Paul Watson ánægður með Svandísi Jakob Bjarnar skrifar 20. júní 2023 13:42 Paul Watson segist hafa verið þess albúinn að láta sverfa til stáls á miðunum, til að koma í veg fyrir fyrirhugaðar hvalveiðar. Nú mun ekki koma til átaka og er Watson afar ánægður með ákvörðun Svandísar Svavarsdóttur að afturkalla leyfi til hvalveiða. vísir/vilhelm/getty Paul Watson segir að hann ætli að hinkra við með skip sitt í bili á Íslandsmiðum ef ske kynni að Kristján Loftsson leggi af stað á miðin með hvalfangara sína. „Yfirlýsingin frá yfirvöldum þess efnis að bann væri lagt við hvalveiðum birtist okkur þegar við vorum að koma inn í íslenska lögsögu. Við erum mjög ánægðir með hana,“ segir Paul Watson aktívisti og skipstjóri auk Locky MacLean á skipinu John Paul De Joria. Eins og fram kom á Vísi í gær ætluðu þeir að trufla fyrirhugaðar hvalveiðar sem til stóð að hæfust á morgun. Nú verður ekkert af því. „Við erum mjög ánægðir að geta nú komist hjá átökum við Landhelgisgæsluna því við hefðum gert allt sem í okkar valdi stæði til að koma í veg fyrir veiðarnar. Jafnvel þó það kynni að þýða það að við myndum glata skipi okkar. Slík átök myndu hafa mjög neikvæð áhrif fyrir Ísland og Landhelgisgæsluna,“ segir Paul Watson og greinilega í vígahug. „Við vorum undir það búnir að þurfa að sæta handtöku og verða dæmdir til sektargreiðslna vegna afskipta okkar af ólöglegum veiðum Kristjáns Loftssonar. Réttarhöldin myndu gefa okkar tækifæri til að þrýsta enn á um að íslenska ríkisstjórnin segði komið gott með hvalveiðar.“ En nú er ljóst að ekki mun koma til þess. Ekki í bili. „Nei. Við viljum koma á framfæri sérstökum þökkum til Svandísar Svavarsdóttur matvælaráðherra. Tilkynning hennar þýðir að ekki mun koma til átaka.“ Hvalveiðar Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Engar hvalveiðar í sumar Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra hefur ákveðið að stöðva veiðar á langreyðum í sumar. Til stóð að hefja hvalveiðar á morgun en nú er ljóst að það verður ekki gert fyrr en 1. september, í fyrsta lagi. „Nú er spurningin sú hvort þessi atvinnugrein eigi sér yfir höfuð framtíð,“ segir hún. 20. júní 2023 11:53 Paul Watson segir hvalveiðar Íslendinga stjórnast af þráhyggju eins manns Paul Watson fyrrverandi leiðtogi Sea Shepard samtakanna sem sökktu tveimur hvalbátum í Reykjavíkurhöfn árið 1986 nálgast Íslandsmið til að trufla veiðar Hvals hf. í sumar. Hópur fólks úr Hvalavinum koma saman til mótmæla við hvalbátana seinni partinn í dag en nú er verið að undirbúa þá til veiða. 19. júní 2023 19:21 „Enginn hefur gagnast Kristjáni Loftssyni betur en Paul Watson“ Ýmislegt bendir til þess að skip aktívistans Pauls Watson sé á leið til Íslands. Ekki bara eru það hvalfangarar sem hafa horn í síðu hins umdeilda manns heldur umhverfisverndarsinnar einnig. 19. júní 2023 13:01 Mest lesið RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Erlent Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Innlent Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Innlent Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Erlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Sundlaugargestur handtekinn Innlent Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Innlent Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Innlent Fleiri fréttir RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það gengur ekki að við séum með starfsemi sem sniðgengur lögin hér á Íslandi“ „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Sjá meira
„Yfirlýsingin frá yfirvöldum þess efnis að bann væri lagt við hvalveiðum birtist okkur þegar við vorum að koma inn í íslenska lögsögu. Við erum mjög ánægðir með hana,“ segir Paul Watson aktívisti og skipstjóri auk Locky MacLean á skipinu John Paul De Joria. Eins og fram kom á Vísi í gær ætluðu þeir að trufla fyrirhugaðar hvalveiðar sem til stóð að hæfust á morgun. Nú verður ekkert af því. „Við erum mjög ánægðir að geta nú komist hjá átökum við Landhelgisgæsluna því við hefðum gert allt sem í okkar valdi stæði til að koma í veg fyrir veiðarnar. Jafnvel þó það kynni að þýða það að við myndum glata skipi okkar. Slík átök myndu hafa mjög neikvæð áhrif fyrir Ísland og Landhelgisgæsluna,“ segir Paul Watson og greinilega í vígahug. „Við vorum undir það búnir að þurfa að sæta handtöku og verða dæmdir til sektargreiðslna vegna afskipta okkar af ólöglegum veiðum Kristjáns Loftssonar. Réttarhöldin myndu gefa okkar tækifæri til að þrýsta enn á um að íslenska ríkisstjórnin segði komið gott með hvalveiðar.“ En nú er ljóst að ekki mun koma til þess. Ekki í bili. „Nei. Við viljum koma á framfæri sérstökum þökkum til Svandísar Svavarsdóttur matvælaráðherra. Tilkynning hennar þýðir að ekki mun koma til átaka.“
Hvalveiðar Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Engar hvalveiðar í sumar Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra hefur ákveðið að stöðva veiðar á langreyðum í sumar. Til stóð að hefja hvalveiðar á morgun en nú er ljóst að það verður ekki gert fyrr en 1. september, í fyrsta lagi. „Nú er spurningin sú hvort þessi atvinnugrein eigi sér yfir höfuð framtíð,“ segir hún. 20. júní 2023 11:53 Paul Watson segir hvalveiðar Íslendinga stjórnast af þráhyggju eins manns Paul Watson fyrrverandi leiðtogi Sea Shepard samtakanna sem sökktu tveimur hvalbátum í Reykjavíkurhöfn árið 1986 nálgast Íslandsmið til að trufla veiðar Hvals hf. í sumar. Hópur fólks úr Hvalavinum koma saman til mótmæla við hvalbátana seinni partinn í dag en nú er verið að undirbúa þá til veiða. 19. júní 2023 19:21 „Enginn hefur gagnast Kristjáni Loftssyni betur en Paul Watson“ Ýmislegt bendir til þess að skip aktívistans Pauls Watson sé á leið til Íslands. Ekki bara eru það hvalfangarar sem hafa horn í síðu hins umdeilda manns heldur umhverfisverndarsinnar einnig. 19. júní 2023 13:01 Mest lesið RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Erlent Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Innlent Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Innlent Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Erlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Sundlaugargestur handtekinn Innlent Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Innlent Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Innlent Fleiri fréttir RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það gengur ekki að við séum með starfsemi sem sniðgengur lögin hér á Íslandi“ „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Sjá meira
Engar hvalveiðar í sumar Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra hefur ákveðið að stöðva veiðar á langreyðum í sumar. Til stóð að hefja hvalveiðar á morgun en nú er ljóst að það verður ekki gert fyrr en 1. september, í fyrsta lagi. „Nú er spurningin sú hvort þessi atvinnugrein eigi sér yfir höfuð framtíð,“ segir hún. 20. júní 2023 11:53
Paul Watson segir hvalveiðar Íslendinga stjórnast af þráhyggju eins manns Paul Watson fyrrverandi leiðtogi Sea Shepard samtakanna sem sökktu tveimur hvalbátum í Reykjavíkurhöfn árið 1986 nálgast Íslandsmið til að trufla veiðar Hvals hf. í sumar. Hópur fólks úr Hvalavinum koma saman til mótmæla við hvalbátana seinni partinn í dag en nú er verið að undirbúa þá til veiða. 19. júní 2023 19:21
„Enginn hefur gagnast Kristjáni Loftssyni betur en Paul Watson“ Ýmislegt bendir til þess að skip aktívistans Pauls Watson sé á leið til Íslands. Ekki bara eru það hvalfangarar sem hafa horn í síðu hins umdeilda manns heldur umhverfisverndarsinnar einnig. 19. júní 2023 13:01