Innlent

Sjáðu hversu margir eru í sundi á hverjum tíma

Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar
Á slaginu 19:20 í dag voru til að mynda 79 gestir í Laugardalslaug. 
Á slaginu 19:20 í dag voru til að mynda 79 gestir í Laugardalslaug.  Vísir/Vilhelm

Nýr vefur Reykjavíkurborgar sem ber nafnið Gagnahlaðborðið gerir notendum kleift að vita hversu margir sundlaugargestir eru í sundlaugum Reykjavíkur hverju sinni. 

Alexandra Briem, borgarfulltrúi Pírata og formaður Stafræna ráðs Reykjavíkurborgar, var gestur í Bítinu í morgun og ræddi um Gagnahlaðborðið, sem í morgun leit dagsins ljós. 

Í gagnahlaðborðinu er meðal annars hægt að verða sér úti um upplýsingar sem tengjast opnum fjármálum Reykjavíkurborgar, hverfunum í Reykjavík og borgarstjórnarkosningum. 

Sundunnendum til mikillar gleði er að auki hægt að sjá hversu margir gestir eru í hverri sundlaug Reykjavíkur hverju sinni, auk annarra tölulegra upplýsinga. Talningin uppfærir sig á fimmtán mínútna fresti. 

Hér er hægt að sjá fjölda sundlaugargesta í sundlaugum Reykjavíkur í þessum töluðu orðum. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×