindadögum með réttu raka- og hitastigi Viðskipti innlent Kallar eftir aukafundi peningastefnunefndar Viðskipti innlent Funda með starfsmönnum Vélfags um framhaldið Viðskipti innlent Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Viðskipti innlent Gatnagerðargjöld hækkuð um tvo þriðju að jafnaði Viðskipti innlent Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Viðskipti innlent Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sögðu upp öllum starfsmönnum Vélfags sem eftir voru Gatnagerðargjöld hækkuð um tvo þriðju að jafnaði Óvænt verðbólguhjöðnun leiði vonandi til vaxtalækkunar Kallar eftir aukafundi peningastefnunefndar Verðbólga hjaðnar hressilega Funda með starfsmönnum Vélfags um framhaldið Hægt að fækka veikindadögum með réttu raka- og hitastigi Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Kúabændur skora á ráðherra að falla frá breytingum Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Sólveig Kolbrún og Harpa Björg til Iðunnar Vélfag áfrýjar dómnum Vill láta hart mæta hörðu Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Stofnar félag um olíuleit Ríkið sýknað af kröfum Vélfagsmanna Fengið jákvæð viðbrögð frá Evrópusambandinu Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Makrílveiðimenn töpuðu baráttu sinni við ríkið Bein útsending: Umhverfisdagur atvinnulífsins Hjöðnun verðbólgu í sjónmáli Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Steinar Waage opnar á Akureyri Sjá meira
Segir þar að nýjar hleðslustöðvar verði byggðar fyrir farartæki Isavia og annarrar rekstraraðila á vellinum og einnig fyrir starfsfólk fyrirtækjanna en auk þess verða eldri hleðslustöðvar uppfærðar eða þeim skipt út. Nýju stöðvarnar verða allt að 100 AC hleðslustöðvar og allt að 10 DC hraðhleðslustöðvar. Samkvæmt samningnum sér HS Orka um uppsetningu og viðhald hleðslustöðvanna sem Isavia leigir af félaginu. Þá heldur HS Orka einnig utan um notkun hleðslustöðvanna og hvernig hún skiptist milli aðila. Samningurinn er gerður á grundvelli verðfyrirspurnar sem gerð var á útboðsvef Isavia í byrjun þessa árs. „Við hjá Isavia erum afar ánægð að hafa náð þessu samkomulagi við HS Orku,“ er haft eftir Gunnari Inga Hafsteinssyni, deildarstjóra bílastæðaþjónustu hjá Isavia. „Um langtímaframkvæmd er að ræða og þegar henni er lokið verðum við komin með nýjar hleðslustöðvar fyrir farartæki starfsfólks og fyrirtækja á flugvallarsvæðinu. Þetta hjálpar okkur að ná markmiði okkar um kolefnaleysi í eigin rekstri á Keflavíkurflugvelli fyrir árið 2030.“ Hleðslustöðvar verða víða á flugvellinum að verki loknu. Isavia Uppfæra hleðslustöðvar á P2 skammtímastæðum fyrst Gunnar Ingi segir að fyrsta verkefnið samkvæmt samningnum verði að uppfæra hraðhleðslustöðvar sem fyrir séu fyrir farþega á P2 skammtímastæðum flugvallarins komu megin. Því næst verði skipt út þeim hleðslustöðvum á svæðinu sem þarfnist uppfærslu. Síðan verði ráðist í uppsetningu nýrra stöðva fyrir starfsfólk og fyrirtæki. Framtíðarskrefið sé svo að bæta rafhleðslu fyrir farþega. „Við hjá HS Orku erum mjög spennt fyrir þessu samstarfi með Isavia,” segir Jóhann Snorri Sigurbergsson, forstöðumaður viðskiptaþróunar hjá HS Orku. „Að fá tækifæri til að taka þátt í þeirri uppbyggingu sem á sér stað hjá Isavia og um leið bjóða lausnir sem auka aðgengi að hleðslustöðvum er mikilvægt verkefni. Isavia er að gera gangskör í hleðslumálum hjá sér og við vonum að notkun rafbíla muni enn aukast hjá starfsmönnum og rekstraraðilum í framhaldi af þessu.“
Orkumál Keflavíkurflugvöllur Orkuskipti Bílastæði Mest lesið Verðbólga hjaðnar hressilega Viðskipti innlent Óvænt verðbólguhjöðnun leiði vonandi til vaxtalækkunar Viðskipti innlent Sögðu upp öllum starfsmönnum Vélfags sem eftir voru Viðskipti innlent Hægt að fækka veikindadögum með réttu raka- og hitastigi Viðskipti innlent Kallar eftir aukafundi peningastefnunefndar Viðskipti innlent Funda með starfsmönnum Vélfags um framhaldið Viðskipti innlent Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Viðskipti innlent Gatnagerðargjöld hækkuð um tvo þriðju að jafnaði Viðskipti innlent Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Viðskipti innlent Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sögðu upp öllum starfsmönnum Vélfags sem eftir voru Gatnagerðargjöld hækkuð um tvo þriðju að jafnaði Óvænt verðbólguhjöðnun leiði vonandi til vaxtalækkunar Kallar eftir aukafundi peningastefnunefndar Verðbólga hjaðnar hressilega Funda með starfsmönnum Vélfags um framhaldið Hægt að fækka veikindadögum með réttu raka- og hitastigi Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Kúabændur skora á ráðherra að falla frá breytingum Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Sólveig Kolbrún og Harpa Björg til Iðunnar Vélfag áfrýjar dómnum Vill láta hart mæta hörðu Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Stofnar félag um olíuleit Ríkið sýknað af kröfum Vélfagsmanna Fengið jákvæð viðbrögð frá Evrópusambandinu Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Makrílveiðimenn töpuðu baráttu sinni við ríkið Bein útsending: Umhverfisdagur atvinnulífsins Hjöðnun verðbólgu í sjónmáli Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Steinar Waage opnar á Akureyri Sjá meira