Fótbolti

Að­eins fjöru­tíu prósent sem taka þátt á HM telja sig spila fót­bolta að at­vinnu

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Bandaríkin eru ríkjandi heimsmeistari.
Bandaríkin eru ríkjandi heimsmeistari. Naomi Baker/Getty Images

Heimsmeistaramót kvenna í knattspyrnu fer fram í sumar. Aðeins 40 prósent keppenda lítur á sig sem atvinnumann og þá spiluðu 29 prósent frítt í undankeppninni. Þetta kemur fram í skýrslu sem leikmannasamtökin FIFPro en samtökin gera sitt besta til að vernda hagsmuni knattspyrnufólks.

Skýrsla FIFPro er byggð á svörum við könnun sem send var á 69 aðildarríki FIFA í fimm heimsálfum. Alls svöruðu 362 leikmenn könnunni.

Leikmenn vilja sjá mikið bætta æfinga- og læknisaðstöðu sem og launagreiðslur fyrir að taka þátt í leikjum í undankeppninni þar sem tvær af hverjum þremur sögðust hafa þurft að taka ólaunað frí frá vinnu til að keppa fyrir þjóð sína.

Skortur á æfingaaðstöðu var líka nefndur en 26 prósent sögðust ekki hafa haft aðgang að líkamsrækt og einnig kvörtuðu leikmenn yfir að þurfa að ferðast með lággjaldaflugfélögum.

HM kvenna í knattspyrnu hefst þann 20. júlí næstkomandi en mótið fer fram í Ástralíu og á Nýja-Sjálandi að þessu sinni. Úrslitaleikurinn fer fram mánuði síðar, 20. ágúst. Alls taka 32 þjóðir þátt í mótinu.

The Athletic tók saman og greindi frá.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×