Shaw reynir að lokka Kane og Rice til Manchester United Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 19. júní 2023 10:00 Luke Shaw nýtir dagana með landsliðinu í að reyna að sannfæra Harry Kane og Declan Rice um að ganga í raðir Manchester United. Eddie Keogh - The FA/The FA via Getty Images Luke Shaw, bakvörður Manchester United og enska landsliðsins, hefur nýtt landsliðsverkefni Englands undanfarna daga í að reyna að sannfæra þá Harry Kane og Declan Rice um að færa sig frá höfuborginni og yfir til Manchester. Kane og Rice hafa báðir verið orðaðir við brottför frá félögum sínum í sumar. Kane á ár eftir af samningi sínum hjá Tottenham og óvíst er hvort hann muni skrifa undir nýjan samning, en Rice hefur nú þegar fengið loforð frá stjórn West Ham um að hann megi fara. Báðir hafa þeir einnig verið orðaðir við Manchester United, en líklegast þykir þó að Rice sé á leið til Arsenal. Þá bárust einnig fréttir af því í síðustu viku að United væri búið að gefast upp á því að reyna að fá Kane í sínar raðir. Shaw hefur þó ekki gefist upp og segist nýta tíman með landsliðinu í að reyna að sannfæra liðsfélaga sína þar um ágæti Manchester United. „Ef ég á að vera hreinskilinn þá myndi ég elska það að fá nokkra úr landsliðinu til United,“ sagði Shaw á blaðamannafundi í gær. „Ég spjalla reglulega við þá og segi þeim hversu gott félag Manchester United sé því ég veit hversu góðir þeir eru.“ „Ég veit að þetta eru heimsklassa leikmenn og þeir myndu hjálpa okkur ótrúlega mikið, en ég get ekki sagt mikið meira en það. Að lokum veltur þetta allt á klúbbnum og hvað þeir vilja gera,“ bætti Shaw við. Enska landsliðið tekur á móti Norður-Makedóníu í kvöld og með sigri styrkir liðið stöðu sína á toppi C-riðils í undankeppni EM 2024. Englendingar eru með fullt hús stiga eftir þrjá leiki, en Norður-Makedónía hefur náð í þrjú stig úr sínum fyrstu tveimur leikjum. Enski boltinn Mest lesið Uppgjörið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Íslenski boltinn „Þá sér maður að það brestur margur og klökknar“ Sport Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Íslenski boltinn Uppgjörið: FH - ÍA 3-2 | Ótrúleg endurkoma heimamanna í Kaplakrika Íslenski boltinn Heimi fannst Arnar byrja of bratt með Ísland Fótbolti Tap setur Ísland í erfiða stöðu Handbolti Newcastle loks að fá leikmann Enski boltinn Enska augnablikið: Skellur þegar hann hrinti dómaranum Enski boltinn Hafa selt næstum alla vörnina en liðsstyrkur á leiðinni frá liði Hákonar Enski boltinn Grealish lánaður burt en City vill ekki selja Savinho Enski boltinn Fleiri fréttir „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ „Leyfa því að koma og nýta það á góðan hátt sem orku“ „Var farinn að krampa upp í öllum vöðvum líkamans“ Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Donnarumma skilinn eftir heima Kolbeinn tryggði stigin þrjú Uppgjörið: FH - ÍA 3-2 | Ótrúleg endurkoma heimamanna í Kaplakrika Uppgjörið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Spánn skiptir þjálfaranum út Fengu loksins leyfi til að spila spænskan deildarleik í Miami Enska augnablikið: Hlaupið út úr húsinu Hafa selt næstum alla vörnina en liðsstyrkur á leiðinni frá liði Hákonar Grealish lánaður burt en City vill ekki selja Savinho Crystal Palace tapaði áfrýjun og þarf að spila í Sambandsdeildinni Newcastle loks að fá leikmann Heimi fannst Arnar byrja of bratt með Ísland Delap með tvö í öruggum sigri í síðasta leik fyrir mót Sjáðu dramatísku sigurmörkin og Stjörnumenn skella Víkingum Palace stefnir á að selja fyrirliðann fyrir gluggalok Enska augnablikið: Skellur þegar hann hrinti dómaranum Glasner: Myndi ekki skipta á skildinum fyrir sæti í Evrópukeppni félagsliða „Brugðumst vel við þeim aðstæðum sem leikurinn henti í okkur“ „Rýr stigasöfnun í deildinni vissulega áhyggjuefni“ Halldór: Góð ákvörðun hjá þeim að hætta spila boltanum Barcelona rúllaði yfir Como Uppgjörið: Víkingur - Stjarnan 2-4 | Stjarnan sigraði Víking í viðburðarríkum leik Uppgjörið: KA - ÍBV 1-0 | Dagur Ingi tryggði KA mikilvæg stig Hallgrímur: Ef þú slakar á 1-3% er þetta fljótt að breytast Slot: Sá sem truflaði hafði örugglega ekkert illt í hyggju Uppgjörið: Valur - Breiðablik 2-1 | Dramatískt sigurmark Vals í uppbótartíma Sjá meira
Kane og Rice hafa báðir verið orðaðir við brottför frá félögum sínum í sumar. Kane á ár eftir af samningi sínum hjá Tottenham og óvíst er hvort hann muni skrifa undir nýjan samning, en Rice hefur nú þegar fengið loforð frá stjórn West Ham um að hann megi fara. Báðir hafa þeir einnig verið orðaðir við Manchester United, en líklegast þykir þó að Rice sé á leið til Arsenal. Þá bárust einnig fréttir af því í síðustu viku að United væri búið að gefast upp á því að reyna að fá Kane í sínar raðir. Shaw hefur þó ekki gefist upp og segist nýta tíman með landsliðinu í að reyna að sannfæra liðsfélaga sína þar um ágæti Manchester United. „Ef ég á að vera hreinskilinn þá myndi ég elska það að fá nokkra úr landsliðinu til United,“ sagði Shaw á blaðamannafundi í gær. „Ég spjalla reglulega við þá og segi þeim hversu gott félag Manchester United sé því ég veit hversu góðir þeir eru.“ „Ég veit að þetta eru heimsklassa leikmenn og þeir myndu hjálpa okkur ótrúlega mikið, en ég get ekki sagt mikið meira en það. Að lokum veltur þetta allt á klúbbnum og hvað þeir vilja gera,“ bætti Shaw við. Enska landsliðið tekur á móti Norður-Makedóníu í kvöld og með sigri styrkir liðið stöðu sína á toppi C-riðils í undankeppni EM 2024. Englendingar eru með fullt hús stiga eftir þrjá leiki, en Norður-Makedónía hefur náð í þrjú stig úr sínum fyrstu tveimur leikjum.
Enski boltinn Mest lesið Uppgjörið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Íslenski boltinn „Þá sér maður að það brestur margur og klökknar“ Sport Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Íslenski boltinn Uppgjörið: FH - ÍA 3-2 | Ótrúleg endurkoma heimamanna í Kaplakrika Íslenski boltinn Heimi fannst Arnar byrja of bratt með Ísland Fótbolti Tap setur Ísland í erfiða stöðu Handbolti Newcastle loks að fá leikmann Enski boltinn Enska augnablikið: Skellur þegar hann hrinti dómaranum Enski boltinn Hafa selt næstum alla vörnina en liðsstyrkur á leiðinni frá liði Hákonar Enski boltinn Grealish lánaður burt en City vill ekki selja Savinho Enski boltinn Fleiri fréttir „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ „Leyfa því að koma og nýta það á góðan hátt sem orku“ „Var farinn að krampa upp í öllum vöðvum líkamans“ Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Donnarumma skilinn eftir heima Kolbeinn tryggði stigin þrjú Uppgjörið: FH - ÍA 3-2 | Ótrúleg endurkoma heimamanna í Kaplakrika Uppgjörið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Spánn skiptir þjálfaranum út Fengu loksins leyfi til að spila spænskan deildarleik í Miami Enska augnablikið: Hlaupið út úr húsinu Hafa selt næstum alla vörnina en liðsstyrkur á leiðinni frá liði Hákonar Grealish lánaður burt en City vill ekki selja Savinho Crystal Palace tapaði áfrýjun og þarf að spila í Sambandsdeildinni Newcastle loks að fá leikmann Heimi fannst Arnar byrja of bratt með Ísland Delap með tvö í öruggum sigri í síðasta leik fyrir mót Sjáðu dramatísku sigurmörkin og Stjörnumenn skella Víkingum Palace stefnir á að selja fyrirliðann fyrir gluggalok Enska augnablikið: Skellur þegar hann hrinti dómaranum Glasner: Myndi ekki skipta á skildinum fyrir sæti í Evrópukeppni félagsliða „Brugðumst vel við þeim aðstæðum sem leikurinn henti í okkur“ „Rýr stigasöfnun í deildinni vissulega áhyggjuefni“ Halldór: Góð ákvörðun hjá þeim að hætta spila boltanum Barcelona rúllaði yfir Como Uppgjörið: Víkingur - Stjarnan 2-4 | Stjarnan sigraði Víking í viðburðarríkum leik Uppgjörið: KA - ÍBV 1-0 | Dagur Ingi tryggði KA mikilvæg stig Hallgrímur: Ef þú slakar á 1-3% er þetta fljótt að breytast Slot: Sá sem truflaði hafði örugglega ekkert illt í hyggju Uppgjörið: Valur - Breiðablik 2-1 | Dramatískt sigurmark Vals í uppbótartíma Sjá meira
Uppgjörið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Íslenski boltinn
Uppgjörið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Íslenski boltinn