Af hvölum og kvölum Steingrímur Benediktsson skrifar 15. júní 2023 08:00 Á vordögum gaf MAST út skýrslu um gang hvalveiða á síðustu vertíð og hefur talsverð umræða skapast um hana. Í skýrslunni er fjallað um veiðar og dráp á næstum 150 langreyðum. Það sem ætti að vekja athygli við lesturinn er að aflífun á þessum 50 – 60 tonna þungu dýrum gengur yfirleitt fljótt. Auðvitað er þarna verið að veiða villt dýr í óhaminni náttúru og við veiðar í slíkum aðstæðum verða óhjákvæmilega slys. Umræða um skýrsluna hefur enda beinst mest að tveimur tilfellum þar sem vissulega tókst illa til. Hugsanlega má skýra þessi tilfelli með einhverjum hætti og bæta úr. Þegar gögn frá fyrri vertíðum eru skoðuð, kemur nefnilega í ljós að yfirleitt hefur aflífun hvalanna gengið hratt fyrir sig. Við umfjöllun um hvalveiðar mætti einnig hafa eftirfarandi í huga: Ísland er eyja langt úti í N-Atlandshafi. Undan ströndum landsins mætast kaldir og hlýir hafstraumar. Þeir mynda lífrænan suðupott sem er undirstaða gríðarlegs lífríkis. Það stendur undir stofnum fiska og sjávarspendýra sem eru mjög stórir miðað við það sem þekkist víðast í heimshöfunum. Þessar aðstæður eru framandi flestum öðrum jarðarbúum og þá einnig aðferðir við veiðar og verkun. Lengst af lifðu Íslendingar af því sem hafið gaf. Vissulega var það mest fiskur, þar sem við réðum ekki yfir fjármagni, tækni eða aðstöðu til að nýta stærri skepnur eins og hvali. Þetta breyttist um miðja síðustu öld og til varð atvinnugrein sem byggði á veiðum stórhvela. Það er margstaðfest að hvalveiðar Íslendinga eru algerlega sjálfbærar. Veiðarnar eru fjarri því að vera sú rányrkja sem tíðkaðist hér við land og víðar, fyrr á tímum þegar afurðir hvala komu til dæmis í stað jarðolíu og plasts. Nú er það kjötið sem er aðalafurðin. Fæst það staðfest ef gluggað er í erlenda fjölmiðla að markaður er fyrir hvalkjöt í Japan. Hvalveiðar eru því sjálfstæð og sjálfbær atvinnugrein sem geta veitt um 150 vel launuð störf á hverri vertíð og dregið um leið gjaldeyri í þjóðarbúið. Hvalveiðar gefa einnig af sér þekkingu. Hvalveiðimenn hafa fengið skammir fyrir að veiða sjaldgæfa blendinga steypi- og langreyða. Óvíst er að þessir blendingar væru þekktir nema af því að þeir voru veiddir! Vísindamenn hafa líka unnið í kringum veiðarnar og í Hvalstöðinni við rannsóknir á vistfræði, erfðafræði og líffæra- og lífeðlisfræði hvala og skilað vísindalegum fróðleik sem aðeins er hægt að ná með því að skoða skepnurnar. Að endingu má nefna að tækni og vinnubrögð við veiðar og vinnslu stórhvela er merkileg. Hvalbátarnir eru gufuknúnir og eins spil og sagir á skurðarplani. Lifir þar tækni sem var ráðandi við að knýja vélar alveg frá iðnbyltingu og vinnubrögð og verkfæri sem notuð eru við að flensa hvalina eru einstæð. Að leggja af hvalveiðar er misráðið. Þar með hyrfi sjálfbær og sögulega merkileg atvinnugrein sem gefur samfélaginu tekjur, varðveitir verkkunnáttu og er í raun hluti af menningu veiðisamfélags við heimskautsbaug. Höfundur er líffræðikennari og hefur einnig unnið hjá Hval hf. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hvalveiðar Mest lesið Þorgerður í sömu vörn og varðstjórinn Tómas Þór Þórðarson Skoðun Láttu ekki svindla á þér við jólainnkaupin Inga María Backman Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson Skoðun Horfir barnið þitt á klám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson Skoðun Óstaðsettir í hús Guðmunda G. Guðmundsdóttir Skoðun „Hugsanleg áhrif“ Íslands innan ESB Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Túlkun gagna er ábyrgð Joanna Marcinkowska Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson Skoðun Skoðun Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar Skoðun Fögnum degi sjúkraliða og störfum þeirra alla daga Alma D. Möller skrifar Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Óstaðsettir í hús Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins hefur bætt hag aldraðra og öryrkja Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Láttu ekki svindla á þér við jólainnkaupin Inga María Backman skrifar Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Túlkun gagna er ábyrgð Joanna Marcinkowska skrifar Skoðun Lífsstílshljómkviðan: öndun í köldum potti Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Bandaríkjaher, upphaf og innleiðing vatnsúðakerfa Snæbjörn R Rafnsson skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Er munur á trú og trúarbrögðum? Árni Gunnarsson skrifar Skoðun Hvaða einkennir góðan stjórnmálamann? Berglind Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Samstarf og samhæfing á breiðum grunni þjóðaröryggis Víðir Reynisson skrifar Skoðun 10 tonn af textíl á dag Birgitta Stefánsdóttir,Freyja Pétursdóttir skrifar Skoðun Sjúkraliðar er fólkið sem skiptir máli Sandra B. Franks skrifar Skoðun Hversu ört getur höfuðborgin stefnt að breyttum ferðavenjum? Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Horfir barnið þitt á klám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Frá friðarsjálfsblekkingu til raunverulegs öryggis Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður í sömu vörn og varðstjórinn Tómas Þór Þórðarson skrifar Skoðun Hver er staða fæðuöryggis á Íslandi? Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun „Hugsanleg áhrif“ Íslands innan ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar Skoðun Þungaflutningar og vegakerfið okkar Haraldur Þór Jónsson skrifar Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum ólöglegan flutning barna Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson skrifar Skoðun Erlendar rætur: Hornsteinn framfara, ekki ógn Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Virðingarleysið meiðir Sigurbjörg Ottesen skrifar Sjá meira
Á vordögum gaf MAST út skýrslu um gang hvalveiða á síðustu vertíð og hefur talsverð umræða skapast um hana. Í skýrslunni er fjallað um veiðar og dráp á næstum 150 langreyðum. Það sem ætti að vekja athygli við lesturinn er að aflífun á þessum 50 – 60 tonna þungu dýrum gengur yfirleitt fljótt. Auðvitað er þarna verið að veiða villt dýr í óhaminni náttúru og við veiðar í slíkum aðstæðum verða óhjákvæmilega slys. Umræða um skýrsluna hefur enda beinst mest að tveimur tilfellum þar sem vissulega tókst illa til. Hugsanlega má skýra þessi tilfelli með einhverjum hætti og bæta úr. Þegar gögn frá fyrri vertíðum eru skoðuð, kemur nefnilega í ljós að yfirleitt hefur aflífun hvalanna gengið hratt fyrir sig. Við umfjöllun um hvalveiðar mætti einnig hafa eftirfarandi í huga: Ísland er eyja langt úti í N-Atlandshafi. Undan ströndum landsins mætast kaldir og hlýir hafstraumar. Þeir mynda lífrænan suðupott sem er undirstaða gríðarlegs lífríkis. Það stendur undir stofnum fiska og sjávarspendýra sem eru mjög stórir miðað við það sem þekkist víðast í heimshöfunum. Þessar aðstæður eru framandi flestum öðrum jarðarbúum og þá einnig aðferðir við veiðar og verkun. Lengst af lifðu Íslendingar af því sem hafið gaf. Vissulega var það mest fiskur, þar sem við réðum ekki yfir fjármagni, tækni eða aðstöðu til að nýta stærri skepnur eins og hvali. Þetta breyttist um miðja síðustu öld og til varð atvinnugrein sem byggði á veiðum stórhvela. Það er margstaðfest að hvalveiðar Íslendinga eru algerlega sjálfbærar. Veiðarnar eru fjarri því að vera sú rányrkja sem tíðkaðist hér við land og víðar, fyrr á tímum þegar afurðir hvala komu til dæmis í stað jarðolíu og plasts. Nú er það kjötið sem er aðalafurðin. Fæst það staðfest ef gluggað er í erlenda fjölmiðla að markaður er fyrir hvalkjöt í Japan. Hvalveiðar eru því sjálfstæð og sjálfbær atvinnugrein sem geta veitt um 150 vel launuð störf á hverri vertíð og dregið um leið gjaldeyri í þjóðarbúið. Hvalveiðar gefa einnig af sér þekkingu. Hvalveiðimenn hafa fengið skammir fyrir að veiða sjaldgæfa blendinga steypi- og langreyða. Óvíst er að þessir blendingar væru þekktir nema af því að þeir voru veiddir! Vísindamenn hafa líka unnið í kringum veiðarnar og í Hvalstöðinni við rannsóknir á vistfræði, erfðafræði og líffæra- og lífeðlisfræði hvala og skilað vísindalegum fróðleik sem aðeins er hægt að ná með því að skoða skepnurnar. Að endingu má nefna að tækni og vinnubrögð við veiðar og vinnslu stórhvela er merkileg. Hvalbátarnir eru gufuknúnir og eins spil og sagir á skurðarplani. Lifir þar tækni sem var ráðandi við að knýja vélar alveg frá iðnbyltingu og vinnubrögð og verkfæri sem notuð eru við að flensa hvalina eru einstæð. Að leggja af hvalveiðar er misráðið. Þar með hyrfi sjálfbær og sögulega merkileg atvinnugrein sem gefur samfélaginu tekjur, varðveitir verkkunnáttu og er í raun hluti af menningu veiðisamfélags við heimskautsbaug. Höfundur er líffræðikennari og hefur einnig unnið hjá Hval hf.
Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson Skoðun
Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar
Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar
Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar
Skoðun Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir skrifar
Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson Skoðun