Þetta er lögreglumál Rakel Hinriksdóttir skrifar 15. júní 2023 15:10 „Guð minn góður! Hvað gerum við?!?” Gömul kona stendur við flokkunargáma, full angistar. Hún er orðin lögblind og treystir á að gámarnir séu alltaf á sama stað, til þess að geta flokkað ruslið sitt á rétta staði. „Við verðum örugglega að hringja á lögregluna!” Heyrn gömlu konunnar er óskert og hún heyrir greinilega þegar plastruslið hennar lendir í pappírsgáminum. Hljóðið er ekki rétt. Hún leitar skjálfandi höndum í vösum sínum að farsímanum og er vís til þess að slá inn 1-1-2 ef enginn stöðvar hana. Barnabarnið hennar, undirrituð, er komin á fullorðinsaldur þegar þetta atvik á sér stað. Til allrar hamingju er hún með í för í þetta skiptið. Annars er lögblind konan á áttræðisaldri vön að fara alein í þetta verkefni. Með vandlega þrifið flokkunarruslið sitt í lítilli innkaupatösku á hjólum. Unga konan nær að stöðva angistarfulla ömmu sína áður en hún truflar lögregluna. Hún talar við hana róandi röddu og síminn fer ónotaður aftur í vasann. Yfirdrifin viðbrögð ömmu koma henni reyndar ekkert á óvart. Hún hefur alltaf sett náttúruna í fyrsta sæti og gert allt sem hún getur til þess að lifa í samhljómi við hana. Allt rusl sem til fellur á heimilinu er ýmist nýtt í föndur, fær nýtt líf sem eitthvað þarfaþing eða þrifið og flokkað vandlega. Þannig hefur það alltaf verið hjá ömmu. Það er ekkert annað í stöðunni. Til þess að losna við afskipti löggæsluvaldsins prílar þrítugt barnabarnið ofan í pappírsgáminn, veiðir upp hvert einasta plastsnifsi og þær selflytja allt saman samviskusamlega í plastgáminn. Gamla konan hefði aldrei samþykkt að yfirgefa staðinn annars. Þær ganga svo heim aftur með tóma innkaupatösku og hreina samvisku. Amma mín er dáin. Hún kvaddi þessa jörð, sem henni þótti svo vænt um, árið 2016 eftir erfiða baráttu við krabbamein. Henni fannst mikilvægt að fá bálför vegna þess að hún vildi ekki að jarðneskar leifar hennar tækju svona mikið pláss, stæðin í duftreitnum eru miklu minni. Á milli krabbameinsmeðferða rannsökuðum við hvort hægt væri að fá umhverfisvænari líkkistu, henni fannst það svo mikil sóun að láta brenna sig í kistu sem væri svo auðvelt að endurnýta aftur og aftur. Þvílík sóun á fallegum viði! Fyrir stuttu upplifði ég það í fyrsta skipti að vera fegin að amma mín væri dáin. Ég veit satt að segja ekki hvort hún hefði þolað það að heyra fréttirnar af mjólkurfernunum okkar sem hafa verið fluttar í brennsluofna í Svíþjóð í stað þess að vera endurunnar eins og lofað var. Eða allar hinar fréttirnar af ótraustvekjandi meðferð flokkunarrusls á landinu. Það er til fleira fólk eins og hún. Sem hefur alla tíð þvegið og flokkað rusl af hjartans list og jafnvel gengið langar vegalengdir í flokkunarstöðvar. Í fullri vissu um að það hefði eitthvað að segja. Kannski hefði hún hugsað um allar ferðirnar sem hún gekk til baka með tóma tösku og hreina samvisku. Eða um allar mínúturnar sem hún eyddi við vaskinn, að skrúbba allt ruslið og þurrka. Óbærilegar efasemdir um að öll fyrirhöfnin hefði kannski verið til einskis. Líklegast hefði hún samt fyrst hugsað um náttúruna. Sem sífellt þjáist fyrir græðgi mannana og tilhneigingu okkar til skyndilausna, eiginhagsmuna og frekju. Ég skora á yfirvöld að hafa náttúruna ávallt í fyrsta sæti, tryggja að meðferð alls úrgangs sé vönduð og heiðarleg og finna leiðir til þess að endurbyggja traust okkar. Höfundur er formaður SUNN, samtaka um Náttúruvernd á Norðurlandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson Skoðun Stuðningsyfirlýsing forstöðumanna Sólheima Elfa Björk Kristjánsdóttir Skoðun Eigum við samleið Ragnheiður Ríkharðsdóttir Skoðun Agaleysi bítur Árelía Eydís Guðmundsdóttir Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson Skoðun Þjóðarmorð Palestínu Guðný Gústafsdóttir Skoðun Að kveikja á síðustu eldspýtunni Sigurður Árni Reynisson Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson Skoðun Skoðun Skoðun Lýðræðið tekið úr höndum nemenda í Lundarskóla Benedikt Már Þorvaldsson skrifar Skoðun Geðheilbrigði er mannréttindamál Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Stuðningsyfirlýsing forstöðumanna Sólheima Elfa Björk Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Sniðganga fyrir Palestínu Hólmfríður Drífa Jónsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Hrönn G. Guðmundsdóttir,Katrín Björg Þórisdóttir,Þorbjörg Ída Ívarsdóttir,Yvonne Höller skrifar Skoðun Tími skyndilausna á húsnæðismarkaði er liðinn Gunnar Axel Axelsson skrifar Skoðun Lýðræði í mótvindi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Orka Breiðafjarðar Ingólfur Hermannsson skrifar Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson skrifar Skoðun Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson skrifar Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson skrifar Skoðun Eigum við samleið Ragnheiður Ríkharðsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorð Palestínu Guðný Gústafsdóttir skrifar Skoðun Agaleysi bítur Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens skrifar Skoðun Ísland boðar mannúð en býður útlegð Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Börnin eru ekki tölur Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Endurskoðun vaxtarmarka forsenda frekari uppbyggingar Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Að kveikja á síðustu eldspýtunni Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Hvað veit Hafró um verndun hafsvæða? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Ógnar stjórnleysi á landamærunum íslensku samfélagi? Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Grímulaus aðför að landsbyggðinni Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Menningarstríð í borginni Hildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Málfrelsið Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Austurland lykilhlekkur í varnarmálum Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Áhyggjur af fyrirhugaðri sameiningu Hljóðbókasafns Íslands Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Fjárfesting í færni Maj-Britt Hjördís Briem skrifar Skoðun Hvar á ég heima? Aðgengi fólks með POTS að heilbrigðisþjónustu Hugrún Vignisdóttir skrifar Skoðun Lærum af reynslunni Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Sjá meira
„Guð minn góður! Hvað gerum við?!?” Gömul kona stendur við flokkunargáma, full angistar. Hún er orðin lögblind og treystir á að gámarnir séu alltaf á sama stað, til þess að geta flokkað ruslið sitt á rétta staði. „Við verðum örugglega að hringja á lögregluna!” Heyrn gömlu konunnar er óskert og hún heyrir greinilega þegar plastruslið hennar lendir í pappírsgáminum. Hljóðið er ekki rétt. Hún leitar skjálfandi höndum í vösum sínum að farsímanum og er vís til þess að slá inn 1-1-2 ef enginn stöðvar hana. Barnabarnið hennar, undirrituð, er komin á fullorðinsaldur þegar þetta atvik á sér stað. Til allrar hamingju er hún með í för í þetta skiptið. Annars er lögblind konan á áttræðisaldri vön að fara alein í þetta verkefni. Með vandlega þrifið flokkunarruslið sitt í lítilli innkaupatösku á hjólum. Unga konan nær að stöðva angistarfulla ömmu sína áður en hún truflar lögregluna. Hún talar við hana róandi röddu og síminn fer ónotaður aftur í vasann. Yfirdrifin viðbrögð ömmu koma henni reyndar ekkert á óvart. Hún hefur alltaf sett náttúruna í fyrsta sæti og gert allt sem hún getur til þess að lifa í samhljómi við hana. Allt rusl sem til fellur á heimilinu er ýmist nýtt í föndur, fær nýtt líf sem eitthvað þarfaþing eða þrifið og flokkað vandlega. Þannig hefur það alltaf verið hjá ömmu. Það er ekkert annað í stöðunni. Til þess að losna við afskipti löggæsluvaldsins prílar þrítugt barnabarnið ofan í pappírsgáminn, veiðir upp hvert einasta plastsnifsi og þær selflytja allt saman samviskusamlega í plastgáminn. Gamla konan hefði aldrei samþykkt að yfirgefa staðinn annars. Þær ganga svo heim aftur með tóma innkaupatösku og hreina samvisku. Amma mín er dáin. Hún kvaddi þessa jörð, sem henni þótti svo vænt um, árið 2016 eftir erfiða baráttu við krabbamein. Henni fannst mikilvægt að fá bálför vegna þess að hún vildi ekki að jarðneskar leifar hennar tækju svona mikið pláss, stæðin í duftreitnum eru miklu minni. Á milli krabbameinsmeðferða rannsökuðum við hvort hægt væri að fá umhverfisvænari líkkistu, henni fannst það svo mikil sóun að láta brenna sig í kistu sem væri svo auðvelt að endurnýta aftur og aftur. Þvílík sóun á fallegum viði! Fyrir stuttu upplifði ég það í fyrsta skipti að vera fegin að amma mín væri dáin. Ég veit satt að segja ekki hvort hún hefði þolað það að heyra fréttirnar af mjólkurfernunum okkar sem hafa verið fluttar í brennsluofna í Svíþjóð í stað þess að vera endurunnar eins og lofað var. Eða allar hinar fréttirnar af ótraustvekjandi meðferð flokkunarrusls á landinu. Það er til fleira fólk eins og hún. Sem hefur alla tíð þvegið og flokkað rusl af hjartans list og jafnvel gengið langar vegalengdir í flokkunarstöðvar. Í fullri vissu um að það hefði eitthvað að segja. Kannski hefði hún hugsað um allar ferðirnar sem hún gekk til baka með tóma tösku og hreina samvisku. Eða um allar mínúturnar sem hún eyddi við vaskinn, að skrúbba allt ruslið og þurrka. Óbærilegar efasemdir um að öll fyrirhöfnin hefði kannski verið til einskis. Líklegast hefði hún samt fyrst hugsað um náttúruna. Sem sífellt þjáist fyrir græðgi mannana og tilhneigingu okkar til skyndilausna, eiginhagsmuna og frekju. Ég skora á yfirvöld að hafa náttúruna ávallt í fyrsta sæti, tryggja að meðferð alls úrgangs sé vönduð og heiðarleg og finna leiðir til þess að endurbyggja traust okkar. Höfundur er formaður SUNN, samtaka um Náttúruvernd á Norðurlandi.
Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun
Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens Skoðun
Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson Skoðun
Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson Skoðun
Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson Skoðun
Skoðun Sniðganga fyrir Palestínu Hólmfríður Drífa Jónsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Hrönn G. Guðmundsdóttir,Katrín Björg Þórisdóttir,Þorbjörg Ída Ívarsdóttir,Yvonne Höller skrifar
Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson skrifar
Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson skrifar
Skoðun Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson skrifar
Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson skrifar
Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens skrifar
Skoðun Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar
Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun
Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens Skoðun
Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson Skoðun
Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson Skoðun
Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson Skoðun