Miðlar í Bandaríkjunum hafa greint frá því að hljóð hafi heyrst á um hálftíma fresti eins og verið sé að berja á eitthvað og að þau hljóð hafi verið numin í að minnsta kosti fjórar klukkustundir.
Explorers Club, sem tveir farþegar kafbátsins tilheyra, segja umrædd gögn gefa von um að fólkið sé enn á lífi.
Underwater noises were detected in the area where crews are looking for the missing Titan submersible, according to the Coast Guard. Search efforts have so far been unsuccessful, with the vessel's oyxgen expected to last until Thursday morning. https://t.co/hf7C3S6LEu
— The Washington Post (@washingtonpost) June 21, 2023
Áætlað er að enn súrefnisbirgðir kafbátsins verði á þrotum eftir um það bil 30 klukkustundir en fregnir bárust af því í gær að jafnvel þótt kafbáturinn hefði ratað á yfirborðið þá væri nauðsynlegt að finna hann innan þess tímaramma, þar sem hann er innsiglaður að utan og ómögulegt að komas út án aðstoðar.
Viðbragðsaðilar segja að búið sé að leita á 26 þúsund ferkílómetra svæði úr lofti.
Fimm voru um borð í Titan þegar samband rofnaði við kafbátinn á sunnudag. Kafbáturinn var á leið að flaki farþegaskipsins Titanic, sem sökk árið 1912 og liggur um 1.450 kílómetra austur af Cape Cod í Massachusetts og 644 kílómetra suður af St. Johns á Nýfundnalandi.