„Vona að enginn lendi í sömu stöðu og ég“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 17. júní 2023 08:00 Morten Beck Guldsmed lék með FH, ÍA og KR hér á landi. vísir/daníel Morten Beck Guldsmed er ánægður með að hafa borið sigur úr býtum í deilu sinni við FH vegna vangreiddra launa. Hann er ósáttur við að málið hafi þurft að enda fyrir dómstólum en segir dóminn mikilvægan fyrir íþróttafólk á Íslandi. Áfrýjunardómstóll KSÍ staðfesti í fyrradag úrskurð aga- og úrskurðarnefndar KSÍ í máli Mortens gegn FH. Félagið fékk 150 þúsund króna sekt og verður dæmt í félagaskiptabann ef það gerir ekki upp við Morten innan þrjátíu daga. Krafa Mortens nemur rúmlega 24 milljónum króna, vegna vangreiddra launa á árunum 2019-21. „Ég er mjög sáttur að úskurðurinn hafi verið mér í hag en líka ósáttur með að þetta hafi farið alla þessa leið, fyrir dómstóla,“ sagði Morten í samtali við Vísi í gær. Morten gekk í raðir FH á miðju sumri 2019 og skoraði þá átta mörk í átta leikjum. Hann skoraði hins vegar aðeins tvö mörk í 21 deildarleik seinni tvö ár sín með liðinu, og ekkert mark í níu deildarleikjum með liði ÍA þar sem hann var að láni í tvo mánuði sumarið 2021. Áður hafði Morten spilað með KR sumarið 2016 og skorað þá sex mörk í 21 leik. Síðasta haust komst samninga- og félagaskiptanefnd KSÍ að þeirri niðurstöðu að samningur Mortens og FH hafi verið launþegasamningur en ekki verktakasamningur eins og félagið hélt fram. Þar með hafi það verið á ábyrgð FH að greiða skatta og önnur launatengd gjöld. Ekki gagnkvæmur samningsvilji Morten segist vera svekktur út í FH og hvernig félagið hélt á spöðunum í þessu máli. Það hafi sannarlega verið vilji hjá honum að semja um uppgjör á kröfunni. Morten lék síðast með Skive í Danmörku.vísir/hag „Ég er dálítið vonsvikinn út í FH og leiður að þetta hafi farið alla leið þangað sem þetta fór. Við reyndum að ræða um þetta og finna lausnir og það var mjög erfitt að vera í þessari stöðu. Ég er ósáttur að ég hafi þurft að grípa til þessara aðgerða. Ég reyndi að fara aðra leið,“ sagði Morten. „Við vorum ekki sammála og þeir vildu ekki tala um þetta.“ Hefur áhrif á það hvernig manneskja þú vilt vera Þrátt fyrir leiðinlegan endi segist Morten eiga góðar minningar frá tíma sínum á Íslandi. „Ég lít enn á tíma minn á Íslandi sem mjög góðan. Ég var umkringdur góðu fólki. Þetta var góður tími en ég væri að ljúga ef ég segði að þetta hefði ekki haft áhrif á mig,“ sagði Morten. Morten, fyrir miðju, fagnar góðum sigri með FH.vísir/hulda margrét „Ég naut mín mjög vel í byrjun en svo kom þetta inn í myndina. Það hefur áhrif á mig og hvaða manneskja ég vil vera. Ég vil gefa frá mér jákvæða orku en það er erfiðara þegar hlutirnir í kringum þig eru ekki í lagi,“ sagði Morten. Ekki vandamál í annarri vinnu Hann segir dóminn sem áfrýjunardómstóll KSÍ staðfesti í fyrradag mikilvægan fyrir íþróttafólk á Íslandi. „Ég held að þetta sé mjög mikilvægt í framhaldinu fyrir alla leikmenn á Íslandi. Þetta er fótbolti en ef þetta væri í einhverri annarri vinnu væri þetta ekki vandamál,“ sagði Morten. Fótboltaferlinum hjá Morten er lokið en hann neyddist til að hætta vegna höfuðmeiðsla. „Þetta er mjög mikilvægt fyrir mig. Ég vona að enginn lendi í sömu stöðu og ég. Þú veist aldrei hvenær ferlinum lýkur og þess vegna er mikilvægt að lífeyrisgreiðslur og annað slíkt sé í lagi.“ Besta deild karla FH KSÍ Mest lesið „Mjög undarlegt að þessi höll standist kröfur“ Handbolti Segir að Maradona hafi búið í hryllingshúsi síðustu ævidagana Fótbolti Ósáttur fótboltapabbi skaut þjálfarann Sport Skiptir úr sálfræðinni í Duolingo Handbolti Velta því fyrir sér hvort fimmtán ára HK-ingur hafi skorað mark ársins Handbolti Áhyggjufullir nágrannar hringdu í lögregluna Fótbolti „Skiptir engu máli hvort við áttum skilið að vinna“ Fótbolti Donnarumma varði tvö víti í vítakeppninni og PSG fór áfram Fótbolti Albert spenntur fyrir komandi tímum undir stjórn Arnars Fótbolti Sjáðu mörkin og vítakeppnina hjá Liverpool og PSG Fótbolti Fleiri fréttir Þór/KA konur áfram í undanúrslit eftir sigur í Árbænum Tveggja leikja bann fyrir glórulausa tæklingu Fyrirliði Vestra veðjaði á leiki í Bestu deildinni 55 ára Rúnar smurði hann í skeytin með bæði hægri og vinstri Valur fær manninn sem var efstur á óskalistanum Kveður Selfyssinga óvænt: „Það er synd að kveðja á þennan hátt“ Baðst afsökunar á tæklingunni í Garðabænum Skrautlegt mark, glæsimark og allt brjálað í sigri KR „Ljótasta tækling ársins komin í íslenska boltanum“ FH sækir liðsstyrk út fyrir landsteinana Trúir á Óla Kristjáns og Jesú Krist Í skýjunum með að hreppa Þórdísi Hrönn Níu mörk þegar KR vann ÍBV QPR vildi Þorra en Fram sagði nei Fylkismenn komust áfram á kostnað Íslandsmeistara Blika Valskonur með fullt hús og markatöluna 15-1 Thomsen mættur aftur í íslenska boltann Pedersen með tvö og Valsmenn í undanúrslit Auðun tekur við Þrótti Vogum „Fjölskyldan spurði hvort ég gæti ekki fundið hlýrra land“ Sveinn Margeir mögulega ekkert með Víkingum í sumar Víðir með Vestmannaeyingum í sumar Daði Berg frá Víkingi til Vestra Víkingar skipta um gír Ísfirðingar fá hávaxinn eistneskan framherja Kjartan Kári verður áfram hjá FH eftir að hafa hafnað Val Magnús Orri tekur við formannsstólnum af Páli Atli Sigurjóns framlengir við KR Yngri bróðir Benoný Breka yfirgefur líka KR FH-ingar æfðu á grasi í febrúar Sjá meira
Áfrýjunardómstóll KSÍ staðfesti í fyrradag úrskurð aga- og úrskurðarnefndar KSÍ í máli Mortens gegn FH. Félagið fékk 150 þúsund króna sekt og verður dæmt í félagaskiptabann ef það gerir ekki upp við Morten innan þrjátíu daga. Krafa Mortens nemur rúmlega 24 milljónum króna, vegna vangreiddra launa á árunum 2019-21. „Ég er mjög sáttur að úskurðurinn hafi verið mér í hag en líka ósáttur með að þetta hafi farið alla þessa leið, fyrir dómstóla,“ sagði Morten í samtali við Vísi í gær. Morten gekk í raðir FH á miðju sumri 2019 og skoraði þá átta mörk í átta leikjum. Hann skoraði hins vegar aðeins tvö mörk í 21 deildarleik seinni tvö ár sín með liðinu, og ekkert mark í níu deildarleikjum með liði ÍA þar sem hann var að láni í tvo mánuði sumarið 2021. Áður hafði Morten spilað með KR sumarið 2016 og skorað þá sex mörk í 21 leik. Síðasta haust komst samninga- og félagaskiptanefnd KSÍ að þeirri niðurstöðu að samningur Mortens og FH hafi verið launþegasamningur en ekki verktakasamningur eins og félagið hélt fram. Þar með hafi það verið á ábyrgð FH að greiða skatta og önnur launatengd gjöld. Ekki gagnkvæmur samningsvilji Morten segist vera svekktur út í FH og hvernig félagið hélt á spöðunum í þessu máli. Það hafi sannarlega verið vilji hjá honum að semja um uppgjör á kröfunni. Morten lék síðast með Skive í Danmörku.vísir/hag „Ég er dálítið vonsvikinn út í FH og leiður að þetta hafi farið alla leið þangað sem þetta fór. Við reyndum að ræða um þetta og finna lausnir og það var mjög erfitt að vera í þessari stöðu. Ég er ósáttur að ég hafi þurft að grípa til þessara aðgerða. Ég reyndi að fara aðra leið,“ sagði Morten. „Við vorum ekki sammála og þeir vildu ekki tala um þetta.“ Hefur áhrif á það hvernig manneskja þú vilt vera Þrátt fyrir leiðinlegan endi segist Morten eiga góðar minningar frá tíma sínum á Íslandi. „Ég lít enn á tíma minn á Íslandi sem mjög góðan. Ég var umkringdur góðu fólki. Þetta var góður tími en ég væri að ljúga ef ég segði að þetta hefði ekki haft áhrif á mig,“ sagði Morten. Morten, fyrir miðju, fagnar góðum sigri með FH.vísir/hulda margrét „Ég naut mín mjög vel í byrjun en svo kom þetta inn í myndina. Það hefur áhrif á mig og hvaða manneskja ég vil vera. Ég vil gefa frá mér jákvæða orku en það er erfiðara þegar hlutirnir í kringum þig eru ekki í lagi,“ sagði Morten. Ekki vandamál í annarri vinnu Hann segir dóminn sem áfrýjunardómstóll KSÍ staðfesti í fyrradag mikilvægan fyrir íþróttafólk á Íslandi. „Ég held að þetta sé mjög mikilvægt í framhaldinu fyrir alla leikmenn á Íslandi. Þetta er fótbolti en ef þetta væri í einhverri annarri vinnu væri þetta ekki vandamál,“ sagði Morten. Fótboltaferlinum hjá Morten er lokið en hann neyddist til að hætta vegna höfuðmeiðsla. „Þetta er mjög mikilvægt fyrir mig. Ég vona að enginn lendi í sömu stöðu og ég. Þú veist aldrei hvenær ferlinum lýkur og þess vegna er mikilvægt að lífeyrisgreiðslur og annað slíkt sé í lagi.“
Besta deild karla FH KSÍ Mest lesið „Mjög undarlegt að þessi höll standist kröfur“ Handbolti Segir að Maradona hafi búið í hryllingshúsi síðustu ævidagana Fótbolti Ósáttur fótboltapabbi skaut þjálfarann Sport Skiptir úr sálfræðinni í Duolingo Handbolti Velta því fyrir sér hvort fimmtán ára HK-ingur hafi skorað mark ársins Handbolti Áhyggjufullir nágrannar hringdu í lögregluna Fótbolti „Skiptir engu máli hvort við áttum skilið að vinna“ Fótbolti Donnarumma varði tvö víti í vítakeppninni og PSG fór áfram Fótbolti Albert spenntur fyrir komandi tímum undir stjórn Arnars Fótbolti Sjáðu mörkin og vítakeppnina hjá Liverpool og PSG Fótbolti Fleiri fréttir Þór/KA konur áfram í undanúrslit eftir sigur í Árbænum Tveggja leikja bann fyrir glórulausa tæklingu Fyrirliði Vestra veðjaði á leiki í Bestu deildinni 55 ára Rúnar smurði hann í skeytin með bæði hægri og vinstri Valur fær manninn sem var efstur á óskalistanum Kveður Selfyssinga óvænt: „Það er synd að kveðja á þennan hátt“ Baðst afsökunar á tæklingunni í Garðabænum Skrautlegt mark, glæsimark og allt brjálað í sigri KR „Ljótasta tækling ársins komin í íslenska boltanum“ FH sækir liðsstyrk út fyrir landsteinana Trúir á Óla Kristjáns og Jesú Krist Í skýjunum með að hreppa Þórdísi Hrönn Níu mörk þegar KR vann ÍBV QPR vildi Þorra en Fram sagði nei Fylkismenn komust áfram á kostnað Íslandsmeistara Blika Valskonur með fullt hús og markatöluna 15-1 Thomsen mættur aftur í íslenska boltann Pedersen með tvö og Valsmenn í undanúrslit Auðun tekur við Þrótti Vogum „Fjölskyldan spurði hvort ég gæti ekki fundið hlýrra land“ Sveinn Margeir mögulega ekkert með Víkingum í sumar Víðir með Vestmannaeyingum í sumar Daði Berg frá Víkingi til Vestra Víkingar skipta um gír Ísfirðingar fá hávaxinn eistneskan framherja Kjartan Kári verður áfram hjá FH eftir að hafa hafnað Val Magnús Orri tekur við formannsstólnum af Páli Atli Sigurjóns framlengir við KR Yngri bróðir Benoný Breka yfirgefur líka KR FH-ingar æfðu á grasi í febrúar Sjá meira