Guðrún inn sem ráðherra, Jón út Kjartan Kjartansson og Bjarki Sigurðsson skrifa 18. júní 2023 12:49 Guðrún Hafsteinsdóttir tekur við sem dómsmálaráðherra eftir ríkisráðsfund á morgun. Vísir/Sigurjón Þingflokkur Sjálfstæðisflokksins samþykkti að Guðrún Hafsteinsdóttir tæki við af Jóni Gunnarssyni sem dómsmálaráðherra á fundi sem fór fram í hádeginu. Bjarni Benediktsson, formaður flokksins, segist ekki óttast sundrung vegna ákvörðunarinnar. Bjarni sagði Jón hafa staðið sig afburðavel sem ráðherra þegar hann greindi frá ákvörðun þingflokksins nú fyrir stundu. Jón njóti stuðnings sjálfstæðismanna um allt land en hann hefði trú á að Guðrún gæti komið og fylgt því vel eftir. Ákvörðunin hafi verið erfið að því leyti að ráðherraefnin í flokknum væru fleiri en stólarnir í boði. Minntist Bjarni sérstaklega á að þetta væri í fyrsta skipti sem konur væri í meirihluta í ráðherraliði flokksins. Guðrún, sem er á sínu fyrsta kjörtímabili sem þingmaður Suðurkjördæmis, tekur við embætti að loknum ríkisráðsfundi á morgun. Hún sagðist spennt fyrir verkefninu. Spurð að því hvort að vænta mætti stefnubreytingar sagði hún að Jón hefði unnið eftir stefnu Sjálfstæðisflokksins og landsfundar hans. „Ég mun að sjálfsögðu gera það líka.“ Einhverjar breytingar verði gerðar en fyrst ætli hún að fara í ráðuneytið og kynna sér hvaða mál séu mest aðkallandi. „Svo munum við sjá til hvernig mál þróast,“ sagði hún. Jón Gunnarsson, fráfarandi dómsmálaráðherra, á leið úr Valhöll eftir fundinn í dag.Vísir/Sigurjón „Svona er bara pólitíkin“ Jón sagði ákvörðunina í samræmi við það sem lagt var upp með við upphaf kjörtímabilsins en neitaði því ekki að hann hefði viljað sitja áfram sem ráðherra. „Svona er nú bara pólitíkin,“ sagði hann að fundi loknum. Bjarni sagðist meðvitaður um að Jón hefði metnað til þess að sitja áfram og fundið fyrir ákalli um að kraftar hans fengju áfram að njóta sín. Hann hafi sagt honum að hann mætti vera gríðarlega stoltur af þeim verkum sem hann hefði skilað sem ráðherra. „Ég óttast það ekki,“ sagði Bjarni spurður að því hvort að skiptin gætu valdið sundrung innan flokksins. Ásmundur Friðriksson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins úr Suðurkjördæmi, sagði einhug í þingflokknum um ráðherraskiptin. Jóns yrði sárt saknað sem ráðherra en hann væri sjálfur ánægður með að þingmaður úr kjördæmi hans fengi ráðherraembætti. Erfiður tími fyrir þá sem eru ósammála Sjálfstæðisflokknum Jón þakkaði fyrir sig í Facebook-færslu sem hann birti skömmu eftir að þingflokksfundinum lauk. Margir málaflokkar dómsmálaráðuneytisins hafi staðið á tímamótum, sérstaklega útlendingamál og löggæsla. „Við höfum orðið varir við að þetta hefur verið erfiður tími fyrir þá sem eru ekki fylgjandi Sjálfstæðisflokknum í skoðunum,“ skrifaði Jón með mynd af þeim Brynjari Níelssyni og Ingvari Smára Birgissyni, aðstoðarmönnum hans. Fréttin hefur verið uppfærð. Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Alþingi Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Innlent Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Innlent Jón biðst innilegrar afsökunar á umræðu um Grindavík Innlent Nauðgaði sofandi kærustu sem hafði ítrekað verið brotið gegn Innlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Dómstólar neita Jóni Óttari um að fá afhenta haldlagða muni Innlent Forsætisráðherra Frakklands segir af sér Erlent Okkar borg – Þvert á flokka tekur slaginn í borginni Innlent Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Innlent „Hlýtur að hafa í sér fælingarmátt ef þú yrðir nafngreindur við slíka iðju“ Innlent Fleiri fréttir Segir erfitt fyrir lækna að starfa við boðuð skilyrði Okkar borg – Þvert á flokka tekur slaginn í borginni „Hlýtur að hafa í sér fælingarmátt ef þú yrðir nafngreindur við slíka iðju“ Nauðgaði sofandi kærustu sem hafði ítrekað verið brotið gegn Stolt úthverfatútta en ekki lattelepjandi miðbæjarrotta Vændi á Norðurlandi og ósáttir læknar Sex slasaðir eftir árekstur á Jökuldalsheiði Jón biðst innilegrar afsökunar á umræðu um Grindavík Dómstólar neita Jóni Óttari um að fá afhenta haldlagða muni Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Einum veittir stunguáverkar og annar varð fyrir hópárás „Draumar geta ræst“ Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Play skuldi Isavia hálfan milljarð króna Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Umdeild brottvísun, fjárhagstjón á Grænlandi og kyngreint sæði Óttast áhrifin á vinnandi mæður Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Síðasti fuglinn floginn Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Ísrael sagt sig úr samfélagi siðaðra manna Símafrí en ekki símabann „Sjálfsíkveikja“ olli eldsvoða í þvottahúsi Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Leikskólamál, afnám hafta og Trump-isminn Sjá meira
Bjarni sagði Jón hafa staðið sig afburðavel sem ráðherra þegar hann greindi frá ákvörðun þingflokksins nú fyrir stundu. Jón njóti stuðnings sjálfstæðismanna um allt land en hann hefði trú á að Guðrún gæti komið og fylgt því vel eftir. Ákvörðunin hafi verið erfið að því leyti að ráðherraefnin í flokknum væru fleiri en stólarnir í boði. Minntist Bjarni sérstaklega á að þetta væri í fyrsta skipti sem konur væri í meirihluta í ráðherraliði flokksins. Guðrún, sem er á sínu fyrsta kjörtímabili sem þingmaður Suðurkjördæmis, tekur við embætti að loknum ríkisráðsfundi á morgun. Hún sagðist spennt fyrir verkefninu. Spurð að því hvort að vænta mætti stefnubreytingar sagði hún að Jón hefði unnið eftir stefnu Sjálfstæðisflokksins og landsfundar hans. „Ég mun að sjálfsögðu gera það líka.“ Einhverjar breytingar verði gerðar en fyrst ætli hún að fara í ráðuneytið og kynna sér hvaða mál séu mest aðkallandi. „Svo munum við sjá til hvernig mál þróast,“ sagði hún. Jón Gunnarsson, fráfarandi dómsmálaráðherra, á leið úr Valhöll eftir fundinn í dag.Vísir/Sigurjón „Svona er bara pólitíkin“ Jón sagði ákvörðunina í samræmi við það sem lagt var upp með við upphaf kjörtímabilsins en neitaði því ekki að hann hefði viljað sitja áfram sem ráðherra. „Svona er nú bara pólitíkin,“ sagði hann að fundi loknum. Bjarni sagðist meðvitaður um að Jón hefði metnað til þess að sitja áfram og fundið fyrir ákalli um að kraftar hans fengju áfram að njóta sín. Hann hafi sagt honum að hann mætti vera gríðarlega stoltur af þeim verkum sem hann hefði skilað sem ráðherra. „Ég óttast það ekki,“ sagði Bjarni spurður að því hvort að skiptin gætu valdið sundrung innan flokksins. Ásmundur Friðriksson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins úr Suðurkjördæmi, sagði einhug í þingflokknum um ráðherraskiptin. Jóns yrði sárt saknað sem ráðherra en hann væri sjálfur ánægður með að þingmaður úr kjördæmi hans fengi ráðherraembætti. Erfiður tími fyrir þá sem eru ósammála Sjálfstæðisflokknum Jón þakkaði fyrir sig í Facebook-færslu sem hann birti skömmu eftir að þingflokksfundinum lauk. Margir málaflokkar dómsmálaráðuneytisins hafi staðið á tímamótum, sérstaklega útlendingamál og löggæsla. „Við höfum orðið varir við að þetta hefur verið erfiður tími fyrir þá sem eru ekki fylgjandi Sjálfstæðisflokknum í skoðunum,“ skrifaði Jón með mynd af þeim Brynjari Níelssyni og Ingvari Smára Birgissyni, aðstoðarmönnum hans. Fréttin hefur verið uppfærð.
Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Alþingi Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Innlent Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Innlent Jón biðst innilegrar afsökunar á umræðu um Grindavík Innlent Nauðgaði sofandi kærustu sem hafði ítrekað verið brotið gegn Innlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Dómstólar neita Jóni Óttari um að fá afhenta haldlagða muni Innlent Forsætisráðherra Frakklands segir af sér Erlent Okkar borg – Þvert á flokka tekur slaginn í borginni Innlent Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Innlent „Hlýtur að hafa í sér fælingarmátt ef þú yrðir nafngreindur við slíka iðju“ Innlent Fleiri fréttir Segir erfitt fyrir lækna að starfa við boðuð skilyrði Okkar borg – Þvert á flokka tekur slaginn í borginni „Hlýtur að hafa í sér fælingarmátt ef þú yrðir nafngreindur við slíka iðju“ Nauðgaði sofandi kærustu sem hafði ítrekað verið brotið gegn Stolt úthverfatútta en ekki lattelepjandi miðbæjarrotta Vændi á Norðurlandi og ósáttir læknar Sex slasaðir eftir árekstur á Jökuldalsheiði Jón biðst innilegrar afsökunar á umræðu um Grindavík Dómstólar neita Jóni Óttari um að fá afhenta haldlagða muni Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Einum veittir stunguáverkar og annar varð fyrir hópárás „Draumar geta ræst“ Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Play skuldi Isavia hálfan milljarð króna Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Umdeild brottvísun, fjárhagstjón á Grænlandi og kyngreint sæði Óttast áhrifin á vinnandi mæður Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Síðasti fuglinn floginn Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Ísrael sagt sig úr samfélagi siðaðra manna Símafrí en ekki símabann „Sjálfsíkveikja“ olli eldsvoða í þvottahúsi Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Leikskólamál, afnám hafta og Trump-isminn Sjá meira
Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum