Fimm sjóðir keyptu nær helming seldra bréfa í útboði Hampiðjunnar
![Hjörtur Erlendsson, forstóri Hampiðjunnar, þegar félagið var skráð á Aðalmarkað í Kauphöllinni föstudaginn 9. júní síðastliðinn.](https://www.visir.is/i/FA72ED5BADA32863716A0963F5A9320BB08B35897D9152F8392DE670BE04508C_713x0.jpg)
Íslenskir lífeyrissjóðir voru fyrirferðamestir í hlutafjárútboði Hampiðjunnar sem lauk í byrjun þessa mánaðar og keyptu stóran hluta þeirra bréfa sem var úthlutað til stærri fjárfesta. Þar munaði mestu um LSR sem er kominn í hóp allra stærstu hluthafa veiðarfæraframleiðandans eftir kaup sjóðsins.
Tengdar fréttir
![](https://www.visir.is/i/FE8282E01B788BAC1700CA10C51459B2CB07FEA780C6C6F13B1319C3222E9BAB_308x200.jpg)
„Mikil samlegðartækifæri “ í kaupum Hampiðjunnar á Mørenot
Ljóst er að „mikil samlegðartækifæri eru til staðar“ samhliða kaupum Hampiðjunnar á Mørenot. Skráning Hampiðjunnar á Aðalmarkað á næsta ári mun fjölga tækifærum til ytri vaxtar enn frekar og bæta verðmyndun. Þetta segir forstöðumaður fjárfestinga hjá VÍS. VÍS er níundi stærsti hluthafi Hampiðjunnar.