Gísli gat ekki lyft höndinni: „Með svo mikið af verkjalyfjum og dóti í mér“ Sindri Sverrisson skrifar 19. júní 2023 10:31 Gísli Þorgeir Kristjánsson með verðlaunagripinn eftir að hafa orðið Evrópumeistari í gær, degi eftir að hafa farið úr hægri axlarlið. Getty/Marius Becker Gísli Þorgeir Kristjánsson náði á einhvern ótrúlegan hátt að spila úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu í gær, degi eftir að hafa farið úr axlarlið, og skora sex mörk í sigri Magdeburg á Kielce í Köln í gær. Hann segir verkjalyf hafa hjálpað sér en gat þó aldrei lyft skothendinni með eðlilegum hætti. Gísli hefur hlotið verðskuldað lof fyrir frammistöðu sína og verið líkt við Tortímandann, vélmenni og uppvakning, þar sem hann lét meiðslin ekki stöðva sig í gær. Maschine https://t.co/P2UB9CT0bQ— Stefan Kretzschmar (@73Kretzschmar) June 18, 2023 „Mig langaði auðvitað svo mikið að spila hérna, í þessu andrúmslofti og með þessa stuðningsmenn. Ég fann það [í fyrradag] hvað við vildum mikið vinna þessa keppni en ég var ekki viss [í gærmorgun] hvort að ég myndi geta spilað. Öxlin mín... ég er með svo mikið af verkjalyfjum og dóti í mér, sem draga úr sársaukanum, en það er allt þess virði,“ sagði Gísli á Twitch-rás EHF eftir leikinn. Everyone be quiet when the MVP is talking #EHFFINAL4 Join the Show LIVE on Twitch: https://t.co/V9my6qPDBV pic.twitter.com/r3PnLehMck— EHF Home of Handball (@HomeofHandball) June 18, 2023 Spyrillinn benti á að Gísli hefði aldrei getað beitt skothendinni með eðlilegum hætti, en samt náð að skora sex mörk. „Ég gat ekki lyft henni hærra. Jafnvel með þessi verkjalyf þá gat ég ekki lyft öxlinni ofar en 90 gráður en þetta er allt þess virði og mér gæti ekki verið meira sama um hvernig ég skoraði mörkin. Við unnum og þetta er eitt besta augnablik lífs míns. Ég man ekki eftir að hafa fundið svona mikla gleði,“ sagði Gísli. Gísli var eftir leikinn valinn verðmætasti leikmaður úrslitahelgarinnar, í bestu félagsliðadeild í heimi, rétt eftir að hafa verið valinn besti leikmaður tímabilsins í Þýskalandi. Gísli tók undir það að hann tilheyrði liði sem hreinlega neitaði að gefast upp, sama hvaða staða kæmi upp. „Já, svo sannarlega. Þegar ég fór úr axlarlið í gær þá þjöppuðu strákarnir sér allir enn meira saman. Það eru allir tilbúnir að taka af skarið. Í gær var Marko Bezjak með kennslustund í því að vera leikstjórnandi og það var svo gaman fyrir mig að sjá þennan frábæra náunga, og gaman fyrir mig að við næðum að kveðja hann svona. Hugarfarið í þessu liði er svo frábært að ég get ekki lýst því,“ sagði Gísli. Meistaradeild Evrópu í handbolta karla Tengdar fréttir Gísli Þorgeir beit fast á jaxlinn og Magdeburg vann Meistaradeildina Gísli Þorgeir Kristjánsson skoraði sex mörk úr átta skotum þegar lið hans, Magdeburg, vann Meistaradeild Evrópu í handbolta með 30-28 sigri sínum gegn pólska liðinu Kielce í úrslitaleik keppninnar í Lanxess Arena í Köln í dag. Gísli Þorgeir spilaði lungann úr leiknum þrátt fyrir að hafa farið úr axlarlið í undanúrslitaleik Magdeburgar og Barcelona í gær. 18. júní 2023 18:13 Það fyrsta sem Gísli Þorgeir sagði: „Vinnið þetta fyrir mig“ Gísli Þorgeir Kristjánsson bað liðsfélaga sína hjá Magdeburg vinsamlega um að vinna leik liðsins á móti Barcelona í undanúrslitum Meistaradeildar Evrópu í handbolta karla eftir að ljóst varð að hann gæti ekki haldið áfram í þessum mikilvæga leik vegna meiðsla á öxl. 18. júní 2023 07:03 Gísli Þorgeir fór úr axlarlið Gísli Þorgeir Kristjánsson, landsliðsmaður í handbolta, fór úr axlarlið þegar lið hans Magdeburg tryggði sér sæti í úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu í handbolta með sigri gegn Barcelona fyrr í Lanxess Arena í Köln í dag. 17. júní 2023 18:25 Gísli Þorgeir valinn besti leikmaður tímabilsins Gísli Þorgeir Kristjánsson hefur verið valinn besti leikmaður þýsku úrvalsdeildarinnar í handbolta. Hann spilar með Magdeburg sem endaði í öðru sæti, einungis tveimur stigum á eftir Kiel. 16. júní 2023 18:30 Mest lesið Þórey gaf ekki kost á sér: „Snýst um hlutverk mitt innan liðsins“ Handbolti Kári í bann fyrir „illkvittið“ högg í andlit Handbolti Alfreð hættur: „Takk fyrir allt sem þú hefur gefið mér og minni fjölskyldu“ Fótbolti Vann þrátt fyrir að vera búin að gera í brækurnar Sport Fæddur árið 2007, brillerar í efstu deild og fann upp á Orra Óstöðvandi Handbolti Taugakerfi Sóleyjar í verkfall eftir HM og fékk hún yfir 39 stiga hita Sport Gagnrýnir hómófóbísk ummæli pabbans um Ralf Schumacher Formúla 1 Leið Íslands á HM skýrari: Í þriðja flokki og fá þrjá mótherja Fótbolti Skúbbaði í miðju kynlífi Sport Neville gagnrýnir Bandaríkjaför Rashford og Casemiro Enski boltinn Fleiri fréttir „Mér finnst við alveg skítlúkka“ Kári í bann fyrir „illkvittið“ högg í andlit Fæddur árið 2007, brillerar í efstu deild og fann upp á Orra Óstöðvandi Þórey gaf ekki kost á sér: „Snýst um hlutverk mitt innan liðsins“ Frábær sigur hjá Orra og félögum á móti PSG Kristján lét að sér kveða þegar sigurgangan hélt áfram Súrt kvöld fyrir Íslendingaliðin í Meistaradeildinni „Langstærsti búningasamningur sem HSÍ hefur gert“ Viktor mætir Aroni: „Hann var átrúnaðargoðið mitt“ Landsliðin spila í Adidas næstu árin „Eigum ekki að setja sálfa okkur í þessa stöðu“ „Bara svona skítatilfinning“ Kemur liðsfélaga sínum til varnar: „Einn af uppáhaldsgaurunum mínum“ Tvö Íslendingalið áfram með fullt hús í Evrópudeildinni FH náði aðeins betri úrslitum á móti Gummersbach í þetta skiptið Uppgjör: Valur - Vardar 34-34 | Víti þegar leiktíminn var liðinn felldi Val Ásbjörn leikgreinir Gummersbach Valskonur til Málaga en Haukar mæta liði frá Úkraínu Snorri búinn að velja mennina sem mega spila á HM Blær var uppeldisfélaginu erfiður í kvöld Framarar flugu í átta liða úrslitin á gamla heimavellinum Með tvo syni í útlöndum og vildi mann með nýja orku Ágúst tekur við af Óskari hjá Val KA sótti sigur á Ísafjörð og Stjarnan þurfti framlengingu Haukar áfram eftir spennuleik Haukar hentu Eyjamönnum út úr bikarnum Lærisveinar Rúnars með góðan sigur Orri Freyr og félagar áfram á toppnum Íslendingarnir áfram á toppnum eftir sigur á Magdeburg Öruggt hjá liði Díönu Daggar og Andreu í Evrópuslag Íslendingaliðanna Sjá meira
Gísli hefur hlotið verðskuldað lof fyrir frammistöðu sína og verið líkt við Tortímandann, vélmenni og uppvakning, þar sem hann lét meiðslin ekki stöðva sig í gær. Maschine https://t.co/P2UB9CT0bQ— Stefan Kretzschmar (@73Kretzschmar) June 18, 2023 „Mig langaði auðvitað svo mikið að spila hérna, í þessu andrúmslofti og með þessa stuðningsmenn. Ég fann það [í fyrradag] hvað við vildum mikið vinna þessa keppni en ég var ekki viss [í gærmorgun] hvort að ég myndi geta spilað. Öxlin mín... ég er með svo mikið af verkjalyfjum og dóti í mér, sem draga úr sársaukanum, en það er allt þess virði,“ sagði Gísli á Twitch-rás EHF eftir leikinn. Everyone be quiet when the MVP is talking #EHFFINAL4 Join the Show LIVE on Twitch: https://t.co/V9my6qPDBV pic.twitter.com/r3PnLehMck— EHF Home of Handball (@HomeofHandball) June 18, 2023 Spyrillinn benti á að Gísli hefði aldrei getað beitt skothendinni með eðlilegum hætti, en samt náð að skora sex mörk. „Ég gat ekki lyft henni hærra. Jafnvel með þessi verkjalyf þá gat ég ekki lyft öxlinni ofar en 90 gráður en þetta er allt þess virði og mér gæti ekki verið meira sama um hvernig ég skoraði mörkin. Við unnum og þetta er eitt besta augnablik lífs míns. Ég man ekki eftir að hafa fundið svona mikla gleði,“ sagði Gísli. Gísli var eftir leikinn valinn verðmætasti leikmaður úrslitahelgarinnar, í bestu félagsliðadeild í heimi, rétt eftir að hafa verið valinn besti leikmaður tímabilsins í Þýskalandi. Gísli tók undir það að hann tilheyrði liði sem hreinlega neitaði að gefast upp, sama hvaða staða kæmi upp. „Já, svo sannarlega. Þegar ég fór úr axlarlið í gær þá þjöppuðu strákarnir sér allir enn meira saman. Það eru allir tilbúnir að taka af skarið. Í gær var Marko Bezjak með kennslustund í því að vera leikstjórnandi og það var svo gaman fyrir mig að sjá þennan frábæra náunga, og gaman fyrir mig að við næðum að kveðja hann svona. Hugarfarið í þessu liði er svo frábært að ég get ekki lýst því,“ sagði Gísli.
Meistaradeild Evrópu í handbolta karla Tengdar fréttir Gísli Þorgeir beit fast á jaxlinn og Magdeburg vann Meistaradeildina Gísli Þorgeir Kristjánsson skoraði sex mörk úr átta skotum þegar lið hans, Magdeburg, vann Meistaradeild Evrópu í handbolta með 30-28 sigri sínum gegn pólska liðinu Kielce í úrslitaleik keppninnar í Lanxess Arena í Köln í dag. Gísli Þorgeir spilaði lungann úr leiknum þrátt fyrir að hafa farið úr axlarlið í undanúrslitaleik Magdeburgar og Barcelona í gær. 18. júní 2023 18:13 Það fyrsta sem Gísli Þorgeir sagði: „Vinnið þetta fyrir mig“ Gísli Þorgeir Kristjánsson bað liðsfélaga sína hjá Magdeburg vinsamlega um að vinna leik liðsins á móti Barcelona í undanúrslitum Meistaradeildar Evrópu í handbolta karla eftir að ljóst varð að hann gæti ekki haldið áfram í þessum mikilvæga leik vegna meiðsla á öxl. 18. júní 2023 07:03 Gísli Þorgeir fór úr axlarlið Gísli Þorgeir Kristjánsson, landsliðsmaður í handbolta, fór úr axlarlið þegar lið hans Magdeburg tryggði sér sæti í úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu í handbolta með sigri gegn Barcelona fyrr í Lanxess Arena í Köln í dag. 17. júní 2023 18:25 Gísli Þorgeir valinn besti leikmaður tímabilsins Gísli Þorgeir Kristjánsson hefur verið valinn besti leikmaður þýsku úrvalsdeildarinnar í handbolta. Hann spilar með Magdeburg sem endaði í öðru sæti, einungis tveimur stigum á eftir Kiel. 16. júní 2023 18:30 Mest lesið Þórey gaf ekki kost á sér: „Snýst um hlutverk mitt innan liðsins“ Handbolti Kári í bann fyrir „illkvittið“ högg í andlit Handbolti Alfreð hættur: „Takk fyrir allt sem þú hefur gefið mér og minni fjölskyldu“ Fótbolti Vann þrátt fyrir að vera búin að gera í brækurnar Sport Fæddur árið 2007, brillerar í efstu deild og fann upp á Orra Óstöðvandi Handbolti Taugakerfi Sóleyjar í verkfall eftir HM og fékk hún yfir 39 stiga hita Sport Gagnrýnir hómófóbísk ummæli pabbans um Ralf Schumacher Formúla 1 Leið Íslands á HM skýrari: Í þriðja flokki og fá þrjá mótherja Fótbolti Skúbbaði í miðju kynlífi Sport Neville gagnrýnir Bandaríkjaför Rashford og Casemiro Enski boltinn Fleiri fréttir „Mér finnst við alveg skítlúkka“ Kári í bann fyrir „illkvittið“ högg í andlit Fæddur árið 2007, brillerar í efstu deild og fann upp á Orra Óstöðvandi Þórey gaf ekki kost á sér: „Snýst um hlutverk mitt innan liðsins“ Frábær sigur hjá Orra og félögum á móti PSG Kristján lét að sér kveða þegar sigurgangan hélt áfram Súrt kvöld fyrir Íslendingaliðin í Meistaradeildinni „Langstærsti búningasamningur sem HSÍ hefur gert“ Viktor mætir Aroni: „Hann var átrúnaðargoðið mitt“ Landsliðin spila í Adidas næstu árin „Eigum ekki að setja sálfa okkur í þessa stöðu“ „Bara svona skítatilfinning“ Kemur liðsfélaga sínum til varnar: „Einn af uppáhaldsgaurunum mínum“ Tvö Íslendingalið áfram með fullt hús í Evrópudeildinni FH náði aðeins betri úrslitum á móti Gummersbach í þetta skiptið Uppgjör: Valur - Vardar 34-34 | Víti þegar leiktíminn var liðinn felldi Val Ásbjörn leikgreinir Gummersbach Valskonur til Málaga en Haukar mæta liði frá Úkraínu Snorri búinn að velja mennina sem mega spila á HM Blær var uppeldisfélaginu erfiður í kvöld Framarar flugu í átta liða úrslitin á gamla heimavellinum Með tvo syni í útlöndum og vildi mann með nýja orku Ágúst tekur við af Óskari hjá Val KA sótti sigur á Ísafjörð og Stjarnan þurfti framlengingu Haukar áfram eftir spennuleik Haukar hentu Eyjamönnum út úr bikarnum Lærisveinar Rúnars með góðan sigur Orri Freyr og félagar áfram á toppnum Íslendingarnir áfram á toppnum eftir sigur á Magdeburg Öruggt hjá liði Díönu Daggar og Andreu í Evrópuslag Íslendingaliðanna Sjá meira
Gísli Þorgeir beit fast á jaxlinn og Magdeburg vann Meistaradeildina Gísli Þorgeir Kristjánsson skoraði sex mörk úr átta skotum þegar lið hans, Magdeburg, vann Meistaradeild Evrópu í handbolta með 30-28 sigri sínum gegn pólska liðinu Kielce í úrslitaleik keppninnar í Lanxess Arena í Köln í dag. Gísli Þorgeir spilaði lungann úr leiknum þrátt fyrir að hafa farið úr axlarlið í undanúrslitaleik Magdeburgar og Barcelona í gær. 18. júní 2023 18:13
Það fyrsta sem Gísli Þorgeir sagði: „Vinnið þetta fyrir mig“ Gísli Þorgeir Kristjánsson bað liðsfélaga sína hjá Magdeburg vinsamlega um að vinna leik liðsins á móti Barcelona í undanúrslitum Meistaradeildar Evrópu í handbolta karla eftir að ljóst varð að hann gæti ekki haldið áfram í þessum mikilvæga leik vegna meiðsla á öxl. 18. júní 2023 07:03
Gísli Þorgeir fór úr axlarlið Gísli Þorgeir Kristjánsson, landsliðsmaður í handbolta, fór úr axlarlið þegar lið hans Magdeburg tryggði sér sæti í úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu í handbolta með sigri gegn Barcelona fyrr í Lanxess Arena í Köln í dag. 17. júní 2023 18:25
Gísli Þorgeir valinn besti leikmaður tímabilsins Gísli Þorgeir Kristjánsson hefur verið valinn besti leikmaður þýsku úrvalsdeildarinnar í handbolta. Hann spilar með Magdeburg sem endaði í öðru sæti, einungis tveimur stigum á eftir Kiel. 16. júní 2023 18:30