Innlent

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Vésteinn Örn Pétursson skrifar
Margrét Helga Erlingsdóttir les fréttir á Stöð 2, klukkan hálf sjö í kvöld.
Margrét Helga Erlingsdóttir les fréttir á Stöð 2, klukkan hálf sjö í kvöld.

Í kvöldfréttum Stöðvar 2 fjöllum við um mannslát í Hafnarfirði, en tveir menn voru handteknir í morgun eftir að sá þriðji fannst látinn í iðnaðarhverfi í Hafnarfirði.

Við heyrum frá forsætisráðherra, sem segist á meðal þeirra sem ollu því að dómsmálaráðherra reyndist erfitt að koma áfengismálum út úr ríkisstjórn. Hún kallar eftir umræðu um áfengismál á breiðari grundvelli en innan veggja eins ráðuneytis. 

Þá fjöllum við um hátíðarhöld í tilefni af þjóðhátíðardegi Íslendinga. Nýsköpunarráðherra kallar eftir því að Íslendingar taki deginum jafn hátíðlega og nágrannaþjóðir okkar taka sínum þjóðhátíðardögum og skarti þjóðbúningi. Undir það tekur eigandi fyrirtækis sem sérhæfir sig í þjóðbúningum.

Við heyrum frá eldri hjónum í Flóahreppi, sem fengu morgunverðarkörfu að gjöf frá sveitarstjórninni í tilefni dagsins, líkt og aðrir íbúar sveitarfélagsins sem hafa náð níutíu ára aldri. 

Þetta og fleira í kvöldfréttum Stöðvar 2 í beinni útsendingu á Stöð 2 og Bylgjunni klukkan 18:30.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×