Úkraínumaðurinn Zinchenko vill banna allt íþróttafólk frá Rússlandi og Hvíta-Rússlandi Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 16. júní 2023 10:00 Í leik með Úkraínu. Getty Images/Stanislav Vedmid Úkraínumaðurinn Oleksandr Zinchenko, vinstri bakvörður enska knattspyrnufélagsins Arsenal, vill banna allt íþróttafólk frá Rússlandi og Hvíta-Rússlandi. Þá segist hann tilbúinn að berjast fyrir land sitt. Þetta kom fram í viðtali Piers Morgan við Zinchenko sem fór í loftið á fimmtudag. Zinchenko hefur verið duglegur að gagnrýna Rússland síðan hersveitir landsins réðust inn í Úkraínu í febrúar á síðasta ári. Í viðtalinu segir hinn 26 ára gamli Zinchenko að hann hafi verið „týndur“ fyrstu vikurnar eftir að innrásin átti sér stað. "I don't even want to say his name."Watch Piers Morgan's full interview with Arsenal and Ukraine star Oleksandr Zinchenko about Putin, the war and more.@piersmorgan | @TalkTV | #PMU— Piers Morgan Uncensored (@PiersUncensored) June 15, 2023 „Ég skal vera hreinskilinn, það var ekki auðvelt að aðlagast þessu. Því miður fyrir okkur, úkraínska knattspyrnumenn sem búa erlendis, þá er ekki auðvelt að vera langt í burtu og sjá þessa ógnvænlegu hluti eiga sér stað.“ „Man að fyrstu vikurnar, ég var týndur. Vissi ekki hvar ég var, hvert ég var að fara, var eins og ég væri út í geim,“ bætti Zinchenko við. Zinchenko klæddist fána þjóðar sinnar er hann tók á móti Englandsmeistaratitlinum vorið 2022.Tom Flathers/Getty Images Leikmaðurinn hefur gert sitt besta til að vekja athygli á því sem á sér stað og reynt að sýna stuðning í verki. Til að mynda með því að umvefja sig úkraínska fánanum þegar Manchester City varð Englandsmeistari vorið 2022. Zinchenko er mjög ósáttur með þá þögn sem hefur einkennt íþróttafólk frá Rússlandi og Hvíta-Rússlandi síðan innrásin átti sér stað. Í kjölfarið kallaði hann eftir því að íþróttafólk frá löndunum tveimur væri bannað frá íþróttum. „Ég mun aldrei samþykkja viðbrögð þeirra. Þau gerðu ekki neitt, sýndu engin viðbrögð. Ef þú ert með 10 milljónir fylgjanda á samfélagsmiðlum og segir „Hættið þessu“ þá mun ákveðinn fjöldi af þessum tíu milljónum dreifa skilaboðunum áleiðis. Það mun á endanum skila sér.“ „En ef enginn segir neitt af því þau eru hrædd, þá vil ég aldrei aftur heyra þau tala um okkur sem bræður. Það á ekki að leyfa þeim að keppa, hrversu mörgum sprengjum hefur verið skotið á Úkraínu frá Hvíta-Rússlandi?“ TONIGHT: Arsenal and Ukraine star Oleksandr Zinchenko calls for all Russian and Belarusian athletes to be banned from top level sport, including Wimbledon.Watch more of Piers Morgan's interview with him tonight at 8pm.@piersmorgan | @TalkTV | #PMU pic.twitter.com/RBnYSseYOe— Piers Morgan Uncensored (@PiersUncensored) June 14, 2023 „Það kemur tími þar sem allir verða þar [í Úkraínu]. Það verður síðasta ákallið eða eitthvað svoleiðis. Það verður hringt og við förum öll, allir munu fara. Maður veit aldrei hvað gerist. Hversu mikið fólk hefur verið drepið í þessari innrás? Ég sé mig ekki fyrir mér fela mig einhverstaðar á meðan,“ sagði Zinchenko aðspurður hvort hann myndi ganga til liðs við úkraínska herinn. Að lokum vildi Zinchenko nýta viðtalið til að senda skilaboð til umheimsins. Hann veit að fólk er þreytt en það er mikilvægt að halda áfram og standa saman til að sigrast á þessari innrás hryðjuverkamanna. Fótbolti Enski boltinn Innrás Rússa í Úkraínu Mest lesið Raygun er hætt: Vildi það ekki en verður að hætta Sport Sjáðu klúðrið sem stjóri Villa kallaði „stærstu mistök“ sem hann hefur séð Enski boltinn Þurftu að sauma sautján spor í andlit Barcelona stráksins Fótbolti Myndir: Skiltin fuku um koll fyrir leikinn mikilvæga í Kópavogi Fótbolti Hrósar Þorsteini í hástert: „Erum búnir að vera að bíða eftir honum“ Handbolti „Ég fékk bara fullt skotleyfi“ Handbolti CrossFit íþróttafólkið græddi á sigri Trump Sport Leikbann Kudus lengt í fimm leiki Enski boltinn Tommi með Nablann í bandi í Keflavík Körfubolti Gummi Tóta og félagar tilbúnir að „leggja örkinni“ á Brúnni Fótbolti Fleiri fréttir Myndir: Skiltin fuku um koll fyrir leikinn mikilvæga í Kópavogi Slot henti bæði Mourinho og Ancelotti úr efsta sætinu Sjáðu klúðrið sem stjóri Villa kallaði „stærstu mistök“ sem hann hefur séð Íslensku stelpurnar gætu lent í riðli með heimsmeisturunum Þurftu að sauma sautján spor í andlit Barcelona stráksins Gummi Tóta og félagar tilbúnir að „leggja örkinni“ á Brúnni „Langar að svara fyrir okkur“ Leikbann Kudus lengt í fimm leiki Atlético Madríd stal sigrinum í París Vandræði Madríd halda áfram Börsungar á bleiku skýi í Belgrað Aftur skutu Skytturnar púðurskotum á Ítalíu Glórulaus Mings kostaði Villa „Einn af þeim bestu og skemmtilegustu sem við höfum séð síðustu ár“ Inter áfram eftir þrjú mörk á ellefu mínútum í framlengingu Var í fjórða flokki þegar hann stýrði inni á æfingu meistaraflokks Svona var blaðamannafundur Víkings Sagður hafa slitið samningi við KA og leiti út Sjáðu þrennurnar hjá Díaz og Gyökeres og öll mörkin úr Meistaradeildinni Aron Einar valinn en enginn Gylfi í hópnum „Ekki fyrirkomulaginu að kenna hvernig þeim gekk og þetta er ódýr afsökun“ Ein af stofnendunum leggur skóna á hilluna Bernardo Silva: Man City er á dimmum stað Amorim: Pep Guardiola er svo miklu betri en ég akkúrat núna FIFA hótar félögunum stórum sektum William Cole kom inn af bekknum í Meistaradeildarsigri Dortmund Ísland náði jafntefli gegn Spáni PSV og Zagreb skoruðu fjögur Diaz með þrennu í þægilegum sigri Liverpool Vandræði Real halda áfram eftir Milan-sigur á Santiago Bernabéu Sjá meira
Þetta kom fram í viðtali Piers Morgan við Zinchenko sem fór í loftið á fimmtudag. Zinchenko hefur verið duglegur að gagnrýna Rússland síðan hersveitir landsins réðust inn í Úkraínu í febrúar á síðasta ári. Í viðtalinu segir hinn 26 ára gamli Zinchenko að hann hafi verið „týndur“ fyrstu vikurnar eftir að innrásin átti sér stað. "I don't even want to say his name."Watch Piers Morgan's full interview with Arsenal and Ukraine star Oleksandr Zinchenko about Putin, the war and more.@piersmorgan | @TalkTV | #PMU— Piers Morgan Uncensored (@PiersUncensored) June 15, 2023 „Ég skal vera hreinskilinn, það var ekki auðvelt að aðlagast þessu. Því miður fyrir okkur, úkraínska knattspyrnumenn sem búa erlendis, þá er ekki auðvelt að vera langt í burtu og sjá þessa ógnvænlegu hluti eiga sér stað.“ „Man að fyrstu vikurnar, ég var týndur. Vissi ekki hvar ég var, hvert ég var að fara, var eins og ég væri út í geim,“ bætti Zinchenko við. Zinchenko klæddist fána þjóðar sinnar er hann tók á móti Englandsmeistaratitlinum vorið 2022.Tom Flathers/Getty Images Leikmaðurinn hefur gert sitt besta til að vekja athygli á því sem á sér stað og reynt að sýna stuðning í verki. Til að mynda með því að umvefja sig úkraínska fánanum þegar Manchester City varð Englandsmeistari vorið 2022. Zinchenko er mjög ósáttur með þá þögn sem hefur einkennt íþróttafólk frá Rússlandi og Hvíta-Rússlandi síðan innrásin átti sér stað. Í kjölfarið kallaði hann eftir því að íþróttafólk frá löndunum tveimur væri bannað frá íþróttum. „Ég mun aldrei samþykkja viðbrögð þeirra. Þau gerðu ekki neitt, sýndu engin viðbrögð. Ef þú ert með 10 milljónir fylgjanda á samfélagsmiðlum og segir „Hættið þessu“ þá mun ákveðinn fjöldi af þessum tíu milljónum dreifa skilaboðunum áleiðis. Það mun á endanum skila sér.“ „En ef enginn segir neitt af því þau eru hrædd, þá vil ég aldrei aftur heyra þau tala um okkur sem bræður. Það á ekki að leyfa þeim að keppa, hrversu mörgum sprengjum hefur verið skotið á Úkraínu frá Hvíta-Rússlandi?“ TONIGHT: Arsenal and Ukraine star Oleksandr Zinchenko calls for all Russian and Belarusian athletes to be banned from top level sport, including Wimbledon.Watch more of Piers Morgan's interview with him tonight at 8pm.@piersmorgan | @TalkTV | #PMU pic.twitter.com/RBnYSseYOe— Piers Morgan Uncensored (@PiersUncensored) June 14, 2023 „Það kemur tími þar sem allir verða þar [í Úkraínu]. Það verður síðasta ákallið eða eitthvað svoleiðis. Það verður hringt og við förum öll, allir munu fara. Maður veit aldrei hvað gerist. Hversu mikið fólk hefur verið drepið í þessari innrás? Ég sé mig ekki fyrir mér fela mig einhverstaðar á meðan,“ sagði Zinchenko aðspurður hvort hann myndi ganga til liðs við úkraínska herinn. Að lokum vildi Zinchenko nýta viðtalið til að senda skilaboð til umheimsins. Hann veit að fólk er þreytt en það er mikilvægt að halda áfram og standa saman til að sigrast á þessari innrás hryðjuverkamanna.
Fótbolti Enski boltinn Innrás Rússa í Úkraínu Mest lesið Raygun er hætt: Vildi það ekki en verður að hætta Sport Sjáðu klúðrið sem stjóri Villa kallaði „stærstu mistök“ sem hann hefur séð Enski boltinn Þurftu að sauma sautján spor í andlit Barcelona stráksins Fótbolti Myndir: Skiltin fuku um koll fyrir leikinn mikilvæga í Kópavogi Fótbolti Hrósar Þorsteini í hástert: „Erum búnir að vera að bíða eftir honum“ Handbolti „Ég fékk bara fullt skotleyfi“ Handbolti CrossFit íþróttafólkið græddi á sigri Trump Sport Leikbann Kudus lengt í fimm leiki Enski boltinn Tommi með Nablann í bandi í Keflavík Körfubolti Gummi Tóta og félagar tilbúnir að „leggja örkinni“ á Brúnni Fótbolti Fleiri fréttir Myndir: Skiltin fuku um koll fyrir leikinn mikilvæga í Kópavogi Slot henti bæði Mourinho og Ancelotti úr efsta sætinu Sjáðu klúðrið sem stjóri Villa kallaði „stærstu mistök“ sem hann hefur séð Íslensku stelpurnar gætu lent í riðli með heimsmeisturunum Þurftu að sauma sautján spor í andlit Barcelona stráksins Gummi Tóta og félagar tilbúnir að „leggja örkinni“ á Brúnni „Langar að svara fyrir okkur“ Leikbann Kudus lengt í fimm leiki Atlético Madríd stal sigrinum í París Vandræði Madríd halda áfram Börsungar á bleiku skýi í Belgrað Aftur skutu Skytturnar púðurskotum á Ítalíu Glórulaus Mings kostaði Villa „Einn af þeim bestu og skemmtilegustu sem við höfum séð síðustu ár“ Inter áfram eftir þrjú mörk á ellefu mínútum í framlengingu Var í fjórða flokki þegar hann stýrði inni á æfingu meistaraflokks Svona var blaðamannafundur Víkings Sagður hafa slitið samningi við KA og leiti út Sjáðu þrennurnar hjá Díaz og Gyökeres og öll mörkin úr Meistaradeildinni Aron Einar valinn en enginn Gylfi í hópnum „Ekki fyrirkomulaginu að kenna hvernig þeim gekk og þetta er ódýr afsökun“ Ein af stofnendunum leggur skóna á hilluna Bernardo Silva: Man City er á dimmum stað Amorim: Pep Guardiola er svo miklu betri en ég akkúrat núna FIFA hótar félögunum stórum sektum William Cole kom inn af bekknum í Meistaradeildarsigri Dortmund Ísland náði jafntefli gegn Spáni PSV og Zagreb skoruðu fjögur Diaz með þrennu í þægilegum sigri Liverpool Vandræði Real halda áfram eftir Milan-sigur á Santiago Bernabéu Sjá meira