Lífið

Net­flix færir sig yfir í veitinga­geirann

Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar
Nadiya Hussain, sigurvegari raunveruleikaþáttanna The Great British Bake Off árið 2015, er einn af kokkum veitingastaðarins. 
Nadiya Hussain, sigurvegari raunveruleikaþáttanna The Great British Bake Off árið 2015, er einn af kokkum veitingastaðarins.  Getty/Mike Marsland

Streymisrisinn Netflix mun þann 30. júní næstkomandi opna veitingastað í Los Angeles í Kaliforníuríki í Bandaríkjunum. Staðurinn ber nafnið Netflix Bites. 

Í frétt CNN kemur fram að á matseðlinum verði meðal annars réttir sem fram komu í Netflix-þáttunum Chef's Table, Iron Chef og Is It Cake? 

Michelin-kokkarnir Dominque Crenn og Curtis Stone munu meðal annarra stjörnukokka sem munu elda ofan í gesti Netflix Bites. 

Á vefsíðu veitingastaðarins kemur sérstaklega fram að gestir veitingastaðarins geti ekki fengið að hitta kokkana, sem eru miklar stjörnur í matreiðsluheiminum. 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.