Hinn 22 ára gamli Zion er í dag leikmaður New Orleans Pelicans í NBA-deildinni. Búist var við því að Zion myndi mæta inn í deildina á sínum tíma með miklum látum. Annað hefur komið á daginn en leikmaðurinn hefur verið meira og minna meiddur sín fjögur ár í deildinni. Hann virðist þó hafa látið að sér kveða utan vallar.
Eftir að Zion og kærasta hans, Akheema, tilkynntu að þau ættu von á barni fór allt til fjandans. Áðurnefnd Mills var ekki lengi að opinbera að Zion hefði verið að sofa hjá henni án þess að segja henni að hann væri í sambandi. Birti hún ýmsar myndir því til sönnunar. Í kjölfarið steig önnur kona fram og hafði sömu sögu að segja.
Á mánudagskvöld fór Mills á Twitter og greindi frá því að hún ætti kynlífsmyndband af sér og Zion. Hótaði hún að birta myndbandið og sagði að New Orleans ætti að skipta honum út sem fyrst.
Ef marka má fréttir þá er það nákvæmlega það sem Pelicans eru að reyna um þessar mundir en liðið virðist hafa lítinn áhuga á að halda Zion þrátt fyrir að hann hafi skrifað undir 5 ára samning á síðasta ári.
Ásamt því að hóta að birta klámmyndband af þeim tveimur þá segist Mills einnig geta sannað að Zion hafi sent fólk til að hóta henni. Að lokum segist hún ætla með leikmanninn fyrir dómstóla.