Innlent

Hádegisfréttir Bylgjunnar

Gunnar Reynir Valþórsson skrifar
Hádegisfréttir Bylgjunnar verða á sínum stað klukkan tólf. 
Hádegisfréttir Bylgjunnar verða á sínum stað klukkan tólf.  Vísir/Vilhelm

Í hádegisfréttum verður fjallað um nýja skýrslu frá OECD, Efnahags- og framfarastofnuninni, sem leggur til að virðisaukaskattur á ferðaþjónustu verði færður úr neðra þrepi í efra þrep. Forstjóri stofnunarinnar segir fjölda ferðamanna á hvern íbúa hvergi vera meiri en á Íslandi.

Einnig fjöllum við um fund hjá Húsnæðis og mannvirkjastofnun sem fram fer í hádeginu en þar mun innviðaráðherra kynna aðgerðir til að auðvelda ungum og efnaminni kaupendum að koma sér þaki yfir höfuðið. 

Þá fjöllum við áfram um slátrunaraðferðir hjá fyrirtækinu Stjörnugrís sem vakið hafa athygli og fengið gagnrýni frá samtökum um dýravelferð. 

Að auki heyrum við í Reykvíkingi ársins sem opnaði Elliðaárnar í morgun en hann kennir einmitt grunnskólakrökkum hvernig skal bera sig að við fluguveiði.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×