Innlent

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Ólafur Björn Sverrisson skrifar
Erla Björg Gunnarsdóttir les fréttir í kvöld.
Erla Björg Gunnarsdóttir les fréttir í kvöld. Vísir

Í kvöldfréttum segjum við frá ótrúlegum vendingum í virkjanamálum. Hvammsvirkjun sem virtist á beinu brautinni í gær er aftur komin í algert uppnám eftir að úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála felldi virkjaleyfið úr gildi í dag.

Íbúar Austfjarða og mikill fjöldi innlendra og erlendra ferðamanna hafa notið sumarblíðunnar undanfarnar vikur, en Skógræktin óttast hins vegar að miklir þurrkar á svæðinu geti kveikt gróðurelda. Við skruppum austur og ræðum við ferðamenn og fulltrúa slökkviliðs í fréttatímanum.

Þriggja daga þjóðarsorg er í Grikklandi eftir að fjöldi flóttamanna fórst úti fyrir ströndum landsins í gær. Búið er að finna 79 lík en óttast er að hundruð til viðbótar hafi farist. Rúmlega hundrað manns var bjargað.

Við ræðum við Eygló Harðardóttur, verkefnastjóra gegn ofbeldi hjá Ríkislögreglustjóra, í beinni í fréttatímanum um nýútkomna skýrslu um þjónustu við þolendur ofbeldis, en hún sat í starfshópi ríkislögreglustjóra um málið.

Þetta og margt fleira á samtengdum rásum Bylgjunnar og Stöðvar 2 klukkan hálf sjö.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×