Meistararnir byrja titilvörnina gegn Jóa Berg og félögum Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 15. júní 2023 09:01 Vincent Kompany er þjálfari Jóa Berg hjá Burnley, en einnig fyrrverandi leikmaður Manchester City og goðsögn hjá félaginu. Michael Regan/Getty Images Landsliðsmaðurinn Jóhann Berg Guðmundsson og félagar hans í Burnley ráðast ekki á garðinn þar sem hann er lægstur í sínum fyrsta leik í endurkomu sinni í ensku úrvalsdeildina á næsta tímabili. Greint var frá leikjaniðurröðun næsta tímabils nú fyrir skemmstu og Burnley tekur á móti Englandsmeisturum Manchester City í opnunarleik tímabilsins. Fótboltaþyrstir aðdáendur ensku úrvalsdeildarinnar eru yfirleitt varla búnir að jafna sig á sigrum og töpum síðasta tímabils þegar þeir eru farnir að huga að næsta tímabili og þeir bíða oft spenntir eftir því að sjá hvernig leikjum verður raðað niður. Leikjaniðurröðunin var birt nú fyrir skemmstu og hér fyrir neðan verður stiklað á stóru og lesendum bent á einhverja stórleiki næsta tímabils. Titilvörnin hefst í Burnley Jóhann Berg og félagar í Burnley fá það öfundsverða verkefni að verða fyrsta liðið til að mæta Englandsmeisturum Manchester City í opnunarleik ensku úrvalsdeildarinnar föstudagskvöldið 11. ágúst næstkomandi. Vincent Kompany, goðsögn í sögu Manchester City, er þjálfari Burnley. 🚨 OFFICIAL 🚨Here is the opening set of Premier League fixtures for the 23/24 season 🙌 pic.twitter.com/0Il3ql7fBc— Sky Sports Premier League (@SkySportsPL) June 15, 2023 Stærsti leikur fyrstu umferðarinnar er þó líklega viðureign Chelsea og Liverpool á Stamford Bridge þar sem nýráðinn knattspyrnustjóri Chelsea, Mauricio Pochettino, stýrir liðinu í fyrsta sinn í deildinni. Stærstu liðin á minnsta vellinum Saga Luton Town hefur vakið verðskuldaða athygli knattspyrnuáhugamanna og liðið er komið aftur í ensku úrvalsdeildina. Það er þó völlur liðsins sem hefur vakið hvað mesta athygli, en hann tekur aðeins rétt rúmlega tíu þúsund manns í sæti. Stórlið Englands þurfa því að sætta sig við að fá fáa miða á útileiki gegn Luton, en liðið tekur á móti Tottenham 7. október, Liverpool 4. nóvember, Arsenal 5. desember, Manchester City 9. desember, Chelsea 30. desember og Manchester United 17. febrúar. Einn af inngöngum á Kenilworth Road, heimavöll Luton Town.Joe Giddens/PA Images via Getty Images Stóru nágrannaslagirnir Þá hafa einnig margir aðdáendur ensku úrvalsdeildarinnar mikinn áhuga á því að vita hvenær stærstu nágrannaslagir deildarinnar fara fram. Hér verður farið yfir stærstu Lundúnaslagina, Manchester-slagina og slag Liverpool við Manchester-liðin. Leikjaniðurröðun ensku úrvalsdeildarinnar má svo sjá á heimasíðu deildarinnar með því að smella hér. Arsenal - Tottenham 23. september Chelsea - Arsenal 21. október Manchester United - Manchester City 28. október Tottenham - Chelsea 4. nóvember Manchester City - Liverpool 25. nóvember Liverpool - Manchester United 16. desember Chelsea - Tottenham 24. febrúar Manchester City - Manchester United 2. mars Liverpool - Manchester City 9. mars Arsenal - Chelsea 16. mars Manchester United - Liverpool 6. apríl Tottenham - Arsenal 27. apríl Enski boltinn Mest lesið Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Fótbolti FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Handbolti Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Fótbolti Grein Morgunblaðsins til skammar Sport Grátlegt tap í framlengdum leik Körfubolti Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Fótbolti Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti Madrídingar misstigu sig gegn fallbaráttuliði Espanyol Fótbolti Loksins brosti Dagur Sigurðsson Handbolti Sigurganga Metzingen stöðvuð í Íslendingaslag Handbolti Fleiri fréttir Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Madrídingar misstigu sig gegn fallbaráttuliði Espanyol Úlfarnir héldu út og fjarlægjast fallsvæðið Botnliðið vann mikilvægan sigur og Everton fór illa með Refina Kane með tvö mörk þegar Bæjarar sluppu með skrekkinn Hafdís Nína með þrennu í stórsigri á Færeyjum Salah sá um sjóðheita Bournemouth-menn Elanga og Wood með þrennur þegar Forest skoraði sjö mörk Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Cecilía Rán hélt markinu hreinu í áttunda sinn Berglind Björg strax byrjuð að skora fyrir Blika Neymar fær að spila í treyjunni hans Pele Freyr fagnaði sigri í fyrsta leiknum með Brann Guy Smit frá KR til Vestra Ensk landsliðskona sakar Man City um mannorðsmorð Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Gefa Gaza allan gróðann af leik á móti ísraelsku félagi Sér eftir sinni hegðun og ætlar að vera áfram hjá Ajax Elías skoraði og Stefán lagði upp Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Lagði upp mark í fyrsta leiknum í Póllandi Sannfærður um að Watkins fari ekki frá félaginu Karólína skoraði stórkostlegt mark og lagði annað upp Sara Björk lagði upp í stórsigri Vigdís Lilja seld til Anderlecht Þjálfari fékk þriggja leikja bann fyrir að sparka í James Rodríguez KR vann fertugasta Reykjavíkurmeistaratitilinn annað árið í röð Orri og Elías í einvígi um að mæta ensku stórliði Tveir íslenskir Nökkvar í Rotterdam Sjá meira
Fótboltaþyrstir aðdáendur ensku úrvalsdeildarinnar eru yfirleitt varla búnir að jafna sig á sigrum og töpum síðasta tímabils þegar þeir eru farnir að huga að næsta tímabili og þeir bíða oft spenntir eftir því að sjá hvernig leikjum verður raðað niður. Leikjaniðurröðunin var birt nú fyrir skemmstu og hér fyrir neðan verður stiklað á stóru og lesendum bent á einhverja stórleiki næsta tímabils. Titilvörnin hefst í Burnley Jóhann Berg og félagar í Burnley fá það öfundsverða verkefni að verða fyrsta liðið til að mæta Englandsmeisturum Manchester City í opnunarleik ensku úrvalsdeildarinnar föstudagskvöldið 11. ágúst næstkomandi. Vincent Kompany, goðsögn í sögu Manchester City, er þjálfari Burnley. 🚨 OFFICIAL 🚨Here is the opening set of Premier League fixtures for the 23/24 season 🙌 pic.twitter.com/0Il3ql7fBc— Sky Sports Premier League (@SkySportsPL) June 15, 2023 Stærsti leikur fyrstu umferðarinnar er þó líklega viðureign Chelsea og Liverpool á Stamford Bridge þar sem nýráðinn knattspyrnustjóri Chelsea, Mauricio Pochettino, stýrir liðinu í fyrsta sinn í deildinni. Stærstu liðin á minnsta vellinum Saga Luton Town hefur vakið verðskuldaða athygli knattspyrnuáhugamanna og liðið er komið aftur í ensku úrvalsdeildina. Það er þó völlur liðsins sem hefur vakið hvað mesta athygli, en hann tekur aðeins rétt rúmlega tíu þúsund manns í sæti. Stórlið Englands þurfa því að sætta sig við að fá fáa miða á útileiki gegn Luton, en liðið tekur á móti Tottenham 7. október, Liverpool 4. nóvember, Arsenal 5. desember, Manchester City 9. desember, Chelsea 30. desember og Manchester United 17. febrúar. Einn af inngöngum á Kenilworth Road, heimavöll Luton Town.Joe Giddens/PA Images via Getty Images Stóru nágrannaslagirnir Þá hafa einnig margir aðdáendur ensku úrvalsdeildarinnar mikinn áhuga á því að vita hvenær stærstu nágrannaslagir deildarinnar fara fram. Hér verður farið yfir stærstu Lundúnaslagina, Manchester-slagina og slag Liverpool við Manchester-liðin. Leikjaniðurröðun ensku úrvalsdeildarinnar má svo sjá á heimasíðu deildarinnar með því að smella hér. Arsenal - Tottenham 23. september Chelsea - Arsenal 21. október Manchester United - Manchester City 28. október Tottenham - Chelsea 4. nóvember Manchester City - Liverpool 25. nóvember Liverpool - Manchester United 16. desember Chelsea - Tottenham 24. febrúar Manchester City - Manchester United 2. mars Liverpool - Manchester City 9. mars Arsenal - Chelsea 16. mars Manchester United - Liverpool 6. apríl Tottenham - Arsenal 27. apríl
Arsenal - Tottenham 23. september Chelsea - Arsenal 21. október Manchester United - Manchester City 28. október Tottenham - Chelsea 4. nóvember Manchester City - Liverpool 25. nóvember Liverpool - Manchester United 16. desember Chelsea - Tottenham 24. febrúar Manchester City - Manchester United 2. mars Liverpool - Manchester City 9. mars Arsenal - Chelsea 16. mars Manchester United - Liverpool 6. apríl Tottenham - Arsenal 27. apríl
Enski boltinn Mest lesið Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Fótbolti FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Handbolti Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Fótbolti Grein Morgunblaðsins til skammar Sport Grátlegt tap í framlengdum leik Körfubolti Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Fótbolti Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti Madrídingar misstigu sig gegn fallbaráttuliði Espanyol Fótbolti Loksins brosti Dagur Sigurðsson Handbolti Sigurganga Metzingen stöðvuð í Íslendingaslag Handbolti Fleiri fréttir Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Madrídingar misstigu sig gegn fallbaráttuliði Espanyol Úlfarnir héldu út og fjarlægjast fallsvæðið Botnliðið vann mikilvægan sigur og Everton fór illa með Refina Kane með tvö mörk þegar Bæjarar sluppu með skrekkinn Hafdís Nína með þrennu í stórsigri á Færeyjum Salah sá um sjóðheita Bournemouth-menn Elanga og Wood með þrennur þegar Forest skoraði sjö mörk Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Cecilía Rán hélt markinu hreinu í áttunda sinn Berglind Björg strax byrjuð að skora fyrir Blika Neymar fær að spila í treyjunni hans Pele Freyr fagnaði sigri í fyrsta leiknum með Brann Guy Smit frá KR til Vestra Ensk landsliðskona sakar Man City um mannorðsmorð Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Gefa Gaza allan gróðann af leik á móti ísraelsku félagi Sér eftir sinni hegðun og ætlar að vera áfram hjá Ajax Elías skoraði og Stefán lagði upp Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Lagði upp mark í fyrsta leiknum í Póllandi Sannfærður um að Watkins fari ekki frá félaginu Karólína skoraði stórkostlegt mark og lagði annað upp Sara Björk lagði upp í stórsigri Vigdís Lilja seld til Anderlecht Þjálfari fékk þriggja leikja bann fyrir að sparka í James Rodríguez KR vann fertugasta Reykjavíkurmeistaratitilinn annað árið í röð Orri og Elías í einvígi um að mæta ensku stórliði Tveir íslenskir Nökkvar í Rotterdam Sjá meira