Samskipti starfsmannanna gefi kolranga mynd af starfi borgarinnar Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 22. júní 2023 06:45 Dóra Björt Guðjónsdóttir, oddviti Pírata í Reykjavík, vísar því á bug að lýðræðisvettvangar borgarinnar séu upp á punt. Vísir/Ragnar Oddviti Pírata í borgarstjórn segir af og frá að lýðræðis-og samráðsvettvangar Reykjavíkur séu upp á punt, líkt og aðstoðarmaður ráðherra hefur spurt sig að opinberlega í kjölfar fréttaflutnings af umdeildum samskiptum starfsmanna borgarinnar á fundi með íbúum. Samskiptin verða til umfjöllunar í borgarráði í dag en Dóra segir þau gefa kolranga mynd af starfi borgarinnar. „Ég fór fyrir gerð lýðræðisstefnu borgarinnar enda samráð og lýðræði okkur Pírötum hjartans mál. Það er af og frá að lýðræðisvettvangar borgarinnar séu upp á punt,“ segir Dóra Björt Guðjónsdóttir, oddviti Pírata, í samtali við Vísi. Fréttastofa bar skrif Steinars Inga Kolbeins, aðstoðarmann Guðlaugs Þórs Þórðarsonar umhverfisráðherra, í aðsendri grein á Vísi undir Dóru. Þar gerir hann umdeild samskipti starfsmanna Reykjavíkurborgar á Facebook Messenger á meðan fundi stóð með íbúaráði Laugardals, að umfjöllunarefni. Á fundinum hrósuðu verkefnastjórar borgarinnar happi yfir því að hafa komið sér undan spurningum um dagvistunarvanda á leikskólum. Anna Kristinsdóttir, mannréttindastjóri Reykjavíkurborgar, segir í skriflegu svari til Vísis að mál starfsmannanna og samskipti þeirra verði tekin fyrir á fundi borgarráðs í dag. Steinar Ingi veltir því upp hvort að samskiptin væru til vitnis um það að lýðræðisvettvangar á vegum Reykjavíkurborgar væru einfaldlega upp á punt. „Ég treysti því að þetta mál verði tekið fyrir í borgarstjórn og kannað verði hvort kerfið handstýri í raun samráðinu og íbúa”lýðræðinu” með jafn hörðum höndum og raunin var á þessum fundi,“ skrifar Steinar Ingi meðal annars og segir hann að útvarsgreiðendur í borginni hljóti að velta fyrir sér hvort fjármunum sé vel varið í alla þessa samráðsvettvanga, íbúaráð og nefndir. Svarið sé að veita meiri upplýsingar Dóra Björt segir leitt þegar upp komi mál sem gefi að hennar sögn kolranga mynd af því metnaðarfulla starfi sem unnið sé þegar kemur að lýðræði og samtali við íbúa borgarinnar. „Þá held ég að svarið sé að veita meiri upplýsingar til að gefa raunsanna mynd af stöðunni. Íbúar hafa heilmikil áhrif í gegnum lýðræðisverkefni borgarinnar, og bara meiri og meiri með ári hverju.“ Hún segir borgarstjórnarmeirihlutann alltaf leita leiða til þess að auka aðkomu íbúa að ákvörðunum og segir hún að styrking íbúaráða hafi svo sannarlega skilað sér í bættri þjónustu við íbúa. „Það eru fjölmörg dæmi um umfangsmiklar breytingar og hugmyndir sem íbúar hafa komið til leiða í gegnum lýðræðisvettvanga borgarinnar eins og íbúaráðin, Hverfið mitt og samráðsnefndirnar. Við erum að tala um stórar og miklar skipulagsákvarðanir sem hefur ítrekað verið farið í, hætt við eða breytt fyrir tilstuðlan þessara vettvanga og samtals við íbúa.“ Hún bætir því við að íbúaráðin hafi auk þess mikla aðkomu að viðhalds-, fjárfestinga- og umferðaröryggisáætlun borgarinnar. Hverfið mitt hafi eitt og sér komið til framkvæmda um 900 nýjum verkefnum fyrir fleiri milljarða. „Sem eru frá A til Ö hugarfóstur íbúa. Hverfið mitt ber sannarlega með sér mörg skemmtileg og krúttleg verkefni sem eru til þess fallin að bæta lífsgæði íbúa en aðrir vettvangar eins og íbúaráðin, ábendingagáttin og samráðsnefndirnar taka fyrir alla starfsemi borgarinnar og hafa heilmikil áhrif á starfsemina.“ Stjórnsýsla Reykjavík Borgarstjórn Mest lesið Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Innlent „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Hringdi út um allt en samt komust ekki allir í tæka tíð Innlent Þykir leiðinlegt hvernig fundurinn fór Erlent Kynntu hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar Innlent Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Innlent Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Erlent Gera ráð fyrir sparnaði upp á meira en 70 milljarða Innlent Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Innlent Fleiri fréttir Vilja nýjan flugvöll á Ísafirði „Þetta eru auðvitað náttúruhamfarir“ Verðlaunabændur vilja norskar kýr til landsins Afnemur handhafalaun vegna forsetavalds Alvotech fær ekki að byggja leikskóla Hringdi út um allt en samt komust ekki allir í tæka tíð Viðbrögð við hagræðingartillögum og stofnun varnarmálanefndar Verksamningur undirritaður um þriðja áfanga Dynjandisheiðar Fimmtíu og fjórir sækja um stöðu þingmanns hjá borginni Helga Rósa nýr formaður Fíh Gera ráð fyrir sparnaði upp á meira en 70 milljarða Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Ætlar að flýta öryggis- og varnarmálastefnu og stofna nýja nefnd Sýna á spilin með 25 liða aðgerðaáætlun Ætlar að tryggja flug til Ísafjarðar Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Bryggjunni í Vogum lokað vegna skemmda Kennarar samþykkja kjarasamning Með fimmtán kíló af grasi í töskunni Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Sjálfstæðisflokkurinn hafi aldrei verið í verri stöðu Kynntu hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Þung færð fyrir vestan og víðar Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Sjá meira
„Ég fór fyrir gerð lýðræðisstefnu borgarinnar enda samráð og lýðræði okkur Pírötum hjartans mál. Það er af og frá að lýðræðisvettvangar borgarinnar séu upp á punt,“ segir Dóra Björt Guðjónsdóttir, oddviti Pírata, í samtali við Vísi. Fréttastofa bar skrif Steinars Inga Kolbeins, aðstoðarmann Guðlaugs Þórs Þórðarsonar umhverfisráðherra, í aðsendri grein á Vísi undir Dóru. Þar gerir hann umdeild samskipti starfsmanna Reykjavíkurborgar á Facebook Messenger á meðan fundi stóð með íbúaráði Laugardals, að umfjöllunarefni. Á fundinum hrósuðu verkefnastjórar borgarinnar happi yfir því að hafa komið sér undan spurningum um dagvistunarvanda á leikskólum. Anna Kristinsdóttir, mannréttindastjóri Reykjavíkurborgar, segir í skriflegu svari til Vísis að mál starfsmannanna og samskipti þeirra verði tekin fyrir á fundi borgarráðs í dag. Steinar Ingi veltir því upp hvort að samskiptin væru til vitnis um það að lýðræðisvettvangar á vegum Reykjavíkurborgar væru einfaldlega upp á punt. „Ég treysti því að þetta mál verði tekið fyrir í borgarstjórn og kannað verði hvort kerfið handstýri í raun samráðinu og íbúa”lýðræðinu” með jafn hörðum höndum og raunin var á þessum fundi,“ skrifar Steinar Ingi meðal annars og segir hann að útvarsgreiðendur í borginni hljóti að velta fyrir sér hvort fjármunum sé vel varið í alla þessa samráðsvettvanga, íbúaráð og nefndir. Svarið sé að veita meiri upplýsingar Dóra Björt segir leitt þegar upp komi mál sem gefi að hennar sögn kolranga mynd af því metnaðarfulla starfi sem unnið sé þegar kemur að lýðræði og samtali við íbúa borgarinnar. „Þá held ég að svarið sé að veita meiri upplýsingar til að gefa raunsanna mynd af stöðunni. Íbúar hafa heilmikil áhrif í gegnum lýðræðisverkefni borgarinnar, og bara meiri og meiri með ári hverju.“ Hún segir borgarstjórnarmeirihlutann alltaf leita leiða til þess að auka aðkomu íbúa að ákvörðunum og segir hún að styrking íbúaráða hafi svo sannarlega skilað sér í bættri þjónustu við íbúa. „Það eru fjölmörg dæmi um umfangsmiklar breytingar og hugmyndir sem íbúar hafa komið til leiða í gegnum lýðræðisvettvanga borgarinnar eins og íbúaráðin, Hverfið mitt og samráðsnefndirnar. Við erum að tala um stórar og miklar skipulagsákvarðanir sem hefur ítrekað verið farið í, hætt við eða breytt fyrir tilstuðlan þessara vettvanga og samtals við íbúa.“ Hún bætir því við að íbúaráðin hafi auk þess mikla aðkomu að viðhalds-, fjárfestinga- og umferðaröryggisáætlun borgarinnar. Hverfið mitt hafi eitt og sér komið til framkvæmda um 900 nýjum verkefnum fyrir fleiri milljarða. „Sem eru frá A til Ö hugarfóstur íbúa. Hverfið mitt ber sannarlega með sér mörg skemmtileg og krúttleg verkefni sem eru til þess fallin að bæta lífsgæði íbúa en aðrir vettvangar eins og íbúaráðin, ábendingagáttin og samráðsnefndirnar taka fyrir alla starfsemi borgarinnar og hafa heilmikil áhrif á starfsemina.“
Stjórnsýsla Reykjavík Borgarstjórn Mest lesið Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Innlent „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Hringdi út um allt en samt komust ekki allir í tæka tíð Innlent Þykir leiðinlegt hvernig fundurinn fór Erlent Kynntu hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar Innlent Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Innlent Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Erlent Gera ráð fyrir sparnaði upp á meira en 70 milljarða Innlent Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Innlent Fleiri fréttir Vilja nýjan flugvöll á Ísafirði „Þetta eru auðvitað náttúruhamfarir“ Verðlaunabændur vilja norskar kýr til landsins Afnemur handhafalaun vegna forsetavalds Alvotech fær ekki að byggja leikskóla Hringdi út um allt en samt komust ekki allir í tæka tíð Viðbrögð við hagræðingartillögum og stofnun varnarmálanefndar Verksamningur undirritaður um þriðja áfanga Dynjandisheiðar Fimmtíu og fjórir sækja um stöðu þingmanns hjá borginni Helga Rósa nýr formaður Fíh Gera ráð fyrir sparnaði upp á meira en 70 milljarða Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Ætlar að flýta öryggis- og varnarmálastefnu og stofna nýja nefnd Sýna á spilin með 25 liða aðgerðaáætlun Ætlar að tryggja flug til Ísafjarðar Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Bryggjunni í Vogum lokað vegna skemmda Kennarar samþykkja kjarasamning Með fimmtán kíló af grasi í töskunni Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Sjálfstæðisflokkurinn hafi aldrei verið í verri stöðu Kynntu hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Þung færð fyrir vestan og víðar Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Sjá meira