Sólarsælan á Egilsstöðum: „Sumir reyna að koma hingað í fjarvinnu“ Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 23. júní 2023 11:15 Aðalheiður er framkvæmdastjóri Vök. sigurjón ólason Eitthvað er um að fólk alls staðar að af landinu óski eftir því að fá að vinna tímabundið í fjarvinnu á Egilsstöðum vegna sólarinnar. Þetta segir framkvæmdastjóri Vök baths sem fagnar því að aldrei hafa fleiri sótt baðstaðinn en í maí og júní. Vök er ein af perlum Egilsstaða. Staðurinn opnaði fyrir fjórum árum og nýtur mikilla vinsælda, en eftirspurn þangað hefur aldrei verið meiri. „Við erum gríðarlega ánægð með það að við höfum aldrei fengið jafn marga gesti og í byrjun júní þannig það er bara geggjað. Maí var líka heitasti maí mánuður á Austurlandi, þannig við erum heppin með þetta. Við höfum vetur og svo höfum við sól þannig þetta er svona Costa del Egilsstaðir, eins og við segjum stundum,“ segir Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir, framkvæmdastjóri Vök. Tjaldsvæðin að fyllast Eru þetta aðallega erlendir ferðamenn eða Íslendingar? „Bæði, við sjáum núna síðustu daga sérstaklega að hjólhýsin og tjaldvagnarnir eru að byrja að koma þannig við sjáum að tjaldsvæðin eru að fyllast líka sem er æðislegt og við elskum líka að Íslendingarnir elska að koma til okkar, mér finnst það mjög gaman.“ Fjarvinnan togar Hún segir mikið um að Íslendingar alls staðar að af landinu ferðist með litlum fyrirvara í helgarferð til Egilsstaða, eingöngu út af veðri. „Sumir eru að reyna að koma hingað í fjarvinnu. Til dæmis ein vinkona mín hún sagðist vilja breyta til og koma hingað í fjarvinnu og spurði hvort ég ætti ekki gistipláss, þannig hún ætlar að koma í viku en svo eru margir að koma með fjölskylduna og taka langa helgi. En erlendu ferðamennirnir, þeir koma og taka hringinn.“ Helteknir af vatninu sem Íslendingunum þykir ekkert merkilegt Jarðhitavatnið á svæðinu er vottað drykkjarhæft og fáanlegt á sérstökum tebar sem erlendum ferðamönnum þykir mjög áhugavert. „Fólk fær sér eftir á 75 gráðu heitt vatn sem kemur beint frá Urriðavatni. Þeim finnst þetta mjög áhugavert en Íslendingunum finnst ekkert varið í þetta.“ Múlaþing Sólin Veður Tengdar fréttir Mikið betra en á Tene Sólin leikur við íbúa Austfjarða þessar vikurnar. Svo mikið raunar að fréttamaður, sem mætti í úlpunni í vinnuna í síðustu viku í Reykjavík, skellti sér austur til að fanga sumarstemninguna í öllu sínu veldi. 15. júní 2023 21:07 Mest lesið Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Innlent Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Innlent Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Erlent Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Erlent Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Erlent Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Erlent Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Innlent Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra Innlent Tugir þúsunda kveðja páfann fyrir útförina Erlent Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Innlent Fleiri fréttir Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra „Fúsi, aldur og fyrri störf” á Sólheimum um helgina Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Ósáttur Bandaríkjaforseti og sumarsól Vasaþjófur handtekinn í miðborginni Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Ármann Leifsson nýr forseti Röskvu Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Svara ákalli foreldra Fjölbreytt dagskrá á vorhátíð í Árborg Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Miður að hópnauðganir séu nýttar til að kynda undir útlendingahatur Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Kastaði eggjum í bíl Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sjá meira
Vök er ein af perlum Egilsstaða. Staðurinn opnaði fyrir fjórum árum og nýtur mikilla vinsælda, en eftirspurn þangað hefur aldrei verið meiri. „Við erum gríðarlega ánægð með það að við höfum aldrei fengið jafn marga gesti og í byrjun júní þannig það er bara geggjað. Maí var líka heitasti maí mánuður á Austurlandi, þannig við erum heppin með þetta. Við höfum vetur og svo höfum við sól þannig þetta er svona Costa del Egilsstaðir, eins og við segjum stundum,“ segir Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir, framkvæmdastjóri Vök. Tjaldsvæðin að fyllast Eru þetta aðallega erlendir ferðamenn eða Íslendingar? „Bæði, við sjáum núna síðustu daga sérstaklega að hjólhýsin og tjaldvagnarnir eru að byrja að koma þannig við sjáum að tjaldsvæðin eru að fyllast líka sem er æðislegt og við elskum líka að Íslendingarnir elska að koma til okkar, mér finnst það mjög gaman.“ Fjarvinnan togar Hún segir mikið um að Íslendingar alls staðar að af landinu ferðist með litlum fyrirvara í helgarferð til Egilsstaða, eingöngu út af veðri. „Sumir eru að reyna að koma hingað í fjarvinnu. Til dæmis ein vinkona mín hún sagðist vilja breyta til og koma hingað í fjarvinnu og spurði hvort ég ætti ekki gistipláss, þannig hún ætlar að koma í viku en svo eru margir að koma með fjölskylduna og taka langa helgi. En erlendu ferðamennirnir, þeir koma og taka hringinn.“ Helteknir af vatninu sem Íslendingunum þykir ekkert merkilegt Jarðhitavatnið á svæðinu er vottað drykkjarhæft og fáanlegt á sérstökum tebar sem erlendum ferðamönnum þykir mjög áhugavert. „Fólk fær sér eftir á 75 gráðu heitt vatn sem kemur beint frá Urriðavatni. Þeim finnst þetta mjög áhugavert en Íslendingunum finnst ekkert varið í þetta.“
Múlaþing Sólin Veður Tengdar fréttir Mikið betra en á Tene Sólin leikur við íbúa Austfjarða þessar vikurnar. Svo mikið raunar að fréttamaður, sem mætti í úlpunni í vinnuna í síðustu viku í Reykjavík, skellti sér austur til að fanga sumarstemninguna í öllu sínu veldi. 15. júní 2023 21:07 Mest lesið Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Innlent Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Innlent Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Erlent Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Erlent Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Erlent Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Erlent Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Innlent Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra Innlent Tugir þúsunda kveðja páfann fyrir útförina Erlent Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Innlent Fleiri fréttir Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra „Fúsi, aldur og fyrri störf” á Sólheimum um helgina Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Ósáttur Bandaríkjaforseti og sumarsól Vasaþjófur handtekinn í miðborginni Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Ármann Leifsson nýr forseti Röskvu Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Svara ákalli foreldra Fjölbreytt dagskrá á vorhátíð í Árborg Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Miður að hópnauðganir séu nýttar til að kynda undir útlendingahatur Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Kastaði eggjum í bíl Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sjá meira
Mikið betra en á Tene Sólin leikur við íbúa Austfjarða þessar vikurnar. Svo mikið raunar að fréttamaður, sem mætti í úlpunni í vinnuna í síðustu viku í Reykjavík, skellti sér austur til að fanga sumarstemninguna í öllu sínu veldi. 15. júní 2023 21:07