Mikið betra en á Tene Ólafur Björn Sverrisson og Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifa 15. júní 2023 21:07 Rætt var við fólk á öllum aldri fyrir austan í kvöldfréttum sem öll áttu sameiginlegt að njóta veðurblíðunnar í botn. stöð 2/skjáskot Sólin leikur við íbúa Austfjarða þessar vikurnar. Svo mikið raunar að fréttamaður, sem mætti í úlpunni í vinnuna í síðustu viku í Reykjavík, skellti sér austur til að fanga sumarstemninguna í öllu sínu veldi. Það virðast hins vegar vera dökkar hliðar á öllum hitanum. Skógrækt ríkisins óttast að gróðureldar geti brotist út á Austurlandi vegna mikilla þurrka að undanförnu. Elísabet Inga Sigurðardóttir fréttamaður var í beinni fyrir austan í kvöldfréttum Stöðvar 2 þar sem hún ræddi við bæði erlenda og innlenda ferðamenn og Ingvar Sigurðsson slökkviliðsstjóra: „Við Sigurjón tökumaður tókum flugið hingað austur í morgun og þegar maður labbaði út úr flugstöðinni mætti manni svona rakt og heitt útlandaloft. Eins og það sem mætir manni á Tenerife,“ sagði Elísabet alsæl með að vera mætt austur. Fer suður til að kæla sig niður Ótrúlegt er hversu mikil áhrif veðrið hefur á fólk, segir Elísabet sem fór á stúfana og ræddi við fólk sem baðaði sig í sólinni. Neleka og Erik, frá Hollandi.skjáskot „Þetta var á óskalistanum. Náttúran er dásamleg,“ sagði Neleka Jonson frá Hollandi, spurð hvers vegna hún sé mætt hingað til lands. „Við giftumst fyrir fimmtíu árum en áttum þá ekki pening fyrir brúðkaupsferð þannig þetta er okkar síðari brúðkaupsferð,“ sagði Erik maður hennar sem er feginn að komast í íslensku náttúruna og þurfa ekki að horfa á hana á YouTube. „Við höfum fíflast með það þegar hitabylgjan var hérna 2021 í sextíu daga, að þá fara menn suður til að kæla sig niður. Það er einmitt það sem ég ætla næstu helgi, ég ætla að kæla mig niður,“ segir Lilja Björnsdóttir, íbúi á Egilsstöðum. Hafsteinn Elvar og Dagur frá Höfn í Hornafirði eru komnir austur í frí, vel búnir. Hafsteinn Elvar og Dagur frá Höfn í Hornafirði.skjáskot Er þetta svipað og Tene? „Þetta er bara betra, mikið betra. Mikið styttra ferðalag,“ sögðu þeir félagar sem böðuð sig í sólinni. Hefur ekki þungar áhyggjur Eins og áður sagði er þurr jarðvegur og bendir slökkvilið á Ausfjörðum á að fara varlega með eld og grill. „Við búum í miklu kjarrlandi og skógum hér þannig það er mikilvægt að þeir sem heimsækja okkur fari varlega með eld, eins og annars staðar auðvitað,“ sagði Ingvar Sigurðsson slökkviliðsstjóri brunavarna Austur-Húnavatnssýslu. Það er von á rigningu í næstu viku, dugar það til? „Ekki miðað við spánna sem ég sá í dag, einhverjir fimm millimetrar, það er ekki að fara að bleyta mikið í þessu,“ sagði Ingvar sem hefur þó ekki þungar áhyggjur af stöðunni enn. Gróðureldar Ástin og lífið Múlaþing Veður Mest lesið Fyrsta súperstjarna Íslands stendur á tímamótum Lífið Feginn að losna við kvíðann sem fylgdi drykkjunni Lífið Allt um brjóstastækkun Simone Biles Lífið Breyta reglum um atkvæðagreiðslu og kynningu laga í Eurovision Lífið Vonlaust í víkinni Gagnrýni „Sjónvarpssonur“ John Travolta látinn Lífið Var úthúðuð af skipuleggjanda en sigraði í Ungfrú alheimi Lífið Fimm fáránlegar biðraðir Íslendinga Menning Grunaði alltaf að hann væri ekki sonur föður síns Lífið Helga Margrét tekur við af Króla Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Eyddu sleikjufærslum spjallmennis: „Ég er feitur fæðingarhálfviti“ Bjóða til sögulegrar tölvuleikjaveislu Hrátt og sjarmerandi einbýlishús listapars í Höfnum Sjáðu nýtt klifurhús fyrir norðan: Frá Hjalteyri yfir til Akureyrar Feginn að losna við kvíðann sem fylgdi drykkjunni Allt um brjóstastækkun Simone Biles „Skref í rétta átt“ en ekki útséð um þátttöku Íslands Breyta reglum um atkvæðagreiðslu og kynningu laga í Eurovision Samfélagsmiðlastjörnur máluðu Akureyri rauða Þessi hús og lóðir hlutu fegrunarviðurkenningar Reykjavíkurborgar Var úthúðuð af skipuleggjanda en sigraði í Ungfrú alheimi Fyrsta súperstjarna Íslands stendur á tímamótum „Sjónvarpssonur“ John Travolta látinn Tilkynntu hver jólagjöf ársins væri Halla átti ánægjulegan fund með Karli Bretakonungi Edwald-feðgar kaupa hlið við hlið Grunaði alltaf að hann væri ekki sonur föður síns Óhuggulegt fall fegurðardrottningar Sonur tónlistarparsins fæddur og nefndur Óttaðist um líf sitt: „Það var erfiðasti dagur lífs míns“ Játaði sig sigraða: „Mér fannst það algjört tabú áður“ Mobb Deep kemur fram í KR-höllinni í mars Nýsloppin við vinstra vókið þegar það hægra mætti Ætluðu að taka þakið í gegn en urðu óvænt að byrja á kjallaranum Opnar sig um dulið fósturlát RAX hlýtur verðlaun Konunglega ljósmyndafélagsins Æskuheimili Bríetar til sölu: „Epic staður til að alast upp“ Landsliðið réðst á Fannar: „Þó að þið gerið ekkert annað en að tapa“ „Ég elska þig í dag eins og ég gerði þá“ Innlit í ævintýralega baðlónið Laugarás Lagoon Sjá meira
Það virðast hins vegar vera dökkar hliðar á öllum hitanum. Skógrækt ríkisins óttast að gróðureldar geti brotist út á Austurlandi vegna mikilla þurrka að undanförnu. Elísabet Inga Sigurðardóttir fréttamaður var í beinni fyrir austan í kvöldfréttum Stöðvar 2 þar sem hún ræddi við bæði erlenda og innlenda ferðamenn og Ingvar Sigurðsson slökkviliðsstjóra: „Við Sigurjón tökumaður tókum flugið hingað austur í morgun og þegar maður labbaði út úr flugstöðinni mætti manni svona rakt og heitt útlandaloft. Eins og það sem mætir manni á Tenerife,“ sagði Elísabet alsæl með að vera mætt austur. Fer suður til að kæla sig niður Ótrúlegt er hversu mikil áhrif veðrið hefur á fólk, segir Elísabet sem fór á stúfana og ræddi við fólk sem baðaði sig í sólinni. Neleka og Erik, frá Hollandi.skjáskot „Þetta var á óskalistanum. Náttúran er dásamleg,“ sagði Neleka Jonson frá Hollandi, spurð hvers vegna hún sé mætt hingað til lands. „Við giftumst fyrir fimmtíu árum en áttum þá ekki pening fyrir brúðkaupsferð þannig þetta er okkar síðari brúðkaupsferð,“ sagði Erik maður hennar sem er feginn að komast í íslensku náttúruna og þurfa ekki að horfa á hana á YouTube. „Við höfum fíflast með það þegar hitabylgjan var hérna 2021 í sextíu daga, að þá fara menn suður til að kæla sig niður. Það er einmitt það sem ég ætla næstu helgi, ég ætla að kæla mig niður,“ segir Lilja Björnsdóttir, íbúi á Egilsstöðum. Hafsteinn Elvar og Dagur frá Höfn í Hornafirði eru komnir austur í frí, vel búnir. Hafsteinn Elvar og Dagur frá Höfn í Hornafirði.skjáskot Er þetta svipað og Tene? „Þetta er bara betra, mikið betra. Mikið styttra ferðalag,“ sögðu þeir félagar sem böðuð sig í sólinni. Hefur ekki þungar áhyggjur Eins og áður sagði er þurr jarðvegur og bendir slökkvilið á Ausfjörðum á að fara varlega með eld og grill. „Við búum í miklu kjarrlandi og skógum hér þannig það er mikilvægt að þeir sem heimsækja okkur fari varlega með eld, eins og annars staðar auðvitað,“ sagði Ingvar Sigurðsson slökkviliðsstjóri brunavarna Austur-Húnavatnssýslu. Það er von á rigningu í næstu viku, dugar það til? „Ekki miðað við spánna sem ég sá í dag, einhverjir fimm millimetrar, það er ekki að fara að bleyta mikið í þessu,“ sagði Ingvar sem hefur þó ekki þungar áhyggjur af stöðunni enn.
Gróðureldar Ástin og lífið Múlaþing Veður Mest lesið Fyrsta súperstjarna Íslands stendur á tímamótum Lífið Feginn að losna við kvíðann sem fylgdi drykkjunni Lífið Allt um brjóstastækkun Simone Biles Lífið Breyta reglum um atkvæðagreiðslu og kynningu laga í Eurovision Lífið Vonlaust í víkinni Gagnrýni „Sjónvarpssonur“ John Travolta látinn Lífið Var úthúðuð af skipuleggjanda en sigraði í Ungfrú alheimi Lífið Fimm fáránlegar biðraðir Íslendinga Menning Grunaði alltaf að hann væri ekki sonur föður síns Lífið Helga Margrét tekur við af Króla Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Eyddu sleikjufærslum spjallmennis: „Ég er feitur fæðingarhálfviti“ Bjóða til sögulegrar tölvuleikjaveislu Hrátt og sjarmerandi einbýlishús listapars í Höfnum Sjáðu nýtt klifurhús fyrir norðan: Frá Hjalteyri yfir til Akureyrar Feginn að losna við kvíðann sem fylgdi drykkjunni Allt um brjóstastækkun Simone Biles „Skref í rétta átt“ en ekki útséð um þátttöku Íslands Breyta reglum um atkvæðagreiðslu og kynningu laga í Eurovision Samfélagsmiðlastjörnur máluðu Akureyri rauða Þessi hús og lóðir hlutu fegrunarviðurkenningar Reykjavíkurborgar Var úthúðuð af skipuleggjanda en sigraði í Ungfrú alheimi Fyrsta súperstjarna Íslands stendur á tímamótum „Sjónvarpssonur“ John Travolta látinn Tilkynntu hver jólagjöf ársins væri Halla átti ánægjulegan fund með Karli Bretakonungi Edwald-feðgar kaupa hlið við hlið Grunaði alltaf að hann væri ekki sonur föður síns Óhuggulegt fall fegurðardrottningar Sonur tónlistarparsins fæddur og nefndur Óttaðist um líf sitt: „Það var erfiðasti dagur lífs míns“ Játaði sig sigraða: „Mér fannst það algjört tabú áður“ Mobb Deep kemur fram í KR-höllinni í mars Nýsloppin við vinstra vókið þegar það hægra mætti Ætluðu að taka þakið í gegn en urðu óvænt að byrja á kjallaranum Opnar sig um dulið fósturlát RAX hlýtur verðlaun Konunglega ljósmyndafélagsins Æskuheimili Bríetar til sölu: „Epic staður til að alast upp“ Landsliðið réðst á Fannar: „Þó að þið gerið ekkert annað en að tapa“ „Ég elska þig í dag eins og ég gerði þá“ Innlit í ævintýralega baðlónið Laugarás Lagoon Sjá meira