Menningareyja á Melunum Þóra Einarsdóttir skrifar 21. júní 2023 21:31 Endrum og sinnum raðast tilviljanir og tíðarandi saman á þann veg að tækifæri til umbóta skapast. Það gerist sennilega ekki oft að finna þarf nýtt hlutverk fyrir nærri þúsund sæta sérhannaða byggingu fyrir listflutning miðsvæðis í höfuðborginni. Nú er sú staða komin upp að sér fyrir endann á bíórekstri í Háskólabíói. Ekkert hefur enn verið gefið upp opinberlega um hugsanlegt framtíðarhlutverk hússins en ólíklegt þykir að bíórekstur einkaaðila muni fjármagna rekstur hússins í framtíðinni. Saga Háskólabíós er merkileg og samofin menningar- og þjóðlífi Íslendinga síðustu rúm 60 árin. Byggingin sjálf er ekki síður þýðingarmikil í hugum landsmanna; eitt af kennileitum borgarinnar þar sem haldast í hendur á látlausan hátt tímalaus hönnun og notagildi. Háskólabíói hæfir verðugt hlutverk. Í ljósi áherslu samtímans á endurnýtingu, sjálfbærni og tenginu við sögu og menningu þjóðarinnar liggur beint við að nýta þá möguleika sem byggingin býður uppá til að leysa hluta þess vanda sem sviðslistir í landinu standa frammi fyrir. Vel mætti hugsa sér að Háskólabíó gæti nýst nýrri þjóðaróperu, Íslenska dansflokknum, Þjóðleikhúsinu og hugsanlega sjálfstæðum listhópum. Slík tilhögun krefst um leið nýrrar stefnumótunar í menningarmálum með áherslu á samstarf og samvirkni listgreina ásamt aukinni straumlínulögun á opinberum stuðningi við sviðslistir á Íslandi. Kvikmyndasýningar og tónleikahald ættu eftir sem áður fullt erindi í húsið sem hefur þjónað þeim listformum svo vel frá upphafi. Augljóslega skiptir hér miklu afstaða Háskóla Íslands til slíkra hugmynda. Í því sambandi má nefna að samþætting lista og menntunar er eitt af áhersluatriðum stjórnvalda til að mæta helstu úrlausnarefnum samtímans. Þegar horft er yfir sviðið koma í ljós ýmsar útgáfur og samsetningar á samstarfi opinberra menningar- og menntastofnana. Hér má t.d. nefna að á Grikklandi hannaði arkitektinn Renzo Piano menningarmiðstöð sem geymir Þjóðarbókasafnið, Þjóðaróperuna og lítið leikhús. Sömuleiðis eru Barbican Center í London og Gasteig í München ágæt dæmi um menningarmiðstöðvar þar sem ólíkar listgreinar eru settar við hlið fræðslu og símenntunar, bókasafna og listaháskóla og rík áhersla lögð á tengingu við samfélagið í heild. Á þann veg gæti návígið við Endurmenntun HÍ og Þjóðarbókhlöðuna skapað spennandi samstarfsfleti við sviðlistamiðstöð í Háskólabíói. Þarna er einnig Stofnun Vigdísar Finnbogadóttur með áherslu á tungumál og augljósa tengingu við annað helsta hugðarefni Vigdísar, leikhúsið. Það sama má segja um Eddu - Hús íslenskra fræða þar sem unnið er að hagnýtum og fræðilegum rannsóknum á íslensku máli, bókmenntum sögu og menningu. Leikhús, ópera og dans eru lifandi rannsóknarvettvangur. Dæmi eru um að afrakstur þverfaglegra rannsókna sé settur fram í sviðslistaverkum. Listirnar eru leið til að kanna og rýna heiminn og samfélagið. Nýstárleg samsetning og samvinna ólíkra skipulagsheilda getur verið til þess fallin að leiða í ljós nýjar lausnir og virkjað sköpunkraft listanna í þágu þekkingar og menningararfs. Með bættu aðgengi og tengingum á milli menningar- og menntastofnana sem nú standa umkringdar bílastæðum vestan Suðurgötu gæti myndast sannkölluð menningareyja á Melunum og Háskólabíó fengi verðugt nýtt hlutverk sem heimili sviðslista. Það er von mín að þessi grein verði kveikjan að frekari umræðum um framtíð Háskólabíós. Höfundur er óperusöngkona og sviðsforseti kvikmyndalistar, tónlistar og sviðslista við Listaháskóla Íslands Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Menning Bíó og sjónvarp Leikhús Reykjavík Mest lesið Má berja blaðamenn? Sigríður Dögg Auðunsdóttir Skoðun Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir Skoðun Hagur hluthafanna alltaf og undantekningarlaust í forgangi Jón Kaldal Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir Skoðun Að flokka hver vinnur og hver tapar Tryggvi Rúnar Brynjarsson Skoðun Samfélagið innan samfélagsins Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Vonir um vopnahlé eins og hálmstrá Sveinn Rúnar Hauksson Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun Hvers vegna hatar SFS smábáta? Svarið tengist veiðigjöldum Kjartan Páll Sveinsson Skoðun „Oft er flagð undir fögru skinni“ Guðmunda G. Guðmundsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Að flokka hver vinnur og hver tapar Tryggvi Rúnar Brynjarsson skrifar Skoðun Hagur hluthafanna alltaf og undantekningarlaust í forgangi Jón Kaldal skrifar Skoðun Má berja blaðamenn? Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar Skoðun Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Vonir um vopnahlé eins og hálmstrá Sveinn Rúnar Hauksson skrifar Skoðun Samfélagið innan samfélagsins Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Til hamingju Íslendingar með nýja Óperu Andri Björn Róbertsson skrifar Skoðun Hvers vegna hatar SFS smábáta? Svarið tengist veiðigjöldum Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun „Oft er flagð undir fögru skinni“ Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir skrifar Skoðun Fjögurra daga vinnuvika – nýr veruleiki? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ráðherra gengur fram án laga Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hagkvæmur kostur utan friðlands Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gagnsæi og inntak Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Sumargjöf Þórunn Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hannað fyrir miklu stærri markaði Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grafarvogur framtíðar verður til Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Málþófið um veiðigjöldin vekur miskunnsama Samverja Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Menntastefna 2030 Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ágætu fyrrum samstarfsaðilar á Þjóðminjasafni Íslands Uggi Jónsson skrifar Skoðun Ferðamannaþorpin - Náttúruvá Þóra B. Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson skrifar Skoðun Laxaharmleikur Jóhannes Sturlaugsson skrifar Skoðun Lýðræðið í skötulíki! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir skrifar Skoðun Til varnar jafnlaunavottun Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Barnaræninginn Pútín Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Um þjóð og ríki Gauti Kristmannsson skrifar Sjá meira
Endrum og sinnum raðast tilviljanir og tíðarandi saman á þann veg að tækifæri til umbóta skapast. Það gerist sennilega ekki oft að finna þarf nýtt hlutverk fyrir nærri þúsund sæta sérhannaða byggingu fyrir listflutning miðsvæðis í höfuðborginni. Nú er sú staða komin upp að sér fyrir endann á bíórekstri í Háskólabíói. Ekkert hefur enn verið gefið upp opinberlega um hugsanlegt framtíðarhlutverk hússins en ólíklegt þykir að bíórekstur einkaaðila muni fjármagna rekstur hússins í framtíðinni. Saga Háskólabíós er merkileg og samofin menningar- og þjóðlífi Íslendinga síðustu rúm 60 árin. Byggingin sjálf er ekki síður þýðingarmikil í hugum landsmanna; eitt af kennileitum borgarinnar þar sem haldast í hendur á látlausan hátt tímalaus hönnun og notagildi. Háskólabíói hæfir verðugt hlutverk. Í ljósi áherslu samtímans á endurnýtingu, sjálfbærni og tenginu við sögu og menningu þjóðarinnar liggur beint við að nýta þá möguleika sem byggingin býður uppá til að leysa hluta þess vanda sem sviðslistir í landinu standa frammi fyrir. Vel mætti hugsa sér að Háskólabíó gæti nýst nýrri þjóðaróperu, Íslenska dansflokknum, Þjóðleikhúsinu og hugsanlega sjálfstæðum listhópum. Slík tilhögun krefst um leið nýrrar stefnumótunar í menningarmálum með áherslu á samstarf og samvirkni listgreina ásamt aukinni straumlínulögun á opinberum stuðningi við sviðslistir á Íslandi. Kvikmyndasýningar og tónleikahald ættu eftir sem áður fullt erindi í húsið sem hefur þjónað þeim listformum svo vel frá upphafi. Augljóslega skiptir hér miklu afstaða Háskóla Íslands til slíkra hugmynda. Í því sambandi má nefna að samþætting lista og menntunar er eitt af áhersluatriðum stjórnvalda til að mæta helstu úrlausnarefnum samtímans. Þegar horft er yfir sviðið koma í ljós ýmsar útgáfur og samsetningar á samstarfi opinberra menningar- og menntastofnana. Hér má t.d. nefna að á Grikklandi hannaði arkitektinn Renzo Piano menningarmiðstöð sem geymir Þjóðarbókasafnið, Þjóðaróperuna og lítið leikhús. Sömuleiðis eru Barbican Center í London og Gasteig í München ágæt dæmi um menningarmiðstöðvar þar sem ólíkar listgreinar eru settar við hlið fræðslu og símenntunar, bókasafna og listaháskóla og rík áhersla lögð á tengingu við samfélagið í heild. Á þann veg gæti návígið við Endurmenntun HÍ og Þjóðarbókhlöðuna skapað spennandi samstarfsfleti við sviðlistamiðstöð í Háskólabíói. Þarna er einnig Stofnun Vigdísar Finnbogadóttur með áherslu á tungumál og augljósa tengingu við annað helsta hugðarefni Vigdísar, leikhúsið. Það sama má segja um Eddu - Hús íslenskra fræða þar sem unnið er að hagnýtum og fræðilegum rannsóknum á íslensku máli, bókmenntum sögu og menningu. Leikhús, ópera og dans eru lifandi rannsóknarvettvangur. Dæmi eru um að afrakstur þverfaglegra rannsókna sé settur fram í sviðslistaverkum. Listirnar eru leið til að kanna og rýna heiminn og samfélagið. Nýstárleg samsetning og samvinna ólíkra skipulagsheilda getur verið til þess fallin að leiða í ljós nýjar lausnir og virkjað sköpunkraft listanna í þágu þekkingar og menningararfs. Með bættu aðgengi og tengingum á milli menningar- og menntastofnana sem nú standa umkringdar bílastæðum vestan Suðurgötu gæti myndast sannkölluð menningareyja á Melunum og Háskólabíó fengi verðugt nýtt hlutverk sem heimili sviðslista. Það er von mín að þessi grein verði kveikjan að frekari umræðum um framtíð Háskólabíós. Höfundur er óperusöngkona og sviðsforseti kvikmyndalistar, tónlistar og sviðslista við Listaháskóla Íslands
Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir Skoðun
Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun
Skoðun Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson skrifar
Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson skrifar
Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir skrifar
Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir skrifar
Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir Skoðun
Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun