„Núna geturðu lært íslensku hvar og hvenær sem er“ Lovísa Arnardóttir skrifar 22. júní 2023 23:16 Jón Gunnar og Guðmundur Arnar segja það vera réttlætismál að fólk hafi góð tól til að læra íslensku. Vísir/Steingrímur Dúi Bara Tala er nýtt smáforrit sem nýtist öllum sem vilja læra íslensku. Forritið er stafrænn íslenskukennari sem byggir á gervigreind og íslenskri máltækni, þar sem íslenskan er kennd í gegnum leik. Forritið var formlega kynnt í dag en í því geta notendur spreytt sig á samtölum á íslensku í öruggu umhverfi. Forritið hlustar á notendur tala, æfir þá í framburði og veitir endurgjöf í rauntíma. Boðið er upp á grunnnámskeið og vinnusértækt efni fyrir fyrirtæki. Með Bara tala getur starfsfólk æft sig og lært íslensku hvar og hvenær sem er. „Um tuttugu og fimm prósent af íslenskum vinnumarkaði eru erlendir starfsmenn og helmingur þeirra tala ekki íslensku,“ segir Jón Gunnar Þórðarson, forsvarsmaður Bara tala, og segir það svo mikilvægt því tungumálið sé lykillinn að samfélaginu. Aukið aðgengi réttlætismál Akademias og Bara tala hafa gert samstarfssamning en markmiðið er að veita sem flestum aðgengi að nýrri og byltingarkenndri stafrænni íslenskukennslu. Jón Gunnar og Guðmundur Arnar Guðmundsson, framkvæmdastjóri Akademias, segja það réttlætismál að góð tól standi þeim til boða sem vilji læra íslensku. „Í mörg ár og stigvaxandi hafa fyrirtæki verið að tala um hvað þetta virðist brotið með íslenskukennsluna og við eigum mörg dæmi um vinnustaði þar sem er verið að senda 20 til 30 á námskeið en heimturnar er kannski tveir, þrír fjórir,“ segir Guðmundur Andri og að hann sjái að með forritinu væri hægt að ná til þeirra sem ekki komast á námskeiðið. „Núna geturðu lært íslensku hvar og hvenær sem er, á auðveldan og skemmtilegan hátt. Þú þarft ekkert hugsa um málfræðina eða skrifa ritgerðir. Bara tala og það er það sem þetta snýst um,“ segir Jón Gunnar. Guðmundur Arnar bendir á að einhver eftir ár má búast við því að allt að helmingur vinnuafls verði af erlendu bergi brotið og að þeim verði að standa raunhæfar lausnir til boða. „Þá er það svo augljóst að við verðum að koma með einhverjar lausnir og hjálpa þessum einstaklingum sem vilja komast inn í samfélagið okkar, en með þessa stóru fyrirstöðu, sem er tungumálið okkar. Bara tala verður því vonandi kraftmikið aukaverkfæri,“ segir Guðmundur Arnar. Íslensk tunga Tækni Gervigreind Tengdar fréttir Akademias festir kaup á Tækninámi Fræðslufyrirtækið Akademias hefur fest kaup á Tækninámi, sem sérhæfir sig í fjarnámi í tækninám. 21. júlí 2022 12:01 Akademias kaupir helmingshlut í Hoobla Fræðslufyrirtækið Akademias hefur keypt helmingshlut í Hoobla sérfræðingaklasanum. 8. júní 2022 11:39 Embla og GPT-4 í eina sæng Notendur raddaðstoðarsmáforritsins Emblu frá Miðeind er nú boðið að spjalla ókeypis við nýjustu útgáfu gervigreindarinnar frá OpenAI, Chat GPT-4. Viðskiptaþróunarstjóri Miðeindar segir að um sé að ræða einu íslensku vöruna sem er tengd þessu nýja gervigreindarlíkani. 21. apríl 2023 12:26 Störf munu þurrkast út með tilkomu gervigreindar Tækninni fleygir fram á ógnarhraða og gervigreind er ekki lengur bara eitthvað sem við lesum um í vísindaskáldsögum heldur er gervigreind nú þegar orðin partur af lífi margra. 29. mars 2023 11:31 Mest lesið Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Innlent Gylfi Ægisson er látinn Innlent Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Vínsalar látnir klára vakt eftir andlát í versluninni Innlent „Ef þú móðgaðist, þykir mér það leitt“ Innlent Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Innlent Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Innlent Hundruð kvenna einmana: „Er skrýtið að eiga engar vinkonur?“ Innlent Höfða mál vegna fullyrðinga um að forsetafrúin sé karlmaður Erlent „Hvað næst? Sparka í okkur? Berja okkur? Stinga einhverju í okkur?“ Innlent Fleiri fréttir Aron Can heill á húfi „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Launaði neitun á gistingu með löðrungi Óvinsældir eftir þinglok og meint leyndarmál frönsku forsetahjónanna Innan við þriðjungur andvígur olíuleit Ætlar fyrir Mannréttindadómstólinn og segir fréttaflutning villandi Gasútstreymi minnkandi en gosmóðu enn spáð Vínsalar látnir klára vakt eftir andlát í versluninni Annar stór skartgripaþjófnaður í miðborginni „Ef þú móðgaðist, þykir mér það leitt“ Spellvirkinn líka grunaður um líkamsárás og mansal Staða Sjálfstæðisflokksins versnar eftir þinglok Hóteleigendur vilja byggja á verndarsvæði og ábúendur ekki sáttir Sjálfstæðisflokkur sjaldan mælst minni Þurfti að hætta sundi af öryggisástæðum Gylfi Ægisson er látinn Hundruð kvenna einmana: „Er skrýtið að eiga engar vinkonur?“ Ekið á ökumann rafmagnshlaupahjóls og gámur á hliðina Gosmóða mælist í morgunsárið en ætti að minnka með deginum Viðbragðsaðilar kallaðir út vegna elds í sanddæluskipi á Ísafirði Kári um njósnatalið: „Óvarlegt af mér og býsna óheiðarlegt“ Handtekinn í Laugardal grunaður um mansal „Held að sjávarútvegurinn hafi misst samtalið við þjóðina“ 250 þúsund gestir skemmtiferðaskipa á Akureyri í sumar „Hvað næst? Sparka í okkur? Berja okkur? Stinga einhverju í okkur?“ Vinnur á fjórum stöðum en eigin íbúð fjarlægur draumur Sjá meira
Forritið var formlega kynnt í dag en í því geta notendur spreytt sig á samtölum á íslensku í öruggu umhverfi. Forritið hlustar á notendur tala, æfir þá í framburði og veitir endurgjöf í rauntíma. Boðið er upp á grunnnámskeið og vinnusértækt efni fyrir fyrirtæki. Með Bara tala getur starfsfólk æft sig og lært íslensku hvar og hvenær sem er. „Um tuttugu og fimm prósent af íslenskum vinnumarkaði eru erlendir starfsmenn og helmingur þeirra tala ekki íslensku,“ segir Jón Gunnar Þórðarson, forsvarsmaður Bara tala, og segir það svo mikilvægt því tungumálið sé lykillinn að samfélaginu. Aukið aðgengi réttlætismál Akademias og Bara tala hafa gert samstarfssamning en markmiðið er að veita sem flestum aðgengi að nýrri og byltingarkenndri stafrænni íslenskukennslu. Jón Gunnar og Guðmundur Arnar Guðmundsson, framkvæmdastjóri Akademias, segja það réttlætismál að góð tól standi þeim til boða sem vilji læra íslensku. „Í mörg ár og stigvaxandi hafa fyrirtæki verið að tala um hvað þetta virðist brotið með íslenskukennsluna og við eigum mörg dæmi um vinnustaði þar sem er verið að senda 20 til 30 á námskeið en heimturnar er kannski tveir, þrír fjórir,“ segir Guðmundur Andri og að hann sjái að með forritinu væri hægt að ná til þeirra sem ekki komast á námskeiðið. „Núna geturðu lært íslensku hvar og hvenær sem er, á auðveldan og skemmtilegan hátt. Þú þarft ekkert hugsa um málfræðina eða skrifa ritgerðir. Bara tala og það er það sem þetta snýst um,“ segir Jón Gunnar. Guðmundur Arnar bendir á að einhver eftir ár má búast við því að allt að helmingur vinnuafls verði af erlendu bergi brotið og að þeim verði að standa raunhæfar lausnir til boða. „Þá er það svo augljóst að við verðum að koma með einhverjar lausnir og hjálpa þessum einstaklingum sem vilja komast inn í samfélagið okkar, en með þessa stóru fyrirstöðu, sem er tungumálið okkar. Bara tala verður því vonandi kraftmikið aukaverkfæri,“ segir Guðmundur Arnar.
Íslensk tunga Tækni Gervigreind Tengdar fréttir Akademias festir kaup á Tækninámi Fræðslufyrirtækið Akademias hefur fest kaup á Tækninámi, sem sérhæfir sig í fjarnámi í tækninám. 21. júlí 2022 12:01 Akademias kaupir helmingshlut í Hoobla Fræðslufyrirtækið Akademias hefur keypt helmingshlut í Hoobla sérfræðingaklasanum. 8. júní 2022 11:39 Embla og GPT-4 í eina sæng Notendur raddaðstoðarsmáforritsins Emblu frá Miðeind er nú boðið að spjalla ókeypis við nýjustu útgáfu gervigreindarinnar frá OpenAI, Chat GPT-4. Viðskiptaþróunarstjóri Miðeindar segir að um sé að ræða einu íslensku vöruna sem er tengd þessu nýja gervigreindarlíkani. 21. apríl 2023 12:26 Störf munu þurrkast út með tilkomu gervigreindar Tækninni fleygir fram á ógnarhraða og gervigreind er ekki lengur bara eitthvað sem við lesum um í vísindaskáldsögum heldur er gervigreind nú þegar orðin partur af lífi margra. 29. mars 2023 11:31 Mest lesið Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Innlent Gylfi Ægisson er látinn Innlent Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Vínsalar látnir klára vakt eftir andlát í versluninni Innlent „Ef þú móðgaðist, þykir mér það leitt“ Innlent Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Innlent Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Innlent Hundruð kvenna einmana: „Er skrýtið að eiga engar vinkonur?“ Innlent Höfða mál vegna fullyrðinga um að forsetafrúin sé karlmaður Erlent „Hvað næst? Sparka í okkur? Berja okkur? Stinga einhverju í okkur?“ Innlent Fleiri fréttir Aron Can heill á húfi „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Launaði neitun á gistingu með löðrungi Óvinsældir eftir þinglok og meint leyndarmál frönsku forsetahjónanna Innan við þriðjungur andvígur olíuleit Ætlar fyrir Mannréttindadómstólinn og segir fréttaflutning villandi Gasútstreymi minnkandi en gosmóðu enn spáð Vínsalar látnir klára vakt eftir andlát í versluninni Annar stór skartgripaþjófnaður í miðborginni „Ef þú móðgaðist, þykir mér það leitt“ Spellvirkinn líka grunaður um líkamsárás og mansal Staða Sjálfstæðisflokksins versnar eftir þinglok Hóteleigendur vilja byggja á verndarsvæði og ábúendur ekki sáttir Sjálfstæðisflokkur sjaldan mælst minni Þurfti að hætta sundi af öryggisástæðum Gylfi Ægisson er látinn Hundruð kvenna einmana: „Er skrýtið að eiga engar vinkonur?“ Ekið á ökumann rafmagnshlaupahjóls og gámur á hliðina Gosmóða mælist í morgunsárið en ætti að minnka með deginum Viðbragðsaðilar kallaðir út vegna elds í sanddæluskipi á Ísafirði Kári um njósnatalið: „Óvarlegt af mér og býsna óheiðarlegt“ Handtekinn í Laugardal grunaður um mansal „Held að sjávarútvegurinn hafi misst samtalið við þjóðina“ 250 þúsund gestir skemmtiferðaskipa á Akureyri í sumar „Hvað næst? Sparka í okkur? Berja okkur? Stinga einhverju í okkur?“ Vinnur á fjórum stöðum en eigin íbúð fjarlægur draumur Sjá meira
Akademias festir kaup á Tækninámi Fræðslufyrirtækið Akademias hefur fest kaup á Tækninámi, sem sérhæfir sig í fjarnámi í tækninám. 21. júlí 2022 12:01
Akademias kaupir helmingshlut í Hoobla Fræðslufyrirtækið Akademias hefur keypt helmingshlut í Hoobla sérfræðingaklasanum. 8. júní 2022 11:39
Embla og GPT-4 í eina sæng Notendur raddaðstoðarsmáforritsins Emblu frá Miðeind er nú boðið að spjalla ókeypis við nýjustu útgáfu gervigreindarinnar frá OpenAI, Chat GPT-4. Viðskiptaþróunarstjóri Miðeindar segir að um sé að ræða einu íslensku vöruna sem er tengd þessu nýja gervigreindarlíkani. 21. apríl 2023 12:26
Störf munu þurrkast út með tilkomu gervigreindar Tækninni fleygir fram á ógnarhraða og gervigreind er ekki lengur bara eitthvað sem við lesum um í vísindaskáldsögum heldur er gervigreind nú þegar orðin partur af lífi margra. 29. mars 2023 11:31