Lumbraði á löggu í ölæði Árni Sæberg skrifar 16. júní 2023 12:14 Dómurinn var kveðinn upp í Héraðsdómi Austurlands þann 6. júní. Vísir/Vilhelm Karlmaður á Austurlandi hefur verið dæmdur til fjögurra mánaða skilorðsbundinnar fangelsisvistar fyrir brot gegn valdstjórninni, með því að kýla lögregluþjón. Í dómi Héraðsdóms Austurlands segir að maðurinn hafi verið handtekinn í september í fyrra nálægt heimili sínu á ótilgreindum stað á Austurlandi. Samkvæmt lögregluskýrslu var maðurinn mjög ölvaður og æstur í þokkabót. Í frumskýrslu fjögurra lögreglumanna, sem afskipti höfðu af manninum á lögreglustöð bæjarins, segir að maðurinn hafi verið í annarlegu ástandi og að hann hafi meðal annars viðhaft svigurmæli og ógnandi hegðun, þar á meðal eftir að hann hafði verið færður í fangaklefa. Fram kemur að fylgst hafi verið með manninum í klefanum af öryggisástæðum, en hljóð-og myndefni þar um eru á meðal rannsóknargagna. Samkvæmt gögnum var meðal annars haft tal af manninum í gegnum lúgu á klefahurð nokkru eftir miðnætti og má meðal annars heyra í upptökum að maðurinn óskar eftir því að fá að fara á salerni,en er neitað af öryggisástæðum. Piparúði olli vandræðum Vegna atgangs og aðgerða mannsins tókst lögreglumönnum ekki að loka fyrrnefndri lúgu og voru klefadyrnar því opnaðar. Maðurinn brást þá skjótt við og í framhaldinu af því urðu átök með honum og tveimur lögreglumönnum. Maðurinn var færður á gólfið með valdi og piparúða var úðað á hann. Ekki fór betur en svo að úðinn fór einnig yfir annan lögreglumanninn sem olli því að hinn var í stuttan tíma einn með manninum. Lögreglumaðurinn sat ofan á manninum og heldur um hendur hans þar sem hann liggur á bakinu. Við þessar aðstæður náði maðurinn að losa um hægri hönd sína og kýla í framhaldi af því á gagnauga og vinstri augabrún lögreglumannsins. Lögreglumaðurinn hlaut af þessu skurð á vinstri augabrún, mar á efra augnloki og mar á vinstra kinnbeini. Maðurinn játaði brot sitt skýlaust og því var maðurinn sakfelldur án frekari sönnunarfærslu. Maðurinn var dæmdur til fjögurra mánaða fangelsisvistar, sem var skilorðsbundin til þriggja ára. Þá var maðurinn dæmdur til þess að greiða allan sakarkostnað, alls 619 þúsund krónur. Dómsmál Lögreglan Mest lesið Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Innlent Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Erlent Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Erlent Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Innlent Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Erlent Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Innlent Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi Erlent Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Erlent Fleiri fréttir Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Frábær og vel heppnuð Ljósanótt Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Skoða að rifta fríverslunarsamningi við Ísrael Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Sjá meira
Í dómi Héraðsdóms Austurlands segir að maðurinn hafi verið handtekinn í september í fyrra nálægt heimili sínu á ótilgreindum stað á Austurlandi. Samkvæmt lögregluskýrslu var maðurinn mjög ölvaður og æstur í þokkabót. Í frumskýrslu fjögurra lögreglumanna, sem afskipti höfðu af manninum á lögreglustöð bæjarins, segir að maðurinn hafi verið í annarlegu ástandi og að hann hafi meðal annars viðhaft svigurmæli og ógnandi hegðun, þar á meðal eftir að hann hafði verið færður í fangaklefa. Fram kemur að fylgst hafi verið með manninum í klefanum af öryggisástæðum, en hljóð-og myndefni þar um eru á meðal rannsóknargagna. Samkvæmt gögnum var meðal annars haft tal af manninum í gegnum lúgu á klefahurð nokkru eftir miðnætti og má meðal annars heyra í upptökum að maðurinn óskar eftir því að fá að fara á salerni,en er neitað af öryggisástæðum. Piparúði olli vandræðum Vegna atgangs og aðgerða mannsins tókst lögreglumönnum ekki að loka fyrrnefndri lúgu og voru klefadyrnar því opnaðar. Maðurinn brást þá skjótt við og í framhaldinu af því urðu átök með honum og tveimur lögreglumönnum. Maðurinn var færður á gólfið með valdi og piparúða var úðað á hann. Ekki fór betur en svo að úðinn fór einnig yfir annan lögreglumanninn sem olli því að hinn var í stuttan tíma einn með manninum. Lögreglumaðurinn sat ofan á manninum og heldur um hendur hans þar sem hann liggur á bakinu. Við þessar aðstæður náði maðurinn að losa um hægri hönd sína og kýla í framhaldi af því á gagnauga og vinstri augabrún lögreglumannsins. Lögreglumaðurinn hlaut af þessu skurð á vinstri augabrún, mar á efra augnloki og mar á vinstra kinnbeini. Maðurinn játaði brot sitt skýlaust og því var maðurinn sakfelldur án frekari sönnunarfærslu. Maðurinn var dæmdur til fjögurra mánaða fangelsisvistar, sem var skilorðsbundin til þriggja ára. Þá var maðurinn dæmdur til þess að greiða allan sakarkostnað, alls 619 þúsund krónur.
Dómsmál Lögreglan Mest lesið Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Innlent Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Erlent Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Erlent Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Innlent Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Erlent Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Innlent Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi Erlent Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Erlent Fleiri fréttir Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Frábær og vel heppnuð Ljósanótt Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Skoða að rifta fríverslunarsamningi við Ísrael Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Sjá meira