Johnson harðlega gagnrýndur og mögulega sviptur aðgengi að Westminster Hólmfríður Gísladóttir skrifar 15. júní 2023 10:37 Johnson virðist æfareiður vegna skýrslunnar og hefur talað um „pólitíska aftöku“. AP/Frank Augstein Boris Johnson var óheiðarlegur í svörum sínum um svokallað „Partygate“-mál og tók þátt í herferð til að ógna og grafa undan þingmönnum sem höfðu málið til rannsóknar. Þetta eru niðurstöður þingnefndar sem hefur rannsakað framgöngu forsætisráðherrans fyrrverandi. Hin þverpólitíska nefnd kemst að þeirri niðurstöðu að Johnson hafi „lokað augunum fyrir sannleikanum“ og hafði ákveðið að setja hann í 90 daga bann frá þinginu áður en hann sagði af sér þingmennsku að eigin frumkvæði þegar ljóst var í hvað stefndi. Samkvæmt nefndinni gaf Johnson ekki aðeins misvísandi svör um brot á sóttvarnarreglum í Downingstræti 10, heldur afvegaleiddi hann þingnefndina sjálfa, braut gegn reglum með því að leka upplýsingum úr skýrslu nefndarinnar í síðustu viku og gróf þar með undan lýðræðislegu hlutverki þingsins. Nefndin hefur lagt það til að Johnson verði sviptur passanum sem veitir fyrrverandi þingmönnum aðgang að Westminster. Þá hefur Verkamannaflokkurinn krafist þess að Johnson endurgreiði þau 245 þúsund pund sem skattgreiðendur hafa greitt í lögmannskostnað fyrir hann og Frjálslyndi demókrataflokkurinn kallað eftir því að hann verði sviptur 115 þúsund punda árlegri greiðslu sem fyrrverandi forsætisráðherra. "It is a dreadful day to see a former Prime Minister attacking Parliament."Former Conservative MP and Attorney General Dominic Grieve reacts to the Privileges Committee's report on Boris Johnson misleading the Commons over partygate.https://t.co/PAiZ4D1jU3 Sky 501 pic.twitter.com/az407k3sv3— Sky News (@SkyNews) June 15, 2023 Í skýrslu þingnefndarinnar segir að Johnson hafi ítrekað verið vísvítandi misvísandi í svörum sínum varðandi Partygate og að fullyrðing hans um að hann hefði talið að öll þau samkvæmi sem voru haldin í Downingstræti hefðu verið í samræmi við sóttvarnareglur ættu enga stoð í raunveruleikanum. Þá hefðu árásir hans á nefndina og störf hennar jafngilt árás á lýðræðislegar stofnanir ríkisins. Í skýrslunni er þess getið að stjórnvöld upplýstu í síðasta mánuði um sextán samkomur til viðbótar, sem Johnson hefur sagt að hafi verið nauðsynlegar þar sem eiginkona hans var ólétt. Nefndin segir að ef í ljós komi að sú fullyrðing sé ósönn, hafi Johnson enn og aftur gerst sekur um að vanvirða þingið. Nefndin gagnrýnir Johnson fyrir að hafa viljandi hunsað sannleikann og sakar hann um að hafa freistað þess að endurskrifa reglurnar til að passa því sem hann vildi meina að hefði átt sér stað. Í kjölfar grófra árása Johnson og stuðningsmanna hans á nefndarmenn hefði verið til skoðunar að auka öryggi þeirra. Íhaldsmaðurinn Penny Mordaunt, forseti þingsins, hefur sagt að þingmönnum verði í sjálfsvald sett hvernig þeir greiða atkvæði þegar skýrslan verður tekin fyrir. Hún segir að menn verði að gera það sem þeir telja rétt og að ekki ætti að setja þrýsting á þingmenn að kjósa á einn veg eða annan. Ítarlega frétt um málið má finna á Guardian. Bretland Mest lesið Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Innlent Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Erlent Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Innlent Haraldur Briem er látinn Innlent Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Innlent Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Innlent Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Innlent Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Erlent Fleiri fréttir Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Rússar helsta ógnin sem Norðmenn standi frammi fyrir Kýrskýrt að aðeins Selenskíj geti samið um landsvæði Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Fundað í hverju horni fyrir Alaskahitting Trump og Pútín Öfgahægriflokkur mælist stærstur í Þýskalandi Hitamet falla og gróðureldar geisa í Evrópu og víðar Rússar myndu nota Donbas til að ráðast enn lengra inn í Úkraínu Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Sendir frá Norður-Kóreu í „þrældóm“ í Rússlandi Greta Thunberg siglir á ný til Gasa Skoða að stofna viðbragðssveit gegn uppþotum í Bandaríkjunum Hernumin héruð horfi fram á þjóðernishreinsun Vara við afleiðingum samsæriskenninga eftir skotárás á heilbrigðisstofnun Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Smyglaði 850 skjaldbökum í sokkum frá Bandaríkjunum Albanese segir Netanyahu í afneitun Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Leiðtogar Evrópu ítreka sjálfsákvörðunarrétt Úkraínumanna Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu Sjá meira
Hin þverpólitíska nefnd kemst að þeirri niðurstöðu að Johnson hafi „lokað augunum fyrir sannleikanum“ og hafði ákveðið að setja hann í 90 daga bann frá þinginu áður en hann sagði af sér þingmennsku að eigin frumkvæði þegar ljóst var í hvað stefndi. Samkvæmt nefndinni gaf Johnson ekki aðeins misvísandi svör um brot á sóttvarnarreglum í Downingstræti 10, heldur afvegaleiddi hann þingnefndina sjálfa, braut gegn reglum með því að leka upplýsingum úr skýrslu nefndarinnar í síðustu viku og gróf þar með undan lýðræðislegu hlutverki þingsins. Nefndin hefur lagt það til að Johnson verði sviptur passanum sem veitir fyrrverandi þingmönnum aðgang að Westminster. Þá hefur Verkamannaflokkurinn krafist þess að Johnson endurgreiði þau 245 þúsund pund sem skattgreiðendur hafa greitt í lögmannskostnað fyrir hann og Frjálslyndi demókrataflokkurinn kallað eftir því að hann verði sviptur 115 þúsund punda árlegri greiðslu sem fyrrverandi forsætisráðherra. "It is a dreadful day to see a former Prime Minister attacking Parliament."Former Conservative MP and Attorney General Dominic Grieve reacts to the Privileges Committee's report on Boris Johnson misleading the Commons over partygate.https://t.co/PAiZ4D1jU3 Sky 501 pic.twitter.com/az407k3sv3— Sky News (@SkyNews) June 15, 2023 Í skýrslu þingnefndarinnar segir að Johnson hafi ítrekað verið vísvítandi misvísandi í svörum sínum varðandi Partygate og að fullyrðing hans um að hann hefði talið að öll þau samkvæmi sem voru haldin í Downingstræti hefðu verið í samræmi við sóttvarnareglur ættu enga stoð í raunveruleikanum. Þá hefðu árásir hans á nefndina og störf hennar jafngilt árás á lýðræðislegar stofnanir ríkisins. Í skýrslunni er þess getið að stjórnvöld upplýstu í síðasta mánuði um sextán samkomur til viðbótar, sem Johnson hefur sagt að hafi verið nauðsynlegar þar sem eiginkona hans var ólétt. Nefndin segir að ef í ljós komi að sú fullyrðing sé ósönn, hafi Johnson enn og aftur gerst sekur um að vanvirða þingið. Nefndin gagnrýnir Johnson fyrir að hafa viljandi hunsað sannleikann og sakar hann um að hafa freistað þess að endurskrifa reglurnar til að passa því sem hann vildi meina að hefði átt sér stað. Í kjölfar grófra árása Johnson og stuðningsmanna hans á nefndarmenn hefði verið til skoðunar að auka öryggi þeirra. Íhaldsmaðurinn Penny Mordaunt, forseti þingsins, hefur sagt að þingmönnum verði í sjálfsvald sett hvernig þeir greiða atkvæði þegar skýrslan verður tekin fyrir. Hún segir að menn verði að gera það sem þeir telja rétt og að ekki ætti að setja þrýsting á þingmenn að kjósa á einn veg eða annan. Ítarlega frétt um málið má finna á Guardian.
Bretland Mest lesið Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Innlent Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Erlent Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Innlent Haraldur Briem er látinn Innlent Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Innlent Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Innlent Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Innlent Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Erlent Fleiri fréttir Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Rússar helsta ógnin sem Norðmenn standi frammi fyrir Kýrskýrt að aðeins Selenskíj geti samið um landsvæði Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Fundað í hverju horni fyrir Alaskahitting Trump og Pútín Öfgahægriflokkur mælist stærstur í Þýskalandi Hitamet falla og gróðureldar geisa í Evrópu og víðar Rússar myndu nota Donbas til að ráðast enn lengra inn í Úkraínu Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Sendir frá Norður-Kóreu í „þrældóm“ í Rússlandi Greta Thunberg siglir á ný til Gasa Skoða að stofna viðbragðssveit gegn uppþotum í Bandaríkjunum Hernumin héruð horfi fram á þjóðernishreinsun Vara við afleiðingum samsæriskenninga eftir skotárás á heilbrigðisstofnun Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Smyglaði 850 skjaldbökum í sokkum frá Bandaríkjunum Albanese segir Netanyahu í afneitun Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Leiðtogar Evrópu ítreka sjálfsákvörðunarrétt Úkraínumanna Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu Sjá meira