OECD kallar eftir auknu aðhaldi í opinberum fjármálum Árni Sæberg skrifar 20. júní 2023 11:04 Mathias Cormann er framkvæmdastjóri OECD. Mohammed Badra/EPA-EFE Ný skýrsla Efnahags- og framfarastofnunarinnar (OECD) um Ísland var birt í dag. Í henni segir að staða efnahagsmála hér á landi sé góð efnahagslegar afleiðingar heimsfaraldursins hafa að mestu gengið til baka. Fjármálastefna hafi fylgt þeim áætlunum sem lagt var upp með þegar síðasta skýrsla kom út árið 2021. Verðbólga sé þó þrálát og styrkja megi aðhald stefnunnar og styðja þannig enn betur við peningastefnu. Mathias Cormann, framkvæmdastjóri OECD, kynnti helstu niðurstöður skýrslunnar á blaðamannafundi ásamt Bjarna Benediktssyni, fjármála- og efnahagsráðherra og Guðmundi Inga Guðbrandssyni, félags- og vinnumarkaðsráðherra. Auk venjubundinnar umfjöllunar um íslensk efnahagsmál var að þessu sinni fjallað sérstaklega um efnahagslegar áskoranir og tækifæri vegna fjölgunar innflytjenda á Íslandi. Á fundinum kom fram að OECD telji mikilvægt að leggja áherslu á tvennt til að styðja við aðlögun innflytjenda, annars vegar íslenskukennslu og hins vegar húsnæðismál. Samantekt á skýrslu OECD má lesa á vef Stjórnarráðsins. Þar segir að hagkerfið sýni styrk en verðbólgan sé þrálát og því þurfi að gera eftirfarandi: Auka aðhald í opinberum fjármálum. Auka aðhald peningastefnunnar enn frekar. Afnema skattaundanþágur ferðaþjónustu og færa hana í almenna virðisaukaskattsþrepið. Afnema eða takmarka enn frekar almennar heimildir til að nýta séreignarsparnað skattfrjálst til greiðslu húsnæðislána. Taka upp þráðinn með endurmat útgjalda og byggja á reynslu tilraunaverkefnanna. Tengja eftirlaunaaldur breyttum lífslíkum. Efla heimaþjónustu og -hjúkrun. Umbótum í samkeppnisumgjörð sé fagnað en OECD hvetji til: Umbóta á vinnumarkaði með því að tengja laun og framleiðni betur. Frekari breytinga á raforkumarkaði. Sett verði upp gagnsæ raforkuheildsala Að umbætur sem gerðar voru á gjaldþrotaumgjörðinni á tímum COVID verði varanlegar. Fjárfesta í menntun, sérstaklega þar sem eftirspurn er mikil, svo sem í heilbrigðis-, verk- og raunvísindum. Cormann minntist á það á fundinum að áformum um að efla háskólamenntun í heilbrigðis-, verk- og raunvísindum væri fagnað en að betur megi gera í þeim efnum. Iðnaður leiðir í mengun Cormann fjallaði einnig um loftsslagsvána. Samkvæmt úttekt OECD eru það stóriðjan, og þá helst rekstur stóru álveranna þriggja, og jarðefnaeldsneytisbrennsla sjávarútvegarins, sem eru helstu mengunarvaldarnir hér á landi. Í skýrslunni segir að loftlagsstefnan sé metnaðarfull en losun mikil hér á landi í alþjóðlegum samanburði og því ætti að: Efla loftlagsstefnuna frekar og ná markmiðum hennar á hagkvæman og sjálfbæran hátt. Breikka stofn kolefnisskatts til allra greina sem ekki falla undir ETS-kerfið og láta þá ná til allra gróðurhúsalofttegunda. Hækka skattinn smám saman til jafns við ETS kostnað (sem er nú nærri þrefaldur á við kolefnisskatt). Lágmarka kostnaðarsamar aðgerðir og nýta kostnaðar- og ábatagreiningu til að auka hagkvæmni. Innflytjendamálin í forgrunni Sem áður segir lagði OECD sérstaka áherslu á efnahagslegar áskoranir og tækifæri vegna fjölgunar innflytjenda á Íslandi. Í skýrslunni segir að til þess að takast á við áskoranir í innflytjendamálum og hámarka ávinninginn ætti að: Halda áfram að einfalda ferla við útgáfu atvinnuleyfa fyrir erlenda sérfræðinga og hraða innleiðingu á framlengingu á dvalar- og atvinnuleyfum. Taka upp skólagjöld í íslenskum háskólum fyrir stúdenta sem koma frá löndum utan EES-svæðisins. Leggja meiri áherslu á menntun og aðgengi að félagslegu og hagkvæmu húsnæði í aðlögun innflytjenda. Efla tungumálakennslu innflytjenda, ekki síst þeirra fullorðnu, tengja hana starfsþjálfun og gera hana aðgengilegri Styrkja ferla við að meta menntun og þekkingu. Koma á fót menntabrú til að aðstoða innflytjendur að ljúka fullgildingu erlendrar menntunar. Beina húsnæðisstuðningi í meira mæli að lágtekjuheimilum og stuðla að uppbyggingu félagslegs og hagkvæms húnæðis í takt við þarfir. Setja markmið um hlutdeild innflytjenda í opinberum störfum eða nýráðningum á opinberum markaði. Samhliða þurfi að þróa matskerfi til að meta árangur slíkarar stefnu. Aðlaga aðgerðir menntastefnu 2030 fyrir nemendur með erlent móðurmál. Efla starfsnám og auka aðgengi að því. Halda nemum í starfsnámi sem eru í hættu á að falla úr námi. Skýrslu OECD má lesa í heild sinni hér. Efnahagsmál Rekstur hins opinbera Mest lesið Lögregla leitar manns Innlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Innlent Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Erlent Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Innlent Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Erlent Svona verður Sæbraut í stokki Innlent Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Innlent Netanjahú segir Starmer, Macron og Carney draga taum Hamas Erlent Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Innlent Fleiri fréttir Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Lögregla leitar manns Verði bylting að geta fylgst með námsframvindu barna í rauntíma NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Svona verður Sæbraut í stokki Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Margt sem hægt sé að læra af Svíum í baráttunni gegn mansali Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Þjónusta hjálparsímans tryggð Mannskæður eldsvoði, garður ofan á Sæbraut og sviðakjammakaka Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Grímur sjálfkjörinn í sæti Ingvars Tæp tvö þúsund ný leikskólapláss í Reykjavík á næstu fimm árum Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Blanda af „Mikka mús og íþróttaálfinum“ ógni lýðheilsu Sakar Guðrúnu um sjúklega þráhyggju Stokkur fjarlægi gjána sem skilji að Vogahverfin Hættir að taka krókinn um Háaleitisbraut og Miklubraut Vildu að skikkjan yrði rifin af öxlum Ómars Fjórtán ára piltur grunaður um að leggja hníf að hálsi annars við Hvaleyrarvatn „Þar sem vændi þrífst þar þrífst líka mansal“ Útburður manns úr Bríetartúni dreginn til baka Mjög alvarlegt tilfelli Viðbúnaður í Vesturbæ og nikótínumræður á Alþingi Guðrún segir ríkisstjórnina slá skjaldborg um Flokk fólksins Skera niður til að mæta launahækkunum Sjá meira
Mathias Cormann, framkvæmdastjóri OECD, kynnti helstu niðurstöður skýrslunnar á blaðamannafundi ásamt Bjarna Benediktssyni, fjármála- og efnahagsráðherra og Guðmundi Inga Guðbrandssyni, félags- og vinnumarkaðsráðherra. Auk venjubundinnar umfjöllunar um íslensk efnahagsmál var að þessu sinni fjallað sérstaklega um efnahagslegar áskoranir og tækifæri vegna fjölgunar innflytjenda á Íslandi. Á fundinum kom fram að OECD telji mikilvægt að leggja áherslu á tvennt til að styðja við aðlögun innflytjenda, annars vegar íslenskukennslu og hins vegar húsnæðismál. Samantekt á skýrslu OECD má lesa á vef Stjórnarráðsins. Þar segir að hagkerfið sýni styrk en verðbólgan sé þrálát og því þurfi að gera eftirfarandi: Auka aðhald í opinberum fjármálum. Auka aðhald peningastefnunnar enn frekar. Afnema skattaundanþágur ferðaþjónustu og færa hana í almenna virðisaukaskattsþrepið. Afnema eða takmarka enn frekar almennar heimildir til að nýta séreignarsparnað skattfrjálst til greiðslu húsnæðislána. Taka upp þráðinn með endurmat útgjalda og byggja á reynslu tilraunaverkefnanna. Tengja eftirlaunaaldur breyttum lífslíkum. Efla heimaþjónustu og -hjúkrun. Umbótum í samkeppnisumgjörð sé fagnað en OECD hvetji til: Umbóta á vinnumarkaði með því að tengja laun og framleiðni betur. Frekari breytinga á raforkumarkaði. Sett verði upp gagnsæ raforkuheildsala Að umbætur sem gerðar voru á gjaldþrotaumgjörðinni á tímum COVID verði varanlegar. Fjárfesta í menntun, sérstaklega þar sem eftirspurn er mikil, svo sem í heilbrigðis-, verk- og raunvísindum. Cormann minntist á það á fundinum að áformum um að efla háskólamenntun í heilbrigðis-, verk- og raunvísindum væri fagnað en að betur megi gera í þeim efnum. Iðnaður leiðir í mengun Cormann fjallaði einnig um loftsslagsvána. Samkvæmt úttekt OECD eru það stóriðjan, og þá helst rekstur stóru álveranna þriggja, og jarðefnaeldsneytisbrennsla sjávarútvegarins, sem eru helstu mengunarvaldarnir hér á landi. Í skýrslunni segir að loftlagsstefnan sé metnaðarfull en losun mikil hér á landi í alþjóðlegum samanburði og því ætti að: Efla loftlagsstefnuna frekar og ná markmiðum hennar á hagkvæman og sjálfbæran hátt. Breikka stofn kolefnisskatts til allra greina sem ekki falla undir ETS-kerfið og láta þá ná til allra gróðurhúsalofttegunda. Hækka skattinn smám saman til jafns við ETS kostnað (sem er nú nærri þrefaldur á við kolefnisskatt). Lágmarka kostnaðarsamar aðgerðir og nýta kostnaðar- og ábatagreiningu til að auka hagkvæmni. Innflytjendamálin í forgrunni Sem áður segir lagði OECD sérstaka áherslu á efnahagslegar áskoranir og tækifæri vegna fjölgunar innflytjenda á Íslandi. Í skýrslunni segir að til þess að takast á við áskoranir í innflytjendamálum og hámarka ávinninginn ætti að: Halda áfram að einfalda ferla við útgáfu atvinnuleyfa fyrir erlenda sérfræðinga og hraða innleiðingu á framlengingu á dvalar- og atvinnuleyfum. Taka upp skólagjöld í íslenskum háskólum fyrir stúdenta sem koma frá löndum utan EES-svæðisins. Leggja meiri áherslu á menntun og aðgengi að félagslegu og hagkvæmu húsnæði í aðlögun innflytjenda. Efla tungumálakennslu innflytjenda, ekki síst þeirra fullorðnu, tengja hana starfsþjálfun og gera hana aðgengilegri Styrkja ferla við að meta menntun og þekkingu. Koma á fót menntabrú til að aðstoða innflytjendur að ljúka fullgildingu erlendrar menntunar. Beina húsnæðisstuðningi í meira mæli að lágtekjuheimilum og stuðla að uppbyggingu félagslegs og hagkvæms húnæðis í takt við þarfir. Setja markmið um hlutdeild innflytjenda í opinberum störfum eða nýráðningum á opinberum markaði. Samhliða þurfi að þróa matskerfi til að meta árangur slíkarar stefnu. Aðlaga aðgerðir menntastefnu 2030 fyrir nemendur með erlent móðurmál. Efla starfsnám og auka aðgengi að því. Halda nemum í starfsnámi sem eru í hættu á að falla úr námi. Skýrslu OECD má lesa í heild sinni hér.
Efnahagsmál Rekstur hins opinbera Mest lesið Lögregla leitar manns Innlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Innlent Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Erlent Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Innlent Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Erlent Svona verður Sæbraut í stokki Innlent Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Innlent Netanjahú segir Starmer, Macron og Carney draga taum Hamas Erlent Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Innlent Fleiri fréttir Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Lögregla leitar manns Verði bylting að geta fylgst með námsframvindu barna í rauntíma NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Svona verður Sæbraut í stokki Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Margt sem hægt sé að læra af Svíum í baráttunni gegn mansali Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Þjónusta hjálparsímans tryggð Mannskæður eldsvoði, garður ofan á Sæbraut og sviðakjammakaka Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Grímur sjálfkjörinn í sæti Ingvars Tæp tvö þúsund ný leikskólapláss í Reykjavík á næstu fimm árum Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Blanda af „Mikka mús og íþróttaálfinum“ ógni lýðheilsu Sakar Guðrúnu um sjúklega þráhyggju Stokkur fjarlægi gjána sem skilji að Vogahverfin Hættir að taka krókinn um Háaleitisbraut og Miklubraut Vildu að skikkjan yrði rifin af öxlum Ómars Fjórtán ára piltur grunaður um að leggja hníf að hálsi annars við Hvaleyrarvatn „Þar sem vændi þrífst þar þrífst líka mansal“ Útburður manns úr Bríetartúni dreginn til baka Mjög alvarlegt tilfelli Viðbúnaður í Vesturbæ og nikótínumræður á Alþingi Guðrún segir ríkisstjórnina slá skjaldborg um Flokk fólksins Skera niður til að mæta launahækkunum Sjá meira