Samskipti starfsmannanna gefi kolranga mynd af starfi borgarinnar Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 22. júní 2023 06:45 Dóra Björt Guðjónsdóttir, oddviti Pírata í Reykjavík, vísar því á bug að lýðræðisvettvangar borgarinnar séu upp á punt. Vísir/Ragnar Oddviti Pírata í borgarstjórn segir af og frá að lýðræðis-og samráðsvettvangar Reykjavíkur séu upp á punt, líkt og aðstoðarmaður ráðherra hefur spurt sig að opinberlega í kjölfar fréttaflutnings af umdeildum samskiptum starfsmanna borgarinnar á fundi með íbúum. Samskiptin verða til umfjöllunar í borgarráði í dag en Dóra segir þau gefa kolranga mynd af starfi borgarinnar. „Ég fór fyrir gerð lýðræðisstefnu borgarinnar enda samráð og lýðræði okkur Pírötum hjartans mál. Það er af og frá að lýðræðisvettvangar borgarinnar séu upp á punt,“ segir Dóra Björt Guðjónsdóttir, oddviti Pírata, í samtali við Vísi. Fréttastofa bar skrif Steinars Inga Kolbeins, aðstoðarmann Guðlaugs Þórs Þórðarsonar umhverfisráðherra, í aðsendri grein á Vísi undir Dóru. Þar gerir hann umdeild samskipti starfsmanna Reykjavíkurborgar á Facebook Messenger á meðan fundi stóð með íbúaráði Laugardals, að umfjöllunarefni. Á fundinum hrósuðu verkefnastjórar borgarinnar happi yfir því að hafa komið sér undan spurningum um dagvistunarvanda á leikskólum. Anna Kristinsdóttir, mannréttindastjóri Reykjavíkurborgar, segir í skriflegu svari til Vísis að mál starfsmannanna og samskipti þeirra verði tekin fyrir á fundi borgarráðs í dag. Steinar Ingi veltir því upp hvort að samskiptin væru til vitnis um það að lýðræðisvettvangar á vegum Reykjavíkurborgar væru einfaldlega upp á punt. „Ég treysti því að þetta mál verði tekið fyrir í borgarstjórn og kannað verði hvort kerfið handstýri í raun samráðinu og íbúa”lýðræðinu” með jafn hörðum höndum og raunin var á þessum fundi,“ skrifar Steinar Ingi meðal annars og segir hann að útvarsgreiðendur í borginni hljóti að velta fyrir sér hvort fjármunum sé vel varið í alla þessa samráðsvettvanga, íbúaráð og nefndir. Svarið sé að veita meiri upplýsingar Dóra Björt segir leitt þegar upp komi mál sem gefi að hennar sögn kolranga mynd af því metnaðarfulla starfi sem unnið sé þegar kemur að lýðræði og samtali við íbúa borgarinnar. „Þá held ég að svarið sé að veita meiri upplýsingar til að gefa raunsanna mynd af stöðunni. Íbúar hafa heilmikil áhrif í gegnum lýðræðisverkefni borgarinnar, og bara meiri og meiri með ári hverju.“ Hún segir borgarstjórnarmeirihlutann alltaf leita leiða til þess að auka aðkomu íbúa að ákvörðunum og segir hún að styrking íbúaráða hafi svo sannarlega skilað sér í bættri þjónustu við íbúa. „Það eru fjölmörg dæmi um umfangsmiklar breytingar og hugmyndir sem íbúar hafa komið til leiða í gegnum lýðræðisvettvanga borgarinnar eins og íbúaráðin, Hverfið mitt og samráðsnefndirnar. Við erum að tala um stórar og miklar skipulagsákvarðanir sem hefur ítrekað verið farið í, hætt við eða breytt fyrir tilstuðlan þessara vettvanga og samtals við íbúa.“ Hún bætir því við að íbúaráðin hafi auk þess mikla aðkomu að viðhalds-, fjárfestinga- og umferðaröryggisáætlun borgarinnar. Hverfið mitt hafi eitt og sér komið til framkvæmda um 900 nýjum verkefnum fyrir fleiri milljarða. „Sem eru frá A til Ö hugarfóstur íbúa. Hverfið mitt ber sannarlega með sér mörg skemmtileg og krúttleg verkefni sem eru til þess fallin að bæta lífsgæði íbúa en aðrir vettvangar eins og íbúaráðin, ábendingagáttin og samráðsnefndirnar taka fyrir alla starfsemi borgarinnar og hafa heilmikil áhrif á starfsemina.“ Stjórnsýsla Reykjavík Borgarstjórn Mest lesið Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Innlent Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Erlent Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur Erlent Borgin beri ábyrgð sem eigandi Innlent Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Fleiri fréttir Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Sjá meira
„Ég fór fyrir gerð lýðræðisstefnu borgarinnar enda samráð og lýðræði okkur Pírötum hjartans mál. Það er af og frá að lýðræðisvettvangar borgarinnar séu upp á punt,“ segir Dóra Björt Guðjónsdóttir, oddviti Pírata, í samtali við Vísi. Fréttastofa bar skrif Steinars Inga Kolbeins, aðstoðarmann Guðlaugs Þórs Þórðarsonar umhverfisráðherra, í aðsendri grein á Vísi undir Dóru. Þar gerir hann umdeild samskipti starfsmanna Reykjavíkurborgar á Facebook Messenger á meðan fundi stóð með íbúaráði Laugardals, að umfjöllunarefni. Á fundinum hrósuðu verkefnastjórar borgarinnar happi yfir því að hafa komið sér undan spurningum um dagvistunarvanda á leikskólum. Anna Kristinsdóttir, mannréttindastjóri Reykjavíkurborgar, segir í skriflegu svari til Vísis að mál starfsmannanna og samskipti þeirra verði tekin fyrir á fundi borgarráðs í dag. Steinar Ingi veltir því upp hvort að samskiptin væru til vitnis um það að lýðræðisvettvangar á vegum Reykjavíkurborgar væru einfaldlega upp á punt. „Ég treysti því að þetta mál verði tekið fyrir í borgarstjórn og kannað verði hvort kerfið handstýri í raun samráðinu og íbúa”lýðræðinu” með jafn hörðum höndum og raunin var á þessum fundi,“ skrifar Steinar Ingi meðal annars og segir hann að útvarsgreiðendur í borginni hljóti að velta fyrir sér hvort fjármunum sé vel varið í alla þessa samráðsvettvanga, íbúaráð og nefndir. Svarið sé að veita meiri upplýsingar Dóra Björt segir leitt þegar upp komi mál sem gefi að hennar sögn kolranga mynd af því metnaðarfulla starfi sem unnið sé þegar kemur að lýðræði og samtali við íbúa borgarinnar. „Þá held ég að svarið sé að veita meiri upplýsingar til að gefa raunsanna mynd af stöðunni. Íbúar hafa heilmikil áhrif í gegnum lýðræðisverkefni borgarinnar, og bara meiri og meiri með ári hverju.“ Hún segir borgarstjórnarmeirihlutann alltaf leita leiða til þess að auka aðkomu íbúa að ákvörðunum og segir hún að styrking íbúaráða hafi svo sannarlega skilað sér í bættri þjónustu við íbúa. „Það eru fjölmörg dæmi um umfangsmiklar breytingar og hugmyndir sem íbúar hafa komið til leiða í gegnum lýðræðisvettvanga borgarinnar eins og íbúaráðin, Hverfið mitt og samráðsnefndirnar. Við erum að tala um stórar og miklar skipulagsákvarðanir sem hefur ítrekað verið farið í, hætt við eða breytt fyrir tilstuðlan þessara vettvanga og samtals við íbúa.“ Hún bætir því við að íbúaráðin hafi auk þess mikla aðkomu að viðhalds-, fjárfestinga- og umferðaröryggisáætlun borgarinnar. Hverfið mitt hafi eitt og sér komið til framkvæmda um 900 nýjum verkefnum fyrir fleiri milljarða. „Sem eru frá A til Ö hugarfóstur íbúa. Hverfið mitt ber sannarlega með sér mörg skemmtileg og krúttleg verkefni sem eru til þess fallin að bæta lífsgæði íbúa en aðrir vettvangar eins og íbúaráðin, ábendingagáttin og samráðsnefndirnar taka fyrir alla starfsemi borgarinnar og hafa heilmikil áhrif á starfsemina.“
Stjórnsýsla Reykjavík Borgarstjórn Mest lesið Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Innlent Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Erlent Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur Erlent Borgin beri ábyrgð sem eigandi Innlent Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Fleiri fréttir Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Sjá meira