Urðu að fá vatnspásu í leik á Íslandi: „Menn voru alveg að grillast“ Sindri Sverrisson skrifar 19. júní 2023 12:01 Víðir Freyr Ívarsson og Daniel Ndi sáttir eftir sigurinn í hitanum á laugardag, þar sem þeir sáu um að skora mörkin fyrir Hött/Hugin. Facebook/@hotturhuginn Það telst til tíðinda að stöðva þurfi fótboltaleik á Íslandi vegna mikils hita, svo að leikmenn geti fengið sér að drekka, en þess gerðist þörf þegar Höttur/Huginn mætti Þrótti Vogum í 2. deild á þjóðhátíðardaginn um helgina. Um 25 stiga hiti var á Vilhjálmsvelli á Egilsstöðum þegar liðin mættust klukkan þrjú á laugardaginn, þar sem heimamenn unnu kærkominn 3-1 sigur þrátt fyrir að gestirnir kæmust yfir á 9. mínútu. „Það var og er búið að vera ógeðslega heitt síðustu daga. Algjört þvæluveður. Ég held að það hafi því verið ákveðið fyrir leik að það yrði vatnspása í hvorum hálfleik, hvort sem sú hugmynd kom frá dómaranum eða einhverjum í stjórninni hérna. Það var alveg þörf á því. Menn voru alveg að grillast. Ég held að þetta hafi verið heitasti dagurinn og leikurinn var akkúrat yfir heitasta tíma dagsins,“ sagði Kristófer Einarsson, fyrirliði Hattar/Hugins, í samtali við Vísi í dag. Kristófer Einarsson, hér með fyrirliðabandið, segir menn eiginlega búna að fá nóg af hitanum fyrir austan.Facebook/@hotturhuginn Sólþyrstir Þróttarar en heimamenn vanari Kristófer samsinnti því að það hefði sést aðeins á leik manna hve hitinn var mikill: „Já, kannski aðallega hjá aðkomuliðinu. Þeir hafa kannski ekki séð sól í allt sumar á meðan að við erum aðeins búnir að venjast þessu hér. Svo heyrði maður að það hefði eitthvað sést til þeirra í sólbaði, eftir að hafa komið snemma um morguninn, og það er kannski skiljanlegt,“ sagði Kristófer og líklega er réttast að vara sólarþurfi lesendur á höfuðborgarsvæðinu við því sem hann sagði svo: „En maður hélt sig bara innandyra fram að leik og er eiginlega kominn með nóg af þessu. Maður er að vinna úti allan daginn og alltaf orðinn vel soðinn eftir vinnudag og æfingu. Það á að rigna á morgun sem er helvíti gott. Það er allt að skrælna hérna. Við bíðum eftir rigningunni.“ Nauðsynlegur sigur í spennandi deild Kári Sigfússon hafði komið Þrótti yfir í leiknum en Víðir Freyr Ívarsson jafnaði metin undir lok fyrri hálfleiks. Daniel Ndi kom svo Hetti/Hugin yfir á 63. mínútu áður en Víðir Freyr skoraði sitt annað mark og innsiglaði sigurinn. Þar með missti Þróttur af tækifæri til að fara á topp deildarinnar en liði er með 14 stig í 4. sæti á meðan að Höttur/Huginn er með 11 stig í 6. sæti. Víkingur Ólafsvík og KFG eru efst með 16 stig. „Þetta var nauðsynlegur sigur. Það er auðvitað alltaf stefnan að fara upp, sérstaklega miðað við hvað deildin er að spilast furðulega. Við erum í sjötta sæti en samt bara fimm stigum frá fyrsta sæti. Það virðast allir geta unnið alla,“ sagði Kristófer. Næsti leikur Hattar/Hugins er hins vegar í hinum nýja Fótbolta.net bikar, þar sem lið úr 2., 3. og 4. deild spila, en þá mætir liðið Uppsveitum á Flúðum á miðvikudaginn. Íslenski boltinn Múlaþing Veður Mest lesið Stúkan birti skilaboðin: „Mér finnst þetta ömurlegt“ Íslenski boltinn Sparkaði í brjóstin á mótherja sínum Fótbolti Reiðir yfir að fá ekki heita sturtu og kvarta yfir Arsenal Fótbolti Bruno segir að stuðningsfólk Liverpool hafi hjálpað United-liðinu Enski boltinn Þurftu að aflýsa 24 þúsund manna maraþonhlaupi Sport Sagðir vilja kaupa Man United með hjálp Beckham eða Cantona Enski boltinn Dyche snýr aftur í enska boltann Enski boltinn „Oft séð svona í sjónvarpi“ og verður sjálfur á stóra skjánum Sport 29 ára stórmeistari látinn Sport Klopp útskýrði af hverju hann hafnaði Man. Utd Enski boltinn Fleiri fréttir Katrín kvödd með fallegum hætti: „Ég hef aldrei séð þetta áður“ Sjáðu þrumufleyg Fred og snöggt svar Stjörnunnar Enginn þjálfari hefur bæði byrjað og klárað Sambandsdeildina Stúkan birti skilaboðin: „Mér finnst þetta ömurlegt“ Uppgjörið: Fram-Stjarnan 1-1 | Úrslitaleikur um Evrópusæti um næstu helgi Sigurður Egill svarar yfirlýsingu Vals: Ómakleg og lágkúruleg setning Valinn dómari ársins í þriðja sinn á síðustu fjórum árum Skoraði meira í sumar en árin þrjú á undan til samans Halldór út og Ólafur Ingi inn hjá Breiðabliki Segja að Halldór verði látinn fara og Ólafur Ingi taki við Yfirlýsing Vals: „Þykir leitt að leikmaðurinn sé ósáttur“ Sendi stjórn FH lítt dulda hótun: „Það er bara ein trappa eftir“ Sjáðu ótrúlegt mark Hallgríms frá miðju Uppgjörið: Valur - FH 4-4 | Bráðskemmtilegur átta marka leikur á Hlíðarenda Uppgjörið: KR - ÍBV 2-1| Einum sigri í viðbót frá því að bjarga sér Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Jöfnunarmark á lokasekúndunum Uppgjörið: KA - ÍA 5-1 | Skagamenn fengu á baukinn en eru hólpnir Botnar ekkert í því af hverju Birta er ekki í landsliðinu „Enn hungur hjá leikmönnum og stuðningsmönnum“ „Færum þeim jöfnunarmarkið á silfurfati“ Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 1-2 | Glæsimark hjá Tarik gerði skráveifu í Evrópudraum Blika „Það er virkilega gaman að troða sokkum“ „Við erum skrefi framar öllum öðrum liðum í ár“ „Erfitt og lærdómsríkt tímabil að baki“ „Þakklátur fyrir tíma minn hjá Þrótti“ Berglind markahæst í þriðja sinn og Agla María lagði upp flest Thelma Karen efnilegust í Bestu deildinni Birta valin best Uppgjörið: Breiðablik - FH 3-2 | Dramatískur Blikasigur Uppgjörið: Þróttur - Valur 1-0 | Sierra sá til þess að Ólafur Helgi kvaddi Laugardalinn með sigri Sjá meira
Um 25 stiga hiti var á Vilhjálmsvelli á Egilsstöðum þegar liðin mættust klukkan þrjú á laugardaginn, þar sem heimamenn unnu kærkominn 3-1 sigur þrátt fyrir að gestirnir kæmust yfir á 9. mínútu. „Það var og er búið að vera ógeðslega heitt síðustu daga. Algjört þvæluveður. Ég held að það hafi því verið ákveðið fyrir leik að það yrði vatnspása í hvorum hálfleik, hvort sem sú hugmynd kom frá dómaranum eða einhverjum í stjórninni hérna. Það var alveg þörf á því. Menn voru alveg að grillast. Ég held að þetta hafi verið heitasti dagurinn og leikurinn var akkúrat yfir heitasta tíma dagsins,“ sagði Kristófer Einarsson, fyrirliði Hattar/Hugins, í samtali við Vísi í dag. Kristófer Einarsson, hér með fyrirliðabandið, segir menn eiginlega búna að fá nóg af hitanum fyrir austan.Facebook/@hotturhuginn Sólþyrstir Þróttarar en heimamenn vanari Kristófer samsinnti því að það hefði sést aðeins á leik manna hve hitinn var mikill: „Já, kannski aðallega hjá aðkomuliðinu. Þeir hafa kannski ekki séð sól í allt sumar á meðan að við erum aðeins búnir að venjast þessu hér. Svo heyrði maður að það hefði eitthvað sést til þeirra í sólbaði, eftir að hafa komið snemma um morguninn, og það er kannski skiljanlegt,“ sagði Kristófer og líklega er réttast að vara sólarþurfi lesendur á höfuðborgarsvæðinu við því sem hann sagði svo: „En maður hélt sig bara innandyra fram að leik og er eiginlega kominn með nóg af þessu. Maður er að vinna úti allan daginn og alltaf orðinn vel soðinn eftir vinnudag og æfingu. Það á að rigna á morgun sem er helvíti gott. Það er allt að skrælna hérna. Við bíðum eftir rigningunni.“ Nauðsynlegur sigur í spennandi deild Kári Sigfússon hafði komið Þrótti yfir í leiknum en Víðir Freyr Ívarsson jafnaði metin undir lok fyrri hálfleiks. Daniel Ndi kom svo Hetti/Hugin yfir á 63. mínútu áður en Víðir Freyr skoraði sitt annað mark og innsiglaði sigurinn. Þar með missti Þróttur af tækifæri til að fara á topp deildarinnar en liði er með 14 stig í 4. sæti á meðan að Höttur/Huginn er með 11 stig í 6. sæti. Víkingur Ólafsvík og KFG eru efst með 16 stig. „Þetta var nauðsynlegur sigur. Það er auðvitað alltaf stefnan að fara upp, sérstaklega miðað við hvað deildin er að spilast furðulega. Við erum í sjötta sæti en samt bara fimm stigum frá fyrsta sæti. Það virðast allir geta unnið alla,“ sagði Kristófer. Næsti leikur Hattar/Hugins er hins vegar í hinum nýja Fótbolta.net bikar, þar sem lið úr 2., 3. og 4. deild spila, en þá mætir liðið Uppsveitum á Flúðum á miðvikudaginn.
Íslenski boltinn Múlaþing Veður Mest lesið Stúkan birti skilaboðin: „Mér finnst þetta ömurlegt“ Íslenski boltinn Sparkaði í brjóstin á mótherja sínum Fótbolti Reiðir yfir að fá ekki heita sturtu og kvarta yfir Arsenal Fótbolti Bruno segir að stuðningsfólk Liverpool hafi hjálpað United-liðinu Enski boltinn Þurftu að aflýsa 24 þúsund manna maraþonhlaupi Sport Sagðir vilja kaupa Man United með hjálp Beckham eða Cantona Enski boltinn Dyche snýr aftur í enska boltann Enski boltinn „Oft séð svona í sjónvarpi“ og verður sjálfur á stóra skjánum Sport 29 ára stórmeistari látinn Sport Klopp útskýrði af hverju hann hafnaði Man. Utd Enski boltinn Fleiri fréttir Katrín kvödd með fallegum hætti: „Ég hef aldrei séð þetta áður“ Sjáðu þrumufleyg Fred og snöggt svar Stjörnunnar Enginn þjálfari hefur bæði byrjað og klárað Sambandsdeildina Stúkan birti skilaboðin: „Mér finnst þetta ömurlegt“ Uppgjörið: Fram-Stjarnan 1-1 | Úrslitaleikur um Evrópusæti um næstu helgi Sigurður Egill svarar yfirlýsingu Vals: Ómakleg og lágkúruleg setning Valinn dómari ársins í þriðja sinn á síðustu fjórum árum Skoraði meira í sumar en árin þrjú á undan til samans Halldór út og Ólafur Ingi inn hjá Breiðabliki Segja að Halldór verði látinn fara og Ólafur Ingi taki við Yfirlýsing Vals: „Þykir leitt að leikmaðurinn sé ósáttur“ Sendi stjórn FH lítt dulda hótun: „Það er bara ein trappa eftir“ Sjáðu ótrúlegt mark Hallgríms frá miðju Uppgjörið: Valur - FH 4-4 | Bráðskemmtilegur átta marka leikur á Hlíðarenda Uppgjörið: KR - ÍBV 2-1| Einum sigri í viðbót frá því að bjarga sér Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Jöfnunarmark á lokasekúndunum Uppgjörið: KA - ÍA 5-1 | Skagamenn fengu á baukinn en eru hólpnir Botnar ekkert í því af hverju Birta er ekki í landsliðinu „Enn hungur hjá leikmönnum og stuðningsmönnum“ „Færum þeim jöfnunarmarkið á silfurfati“ Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 1-2 | Glæsimark hjá Tarik gerði skráveifu í Evrópudraum Blika „Það er virkilega gaman að troða sokkum“ „Við erum skrefi framar öllum öðrum liðum í ár“ „Erfitt og lærdómsríkt tímabil að baki“ „Þakklátur fyrir tíma minn hjá Þrótti“ Berglind markahæst í þriðja sinn og Agla María lagði upp flest Thelma Karen efnilegust í Bestu deildinni Birta valin best Uppgjörið: Breiðablik - FH 3-2 | Dramatískur Blikasigur Uppgjörið: Þróttur - Valur 1-0 | Sierra sá til þess að Ólafur Helgi kvaddi Laugardalinn með sigri Sjá meira