FH með öruggan sigur í Eyjum í 8-liða úrslitum Mjólkurbikarsins Siggeir Ævarsson skrifar 15. júní 2023 19:34 Nýliðar FH eru sjóðandi heitar þessa dagana Vísir/Hulda Margrét FH sóttu góðan 1-3 sigur til Vestmannaeyja í kvöld í 8-liða úrslitum Mjólkurbikarins. Þær enduðu leikinn manni færri en það kom ekki að sök þar sem þær komust í 1-3 strax á 53. mínútu. Markaskorarinn Shaina Faiena Ashouri fékk svo að líta rauða spjaldið á þeirri 80. FH, sem eru nýliðar í Bestudeild-kvenna, hafa verið á mikilli siglingu í upphafi móts og sitja í 4. sæti deildarinnar eftir átta umferðir. ÍBV hafa aftur á móti verið í brasi og eru í næst neðsta sæti, og fyrirfram reiknuðu sennilega flestir með erfiðum leik fyrir heimakonur, þar á meðal þjálfari þeirra, Todor Hristov: -Hver er lykillinn að því að vinna FH í dag?-Hvað heldurðu?-Ég spyr þig.-Ég er að spyrja þig. Ég veit það ekki.Todor, þjálfari ÍBV slær á létta strengi fyrir leik. Menn verða jú að vera léttir.#Mjólkurbikarinn pic.twitter.com/gpTlq9vzLG— RÚV Íþróttir (@ruvithrottir) June 15, 2023 Margrét Brynja Kristinsdóttir kom gestunum yfir á 13. mínútu en Olga Sevcova jafnaði leikinn á 29. svo að ekki var öll nótt úti enn fyrir ÍBV. Jafnt á öllum tölum í hálfleik. Hér má sjá það helsta úr þessum prýðilega fjöruga fyrri hálfleik í fyrsta leik 8-liða úrslita @mjolkurbikarinn kvenna. Staðan er ÍBV 1 - FH 1. pic.twitter.com/Qu6lrAdmCt— RÚV Íþróttir (@ruvithrottir) June 15, 2023 Mackenzie Marie George kom gestunum svo yfir á 52. mínútu og strax á næstu mínútu gekk Shaina Faiena Ashouri endanlega frá leiknum. Mackenzie Marie George kemur FH yfir, 1-2 í upphafi seinni hálfleiks. Aftur lenda Eyjakonur undir. pic.twitter.com/KkY4RSJuFm— RÚV Íþróttir (@ruvithrottir) June 15, 2023 Aðeins mínútu eftir annað mark FH kemur það þriðja og nú er það Shaina Faiena Ashouri. Staðan er ÍBV 1 - FH 3. pic.twitter.com/6Bc3gf32Og— RÚV Íþróttir (@ruvithrottir) June 15, 2023 Ashouri fékk svo eins og áður sagði rautt spjald undir lok leiksins, en hún nældi sér í tvö gul spjöld á sömu mínútunni, og verður því væntanlega í banni í 4-liða úrslitum. Shaina Ashouri fær tvö gul spjöld á einni mínútu og er farin út af með rautt. FH-ingar eru einum færri síðustu mínúturnar. pic.twitter.com/Kqch8qUTFb— RÚV Íþróttir (@ruvithrottir) June 15, 2023 Mjólkurbikar kvenna ÍBV FH Fótbolti Mest lesið Diogo Jota lést í bílslysi Fótbolti Allt sem við vitum um banaslys Diogo Jota Enski boltinn Arnar Pétursson dæmdur úr leik á Íslandsmótinu og er mjög ósáttur Sport Yfirlýsing frá Liverpool: „Ólýsanlegur missir“ Enski boltinn Glódís mætti ekki á æfingu Fótbolti Yfirlýsing Ármanns vegna brottvísunar Arnars Péturs: Hann stytti sér leið Sport Fótboltaheimurinn syrgir fallna félaga Fótbolti Hafnaði ágengum Egyptum en er til í að taka við félagsliði Handbolti EM í dag: Þungt högg, óvæntur fáni og indverskur matur Fótbolti Ásthildur Helga: Þetta var bara lélegt Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Afturelding - Breiðablik | Heimamenn vilja hefna tapið í opnunarleiknum Beta og belgísku stelpurnar töpuðu fyrsta leiknum sínum á EM Michael Edwards og Richard Hughes senda frá sér yfirlýsingu vegna Jota Allt sem við vitum um banaslys Diogo Jota Besti hópur sem ég hef unnið með: „Þær vilja vita öll smáatriði“ „Það er ekki þörf á mér lengur“ Fékk rautt spjald fyrir ári síðan og má ekki spila í kvöld Cecilía og Sveindís mynda gott grínpar: „Hún er léttklikkuð“ Skriðdrekar á ferð við æfingasvæði Íslands Forsetinn hressti stelpurnar við: „Hitti algjörlega naglann á höfuðið“ EM í dag: Þungt högg, óvæntur fáni og indverskur matur Þorsteinn um fráfall Jota: „Sorglegar fréttir“ Fótboltaheimurinn syrgir fallna félaga Mínútu þögn fyrir leik Portúgals í kvöld Varð fullorðinn úti Yfirlýsing frá Liverpool: „Ólýsanlegur missir“ Glódís mætti ekki á æfingu „Óbætanlegur missir fyrir portúgalska knattspyrnu“ Borgaði bara ungmennaliðinu laun og nú má allt aðalliðið fara frítt Diogo Jota lést í bílslysi Hita upp fyrir HM með úrslitaleik um Gullbikarinn Myndasyrpa: Stelpurnar vel studdar í svekkjandi tapi „Ótrúlega gott fyrir hjartað að sjá þau“ Ásthildur Helga: Þetta var bara lélegt Skýrsla Arons: Afleit byrjun sem verður nú að svara fyrir Sveindís og félagar sendar í frí á meðan HM karla fer fram Systurnar hugsi vegna virkni stelpnanna á TikTok Dramatík í endurkomusigri Norðmanna í hinum leik íslenska riðilsins Jóhann Berg kominn með nýtt lið á Arabíuskaganum Sveindís: Hefði kannski átt að gera meira til að koma mér inn í leikinn Sjá meira
FH, sem eru nýliðar í Bestudeild-kvenna, hafa verið á mikilli siglingu í upphafi móts og sitja í 4. sæti deildarinnar eftir átta umferðir. ÍBV hafa aftur á móti verið í brasi og eru í næst neðsta sæti, og fyrirfram reiknuðu sennilega flestir með erfiðum leik fyrir heimakonur, þar á meðal þjálfari þeirra, Todor Hristov: -Hver er lykillinn að því að vinna FH í dag?-Hvað heldurðu?-Ég spyr þig.-Ég er að spyrja þig. Ég veit það ekki.Todor, þjálfari ÍBV slær á létta strengi fyrir leik. Menn verða jú að vera léttir.#Mjólkurbikarinn pic.twitter.com/gpTlq9vzLG— RÚV Íþróttir (@ruvithrottir) June 15, 2023 Margrét Brynja Kristinsdóttir kom gestunum yfir á 13. mínútu en Olga Sevcova jafnaði leikinn á 29. svo að ekki var öll nótt úti enn fyrir ÍBV. Jafnt á öllum tölum í hálfleik. Hér má sjá það helsta úr þessum prýðilega fjöruga fyrri hálfleik í fyrsta leik 8-liða úrslita @mjolkurbikarinn kvenna. Staðan er ÍBV 1 - FH 1. pic.twitter.com/Qu6lrAdmCt— RÚV Íþróttir (@ruvithrottir) June 15, 2023 Mackenzie Marie George kom gestunum svo yfir á 52. mínútu og strax á næstu mínútu gekk Shaina Faiena Ashouri endanlega frá leiknum. Mackenzie Marie George kemur FH yfir, 1-2 í upphafi seinni hálfleiks. Aftur lenda Eyjakonur undir. pic.twitter.com/KkY4RSJuFm— RÚV Íþróttir (@ruvithrottir) June 15, 2023 Aðeins mínútu eftir annað mark FH kemur það þriðja og nú er það Shaina Faiena Ashouri. Staðan er ÍBV 1 - FH 3. pic.twitter.com/6Bc3gf32Og— RÚV Íþróttir (@ruvithrottir) June 15, 2023 Ashouri fékk svo eins og áður sagði rautt spjald undir lok leiksins, en hún nældi sér í tvö gul spjöld á sömu mínútunni, og verður því væntanlega í banni í 4-liða úrslitum. Shaina Ashouri fær tvö gul spjöld á einni mínútu og er farin út af með rautt. FH-ingar eru einum færri síðustu mínúturnar. pic.twitter.com/Kqch8qUTFb— RÚV Íþróttir (@ruvithrottir) June 15, 2023
Mjólkurbikar kvenna ÍBV FH Fótbolti Mest lesið Diogo Jota lést í bílslysi Fótbolti Allt sem við vitum um banaslys Diogo Jota Enski boltinn Arnar Pétursson dæmdur úr leik á Íslandsmótinu og er mjög ósáttur Sport Yfirlýsing frá Liverpool: „Ólýsanlegur missir“ Enski boltinn Glódís mætti ekki á æfingu Fótbolti Yfirlýsing Ármanns vegna brottvísunar Arnars Péturs: Hann stytti sér leið Sport Fótboltaheimurinn syrgir fallna félaga Fótbolti Hafnaði ágengum Egyptum en er til í að taka við félagsliði Handbolti EM í dag: Þungt högg, óvæntur fáni og indverskur matur Fótbolti Ásthildur Helga: Þetta var bara lélegt Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Afturelding - Breiðablik | Heimamenn vilja hefna tapið í opnunarleiknum Beta og belgísku stelpurnar töpuðu fyrsta leiknum sínum á EM Michael Edwards og Richard Hughes senda frá sér yfirlýsingu vegna Jota Allt sem við vitum um banaslys Diogo Jota Besti hópur sem ég hef unnið með: „Þær vilja vita öll smáatriði“ „Það er ekki þörf á mér lengur“ Fékk rautt spjald fyrir ári síðan og má ekki spila í kvöld Cecilía og Sveindís mynda gott grínpar: „Hún er léttklikkuð“ Skriðdrekar á ferð við æfingasvæði Íslands Forsetinn hressti stelpurnar við: „Hitti algjörlega naglann á höfuðið“ EM í dag: Þungt högg, óvæntur fáni og indverskur matur Þorsteinn um fráfall Jota: „Sorglegar fréttir“ Fótboltaheimurinn syrgir fallna félaga Mínútu þögn fyrir leik Portúgals í kvöld Varð fullorðinn úti Yfirlýsing frá Liverpool: „Ólýsanlegur missir“ Glódís mætti ekki á æfingu „Óbætanlegur missir fyrir portúgalska knattspyrnu“ Borgaði bara ungmennaliðinu laun og nú má allt aðalliðið fara frítt Diogo Jota lést í bílslysi Hita upp fyrir HM með úrslitaleik um Gullbikarinn Myndasyrpa: Stelpurnar vel studdar í svekkjandi tapi „Ótrúlega gott fyrir hjartað að sjá þau“ Ásthildur Helga: Þetta var bara lélegt Skýrsla Arons: Afleit byrjun sem verður nú að svara fyrir Sveindís og félagar sendar í frí á meðan HM karla fer fram Systurnar hugsi vegna virkni stelpnanna á TikTok Dramatík í endurkomusigri Norðmanna í hinum leik íslenska riðilsins Jóhann Berg kominn með nýtt lið á Arabíuskaganum Sveindís: Hefði kannski átt að gera meira til að koma mér inn í leikinn Sjá meira