„Segðu söguna þína, hún mun hvetja aðra til dáða“ Svava Marín Óskarsdóttir skrifar 16. júní 2023 14:00 Kristinn Rúnar er Kópavogsbúi í húð og hár og er mikill stuðningsmaður Breiðabliks. Aðsend „Það er bara að líta lífið björtum augum þó það sé ekki alltaf auðvelt ... lífið.“ Þetta segir Kristinn Rúnar Kristinsson, eða LA Krödz, sem var gestur í hlaðvarpinu Jákastinu fyrir stuttu. Í þættinum ræða Kristinn og þáttastjórnandi Jákastsins meðal annars um geðhvörf, fyrstu bók Kristins, Maníuraunir – Reynslusaga strípalingsins á Austurvelli, jákvæðni, bróðurmissi Kristins, tengingu Kristins og Kristjáns í gegnum áföll, húmorinn fyrir manni sjálfum og öðrum, hve mikilvægt það er að „fokka í norminu“, baráttuna þegar kemur að geðheilbrigðismálum og magnað ævintýri Kristins í Dallas þar sem hann hitti átrúnaðargoð sitt, Dirk Nowitzki, og margt fleira. Margt til lista lagt og jákvæður með eindæmum Kristinn Rúnar er Kópavogsbúi í húð og hár og er mikill stuðningsmaður Breiðabliks. Hann er mikill baráttumaður fyrir geðheilbrigðismálum og hefur unnið þrekvirki í baráttunni í gegnum tíðina. Kristinn er ritstjóri og rithöfundur og hefur hann einnig haldið fyrirlestra um málefni tengd geðheilbrigðismálum á alls konar vettvöngum. Kristinn er jákvæður með eindæmum og lítur lífið björtum augum þó það sé ekki alltaf auðvelt. „Það er bara að líta lífið björtum augum þó það sé ekki alltaf auðvelt ... lífið,“ sagði Kristinn um lífið og tilveruna. Hlusta má á viðtalið í heild sinni í spilaranum að neðan. Áföll, tengingar og hið andlega Kristinn Rúnar lenti í því áfalli að missa stóra bróður sinn, Guðni Rúnar Kristinsson, í flugslysi í Kanada árið 2007. Kristinn og þáttastjórnandi hafa þekkst í langan tíma og tengja þeir mikið í gegnum sín áföll. Kristinn trúir ekki á tilviljanir og er hann andlega þenkjandi. „Ég held að sko, við erum djúpir saman. Ég er ekkert viss um að við myndum þekkjast ef þessi áföll hefðu ekki verið... Ég held að þeir félagar Haffi og Guðni hafi komið okkur svolítið saman sko ... Sérstaklega þegar við erum að kynnast fyrstu árin erum við mikið að tala um þá, okkur, missinn og hvernig við höfum tæklað það.“ „Þeir fylgjast með, það er alveg pottþétt,“ segir Kristinn. Greindist með geðhvörf ungur Kristinn greindist með geðhvörf þegar hann var um tólf ára og tók það mikið á að vita ekki hvað væri að eiga sér stað áður en greiningin kom. Kristinn var mikill íþróttamaður og æfði bæði fótbolta og körfubolta. Kristinn var markakóngur á Shell-mótinu árið 1998 og var valinn í landslið Shell-mótsins ári seinna. Hann var mjög góður íþróttamaður en draumurinn um að verða atvinnumaður fór dvínandi eftir því sem á leið. Kristinn færði sig úr útispilara í markmann þegar hann var tólf ára gamall. „Ég skoraði 28 mörk á tveimur mótum og var í landsliði Shell-móts árið 1999 þegar ég var tíu ára og var þar tekinn fram yfir stráka sem urðu Íslandsmeistarar með meistaraflokki og landsliðsmenn.“ Kristinn fór að finna mikið fyrir þunglyndi haustið 2002.Aðsend Kristinn fór að finna mikið fyrir þunglyndi haustið 2002. „Ástæðan fyrir þunglyndinu sem byrjaði af krafti haustið 2002, þegar ég var í 8. bekk, voru ýkjurnar í mér. Á næstu mánuðum, á einu ári, hægt og bítandi, var ég að missa mína krafta sem einn besti leikmaðurinn bæði í körfu og fótbolta. Haustið 2002 var ég ekki alveg tilbúinn í 8. bekkinn. Það er svolítið stökk að fara í 8. bekk. Það er svolítið mikið meira að læra heima. Ég fór að missa svefn bæði yfir heimanámi og þessu með íþróttirinar, að menn væru að taka fram úr mér,“ segir Kristinn og segir þunglyndið hafa tekið sinn toll sem er erfitt að útskýra. Erfitt fyrir alla „Í mínu tilviki var þetta þannig að geðlæknar og sálfræðingar á Íslandi höfðu ekki séð svona djúpar niðursveiflur hjá þrettán til fjórtán ára dreng og þær vörðu í einhverja tólf daga. Sem betur fer var sveiflan alltaf eins. Það tók svona fimm daga að ná algjörum „rock bottom“. Mér leið alltaf verr og verr. Svo á fimmta til sjötta degi var alltaf snúningspunktur. Svo var ég kannski tilbúinn að mæta í skólann á tíunda eða tólfta degi. Þarna er ég þrettán til sextán ára. Ég missti af einum þriðja af 10. bekk. Fór ekki í samræmdu prófin nema ég fór í dönskuprófið, af því ég vissi að ég gæti náð því án þess að læra undir það, fékk 5,5. Ég vissi að hitt var „done” ,ólærður allt árið. Ég var metinn úr Kópavogsskóla. Hvernig þetta var, það var alltaf skrítið að koma til baka í skólann.“ Kristinn segir að þetta hafi tekið mikið á sig og sína fjölskyldu. Kristján Hafþórsson er umsjónarmaður Jákastsins.Aðsend Húmorinn fyrir sér og öðrum mikilvægur Kristinn er mikill húmoristi og hefur hann mikinn húmor fyrir sér og öðrum. „Ég hef sagt það að ef ég væri ekki með húmor fyrir sjálfum mér og öðrum þá væri ég búinn að enda mitt líf, það væri alveg á hreinu. Af því að þetta er búið að vera það erfitt á köflum.“ Kristni finnst mikilvægt að hafa húmorinn að vopni og finnst gaman að brjóta hið hefðbundna upp og „fokka í norminu“. Kristinn segir að þátturinn 70 mínútur hafi að vissu leyti bjargað honum í þunglyndinu á sínum tíma. „Ég horfði á þá alltaf, ég horfði alltaf á 70 mínútur. Þeir svolítið, ég hef ekki sagt þeim það, enda þekki ég ekki neinn af þeim, en þeir svolítið björguðu mér oft þarna í þunglyndinu.“ „Sko það var bara markmið hjá þeim, nú ferð þú út og fokkar í norminu. Það var svolítið mikið það sem þeir voru bara að einblína á og ég fór að gera þetta markvisst sjálfur,“ segir Kristinn. Mikilvægt að opna sig og tala um hlutina Kristinn og þáttastjórnandi kynntust árið 2011 og opnaði Kristinn sig um geðhvörfin í fyrsta hittingi þeirra. „Þarna var ég ekki búinn að opna mig eiginlega við neinn um geðhvörfin en ég fann það strax að ég gæti opnað mig við þig, hvað ég væri búinn að ganga í gegnum og þú myndir ekki dæma heldur myndir frekar hjálpa mér með það.“ Það liðu tvö ár þangað til að Kristinn opnaði sig opinberlega um geðhvörfin. Hann opnaði sig um geðhvörfin með ræðu á Dale Carnegie námskeiði. „Ég vissi að ég yrði að gera það, en þetta var ótrúlega erfitt. Það var skömm, ég vissi ekki hvernig fólk myndi taka því.“ Mómentið var þegar Robin Williams svipti sig lífi, 11. ágúst 2014 Kristinn ákvað að opna sig upp á gátt opinberlega árið 2014 í kjölfar andláts Robin Williams leikara. „Einn fyndnasti maður sögunnar og var með geðhvörf ... Svo var það 13. ágúst, tveimur dögum seinna sem gömul vinkona mín úr Kópavogsskóla deildi frétt um Robin Williams og sagði að nú verði að vera vitundarvakning um þessi mál. Það séu alltof margir að fela sín mál og nú verði fólk að fara að opna sig. Ég tók þessu eiginlega eins og hún væri að beina þessu að mér, sem hún var ekki að gera þó hún þekkti mig og ég hugsaði: Já, nú skrifar þú status og opnar þig um þína erfiðleika og fólk á örugglega eftir að taka vel í það.“ Kristinn og Kristján umjsónarmaður Jákastsins.Aðsend Kristinn lýsir tilfinningunni að skrifa pistilinn þannig að hann byrjaði að skjálfa og svitna, stroka allt út og fannst hann ekki geta þetta. Svo ákvað hann að stappa í sig stálinu og láta vaða. „Ég vissi bara að ef ég myndi gera þetta almennilega og skrifa góðan pistil, þarna ... Það eru ekki nema átta ár síðan, þarna var enginn að opna sig og þetta rættist allt, þvílík viðbrögð og deilingar.“ Manía fylgdi í kjölfar þess að opna sig Kristinn talar um að þrátt fyrir öllu því góða sem fylgdi því að opna umræðuna fylgdi því mikið ójafnvægi við það að opinbera sig. „Ég þurfti að gjalda fyrir þetta líka, ekki með fordómum, fólk tók vel í þetta ... Það sem ég þurfti að gjalda fyrir þetta var ójafnvægi. Ég fór í mína aðra maníu þarna, og hún var risastór. Ég var í raun í ójafnvægi í tvö ár eftir þetta. Þetta hrinti af stað maníu númer tvö og það voru fimm ár frá fyrstu sem var 2009.“ „Ástæðan fyrir því að ég fór í maníu þarna var vellíðan. Það var eins og tíu til tuttugu kíló hafi verið tekið af öxlunum á mér.“ Maníuraunir - Reynslusaga strípalingsins á Austurvelli Kristinn byrjaði að skrifa bókina Maníuraunir - Reynslusaga strípalingsins á Austurvelli í nóvember árið 2017. Kveikjan að bókinni kviknaði á ísrúnti. Þáttastjórnandi Jákastsins, skrifaði formála bókarinnar um sína reynslu af Kristni í maníu. Hugmyndin að bókinni kom út frá sögum Kristins um hans raunir í maníum og voru þær margar hverjar kómískar og skemmtilegar. „Ég var svolítið að drita á þig maníusögum þarna, haustið 2017,“ segir Kristinn. „Ég var ekki alveg viss hvort ég væri kominn með fulla bók, fólk hafði sagt að ég ætti eftir að skrifa bók, þú ert góður penni. Ég sagði við þig, ég held að ég sé kannski kominn hálfa leið eða tvo þriðju eða eitthvað. Ég sagði strax, hvernig hljóma „Maníuraunir“? Ég hafði aldrei hugsað það áður.“ Kristinn segist vera mjög hvatvís og ásamt því að fá hvatningu til þess að skrifa bókina fór hann heim til sín eftir rúntinn og setti upp tíu kafla beinagrind af bókinni og sagði hann á Facebook að hann myndi gefa út Maníuraunir fyrir jólin árið 2018, sem var rúmu ári seinna. „Það gekk eftir. Þetta eru 320 blaðsíður.“ Kristinn er einnig búinn að gefa út bókina á ensku. „Bókin er 336 blaðsíður á ensku. Hún heitir „Don´t Stop Me - My Life with Bipolar Disorder.““ Bók Kristins er beitt og gagnrýnin en húmorinn og gleði eru einnig við völd. Maníuraunir kom út 25. október 2018. Kristinn Rúnar heldur úti heimasíðunni kristinnrunar.com, þar sem hægt er að nálgast hljóðbækur og rafbækur Maníurauna og Don´t Stop Me ókeypis. Það er alls konar efni á heimasíðunni eins og pistlar eftir Kristin sem eru orðnir rúmlega fimmtíu talsins. „Kannski vill einhver gera þáttaröð, bíómynd eða leikrit eða eitthvað um þetta. Það er draumurinn í framtíðinni.“ Strípalingurinn á Austurvelli og barátta fyrir geðheilbrigðismálum Kristinn er sjálfur strípalingurinn á Austurvelli en það átti sér stað þegar hann var í maníu árið 2015. „Það var verið að sýna Free the nipple samstöðu. Ég held sko, jújú, það eru sumir sem þekkja mig eftir að maður opnaði sig um geðhvörfin en ég held að jafnvel fleiri þekki stikkorðin strípalingurinn á Austurvelli og umferðarstjórnun við Smáralind, heldur en endilega nafnið mitt og andlitið á mér. Það hefur bara lesið þetta og man þetta.“ Kristinn var farinn að láta mikið til sín taka í baráttunni fyrir geðheilbrigðismálum. Hann var búinn að skora opinberlega á heilbrigðisráðherra að gera betur í þessu málefni og fleira. Kristni finnst þó ekki mikið hafa breyst í þessum málum frá því að hann byrjaði að tjá sig opinberlega um geðheilbrigðismál. „Nei, í raun og veru ekki. Ekki mikið, við þurfum nýja geðdeild og stærri. Það eru tólf pláss þarna á bráðageðdeildinni og þetta eru svolítið fíkni- og maníudeild á sumrin.“ Aðsend Hitti átrúnaðargoðið Dirk Nowitzki í Dallas Kristinn Rúnar er mikill aðdáandi Dallas Mavericks í NBA-deildinni í körfubolta. Hans uppáhaldsleikmaður fyrr og síðar er Þjóðverjinn Dirk Nowitzki. Dirk er hættur í körfubolta í dag en tímabilið 2018-2019 var hans síðasta. Kristinn fór til Dallas í apríl 2019 og ætlaði að ná að hitta Dirk áður en hann hætti. „Ég hugsaði, það er núna eða aldrei. Hann hafði aldrei verið með umboðsmann. Hann er á Twitter, hann like-aði tattoo-ið sem ég er með á mér þar sem hann er að skjóta lauk (eins og körfubolta), þannig að ég var ekki með neitt í höndunum, nema bara tattoo-ið sem var ákveðinn „Golden Ticket“, stórt tattoo á vinstri upphandlegg og svo var ég með stórt spjald.“ Kristinn mætti með stórt pappaspjald sem var með fallegum skilaboðum til Dirk Nowitzki. Spjaldið vakti athygli hjá samfélagsmiðlum og fjölmiðladeild Dallas Mavericks og endaði á því að Kristinn fékk einkahitting með Dirk Nowitzki. „Um leið og ég kom inn í höllina á fyrri leikinn, ég fór á tvo leiki, var ég myndaður í bak og fyrir og fékk nafnspjald hjá ljósmyndara liðsins. Ég fékk að fara „courtside“ í smá tíma. Hann kom ekkert til mín, ég vildi að hann myndi kvitta á spjaldið hjá mér, þannig að fyrir seinni leikinn var ég ekkert alltof vongóður.“ Hittingurinn var magnaður og fékk Kristinn Rúnar korters stund með hetjunni sinni.Aðsend Hittingurinn var magnaður og fékk Kristinn Rúnar korters stund með hetjunni sinni. „Hann var bara eins og hver annar og það varla sést munur á því hvor er glaðari, ég eða hann, á þessum myndum. Ótrúlega „humble” súperstjarna. Hann gaf mér skóna sína sem hann skrifaði á: „To Kristinn“ og kvittaði einnig á spjaldið mitt og treyjuna.“ Jákastið er hlaðvarpsþáttur sem Kristján Hafþórsson heldur úti. Jákastið er hlaðvarp þar sem hlustendur kynnast jákvæðum og drífandi einstaklingum enn betur og á það að veita innblástur, gleði, valdeflingu og hugrekki. Það má finna Jákastið á tal.is/jakastid sem og á öllum helstu hlaðvarpsveitum. Fólk með sjálfsvígshugsanir er minnt á Píeta samtökin. Síminn hjá Pieta-samtökunum er jafnframt opinn allan sólarhringinn og er 552-2218 og vefsíðan pieta.is. Jákastið Geðheilbrigði Tengdar fréttir „Fyrir hvern ertu á lífi ef þú þorir ekki að prófa það sem þig langar til að gera?“ Samfélagsmiðlastjarnan Lil Curly, sem heitir réttu nafni Arnar Gauti Arnarsson, var feiminn í æsku en gerir nú TikTok myndbönd fyrir fleiri milljónir manns út um allan heim. Curly er óhræddur við áskoranir og tengir lítið við fólk sem lætur gagnrýni stoppa sig. 12. desember 2022 16:31 Siggi Hlö kenndi Valla að vera drullusama um hvað öðrum finnst „Ég er jákvæður og opinn. Ég er óhræddur við að reyna hluti sem ég hef ekki gert áður og mér er drullusama hvað öðrum finnst,“ segir Valgeir Magnússon, betur þekktur sem Valli Sport. 13. október 2022 13:30 Mest lesið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Bíó og sjónvarp „Ég var alltaf systir bræðranna sem dóu, dóttir bæjarstjórans eða dóttir ráðherrans“ Áskorun Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Lífið Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Lífið Fleiri fréttir Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Eitt fallegasta hús landsins sem Duna Laxness ólst upp í Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Barst með snjóflóði út í sjó og fékk hjartaáfall á tíu metra dýpi Hefðum við átt að sjá framboð Höllu Hrundar fyrir strax í febrúar? Ringo tróð upp á tónleikum Paul McCartney Safnaði fyrir björgunarsveitinni sem kom ömmu úr snjóflóði Fjölgar listaverkum eftir konur á Bessastöðum Helgi og Rakel með listgallerí í miðri íbúð þeirra Sonur Gunnhildar og Erin kominn með nafn Prinsinn kom á undan Kónginum Tilkynningin sem kom af stað óvæntri atburðarás Kári og Eva eru hjón Hafdís ætlar ekki að svara spurningaflóðinu Einfaldar leiðir fyrir andlega vellíðan um hátíðirnar „Þetta byrjaði allt þegar ég var á lausu“ Orði gagnrýni eins og þeir vilji að makinn orði hana Innlit í nýju Airbus vélina sem er nýlent á landinu Dótturdóttir Bjarna Ben komin með nafn „Hvert heldurðu að álagið sé orðið á börnin sjálf?“ Sjá meira
Í þættinum ræða Kristinn og þáttastjórnandi Jákastsins meðal annars um geðhvörf, fyrstu bók Kristins, Maníuraunir – Reynslusaga strípalingsins á Austurvelli, jákvæðni, bróðurmissi Kristins, tengingu Kristins og Kristjáns í gegnum áföll, húmorinn fyrir manni sjálfum og öðrum, hve mikilvægt það er að „fokka í norminu“, baráttuna þegar kemur að geðheilbrigðismálum og magnað ævintýri Kristins í Dallas þar sem hann hitti átrúnaðargoð sitt, Dirk Nowitzki, og margt fleira. Margt til lista lagt og jákvæður með eindæmum Kristinn Rúnar er Kópavogsbúi í húð og hár og er mikill stuðningsmaður Breiðabliks. Hann er mikill baráttumaður fyrir geðheilbrigðismálum og hefur unnið þrekvirki í baráttunni í gegnum tíðina. Kristinn er ritstjóri og rithöfundur og hefur hann einnig haldið fyrirlestra um málefni tengd geðheilbrigðismálum á alls konar vettvöngum. Kristinn er jákvæður með eindæmum og lítur lífið björtum augum þó það sé ekki alltaf auðvelt. „Það er bara að líta lífið björtum augum þó það sé ekki alltaf auðvelt ... lífið,“ sagði Kristinn um lífið og tilveruna. Hlusta má á viðtalið í heild sinni í spilaranum að neðan. Áföll, tengingar og hið andlega Kristinn Rúnar lenti í því áfalli að missa stóra bróður sinn, Guðni Rúnar Kristinsson, í flugslysi í Kanada árið 2007. Kristinn og þáttastjórnandi hafa þekkst í langan tíma og tengja þeir mikið í gegnum sín áföll. Kristinn trúir ekki á tilviljanir og er hann andlega þenkjandi. „Ég held að sko, við erum djúpir saman. Ég er ekkert viss um að við myndum þekkjast ef þessi áföll hefðu ekki verið... Ég held að þeir félagar Haffi og Guðni hafi komið okkur svolítið saman sko ... Sérstaklega þegar við erum að kynnast fyrstu árin erum við mikið að tala um þá, okkur, missinn og hvernig við höfum tæklað það.“ „Þeir fylgjast með, það er alveg pottþétt,“ segir Kristinn. Greindist með geðhvörf ungur Kristinn greindist með geðhvörf þegar hann var um tólf ára og tók það mikið á að vita ekki hvað væri að eiga sér stað áður en greiningin kom. Kristinn var mikill íþróttamaður og æfði bæði fótbolta og körfubolta. Kristinn var markakóngur á Shell-mótinu árið 1998 og var valinn í landslið Shell-mótsins ári seinna. Hann var mjög góður íþróttamaður en draumurinn um að verða atvinnumaður fór dvínandi eftir því sem á leið. Kristinn færði sig úr útispilara í markmann þegar hann var tólf ára gamall. „Ég skoraði 28 mörk á tveimur mótum og var í landsliði Shell-móts árið 1999 þegar ég var tíu ára og var þar tekinn fram yfir stráka sem urðu Íslandsmeistarar með meistaraflokki og landsliðsmenn.“ Kristinn fór að finna mikið fyrir þunglyndi haustið 2002.Aðsend Kristinn fór að finna mikið fyrir þunglyndi haustið 2002. „Ástæðan fyrir þunglyndinu sem byrjaði af krafti haustið 2002, þegar ég var í 8. bekk, voru ýkjurnar í mér. Á næstu mánuðum, á einu ári, hægt og bítandi, var ég að missa mína krafta sem einn besti leikmaðurinn bæði í körfu og fótbolta. Haustið 2002 var ég ekki alveg tilbúinn í 8. bekkinn. Það er svolítið stökk að fara í 8. bekk. Það er svolítið mikið meira að læra heima. Ég fór að missa svefn bæði yfir heimanámi og þessu með íþróttirinar, að menn væru að taka fram úr mér,“ segir Kristinn og segir þunglyndið hafa tekið sinn toll sem er erfitt að útskýra. Erfitt fyrir alla „Í mínu tilviki var þetta þannig að geðlæknar og sálfræðingar á Íslandi höfðu ekki séð svona djúpar niðursveiflur hjá þrettán til fjórtán ára dreng og þær vörðu í einhverja tólf daga. Sem betur fer var sveiflan alltaf eins. Það tók svona fimm daga að ná algjörum „rock bottom“. Mér leið alltaf verr og verr. Svo á fimmta til sjötta degi var alltaf snúningspunktur. Svo var ég kannski tilbúinn að mæta í skólann á tíunda eða tólfta degi. Þarna er ég þrettán til sextán ára. Ég missti af einum þriðja af 10. bekk. Fór ekki í samræmdu prófin nema ég fór í dönskuprófið, af því ég vissi að ég gæti náð því án þess að læra undir það, fékk 5,5. Ég vissi að hitt var „done” ,ólærður allt árið. Ég var metinn úr Kópavogsskóla. Hvernig þetta var, það var alltaf skrítið að koma til baka í skólann.“ Kristinn segir að þetta hafi tekið mikið á sig og sína fjölskyldu. Kristján Hafþórsson er umsjónarmaður Jákastsins.Aðsend Húmorinn fyrir sér og öðrum mikilvægur Kristinn er mikill húmoristi og hefur hann mikinn húmor fyrir sér og öðrum. „Ég hef sagt það að ef ég væri ekki með húmor fyrir sjálfum mér og öðrum þá væri ég búinn að enda mitt líf, það væri alveg á hreinu. Af því að þetta er búið að vera það erfitt á köflum.“ Kristni finnst mikilvægt að hafa húmorinn að vopni og finnst gaman að brjóta hið hefðbundna upp og „fokka í norminu“. Kristinn segir að þátturinn 70 mínútur hafi að vissu leyti bjargað honum í þunglyndinu á sínum tíma. „Ég horfði á þá alltaf, ég horfði alltaf á 70 mínútur. Þeir svolítið, ég hef ekki sagt þeim það, enda þekki ég ekki neinn af þeim, en þeir svolítið björguðu mér oft þarna í þunglyndinu.“ „Sko það var bara markmið hjá þeim, nú ferð þú út og fokkar í norminu. Það var svolítið mikið það sem þeir voru bara að einblína á og ég fór að gera þetta markvisst sjálfur,“ segir Kristinn. Mikilvægt að opna sig og tala um hlutina Kristinn og þáttastjórnandi kynntust árið 2011 og opnaði Kristinn sig um geðhvörfin í fyrsta hittingi þeirra. „Þarna var ég ekki búinn að opna mig eiginlega við neinn um geðhvörfin en ég fann það strax að ég gæti opnað mig við þig, hvað ég væri búinn að ganga í gegnum og þú myndir ekki dæma heldur myndir frekar hjálpa mér með það.“ Það liðu tvö ár þangað til að Kristinn opnaði sig opinberlega um geðhvörfin. Hann opnaði sig um geðhvörfin með ræðu á Dale Carnegie námskeiði. „Ég vissi að ég yrði að gera það, en þetta var ótrúlega erfitt. Það var skömm, ég vissi ekki hvernig fólk myndi taka því.“ Mómentið var þegar Robin Williams svipti sig lífi, 11. ágúst 2014 Kristinn ákvað að opna sig upp á gátt opinberlega árið 2014 í kjölfar andláts Robin Williams leikara. „Einn fyndnasti maður sögunnar og var með geðhvörf ... Svo var það 13. ágúst, tveimur dögum seinna sem gömul vinkona mín úr Kópavogsskóla deildi frétt um Robin Williams og sagði að nú verði að vera vitundarvakning um þessi mál. Það séu alltof margir að fela sín mál og nú verði fólk að fara að opna sig. Ég tók þessu eiginlega eins og hún væri að beina þessu að mér, sem hún var ekki að gera þó hún þekkti mig og ég hugsaði: Já, nú skrifar þú status og opnar þig um þína erfiðleika og fólk á örugglega eftir að taka vel í það.“ Kristinn og Kristján umjsónarmaður Jákastsins.Aðsend Kristinn lýsir tilfinningunni að skrifa pistilinn þannig að hann byrjaði að skjálfa og svitna, stroka allt út og fannst hann ekki geta þetta. Svo ákvað hann að stappa í sig stálinu og láta vaða. „Ég vissi bara að ef ég myndi gera þetta almennilega og skrifa góðan pistil, þarna ... Það eru ekki nema átta ár síðan, þarna var enginn að opna sig og þetta rættist allt, þvílík viðbrögð og deilingar.“ Manía fylgdi í kjölfar þess að opna sig Kristinn talar um að þrátt fyrir öllu því góða sem fylgdi því að opna umræðuna fylgdi því mikið ójafnvægi við það að opinbera sig. „Ég þurfti að gjalda fyrir þetta líka, ekki með fordómum, fólk tók vel í þetta ... Það sem ég þurfti að gjalda fyrir þetta var ójafnvægi. Ég fór í mína aðra maníu þarna, og hún var risastór. Ég var í raun í ójafnvægi í tvö ár eftir þetta. Þetta hrinti af stað maníu númer tvö og það voru fimm ár frá fyrstu sem var 2009.“ „Ástæðan fyrir því að ég fór í maníu þarna var vellíðan. Það var eins og tíu til tuttugu kíló hafi verið tekið af öxlunum á mér.“ Maníuraunir - Reynslusaga strípalingsins á Austurvelli Kristinn byrjaði að skrifa bókina Maníuraunir - Reynslusaga strípalingsins á Austurvelli í nóvember árið 2017. Kveikjan að bókinni kviknaði á ísrúnti. Þáttastjórnandi Jákastsins, skrifaði formála bókarinnar um sína reynslu af Kristni í maníu. Hugmyndin að bókinni kom út frá sögum Kristins um hans raunir í maníum og voru þær margar hverjar kómískar og skemmtilegar. „Ég var svolítið að drita á þig maníusögum þarna, haustið 2017,“ segir Kristinn. „Ég var ekki alveg viss hvort ég væri kominn með fulla bók, fólk hafði sagt að ég ætti eftir að skrifa bók, þú ert góður penni. Ég sagði við þig, ég held að ég sé kannski kominn hálfa leið eða tvo þriðju eða eitthvað. Ég sagði strax, hvernig hljóma „Maníuraunir“? Ég hafði aldrei hugsað það áður.“ Kristinn segist vera mjög hvatvís og ásamt því að fá hvatningu til þess að skrifa bókina fór hann heim til sín eftir rúntinn og setti upp tíu kafla beinagrind af bókinni og sagði hann á Facebook að hann myndi gefa út Maníuraunir fyrir jólin árið 2018, sem var rúmu ári seinna. „Það gekk eftir. Þetta eru 320 blaðsíður.“ Kristinn er einnig búinn að gefa út bókina á ensku. „Bókin er 336 blaðsíður á ensku. Hún heitir „Don´t Stop Me - My Life with Bipolar Disorder.““ Bók Kristins er beitt og gagnrýnin en húmorinn og gleði eru einnig við völd. Maníuraunir kom út 25. október 2018. Kristinn Rúnar heldur úti heimasíðunni kristinnrunar.com, þar sem hægt er að nálgast hljóðbækur og rafbækur Maníurauna og Don´t Stop Me ókeypis. Það er alls konar efni á heimasíðunni eins og pistlar eftir Kristin sem eru orðnir rúmlega fimmtíu talsins. „Kannski vill einhver gera þáttaröð, bíómynd eða leikrit eða eitthvað um þetta. Það er draumurinn í framtíðinni.“ Strípalingurinn á Austurvelli og barátta fyrir geðheilbrigðismálum Kristinn er sjálfur strípalingurinn á Austurvelli en það átti sér stað þegar hann var í maníu árið 2015. „Það var verið að sýna Free the nipple samstöðu. Ég held sko, jújú, það eru sumir sem þekkja mig eftir að maður opnaði sig um geðhvörfin en ég held að jafnvel fleiri þekki stikkorðin strípalingurinn á Austurvelli og umferðarstjórnun við Smáralind, heldur en endilega nafnið mitt og andlitið á mér. Það hefur bara lesið þetta og man þetta.“ Kristinn var farinn að láta mikið til sín taka í baráttunni fyrir geðheilbrigðismálum. Hann var búinn að skora opinberlega á heilbrigðisráðherra að gera betur í þessu málefni og fleira. Kristni finnst þó ekki mikið hafa breyst í þessum málum frá því að hann byrjaði að tjá sig opinberlega um geðheilbrigðismál. „Nei, í raun og veru ekki. Ekki mikið, við þurfum nýja geðdeild og stærri. Það eru tólf pláss þarna á bráðageðdeildinni og þetta eru svolítið fíkni- og maníudeild á sumrin.“ Aðsend Hitti átrúnaðargoðið Dirk Nowitzki í Dallas Kristinn Rúnar er mikill aðdáandi Dallas Mavericks í NBA-deildinni í körfubolta. Hans uppáhaldsleikmaður fyrr og síðar er Þjóðverjinn Dirk Nowitzki. Dirk er hættur í körfubolta í dag en tímabilið 2018-2019 var hans síðasta. Kristinn fór til Dallas í apríl 2019 og ætlaði að ná að hitta Dirk áður en hann hætti. „Ég hugsaði, það er núna eða aldrei. Hann hafði aldrei verið með umboðsmann. Hann er á Twitter, hann like-aði tattoo-ið sem ég er með á mér þar sem hann er að skjóta lauk (eins og körfubolta), þannig að ég var ekki með neitt í höndunum, nema bara tattoo-ið sem var ákveðinn „Golden Ticket“, stórt tattoo á vinstri upphandlegg og svo var ég með stórt spjald.“ Kristinn mætti með stórt pappaspjald sem var með fallegum skilaboðum til Dirk Nowitzki. Spjaldið vakti athygli hjá samfélagsmiðlum og fjölmiðladeild Dallas Mavericks og endaði á því að Kristinn fékk einkahitting með Dirk Nowitzki. „Um leið og ég kom inn í höllina á fyrri leikinn, ég fór á tvo leiki, var ég myndaður í bak og fyrir og fékk nafnspjald hjá ljósmyndara liðsins. Ég fékk að fara „courtside“ í smá tíma. Hann kom ekkert til mín, ég vildi að hann myndi kvitta á spjaldið hjá mér, þannig að fyrir seinni leikinn var ég ekkert alltof vongóður.“ Hittingurinn var magnaður og fékk Kristinn Rúnar korters stund með hetjunni sinni.Aðsend Hittingurinn var magnaður og fékk Kristinn Rúnar korters stund með hetjunni sinni. „Hann var bara eins og hver annar og það varla sést munur á því hvor er glaðari, ég eða hann, á þessum myndum. Ótrúlega „humble” súperstjarna. Hann gaf mér skóna sína sem hann skrifaði á: „To Kristinn“ og kvittaði einnig á spjaldið mitt og treyjuna.“ Jákastið er hlaðvarpsþáttur sem Kristján Hafþórsson heldur úti. Jákastið er hlaðvarp þar sem hlustendur kynnast jákvæðum og drífandi einstaklingum enn betur og á það að veita innblástur, gleði, valdeflingu og hugrekki. Það má finna Jákastið á tal.is/jakastid sem og á öllum helstu hlaðvarpsveitum. Fólk með sjálfsvígshugsanir er minnt á Píeta samtökin. Síminn hjá Pieta-samtökunum er jafnframt opinn allan sólarhringinn og er 552-2218 og vefsíðan pieta.is.
Fólk með sjálfsvígshugsanir er minnt á Píeta samtökin. Síminn hjá Pieta-samtökunum er jafnframt opinn allan sólarhringinn og er 552-2218 og vefsíðan pieta.is.
Jákastið Geðheilbrigði Tengdar fréttir „Fyrir hvern ertu á lífi ef þú þorir ekki að prófa það sem þig langar til að gera?“ Samfélagsmiðlastjarnan Lil Curly, sem heitir réttu nafni Arnar Gauti Arnarsson, var feiminn í æsku en gerir nú TikTok myndbönd fyrir fleiri milljónir manns út um allan heim. Curly er óhræddur við áskoranir og tengir lítið við fólk sem lætur gagnrýni stoppa sig. 12. desember 2022 16:31 Siggi Hlö kenndi Valla að vera drullusama um hvað öðrum finnst „Ég er jákvæður og opinn. Ég er óhræddur við að reyna hluti sem ég hef ekki gert áður og mér er drullusama hvað öðrum finnst,“ segir Valgeir Magnússon, betur þekktur sem Valli Sport. 13. október 2022 13:30 Mest lesið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Bíó og sjónvarp „Ég var alltaf systir bræðranna sem dóu, dóttir bæjarstjórans eða dóttir ráðherrans“ Áskorun Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Lífið Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Lífið Fleiri fréttir Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Eitt fallegasta hús landsins sem Duna Laxness ólst upp í Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Barst með snjóflóði út í sjó og fékk hjartaáfall á tíu metra dýpi Hefðum við átt að sjá framboð Höllu Hrundar fyrir strax í febrúar? Ringo tróð upp á tónleikum Paul McCartney Safnaði fyrir björgunarsveitinni sem kom ömmu úr snjóflóði Fjölgar listaverkum eftir konur á Bessastöðum Helgi og Rakel með listgallerí í miðri íbúð þeirra Sonur Gunnhildar og Erin kominn með nafn Prinsinn kom á undan Kónginum Tilkynningin sem kom af stað óvæntri atburðarás Kári og Eva eru hjón Hafdís ætlar ekki að svara spurningaflóðinu Einfaldar leiðir fyrir andlega vellíðan um hátíðirnar „Þetta byrjaði allt þegar ég var á lausu“ Orði gagnrýni eins og þeir vilji að makinn orði hana Innlit í nýju Airbus vélina sem er nýlent á landinu Dótturdóttir Bjarna Ben komin með nafn „Hvert heldurðu að álagið sé orðið á börnin sjálf?“ Sjá meira
„Fyrir hvern ertu á lífi ef þú þorir ekki að prófa það sem þig langar til að gera?“ Samfélagsmiðlastjarnan Lil Curly, sem heitir réttu nafni Arnar Gauti Arnarsson, var feiminn í æsku en gerir nú TikTok myndbönd fyrir fleiri milljónir manns út um allan heim. Curly er óhræddur við áskoranir og tengir lítið við fólk sem lætur gagnrýni stoppa sig. 12. desember 2022 16:31
Siggi Hlö kenndi Valla að vera drullusama um hvað öðrum finnst „Ég er jákvæður og opinn. Ég er óhræddur við að reyna hluti sem ég hef ekki gert áður og mér er drullusama hvað öðrum finnst,“ segir Valgeir Magnússon, betur þekktur sem Valli Sport. 13. október 2022 13:30