Viðskiptablaðið greinir frá kaupunum en Hannes stofnaði fasteignasöluna á grunni Remax Lindar árið 2015. Hann átti rúmlega 40 prósenta hlut í fasteignasölunni en ekki hafa fengist upplýsingar um kaupverðið.
Vísir hefur ekki náð í Hannes vegna málsins. Viðskiptablaðið hefur eftir Gunnari að viðskiptin sýni trú þeirra félaga á íslenskum fasteignamarkaði.
Þar kemur ennfremur fram að Lind hafi hagnast um 42 milljónir króna samkvæmt nýjasta ársreikningi hennar á árinu 2021. Árið áður nam hagnaðurinn 28 milljónum króna.
Rekstrartekjur félagsins námu 864 milljónum króna 2021 og jukust um 190 milljónir frá fyrra ári. Eignir fasteignasölunnar námu 143 milljónum króna í lok ársins 2021 og eigið féið nam 81 milljón króna.