Johnson harðlega gagnrýndur og mögulega sviptur aðgengi að Westminster Hólmfríður Gísladóttir skrifar 15. júní 2023 10:37 Johnson virðist æfareiður vegna skýrslunnar og hefur talað um „pólitíska aftöku“. AP/Frank Augstein Boris Johnson var óheiðarlegur í svörum sínum um svokallað „Partygate“-mál og tók þátt í herferð til að ógna og grafa undan þingmönnum sem höfðu málið til rannsóknar. Þetta eru niðurstöður þingnefndar sem hefur rannsakað framgöngu forsætisráðherrans fyrrverandi. Hin þverpólitíska nefnd kemst að þeirri niðurstöðu að Johnson hafi „lokað augunum fyrir sannleikanum“ og hafði ákveðið að setja hann í 90 daga bann frá þinginu áður en hann sagði af sér þingmennsku að eigin frumkvæði þegar ljóst var í hvað stefndi. Samkvæmt nefndinni gaf Johnson ekki aðeins misvísandi svör um brot á sóttvarnarreglum í Downingstræti 10, heldur afvegaleiddi hann þingnefndina sjálfa, braut gegn reglum með því að leka upplýsingum úr skýrslu nefndarinnar í síðustu viku og gróf þar með undan lýðræðislegu hlutverki þingsins. Nefndin hefur lagt það til að Johnson verði sviptur passanum sem veitir fyrrverandi þingmönnum aðgang að Westminster. Þá hefur Verkamannaflokkurinn krafist þess að Johnson endurgreiði þau 245 þúsund pund sem skattgreiðendur hafa greitt í lögmannskostnað fyrir hann og Frjálslyndi demókrataflokkurinn kallað eftir því að hann verði sviptur 115 þúsund punda árlegri greiðslu sem fyrrverandi forsætisráðherra. "It is a dreadful day to see a former Prime Minister attacking Parliament."Former Conservative MP and Attorney General Dominic Grieve reacts to the Privileges Committee's report on Boris Johnson misleading the Commons over partygate.https://t.co/PAiZ4D1jU3 Sky 501 pic.twitter.com/az407k3sv3— Sky News (@SkyNews) June 15, 2023 Í skýrslu þingnefndarinnar segir að Johnson hafi ítrekað verið vísvítandi misvísandi í svörum sínum varðandi Partygate og að fullyrðing hans um að hann hefði talið að öll þau samkvæmi sem voru haldin í Downingstræti hefðu verið í samræmi við sóttvarnareglur ættu enga stoð í raunveruleikanum. Þá hefðu árásir hans á nefndina og störf hennar jafngilt árás á lýðræðislegar stofnanir ríkisins. Í skýrslunni er þess getið að stjórnvöld upplýstu í síðasta mánuði um sextán samkomur til viðbótar, sem Johnson hefur sagt að hafi verið nauðsynlegar þar sem eiginkona hans var ólétt. Nefndin segir að ef í ljós komi að sú fullyrðing sé ósönn, hafi Johnson enn og aftur gerst sekur um að vanvirða þingið. Nefndin gagnrýnir Johnson fyrir að hafa viljandi hunsað sannleikann og sakar hann um að hafa freistað þess að endurskrifa reglurnar til að passa því sem hann vildi meina að hefði átt sér stað. Í kjölfar grófra árása Johnson og stuðningsmanna hans á nefndarmenn hefði verið til skoðunar að auka öryggi þeirra. Íhaldsmaðurinn Penny Mordaunt, forseti þingsins, hefur sagt að þingmönnum verði í sjálfsvald sett hvernig þeir greiða atkvæði þegar skýrslan verður tekin fyrir. Hún segir að menn verði að gera það sem þeir telja rétt og að ekki ætti að setja þrýsting á þingmenn að kjósa á einn veg eða annan. Ítarlega frétt um málið má finna á Guardian. Bretland Mest lesið Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Erlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Innlent Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Innlent Trump veitir Ungverjum undanþágu Erlent Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Innlent Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ Innlent Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Innlent Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Innlent Fleiri fréttir Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre „Samlokumaðurinn“ sýknaður Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Segjast hafa fundið vopn frá Hamas fyrir hryðjuverk í Evrópu Rannsaka hakakrossa sem voru málaðir með blóði úr manni Pútín sagður beina kúgunartækjum sínum að eigin stuðningsmönnum Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Belgar kalla saman þjóðaröryggisráð vegna drónaflugs við flugvelli Tala látinna hækkar á Filippseyjum Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Tortryggnir í garð tolla Trumps Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Hver er Zohran Mamdani og hvað vill hann? Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Evrópuríki ná saman um verulega útþynnt loftslagsmarkmið Stofnar Facebook hóp fyrir hatur gegn sjálfum sér Sjö látnir eftir flugslysið í Kentucky Tugir látnir eftir fellibyl á Filippseyjum „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Féll til jarðar rétt eftir flugtak Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Sjá meira
Hin þverpólitíska nefnd kemst að þeirri niðurstöðu að Johnson hafi „lokað augunum fyrir sannleikanum“ og hafði ákveðið að setja hann í 90 daga bann frá þinginu áður en hann sagði af sér þingmennsku að eigin frumkvæði þegar ljóst var í hvað stefndi. Samkvæmt nefndinni gaf Johnson ekki aðeins misvísandi svör um brot á sóttvarnarreglum í Downingstræti 10, heldur afvegaleiddi hann þingnefndina sjálfa, braut gegn reglum með því að leka upplýsingum úr skýrslu nefndarinnar í síðustu viku og gróf þar með undan lýðræðislegu hlutverki þingsins. Nefndin hefur lagt það til að Johnson verði sviptur passanum sem veitir fyrrverandi þingmönnum aðgang að Westminster. Þá hefur Verkamannaflokkurinn krafist þess að Johnson endurgreiði þau 245 þúsund pund sem skattgreiðendur hafa greitt í lögmannskostnað fyrir hann og Frjálslyndi demókrataflokkurinn kallað eftir því að hann verði sviptur 115 þúsund punda árlegri greiðslu sem fyrrverandi forsætisráðherra. "It is a dreadful day to see a former Prime Minister attacking Parliament."Former Conservative MP and Attorney General Dominic Grieve reacts to the Privileges Committee's report on Boris Johnson misleading the Commons over partygate.https://t.co/PAiZ4D1jU3 Sky 501 pic.twitter.com/az407k3sv3— Sky News (@SkyNews) June 15, 2023 Í skýrslu þingnefndarinnar segir að Johnson hafi ítrekað verið vísvítandi misvísandi í svörum sínum varðandi Partygate og að fullyrðing hans um að hann hefði talið að öll þau samkvæmi sem voru haldin í Downingstræti hefðu verið í samræmi við sóttvarnareglur ættu enga stoð í raunveruleikanum. Þá hefðu árásir hans á nefndina og störf hennar jafngilt árás á lýðræðislegar stofnanir ríkisins. Í skýrslunni er þess getið að stjórnvöld upplýstu í síðasta mánuði um sextán samkomur til viðbótar, sem Johnson hefur sagt að hafi verið nauðsynlegar þar sem eiginkona hans var ólétt. Nefndin segir að ef í ljós komi að sú fullyrðing sé ósönn, hafi Johnson enn og aftur gerst sekur um að vanvirða þingið. Nefndin gagnrýnir Johnson fyrir að hafa viljandi hunsað sannleikann og sakar hann um að hafa freistað þess að endurskrifa reglurnar til að passa því sem hann vildi meina að hefði átt sér stað. Í kjölfar grófra árása Johnson og stuðningsmanna hans á nefndarmenn hefði verið til skoðunar að auka öryggi þeirra. Íhaldsmaðurinn Penny Mordaunt, forseti þingsins, hefur sagt að þingmönnum verði í sjálfsvald sett hvernig þeir greiða atkvæði þegar skýrslan verður tekin fyrir. Hún segir að menn verði að gera það sem þeir telja rétt og að ekki ætti að setja þrýsting á þingmenn að kjósa á einn veg eða annan. Ítarlega frétt um málið má finna á Guardian.
Bretland Mest lesið Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Erlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Innlent Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Innlent Trump veitir Ungverjum undanþágu Erlent Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Innlent Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ Innlent Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Innlent Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Innlent Fleiri fréttir Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre „Samlokumaðurinn“ sýknaður Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Segjast hafa fundið vopn frá Hamas fyrir hryðjuverk í Evrópu Rannsaka hakakrossa sem voru málaðir með blóði úr manni Pútín sagður beina kúgunartækjum sínum að eigin stuðningsmönnum Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Belgar kalla saman þjóðaröryggisráð vegna drónaflugs við flugvelli Tala látinna hækkar á Filippseyjum Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Tortryggnir í garð tolla Trumps Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Hver er Zohran Mamdani og hvað vill hann? Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Evrópuríki ná saman um verulega útþynnt loftslagsmarkmið Stofnar Facebook hóp fyrir hatur gegn sjálfum sér Sjö látnir eftir flugslysið í Kentucky Tugir látnir eftir fellibyl á Filippseyjum „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Féll til jarðar rétt eftir flugtak Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Sjá meira