Það var enginn heppnisstimpill yfir þessu marki. Argentínumenn unnu boltann ofarlega á vellinum, Messi fékk boltann rétt fyrir utan teig, lék á einn varnarmann og lét þrumufleyg vaða utarlega til vinstri og Mathew Ryan markvörður Ástralíu átti aldrei möguleika á að verja.
Þetta voru ekki einu tilþrifin sem Messi bauð upp á í leiknum en hann lék varnarmenn Ástralíu oft grátt eins og sést í klippunni hér að neðan.
Leikurinn fór fram í Peking í Kína en Messi er afar vinsæll þar um slóðir. Raunar svo vinsæll að einn æstur aðdáandi stóðst ekki freistingu og hljóp inn á völlinn þegar færi gafst til að faðma Messi.