Stígamót kæra tvö tilfelli ofbeldis til lögreglu Jakob Bjarnar skrifar 16. júní 2023 10:46 Stígamót hafa nú gripið til þess að kæra tvö tilfelli ofbeldis en með því vilja þau, að sögn Drífu Snædal, senda út þau skilaboð að ekkert ofbeldi verði liðið. vísir/vilhelm Samtökin Stígamót vilja taka skýrt fram að hótanir, ógnanir, áreiti eða umsáturseinelti gegn starfsfólki Stígamóta verði ekki liðið og hafa tvö tilfelli af því tagi verið kærð til lögreglu. Að sögn Drífu Snædal, talskonu Stígamóta, er um að ræða tvær kærur sem Stígamót hafa lagt fram til lögreglu. „Við viljum gefa það mjög skýrt út að áreiti í gegnum tölvupósta eða öðruvísi hótanir eða ógnanir verða ekki liðnar,“ segir Drífa í samtali við Vísi. Drífa segist ekki vilja fara nánar í saumana á því hvers kyns umræddar hótanir eru; að ræða einstök mál. Hún segir það vissulega svo að eðli starfs þeirra sé að fást við ofbeldismál en þau hafi komist að þeirri niðurstöðu að nauðsyn væri á að hafa skýrar línur. Og þess vegna kæri Stígamót nú. „Ábyrgð vinnustaðarins er að tryggja að þetta verði ekki liðið og fari í réttan farveg,“ segir Drífa og vonast til að kærur Stígamóta núna verði til þess að fólk fylgi því fordæmi ef svo ber undir. Drífa segir jafnframt að vissulega sé það svo að þeir sem hafi mátt sæta ofbeldi hafi ekki getað treyst á að sækja rétt sinn. „Yfirvöld eða dómsstólar hafa ekkert alltaf verið bestu vinir þolenda en þetta er það sem við höfum. Og við viljum tryggja að hlutir fari í þennan farveg og hvetjum aðra vinnustaði til að þola ekki ofbeldi gegn starfsfólki og kæra slíkt umsvifalaust, hvort sem hótanir berast rafrænt eða með beinni hætti.“ Hún segir að Stígamót séu samtök sem hafa barist gegn ofbeldi í meira en þrjá áratugi og leitast við að valdefla fólk svo það megi takast á við afleiðingar ofbeldis. „Stígamót eru griðarstaður fyrir þau sem til okkar leita og starfsfólk þarf að finna fyrir öryggi líka eins og fólk alls staðar á rétt á. Samtökin eru þéttu samstarfi við lögregluyfirvöld sem aðstoða okkur við að bregðast hratt og örugglega við ef svo ber undir.“ Kynferðisofbeldi Lögreglumál Stafrænt ofbeldi Mest lesið Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Innlent Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Innlent Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Innlent Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Innlent Lögreglan lýsir eftir Kristínu Innlent Búið að boða til nýs fundar Innlent Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Innlent Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Erlent Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Innlent Fleiri fréttir Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Lögreglan lýsir eftir Kristínu Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Eiríkur, Eyvindur og Þorbjörg sækjast eftir dómaraskikkjunni Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Skoða málið en hafa ekki tekið endanlega ákvörðun um aðgerðir Sjá meira
Að sögn Drífu Snædal, talskonu Stígamóta, er um að ræða tvær kærur sem Stígamót hafa lagt fram til lögreglu. „Við viljum gefa það mjög skýrt út að áreiti í gegnum tölvupósta eða öðruvísi hótanir eða ógnanir verða ekki liðnar,“ segir Drífa í samtali við Vísi. Drífa segist ekki vilja fara nánar í saumana á því hvers kyns umræddar hótanir eru; að ræða einstök mál. Hún segir það vissulega svo að eðli starfs þeirra sé að fást við ofbeldismál en þau hafi komist að þeirri niðurstöðu að nauðsyn væri á að hafa skýrar línur. Og þess vegna kæri Stígamót nú. „Ábyrgð vinnustaðarins er að tryggja að þetta verði ekki liðið og fari í réttan farveg,“ segir Drífa og vonast til að kærur Stígamóta núna verði til þess að fólk fylgi því fordæmi ef svo ber undir. Drífa segir jafnframt að vissulega sé það svo að þeir sem hafi mátt sæta ofbeldi hafi ekki getað treyst á að sækja rétt sinn. „Yfirvöld eða dómsstólar hafa ekkert alltaf verið bestu vinir þolenda en þetta er það sem við höfum. Og við viljum tryggja að hlutir fari í þennan farveg og hvetjum aðra vinnustaði til að þola ekki ofbeldi gegn starfsfólki og kæra slíkt umsvifalaust, hvort sem hótanir berast rafrænt eða með beinni hætti.“ Hún segir að Stígamót séu samtök sem hafa barist gegn ofbeldi í meira en þrjá áratugi og leitast við að valdefla fólk svo það megi takast á við afleiðingar ofbeldis. „Stígamót eru griðarstaður fyrir þau sem til okkar leita og starfsfólk þarf að finna fyrir öryggi líka eins og fólk alls staðar á rétt á. Samtökin eru þéttu samstarfi við lögregluyfirvöld sem aðstoða okkur við að bregðast hratt og örugglega við ef svo ber undir.“
Kynferðisofbeldi Lögreglumál Stafrænt ofbeldi Mest lesið Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Innlent Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Innlent Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Innlent Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Innlent Lögreglan lýsir eftir Kristínu Innlent Búið að boða til nýs fundar Innlent Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Innlent Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Erlent Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Innlent Fleiri fréttir Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Lögreglan lýsir eftir Kristínu Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Eiríkur, Eyvindur og Þorbjörg sækjast eftir dómaraskikkjunni Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Skoða málið en hafa ekki tekið endanlega ákvörðun um aðgerðir Sjá meira