Fyrstir undir 18 ára aldri til að kjósa Ólafur Björn Sverrisson skrifar 21. júní 2023 16:02 Þeir Ingólfur Vigfússon og Maríus Máni Jónsson, 17 ára og búsettir í Hornafirði, eru fyrstu kjósendur yngri en 18 ára í almennum kosningum. hornafjörður Tímamót urðu í lýðræðissögu landsins í dag á Höfn í Hornafirði þegar fyrstu kjósendurnir undir átján ára aldri tóku þátt í almennum kosningum. Það voru þeir Ingólfur Vigfússon og Maríus Máni Jónsson, sem eru báðir 17 ára og kusu um hvort aðal- og deiliskipulag, um þéttingu byggðar Innbæ á Höfn, skuli halda gildi sínu. Við breytingu á sveitarstjórnarlögum frá 2022 tók gildi ákvæði um að sveitarstjórn sé heimilt að samþykkja að 16 ára og eldri mega kjósa í íbúakosningum. Í tilkynningu sveitarfélagsins segir að ungmennaráð Hornafjarðar hafi haldið skuggakosningar frá árinu 2016 og því séu ungir kjósendur öllu vanir. „Við mættum og ætluðum að skila seðli inn á bæjarskrifstofu. Við vorum ekki búnir undir þetta en vorum spurðir hvort við ætluðum að nýta kosningaréttinn og vissum ekki mikið. Þarna kynntum við okkur einhverja pappíra og kusum um hvort það eigi byggja eða ekki. Þetta var svolítið skrýtið,“ segir Ingólfur Vigfússon, annar ungu kjósendanna í samtali við fréttastofu. Hann, ásamt Maríusi Mána, vinnur í málningarþjónustu á Vík í sumar. „Mér finnst þetta alveg skynsamlegt. Til dæmis með mig, sem mun búa hérna í framtíðinni, mig langar kannski ekkert að láta byggja þarna.“ Treystirðu jafnöldrum þínum til að kjósa og taka upplýsta ákvörðun? „Já ég myndi alveg treysta þeim, svona flestum.“ Ingólfur segist líka vel að búa á Höfn í Hornafirði og nýtur friðsældarinnar í náttúrunni. Hann stundar nú nám við Fjölbrautaskóla Austur-Skaftafellssýslu og stefnir á iðnnám í höfuðborginni að námi loknu. Sveitarfélagið Hornafjörður Sveitarstjórnarmál Mest lesið Bein útsending: Páfakjör í Páfagarði Erlent Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum Innlent Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Innlent Samþykktu Trump-samninginn einróma Erlent „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Innlent Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Innlent Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Innlent Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Erlent Þungt hugsi og í áfalli Innlent Miklum meirihluta finnst auglýsingar SFS slæmar Innlent Fleiri fréttir Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Þungt hugsi og í áfalli Telja Jón Þór hafa tryllst af afbrýðissemi Viðsnúningur eftir krappan dans Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Rúmir níu milljarðar runnið úr ríkissjóði til flokkanna Ólafur Þór undrandi og dómsmálaráðherra talar um svik við þjóðina Heilsa, vellíðan, friður, réttlæti og jöfnuður mikilvægustu markmiðin Svik við almenning, kerfið og samstarfsfólk Ein breyting á stjórn sem leggja á niður „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Miklum meirihluta finnst auglýsingar SFS slæmar Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Annar snarpur skjálfti í Ljósufjallakerfi Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum „Þetta er mál sem varðar ekki einungis kaþólsku kirkjuna“ „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ „Þetta er svona eitraður kokteill” Til skoðunar hvort hægt sé að innheimta leigu beint af tekjum Hefur áhyggjur af því að Amgen „gleypi Íslenska erfðagreiningu og spýti því út“ Efla eftirlit með áfengissölu á íþróttaleikjum Páfaspenna, drykkjulæti og umdeildur útburður „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Skora á stjórnvöld að skoða áhrifin af hærra veiðigjaldi á Vestfirði Konan í gæsluvarðhaldi í mánuð til viðbótar Sagðir hafa stolið viðkvæmum rannsóknargögnum frá lögreglu og saksóknara Bein útsending: Staða ungs fatlaðs fólks á húsnæðis- og leigumarkaði Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Ekkert sem bendi til málþófs um veiðigjöld Þeir sem gangi inn sem páfaefni gangi út sem kardinálar Sjá meira
Við breytingu á sveitarstjórnarlögum frá 2022 tók gildi ákvæði um að sveitarstjórn sé heimilt að samþykkja að 16 ára og eldri mega kjósa í íbúakosningum. Í tilkynningu sveitarfélagsins segir að ungmennaráð Hornafjarðar hafi haldið skuggakosningar frá árinu 2016 og því séu ungir kjósendur öllu vanir. „Við mættum og ætluðum að skila seðli inn á bæjarskrifstofu. Við vorum ekki búnir undir þetta en vorum spurðir hvort við ætluðum að nýta kosningaréttinn og vissum ekki mikið. Þarna kynntum við okkur einhverja pappíra og kusum um hvort það eigi byggja eða ekki. Þetta var svolítið skrýtið,“ segir Ingólfur Vigfússon, annar ungu kjósendanna í samtali við fréttastofu. Hann, ásamt Maríusi Mána, vinnur í málningarþjónustu á Vík í sumar. „Mér finnst þetta alveg skynsamlegt. Til dæmis með mig, sem mun búa hérna í framtíðinni, mig langar kannski ekkert að láta byggja þarna.“ Treystirðu jafnöldrum þínum til að kjósa og taka upplýsta ákvörðun? „Já ég myndi alveg treysta þeim, svona flestum.“ Ingólfur segist líka vel að búa á Höfn í Hornafirði og nýtur friðsældarinnar í náttúrunni. Hann stundar nú nám við Fjölbrautaskóla Austur-Skaftafellssýslu og stefnir á iðnnám í höfuðborginni að námi loknu.
Sveitarfélagið Hornafjörður Sveitarstjórnarmál Mest lesið Bein útsending: Páfakjör í Páfagarði Erlent Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum Innlent Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Innlent Samþykktu Trump-samninginn einróma Erlent „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Innlent Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Innlent Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Innlent Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Erlent Þungt hugsi og í áfalli Innlent Miklum meirihluta finnst auglýsingar SFS slæmar Innlent Fleiri fréttir Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Þungt hugsi og í áfalli Telja Jón Þór hafa tryllst af afbrýðissemi Viðsnúningur eftir krappan dans Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Rúmir níu milljarðar runnið úr ríkissjóði til flokkanna Ólafur Þór undrandi og dómsmálaráðherra talar um svik við þjóðina Heilsa, vellíðan, friður, réttlæti og jöfnuður mikilvægustu markmiðin Svik við almenning, kerfið og samstarfsfólk Ein breyting á stjórn sem leggja á niður „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Miklum meirihluta finnst auglýsingar SFS slæmar Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Annar snarpur skjálfti í Ljósufjallakerfi Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum „Þetta er mál sem varðar ekki einungis kaþólsku kirkjuna“ „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ „Þetta er svona eitraður kokteill” Til skoðunar hvort hægt sé að innheimta leigu beint af tekjum Hefur áhyggjur af því að Amgen „gleypi Íslenska erfðagreiningu og spýti því út“ Efla eftirlit með áfengissölu á íþróttaleikjum Páfaspenna, drykkjulæti og umdeildur útburður „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Skora á stjórnvöld að skoða áhrifin af hærra veiðigjaldi á Vestfirði Konan í gæsluvarðhaldi í mánuð til viðbótar Sagðir hafa stolið viðkvæmum rannsóknargögnum frá lögreglu og saksóknara Bein útsending: Staða ungs fatlaðs fólks á húsnæðis- og leigumarkaði Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Ekkert sem bendi til málþófs um veiðigjöld Þeir sem gangi inn sem páfaefni gangi út sem kardinálar Sjá meira