Eyjamenn greina frá tíðindunum á samfélagsmiðlum sínum, en Kári er einn allra reyndasti handboltamaður landsins. Hann lék lykilhlutverk fyrir ÍBV er liðið tryggði sér sinn þriðja Íslandsmeistaratitil í vor.
Kári á að baki langan og farsælan feril þar sem hann hefur leikið með ÍBV, Haukum og Val hér heima, ásamt því að hafa verið í um fjögur ár í atvinnumennsku þar sem hann lék við Amicitia Zürich í Sviss, HSG Wetzlar í Þýskalandi og Bjerringbro-Silkeborg í Danmörku.
Þá á hann einnig að baki 144 leiki fyrir íslenska landsliðið, þann fyrsta árið 2005 og síðast lék hann með landsliðinu á EM í Svíþjóð árið 2020.