Stal líkum barna sem fæddust andvana Samúel Karl Ólason skrifar 15. júní 2023 14:46 Denise Lodge, sem er til vinstri, er ein þeirra sem hafa verið ákærð vegna stulds og sölu líkamsparta og líka í Massachusets, Pennsylvaníu Minnesota og Arkansas í Bandaríkjunum. AP/Steven Porter Alríkissaksóknarar í Pennsylvaníu í Bandaríkjunum segja umsjónarmann líkhúss læknadeildar Harvard skólans hafa selt líkamsparta líka sem gefin voru skólanum. Hann er sakaður um að hafa leyft kaupendum að koma í líkhúsið og velja sér líkamsparta til að kaupa en kaupendur hans og aðrir hafa verið ákærðir vegna málsins. Hinn 55 ára gamli Cedric Lodge, Denise Lodge eiginkona hans og þrír aðrir hafa verið ákærð vegna sölunnar. Einn maður til viðbótar hefur verið ákærður í öðru tengdu máli og sá sjöundi var ákærður fyrir nokkru í Arkansas. Fólkið er sagt hafa komið að landlægri glæpastarfsemi sem gekk út á að stela líkum í Harvard og Little Rock í Arkansas og selja þau, samkvæmt frétt New York Times. Brotin munu hafa staðið yfir frá 2018 til 2022. Saksóknarar segja Lodge hafa stolið líkamshlutum sem búið var að nota við kennslu, áður en þeir voru brenndir, og senda þá til annarra sem seldu þá svo. Lodge er einnig sagður hafa hleypt kaupendum sínum inn í líkhúsið svo þeir gætu valið líkamsparta. Á meðal þess sem Lodge stal voru höfuð, heilar, húð og bein. Lodge var ákærður í gær en deildarforseti læknadeildar Harvard sendi þá út frá sér yfirlýsingu um málið þar sem hann sagði umsjónarmanninn vera sakaðan um viðbjóðslegt framferði. Fyrirsögn yfirlýsingarinnar var: „Viðurstyggileg svik“ Bað um leður úr húð Ein þeirra sem keypti af Lodge heitir Katrina Maclean (44) en hún rekur verslun í Salem í Massachusets, sem heitir Kat‘s Creepy Creations og selur hún óhugnanlegar dúkkur, bein og annað. Um sumarið 2021 sendi hún húð af manneskju til eins af þeim ákærðu og bað hann um að vinna leður úr húðinni. Annar þeirra sem var ákærður í gær er einnig sakaður um að hafa keypt líkamshluta af konu frá Little Rock í Arkansas. Sú kona heitir Candace Chapman Scott og vann í líkhúsi og líkbrennslu í Little Rock. Hún er sökuð um að hafa stolið líkum og líkamshlutum þaðan og selt. Meðal annars stal hún líkum tveggja barna sem fæddust andvana, sem áttu að vera brennd og askan send aftur til fjölskyldu þeirra. Bandaríkin Erlend sakamál Mest lesið Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Innlent „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Innlent Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Innlent „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Innlent Konan er fundin Innlent „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Erlent Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Innlent Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Innlent Fleiri fréttir Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Konungssinninn Anutin Charnvirakul nýr forsætisráðherra Taílands Bretar, Kanadamenn, Suður-Kóreubúar og Þjóðverji meðal látinna í Lissabon Sér ekki tilgang í öryggistryggingum þar sem Rússum sé treystandi Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Svíar saka Rússa um auknar truflanir í staðsetningarbúnaði Gekkst undir aðgerð vegna húðkrabbameins Kynnir stríðsmálaráðuneytið til leiks Gerðu loftárás á vinnusvæði danskra hjálparsamtaka Yfir tvö þúsund látnir eftir jarðskjálftann Segir 26 ríki vilja senda hermenn til Úkraínu Sá sem ók á skrúðgöngu Liverpool-manna lýsti yfir sakleysi Mátti ekki stöðva fjárveitingar til Harvard Tískugoðsögnin Giorgio Armani er fallin frá Búa sig undir komu hermanna og útsendara ICE Evrópuleiðtogar funda um öryggistryggingar fyrir Úkraínu Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Biðja hæstarétt um flýtimeðferð vegna tolla Höfundur Father Ted handtekinn fyrir að hvetja til ofbeldis gegn trans fólki Allir íbúar munu geta höfðað mál vegna þungunarrofslyfja Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Mjótt á munum í Noregi og líkur á flókinni stjórnarmyndun Mótmæla hugmyndum um innlimun nær alls Vesturbakkans Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Pútín og Xi ræddu ódauðleika í gegnum líffæragjöf Sjá meira
Hinn 55 ára gamli Cedric Lodge, Denise Lodge eiginkona hans og þrír aðrir hafa verið ákærð vegna sölunnar. Einn maður til viðbótar hefur verið ákærður í öðru tengdu máli og sá sjöundi var ákærður fyrir nokkru í Arkansas. Fólkið er sagt hafa komið að landlægri glæpastarfsemi sem gekk út á að stela líkum í Harvard og Little Rock í Arkansas og selja þau, samkvæmt frétt New York Times. Brotin munu hafa staðið yfir frá 2018 til 2022. Saksóknarar segja Lodge hafa stolið líkamshlutum sem búið var að nota við kennslu, áður en þeir voru brenndir, og senda þá til annarra sem seldu þá svo. Lodge er einnig sagður hafa hleypt kaupendum sínum inn í líkhúsið svo þeir gætu valið líkamsparta. Á meðal þess sem Lodge stal voru höfuð, heilar, húð og bein. Lodge var ákærður í gær en deildarforseti læknadeildar Harvard sendi þá út frá sér yfirlýsingu um málið þar sem hann sagði umsjónarmanninn vera sakaðan um viðbjóðslegt framferði. Fyrirsögn yfirlýsingarinnar var: „Viðurstyggileg svik“ Bað um leður úr húð Ein þeirra sem keypti af Lodge heitir Katrina Maclean (44) en hún rekur verslun í Salem í Massachusets, sem heitir Kat‘s Creepy Creations og selur hún óhugnanlegar dúkkur, bein og annað. Um sumarið 2021 sendi hún húð af manneskju til eins af þeim ákærðu og bað hann um að vinna leður úr húðinni. Annar þeirra sem var ákærður í gær er einnig sakaður um að hafa keypt líkamshluta af konu frá Little Rock í Arkansas. Sú kona heitir Candace Chapman Scott og vann í líkhúsi og líkbrennslu í Little Rock. Hún er sökuð um að hafa stolið líkum og líkamshlutum þaðan og selt. Meðal annars stal hún líkum tveggja barna sem fæddust andvana, sem áttu að vera brennd og askan send aftur til fjölskyldu þeirra.
Bandaríkin Erlend sakamál Mest lesið Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Innlent „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Innlent Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Innlent „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Innlent Konan er fundin Innlent „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Erlent Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Innlent Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Innlent Fleiri fréttir Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Konungssinninn Anutin Charnvirakul nýr forsætisráðherra Taílands Bretar, Kanadamenn, Suður-Kóreubúar og Þjóðverji meðal látinna í Lissabon Sér ekki tilgang í öryggistryggingum þar sem Rússum sé treystandi Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Svíar saka Rússa um auknar truflanir í staðsetningarbúnaði Gekkst undir aðgerð vegna húðkrabbameins Kynnir stríðsmálaráðuneytið til leiks Gerðu loftárás á vinnusvæði danskra hjálparsamtaka Yfir tvö þúsund látnir eftir jarðskjálftann Segir 26 ríki vilja senda hermenn til Úkraínu Sá sem ók á skrúðgöngu Liverpool-manna lýsti yfir sakleysi Mátti ekki stöðva fjárveitingar til Harvard Tískugoðsögnin Giorgio Armani er fallin frá Búa sig undir komu hermanna og útsendara ICE Evrópuleiðtogar funda um öryggistryggingar fyrir Úkraínu Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Biðja hæstarétt um flýtimeðferð vegna tolla Höfundur Father Ted handtekinn fyrir að hvetja til ofbeldis gegn trans fólki Allir íbúar munu geta höfðað mál vegna þungunarrofslyfja Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Mjótt á munum í Noregi og líkur á flókinni stjórnarmyndun Mótmæla hugmyndum um innlimun nær alls Vesturbakkans Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Pútín og Xi ræddu ódauðleika í gegnum líffæragjöf Sjá meira