Umfjöllun og viðtöl: Þór/KA - Stjarnan 3-3 | Endurkoma heimakvenna í ótrúlegum leik Ester Ósk Árnadóttir skrifar 25. júní 2023 19:47 Endurkoma heimakvenna tryggði þeim stig í dag. Vísir/Vilhelm Þór/KA og Stjarnan fengu sitthvort stigið í hreint ótrúlegum leik norðan heiða í dag. Gestirnir leiddu 3-0 eftir fyrri hálfleikinn en heimakonur björguðu stigi með jöfnunarmarki á 89. mínútu leiksins. Lokatölur því 3-3 í frábærum fótboltaleik. Stjörnukonur mættu virkilega vel stemmdar til leiks í dag og þurftu ekki margar mínútur til að opna markareikning sinn. Leikurinn var ekki nema tveggja mínútuna gamall þegar Snædís María Jörundsdóttir setti mark sitt á leikinn í bókstaflegri merkingu. Sædís Rún Heiðarsdóttir tók þá hornspyrnu sem endaði á kollinum á Snædís Maríu sem stýrði honum í markið og staðan orðin 0-1. Heimakonur komust ekki í takt við leikinn og stjórnuðu gestirnir leiknum frá a-ö og voru óheppnar að bæta ekki við marki tvö á 10. mínútu þegar Jasmín Erla Ingudóttir átti skalla að marki Þór/KA af stuttu færi sem Melissa Anne Lowder gerði vel í að verja. Melissa kom hins vegar engum vörnum við á 13. mínútu leiksins. Sædís María Jörundsdóttir tók þá aftur hornspyrnu og í þetta skiptið endaði boltinn hjá Heiðu Ragney Viðarsdóttir sem þrumaði boltanum í netið af stuttu færi. Stjarnan lék við hvern sinn fingur í fyrri hálfleik við litla mótspyrnu heimakvenna sem virtust alveg týndar. Ef það hefði ekki verið fyrir nokkrar góðar vörslur frá Melissu Anne Lowder í marki Þór/KA hefði Stjarnan átt að vera búin að bæta við mörkum. Áður en hálfleikurinn var úti náði Stjarnan að setja eitt í viðbót. Heimakonur höfðu þá fært sig ofar á völlinn í leit að marki með þeim afleiðingum að Stjarnan keyrði upp í skyndisókn. Úlfa Dís Kreye Úlfarsdóttir átti þá gott hlaup, setti boltann út til hægri á Andreu Mist Pálsdóttir sem átti sendingu fyrir markið, áðurnefnd Melissa Anne kýldi boltann frá en ekki nægjanlega langt því hann endaði hjá Jasmín Erlu Ingadóttir vinsta meginn sem smellti boltanum í netið. Staðan orðin 3-0 og þannig stóðu leikar í hálfleik. Heimakonur komu miklu betur stemmdar inn í seinni hálfleikinn og uppskáru fljótt. Á 47. mínútu braut Sædís Rún Heiðarsdóttir á Huldu Ósk Jónsdóttir innan teig og víti réttilega dæmt. Hulda Björg Hannesdóttir fór á punktinn og setti boltann undir Auði Sveinbjörnsdóttir Scheving í marki Stjörnunnar. Þetta gaf Þór/KA trú í leiknum og sjálfstraust, leikur tveggja hálfleika hefur sjaldan átt eins vel við. Á 74. mínútu átti varamaðurinn Karlotta Björk Andradóttir frábæran undirbúning áður en hú setti boltann út til vinstri inn á teig Stjörnukvenna þar sem Karen María Sigurgeirsdóttir lyftir boltanum yfir Auði, staðan orðin 2-3. Þór/KA var ekki búið að segja sitt síðasta, þær voru komar með mikla trú á verkefninu á meðan gestirnir sem höfðu haft allt í sínum höndum virtust orðnar stressaðar. Heimakonur bundu svo endapunkt á sinn leik með því að jafna á 89. mínútu en þar var að verki varamaðurinn Iðunn Rán Gunnarsdóttir. Eftir hornspyrnu Amalíu Árnadóttir og krafs inn í teig endaði boltinn hjá Iðunni sem átti skot í stöngina sem fór þaðan í bakið á Auði í marki Stjörnunnar og svo í markið. Lokatölur á Akureyri 3-3 í hreint ótrúlegum leik. Afhverju var jafntefli? Leikur tveggja hálfleikja, Stjörnuliðið var frábært í fyrri hálfleik og sýndi öll þau frábæru gæði sem býr í því liði og voru sanngjarnt 0-3 yfir í hálfleik. Vendipunkturinn í leiknum er vítið á 47. mínútu sem kemur Þór/KA inn í leikinn, trúin óx heldur betur hjá heimakonum á meðan gestirnir virtust rólega tapa vopnum sínum. Heimakonur gengu á lagið og náði í stig úr töpuðum leik. Hverjar stóðu upp úr? Úlfa Dís var sérstaklega frábær í fyrri hálfleik, var mjög ógnandi og með margar lykilsendingar. Sædís Rún Heiðarsdóttir var með tvær stoðsendingar og var mjög góð en eins og Úlfa sérstaklega í fyrri hálfleik. Þetta snérist við í seinni hálfleik, vörn Þór/KA þéttist vel og hrós á Huldu Björg Hannesdóttir og Agnes Birtu Stefánsdóttir. Þá átti Melissa Anne Lowder mjög góðan leik í marki Þór/KA og kom í veg fyrir að mörk Stjörnunnar yrðu ekki fleiri en þrjú í fyrri hálfleik. Þá áttu Karlotta Björk Andradóttir og Iðunn Rán Gunnarsdóttir frábæra innkomu. Hvað gekk illa? Í fyrri hálfleik er hægt að segja að allt hafi gengið illa hjá heimakonu frá aftasta til fremsta leikmanns. Í seinni hálfleik virtist óöryggi gera vart við sig í Stjörnuliðinu sem leyfði Þór/KA að koma sér aftur inn í leikinn, staðan var svo góð fyrir gestina og synd fyrir þær að missa þetta svo niður eftir magnaðan fyrri hálfleik. Hvað gerist næst? Þór/KA mætir Keflavík í næstu umferð á útivelli, sá leikur fer fram þriðjudaginn 4. júlí. Stjarnan heldur áfram að spila á útivelli og mun mæta ÍBV í næstu umferð og fer hann fram sama dag og leikur Þór/KA og Keflavíkur. Kristján Guðmundsson: „Fórum of værukærar inn í seinni hálfleik“ Kristján Guðmundsson, þjálfari Stjörnunnar.Vísir/Hulda Margrét „Við fengum allavega eitt stig út úr þessum leik sem eru jafn mörg stig og andstæðingurinn,“ sagði Kristján Guðmundsson þjálfari Stjörnunnar þegar hann var spurður hvort hann væri svekktur eftir 3-3 jafntefli á móti Þór/KA á Akureyri í dag þar sem Stjarnan var 3-0 yfir í hálfleik. „Við spiluðum gríðarlega flottan fyrri hálfleik og áttum að vera með fimm til sex mörk yfir í hálfleik. Í seinni hálfleik berjumst við ekki nógu vel fyrir hlutunum, við erum samt ekki að fá á okkur nein sérstök færi. Við erum bara að gefa mörk sem að er ofboðslega leiðinlegt. Þar fyrir utan vorum við ekki að ná að spila okkur út úr pressunni til að sækja.“ Stjarnan var búið að skora tvö mörk þegar 13. mínútur voru búnar af leiknum og hafði mikla yfirburði. „Það skiptir máli að vera á undan að skora í þessum leikjum og við gerðum það í dag, það sýnir sig tölfræðin að það skiptir máli. Við náum inn tveimur mörkum mjög fljótlega í leiknum og eigum að vera löngu komin með þriðja markið þegar við loksins skorum það. Því yfirburðir okkar voru það miklir og við spiluðum bara það vel að við áttum að vera búnar að ganga frá þessu í hálfleik.“ Lið Stjörnunnar náði ekki að fylgja eftir frábærum fyrri hálfleik inn í þann síðari. „Það eru ákveðnar ástæður fyrir því að við náum ekki að spila út frá ákveðnum svæðum og losa boltann. Við spilum bara ekki nógu vel í seinni hálfleik, það er allt annað munstur á okkur þar. Ég held samt líka að þetta sé í hausnum, við fórum of værukærar út í seinni hálfleikinn, við gáfum þeim víti fljótlega og það gaf andstæðningum blóð á tennurnar. Við spenntumst of mikið upp við það. Við vorum í raun ekki að fá á okkur nein færi þó þessi mörk hafi komið. Við hefðum þurft að skapa okkur meira í seinni hálfleik sem við gerðum ekki.“ Kristján var ánægður með margt í leik sinna kvenna og tekur það með sér inn í þann næsta. „Við töpuðum auðvitað ekki og ég er bara mest ánægður með hugarfarið og hvernig við fórum inn í þennan leik, við verðum að taka það með okkur þessa spilamennsku sem við sýndum í fyrri hálfleik. Við verðum bara að minna okkur á það næst þegar við erum 3-0 yfir í hálfleik að halda áfram þá hljótum við að klára hann.“ Besta deild kvenna Þór Akureyri KA Stjarnan
Þór/KA og Stjarnan fengu sitthvort stigið í hreint ótrúlegum leik norðan heiða í dag. Gestirnir leiddu 3-0 eftir fyrri hálfleikinn en heimakonur björguðu stigi með jöfnunarmarki á 89. mínútu leiksins. Lokatölur því 3-3 í frábærum fótboltaleik. Stjörnukonur mættu virkilega vel stemmdar til leiks í dag og þurftu ekki margar mínútur til að opna markareikning sinn. Leikurinn var ekki nema tveggja mínútuna gamall þegar Snædís María Jörundsdóttir setti mark sitt á leikinn í bókstaflegri merkingu. Sædís Rún Heiðarsdóttir tók þá hornspyrnu sem endaði á kollinum á Snædís Maríu sem stýrði honum í markið og staðan orðin 0-1. Heimakonur komust ekki í takt við leikinn og stjórnuðu gestirnir leiknum frá a-ö og voru óheppnar að bæta ekki við marki tvö á 10. mínútu þegar Jasmín Erla Ingudóttir átti skalla að marki Þór/KA af stuttu færi sem Melissa Anne Lowder gerði vel í að verja. Melissa kom hins vegar engum vörnum við á 13. mínútu leiksins. Sædís María Jörundsdóttir tók þá aftur hornspyrnu og í þetta skiptið endaði boltinn hjá Heiðu Ragney Viðarsdóttir sem þrumaði boltanum í netið af stuttu færi. Stjarnan lék við hvern sinn fingur í fyrri hálfleik við litla mótspyrnu heimakvenna sem virtust alveg týndar. Ef það hefði ekki verið fyrir nokkrar góðar vörslur frá Melissu Anne Lowder í marki Þór/KA hefði Stjarnan átt að vera búin að bæta við mörkum. Áður en hálfleikurinn var úti náði Stjarnan að setja eitt í viðbót. Heimakonur höfðu þá fært sig ofar á völlinn í leit að marki með þeim afleiðingum að Stjarnan keyrði upp í skyndisókn. Úlfa Dís Kreye Úlfarsdóttir átti þá gott hlaup, setti boltann út til hægri á Andreu Mist Pálsdóttir sem átti sendingu fyrir markið, áðurnefnd Melissa Anne kýldi boltann frá en ekki nægjanlega langt því hann endaði hjá Jasmín Erlu Ingadóttir vinsta meginn sem smellti boltanum í netið. Staðan orðin 3-0 og þannig stóðu leikar í hálfleik. Heimakonur komu miklu betur stemmdar inn í seinni hálfleikinn og uppskáru fljótt. Á 47. mínútu braut Sædís Rún Heiðarsdóttir á Huldu Ósk Jónsdóttir innan teig og víti réttilega dæmt. Hulda Björg Hannesdóttir fór á punktinn og setti boltann undir Auði Sveinbjörnsdóttir Scheving í marki Stjörnunnar. Þetta gaf Þór/KA trú í leiknum og sjálfstraust, leikur tveggja hálfleika hefur sjaldan átt eins vel við. Á 74. mínútu átti varamaðurinn Karlotta Björk Andradóttir frábæran undirbúning áður en hú setti boltann út til vinstri inn á teig Stjörnukvenna þar sem Karen María Sigurgeirsdóttir lyftir boltanum yfir Auði, staðan orðin 2-3. Þór/KA var ekki búið að segja sitt síðasta, þær voru komar með mikla trú á verkefninu á meðan gestirnir sem höfðu haft allt í sínum höndum virtust orðnar stressaðar. Heimakonur bundu svo endapunkt á sinn leik með því að jafna á 89. mínútu en þar var að verki varamaðurinn Iðunn Rán Gunnarsdóttir. Eftir hornspyrnu Amalíu Árnadóttir og krafs inn í teig endaði boltinn hjá Iðunni sem átti skot í stöngina sem fór þaðan í bakið á Auði í marki Stjörnunnar og svo í markið. Lokatölur á Akureyri 3-3 í hreint ótrúlegum leik. Afhverju var jafntefli? Leikur tveggja hálfleikja, Stjörnuliðið var frábært í fyrri hálfleik og sýndi öll þau frábæru gæði sem býr í því liði og voru sanngjarnt 0-3 yfir í hálfleik. Vendipunkturinn í leiknum er vítið á 47. mínútu sem kemur Þór/KA inn í leikinn, trúin óx heldur betur hjá heimakonum á meðan gestirnir virtust rólega tapa vopnum sínum. Heimakonur gengu á lagið og náði í stig úr töpuðum leik. Hverjar stóðu upp úr? Úlfa Dís var sérstaklega frábær í fyrri hálfleik, var mjög ógnandi og með margar lykilsendingar. Sædís Rún Heiðarsdóttir var með tvær stoðsendingar og var mjög góð en eins og Úlfa sérstaklega í fyrri hálfleik. Þetta snérist við í seinni hálfleik, vörn Þór/KA þéttist vel og hrós á Huldu Björg Hannesdóttir og Agnes Birtu Stefánsdóttir. Þá átti Melissa Anne Lowder mjög góðan leik í marki Þór/KA og kom í veg fyrir að mörk Stjörnunnar yrðu ekki fleiri en þrjú í fyrri hálfleik. Þá áttu Karlotta Björk Andradóttir og Iðunn Rán Gunnarsdóttir frábæra innkomu. Hvað gekk illa? Í fyrri hálfleik er hægt að segja að allt hafi gengið illa hjá heimakonu frá aftasta til fremsta leikmanns. Í seinni hálfleik virtist óöryggi gera vart við sig í Stjörnuliðinu sem leyfði Þór/KA að koma sér aftur inn í leikinn, staðan var svo góð fyrir gestina og synd fyrir þær að missa þetta svo niður eftir magnaðan fyrri hálfleik. Hvað gerist næst? Þór/KA mætir Keflavík í næstu umferð á útivelli, sá leikur fer fram þriðjudaginn 4. júlí. Stjarnan heldur áfram að spila á útivelli og mun mæta ÍBV í næstu umferð og fer hann fram sama dag og leikur Þór/KA og Keflavíkur. Kristján Guðmundsson: „Fórum of værukærar inn í seinni hálfleik“ Kristján Guðmundsson, þjálfari Stjörnunnar.Vísir/Hulda Margrét „Við fengum allavega eitt stig út úr þessum leik sem eru jafn mörg stig og andstæðingurinn,“ sagði Kristján Guðmundsson þjálfari Stjörnunnar þegar hann var spurður hvort hann væri svekktur eftir 3-3 jafntefli á móti Þór/KA á Akureyri í dag þar sem Stjarnan var 3-0 yfir í hálfleik. „Við spiluðum gríðarlega flottan fyrri hálfleik og áttum að vera með fimm til sex mörk yfir í hálfleik. Í seinni hálfleik berjumst við ekki nógu vel fyrir hlutunum, við erum samt ekki að fá á okkur nein sérstök færi. Við erum bara að gefa mörk sem að er ofboðslega leiðinlegt. Þar fyrir utan vorum við ekki að ná að spila okkur út úr pressunni til að sækja.“ Stjarnan var búið að skora tvö mörk þegar 13. mínútur voru búnar af leiknum og hafði mikla yfirburði. „Það skiptir máli að vera á undan að skora í þessum leikjum og við gerðum það í dag, það sýnir sig tölfræðin að það skiptir máli. Við náum inn tveimur mörkum mjög fljótlega í leiknum og eigum að vera löngu komin með þriðja markið þegar við loksins skorum það. Því yfirburðir okkar voru það miklir og við spiluðum bara það vel að við áttum að vera búnar að ganga frá þessu í hálfleik.“ Lið Stjörnunnar náði ekki að fylgja eftir frábærum fyrri hálfleik inn í þann síðari. „Það eru ákveðnar ástæður fyrir því að við náum ekki að spila út frá ákveðnum svæðum og losa boltann. Við spilum bara ekki nógu vel í seinni hálfleik, það er allt annað munstur á okkur þar. Ég held samt líka að þetta sé í hausnum, við fórum of værukærar út í seinni hálfleikinn, við gáfum þeim víti fljótlega og það gaf andstæðningum blóð á tennurnar. Við spenntumst of mikið upp við það. Við vorum í raun ekki að fá á okkur nein færi þó þessi mörk hafi komið. Við hefðum þurft að skapa okkur meira í seinni hálfleik sem við gerðum ekki.“ Kristján var ánægður með margt í leik sinna kvenna og tekur það með sér inn í þann næsta. „Við töpuðum auðvitað ekki og ég er bara mest ánægður með hugarfarið og hvernig við fórum inn í þennan leik, við verðum að taka það með okkur þessa spilamennsku sem við sýndum í fyrri hálfleik. Við verðum bara að minna okkur á það næst þegar við erum 3-0 yfir í hálfleik að halda áfram þá hljótum við að klára hann.“
Mourinho heldur áfram að hella sér yfir dómara: „Þetta var skelfilegt. Hversu lengi var boltinn í leik?“