Bankastjóri íhugar ekki að segja af sér Margrét Björk Jónsdóttir skrifar 23. júní 2023 12:27 Birna Einarsdóttir er bankastjóri Íslandsbanka. Hún segir Fjármálaeftirlitið sýna bankanum traust þrátt fyrir að honum hafi nú verið gert að greiða 1,2 milljarða sekt. VÍSIR/VILHELM Birna Einarsdóttir, bankastjóri Íslandsbanka, íhugar ekki að segja af sér þrátt fyrir að bankinn hafi gerst sekur um alvarlegt lögbrot og verið gert að greiða 1,16 milljarða króna sekt. Þingmaður segir útskýringar stjórnar bankans tilraun til að afvegaleiða umræðuna. Íslandsbanki hefur fallist á að greiða tæpa 1,2 milljarða króna í sekt til fjármálaeftirlits Seðlabankans vegna brota á reglum við framkvæmd útboðs Bankasýslu ríkisins á hlut ríkisins í Íslandsbanka í mars í fyrra. Í tilkynningu frá bankanum sem send var út í gærkvöldi segir að stjórn hans hafi tekið ákvörðun um að þiggja sáttaboðið. Ekki hefur komið fram hvað nákvæmlega felst í brotum bankans en á meðal þeirra eru hljóðupptökur starfsmanna sem Birna Einarsdóttir, bankastjóri Íslandsbanka, segir að samkvæmt tiltölulega nýjum lögum hefðu þurft að vera allar á upptöku í aðdraganda viðskipta. „Það er verið að tala um hagsmunaárekstramat sem bankinn hefði getað gert ítarlegra, sem líklega hefði leitt til þess að starfsmenn hefðu ekki keypt eða viðskipti starfsmanna hefðu ekki verið leyfð. Það er talað um flokkun viðskiptavina, áhættumat og fleira sem tengist þessu eina verkefni,“ segir Birna. Aðspurð að því hvaða starfsmenn hafi brotið umrædd lög segir hún stjórnendur og starfsmenn víða í bankanum hafi komið að „þessu verkefni," en fjöldi starfsmanna hafi ekki verið tekinn saman. „Öll berum við ábyrgð á okkar daglegu störfum. En að sjálfsögðu er það svo stjórn og stjórnendur og bankastjóri sem ber mikla ábyrgð á daglegum rekstri bankans.“ Íhugar ekki að segja af sér Birna kveðst ekki hafa íhugað að segja af sér vegna málsins. „Nei, ég hef ekki íhugað það. Með því að bjóða bankanum sátt er Seðlabankinn að sýna okkur það traust, stjórn og bankastjóra, að fylgja eftir þeim úrbótum sem lagðar eru til í sáttinni. Það er svo sannarlega verkefni sem við tökum báðum höndum og hendum okkur í. Ég hef verið að vinna að því að byggja upp mjög sterka og frekar íhaldssama áhættumenningu og þó svo ég hefði sannarlega viljað að þetta verkefni væri unnið með öðrum hætti.“ Tilraun til að afvegaleiða umræðuna Samkvæmt Sigurði Valgeirssyni, upplýsingafulltrúa Seðlabankans stendur til að birta sáttina á næstu dögum, liklega ekki fyrr en á mánudag. Segir hann að í sáttinni verði skýrt frá málsatvikum og niðurstöðu málsins, en fram að birtingu muni Seðlabankinn ekki tjá sig frekar um málið. Þetta gagnrýnir Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir, þingmaður Viðreisnar. Hún segir fullkomlega óeðlilegt og fráleitt að fyrsta frásögn af svona stóru máli sem varðar sögulega háa sekt, komi frá hinum brotlega. „Við erum að fá einhverja mjög loðna og óljósa frásögn frá bankanum sem er hinn brotlegi í þessu máli," segir Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir, þingmaður Viðreisnar. Vísir/Arnar „Að það sé ekki þannig að almenningur fái upplýsingar um málið, hvað gerðist, að hverju rannsóknin beindist og hver niðurstaðan var. Þær fréttir eiga að koma frá Fjármálaeftirlitinu,“ segir Þorbjörg í samtali við fréttastofu. „Við erum að fá einhverja mjög loðna og óljósa frásögn frá bankanum sem er hinn brotlegi í þessu máli. Af því að þeir hafi kannski ekki farið af kröfum, svona einhver atvikalýsing sem dansar í kringum málið. Mér finnst að Íslandsbanki hafi fram úr sér og hafi átt að leyfa stjórnvaldinu að skýra frá því sem þarna gerðist. Þetta er tilraun til að reyna að afvegaleiða umræðuna.“ Salan á Íslandsbanka Íslandsbanki Íslenskir bankar Mest lesið Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Íslenskir Trumpistar fylgjast spenntir með skammt frá Trump sjálfum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Gætum þurft að bíða í nokkra daga ef ekkert óvænt gerist Erlent Grátbiðja deiluaðila að finna lausn Innlent Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent Fleiri tilkynningar um týnd ungmenni en allt árið í fyrra Innlent Afskipti af bifreið endaði með handtöku fjögurra manna Innlent Lausir hundar hafi drepið fleiri kindur Innlent Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Innlent Fleiri fréttir Íslenskir Trumpistar fylgjast spenntir með skammt frá Trump sjálfum Grátbiðja deiluaðila að finna lausn Rekstur borgarinnar allur að braggast segir borgarstjóri Fleiri tilkynningar um týnd ungmenni en allt árið í fyrra Eitt barn enn á gjörgæslu og líðan þess stöðug Afskipti af bifreið endaði með handtöku fjögurra manna Lausir hundar hafi drepið fleiri kindur Sögulegt spennustig týnd börn og bugaðir foreldrar Leggja til að stofna þjóðgarð í Dalabyggð Ástand skapaðist vegna skorts á armböndum Keyrði utan vegar og hafnaði á öðrum bíl sem valt Ógnaði barnsmóður sinni með haglabyssu Engar upplýsingar fást um tengsl konunnar við barnið Bein útsending: Frambjóðendur ræða málefni fatlaðs fólks Fjörutíu prósent kjósenda Miðflokks vilja Trump „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Leikskólinn Mánagarður opinn á ný Bein útsending: Loftslagsmál rædd á Umhverfisþingi Frambjóðendur ræða áfengis- og vímuefnamál Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Bein útsending: Kosningafundur með formönnum flokkanna Fjárhagsáætlun borgarinnar kynnt og Kanar ganga að kjörborðinu Aukin hætta á skriðuföllum vegna rigningar Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Bein útsending: Kynna fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Umboðsmaður barna segir verkföll kennara mismuna börnum Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Sjá meira
Íslandsbanki hefur fallist á að greiða tæpa 1,2 milljarða króna í sekt til fjármálaeftirlits Seðlabankans vegna brota á reglum við framkvæmd útboðs Bankasýslu ríkisins á hlut ríkisins í Íslandsbanka í mars í fyrra. Í tilkynningu frá bankanum sem send var út í gærkvöldi segir að stjórn hans hafi tekið ákvörðun um að þiggja sáttaboðið. Ekki hefur komið fram hvað nákvæmlega felst í brotum bankans en á meðal þeirra eru hljóðupptökur starfsmanna sem Birna Einarsdóttir, bankastjóri Íslandsbanka, segir að samkvæmt tiltölulega nýjum lögum hefðu þurft að vera allar á upptöku í aðdraganda viðskipta. „Það er verið að tala um hagsmunaárekstramat sem bankinn hefði getað gert ítarlegra, sem líklega hefði leitt til þess að starfsmenn hefðu ekki keypt eða viðskipti starfsmanna hefðu ekki verið leyfð. Það er talað um flokkun viðskiptavina, áhættumat og fleira sem tengist þessu eina verkefni,“ segir Birna. Aðspurð að því hvaða starfsmenn hafi brotið umrædd lög segir hún stjórnendur og starfsmenn víða í bankanum hafi komið að „þessu verkefni," en fjöldi starfsmanna hafi ekki verið tekinn saman. „Öll berum við ábyrgð á okkar daglegu störfum. En að sjálfsögðu er það svo stjórn og stjórnendur og bankastjóri sem ber mikla ábyrgð á daglegum rekstri bankans.“ Íhugar ekki að segja af sér Birna kveðst ekki hafa íhugað að segja af sér vegna málsins. „Nei, ég hef ekki íhugað það. Með því að bjóða bankanum sátt er Seðlabankinn að sýna okkur það traust, stjórn og bankastjóra, að fylgja eftir þeim úrbótum sem lagðar eru til í sáttinni. Það er svo sannarlega verkefni sem við tökum báðum höndum og hendum okkur í. Ég hef verið að vinna að því að byggja upp mjög sterka og frekar íhaldssama áhættumenningu og þó svo ég hefði sannarlega viljað að þetta verkefni væri unnið með öðrum hætti.“ Tilraun til að afvegaleiða umræðuna Samkvæmt Sigurði Valgeirssyni, upplýsingafulltrúa Seðlabankans stendur til að birta sáttina á næstu dögum, liklega ekki fyrr en á mánudag. Segir hann að í sáttinni verði skýrt frá málsatvikum og niðurstöðu málsins, en fram að birtingu muni Seðlabankinn ekki tjá sig frekar um málið. Þetta gagnrýnir Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir, þingmaður Viðreisnar. Hún segir fullkomlega óeðlilegt og fráleitt að fyrsta frásögn af svona stóru máli sem varðar sögulega háa sekt, komi frá hinum brotlega. „Við erum að fá einhverja mjög loðna og óljósa frásögn frá bankanum sem er hinn brotlegi í þessu máli," segir Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir, þingmaður Viðreisnar. Vísir/Arnar „Að það sé ekki þannig að almenningur fái upplýsingar um málið, hvað gerðist, að hverju rannsóknin beindist og hver niðurstaðan var. Þær fréttir eiga að koma frá Fjármálaeftirlitinu,“ segir Þorbjörg í samtali við fréttastofu. „Við erum að fá einhverja mjög loðna og óljósa frásögn frá bankanum sem er hinn brotlegi í þessu máli. Af því að þeir hafi kannski ekki farið af kröfum, svona einhver atvikalýsing sem dansar í kringum málið. Mér finnst að Íslandsbanki hafi fram úr sér og hafi átt að leyfa stjórnvaldinu að skýra frá því sem þarna gerðist. Þetta er tilraun til að reyna að afvegaleiða umræðuna.“
Salan á Íslandsbanka Íslandsbanki Íslenskir bankar Mest lesið Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Íslenskir Trumpistar fylgjast spenntir með skammt frá Trump sjálfum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Gætum þurft að bíða í nokkra daga ef ekkert óvænt gerist Erlent Grátbiðja deiluaðila að finna lausn Innlent Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent Fleiri tilkynningar um týnd ungmenni en allt árið í fyrra Innlent Afskipti af bifreið endaði með handtöku fjögurra manna Innlent Lausir hundar hafi drepið fleiri kindur Innlent Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Innlent Fleiri fréttir Íslenskir Trumpistar fylgjast spenntir með skammt frá Trump sjálfum Grátbiðja deiluaðila að finna lausn Rekstur borgarinnar allur að braggast segir borgarstjóri Fleiri tilkynningar um týnd ungmenni en allt árið í fyrra Eitt barn enn á gjörgæslu og líðan þess stöðug Afskipti af bifreið endaði með handtöku fjögurra manna Lausir hundar hafi drepið fleiri kindur Sögulegt spennustig týnd börn og bugaðir foreldrar Leggja til að stofna þjóðgarð í Dalabyggð Ástand skapaðist vegna skorts á armböndum Keyrði utan vegar og hafnaði á öðrum bíl sem valt Ógnaði barnsmóður sinni með haglabyssu Engar upplýsingar fást um tengsl konunnar við barnið Bein útsending: Frambjóðendur ræða málefni fatlaðs fólks Fjörutíu prósent kjósenda Miðflokks vilja Trump „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Leikskólinn Mánagarður opinn á ný Bein útsending: Loftslagsmál rædd á Umhverfisþingi Frambjóðendur ræða áfengis- og vímuefnamál Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Bein útsending: Kosningafundur með formönnum flokkanna Fjárhagsáætlun borgarinnar kynnt og Kanar ganga að kjörborðinu Aukin hætta á skriðuföllum vegna rigningar Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Bein útsending: Kynna fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Umboðsmaður barna segir verkföll kennara mismuna börnum Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Sjá meira