Af hvölum og kvölum Steingrímur Benediktsson skrifar 15. júní 2023 08:00 Á vordögum gaf MAST út skýrslu um gang hvalveiða á síðustu vertíð og hefur talsverð umræða skapast um hana. Í skýrslunni er fjallað um veiðar og dráp á næstum 150 langreyðum. Það sem ætti að vekja athygli við lesturinn er að aflífun á þessum 50 – 60 tonna þungu dýrum gengur yfirleitt fljótt. Auðvitað er þarna verið að veiða villt dýr í óhaminni náttúru og við veiðar í slíkum aðstæðum verða óhjákvæmilega slys. Umræða um skýrsluna hefur enda beinst mest að tveimur tilfellum þar sem vissulega tókst illa til. Hugsanlega má skýra þessi tilfelli með einhverjum hætti og bæta úr. Þegar gögn frá fyrri vertíðum eru skoðuð, kemur nefnilega í ljós að yfirleitt hefur aflífun hvalanna gengið hratt fyrir sig. Við umfjöllun um hvalveiðar mætti einnig hafa eftirfarandi í huga: Ísland er eyja langt úti í N-Atlandshafi. Undan ströndum landsins mætast kaldir og hlýir hafstraumar. Þeir mynda lífrænan suðupott sem er undirstaða gríðarlegs lífríkis. Það stendur undir stofnum fiska og sjávarspendýra sem eru mjög stórir miðað við það sem þekkist víðast í heimshöfunum. Þessar aðstæður eru framandi flestum öðrum jarðarbúum og þá einnig aðferðir við veiðar og verkun. Lengst af lifðu Íslendingar af því sem hafið gaf. Vissulega var það mest fiskur, þar sem við réðum ekki yfir fjármagni, tækni eða aðstöðu til að nýta stærri skepnur eins og hvali. Þetta breyttist um miðja síðustu öld og til varð atvinnugrein sem byggði á veiðum stórhvela. Það er margstaðfest að hvalveiðar Íslendinga eru algerlega sjálfbærar. Veiðarnar eru fjarri því að vera sú rányrkja sem tíðkaðist hér við land og víðar, fyrr á tímum þegar afurðir hvala komu til dæmis í stað jarðolíu og plasts. Nú er það kjötið sem er aðalafurðin. Fæst það staðfest ef gluggað er í erlenda fjölmiðla að markaður er fyrir hvalkjöt í Japan. Hvalveiðar eru því sjálfstæð og sjálfbær atvinnugrein sem geta veitt um 150 vel launuð störf á hverri vertíð og dregið um leið gjaldeyri í þjóðarbúið. Hvalveiðar gefa einnig af sér þekkingu. Hvalveiðimenn hafa fengið skammir fyrir að veiða sjaldgæfa blendinga steypi- og langreyða. Óvíst er að þessir blendingar væru þekktir nema af því að þeir voru veiddir! Vísindamenn hafa líka unnið í kringum veiðarnar og í Hvalstöðinni við rannsóknir á vistfræði, erfðafræði og líffæra- og lífeðlisfræði hvala og skilað vísindalegum fróðleik sem aðeins er hægt að ná með því að skoða skepnurnar. Að endingu má nefna að tækni og vinnubrögð við veiðar og vinnslu stórhvela er merkileg. Hvalbátarnir eru gufuknúnir og eins spil og sagir á skurðarplani. Lifir þar tækni sem var ráðandi við að knýja vélar alveg frá iðnbyltingu og vinnubrögð og verkfæri sem notuð eru við að flensa hvalina eru einstæð. Að leggja af hvalveiðar er misráðið. Þar með hyrfi sjálfbær og sögulega merkileg atvinnugrein sem gefur samfélaginu tekjur, varðveitir verkkunnáttu og er í raun hluti af menningu veiðisamfélags við heimskautsbaug. Höfundur er líffræðikennari og hefur einnig unnið hjá Hval hf. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hvalveiðar Mest lesið Í gamla daga voru allir læsir Eydís Hörn Hermannsdóttir Skoðun Úr neðsta helvíti Dantes Móheiður Hlíf Geirlaugsdóttir Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson Skoðun Harkaleg viðbrögð við friðsamlegum mótmælum Kristín Vala Ragnarsdóttir Skoðun Ung til athafna Hildur Rós Guðbjargardóttir,Eyrún Fríða Árnadóttir Skoðun Hvað með Thorvaldsen börnin á árunum 1967 til 1974? Sölvi Breiðfjörð Skoðun Ertu að kjósa gegn þínum hagsmunum? Guðni Freyr Öfjörð Skoðun 764 – landamæralaus tala skelfilegs ofbeldis Jón Pétur Zimsen Skoðun Viðkvæmni fyrir gríni? Halldór Auðar Svansson Skoðun Skoðun Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar Skoðun Viðkvæmni fyrir gríni? Halldór Auðar Svansson skrifar Skoðun Tímabær endurskoðun jafnlaunavottunar Hákon Skúlason skrifar Skoðun Ertu að kjósa gegn þínum hagsmunum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Úr neðsta helvíti Dantes Móheiður Hlíf Geirlaugsdóttir skrifar Skoðun Íbúar í Reykjavík skipta máli ‒ endurreisum íbúaráðin Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Breytt heimsmynd kallar á endurmat á öryggi raforkuinnviða Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Í gamla daga voru allir læsir Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Kvartanir eru ekki vandamál – viðbrögðin eru það Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Vatnsmýrin rís Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Ung til athafna Hildur Rós Guðbjargardóttir,Eyrún Fríða Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað með Thorvaldsen börnin á árunum 1967 til 1974? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi: Hvers vegna skiptir það máli? Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Loftslagsmál: að lifa vel innan marka jarðar Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Við getum ekki breytt sólinni - en við getum breytt klukkunni! Erla Björnsdóttir skrifar Skoðun Steinunni í 2. sæti Bjarki Bragason skrifar Skoðun 764 – landamæralaus tala skelfilegs ofbeldis Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Harkaleg viðbrögð við friðsamlegum mótmælum Kristín Vala Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Hraðbraut við fjöruna í Kópavogi - Kársnesstígur Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir skrifar Skoðun Ekki eina ríkisleið í skólamálum, takk! Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Kynþáttahyggja forseta Bandaríkjanna og Grænland Þorsteinn Gunnarsson skrifar Skoðun Kynslóðaskipti í landbúnaði – áskorun framtíðarinnar Jódís Helga Káradóttir skrifar Skoðun Orðin innantóm um rekstur Hveragerðisbæjar Friðrik Sigurbjörnsson,Alda Pálsdóttir skrifar Skoðun Reykjavík er okkar Viðar Gunnarsson skrifar Skoðun Lýðheilsa og lífsgæði í Reykjavík Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Eru bara slæmar fréttir af loftslagsmálum? Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Nýtt byggingarland á Blikastöðum Regína Ásvaldsdóttir skrifar Sjá meira
Á vordögum gaf MAST út skýrslu um gang hvalveiða á síðustu vertíð og hefur talsverð umræða skapast um hana. Í skýrslunni er fjallað um veiðar og dráp á næstum 150 langreyðum. Það sem ætti að vekja athygli við lesturinn er að aflífun á þessum 50 – 60 tonna þungu dýrum gengur yfirleitt fljótt. Auðvitað er þarna verið að veiða villt dýr í óhaminni náttúru og við veiðar í slíkum aðstæðum verða óhjákvæmilega slys. Umræða um skýrsluna hefur enda beinst mest að tveimur tilfellum þar sem vissulega tókst illa til. Hugsanlega má skýra þessi tilfelli með einhverjum hætti og bæta úr. Þegar gögn frá fyrri vertíðum eru skoðuð, kemur nefnilega í ljós að yfirleitt hefur aflífun hvalanna gengið hratt fyrir sig. Við umfjöllun um hvalveiðar mætti einnig hafa eftirfarandi í huga: Ísland er eyja langt úti í N-Atlandshafi. Undan ströndum landsins mætast kaldir og hlýir hafstraumar. Þeir mynda lífrænan suðupott sem er undirstaða gríðarlegs lífríkis. Það stendur undir stofnum fiska og sjávarspendýra sem eru mjög stórir miðað við það sem þekkist víðast í heimshöfunum. Þessar aðstæður eru framandi flestum öðrum jarðarbúum og þá einnig aðferðir við veiðar og verkun. Lengst af lifðu Íslendingar af því sem hafið gaf. Vissulega var það mest fiskur, þar sem við réðum ekki yfir fjármagni, tækni eða aðstöðu til að nýta stærri skepnur eins og hvali. Þetta breyttist um miðja síðustu öld og til varð atvinnugrein sem byggði á veiðum stórhvela. Það er margstaðfest að hvalveiðar Íslendinga eru algerlega sjálfbærar. Veiðarnar eru fjarri því að vera sú rányrkja sem tíðkaðist hér við land og víðar, fyrr á tímum þegar afurðir hvala komu til dæmis í stað jarðolíu og plasts. Nú er það kjötið sem er aðalafurðin. Fæst það staðfest ef gluggað er í erlenda fjölmiðla að markaður er fyrir hvalkjöt í Japan. Hvalveiðar eru því sjálfstæð og sjálfbær atvinnugrein sem geta veitt um 150 vel launuð störf á hverri vertíð og dregið um leið gjaldeyri í þjóðarbúið. Hvalveiðar gefa einnig af sér þekkingu. Hvalveiðimenn hafa fengið skammir fyrir að veiða sjaldgæfa blendinga steypi- og langreyða. Óvíst er að þessir blendingar væru þekktir nema af því að þeir voru veiddir! Vísindamenn hafa líka unnið í kringum veiðarnar og í Hvalstöðinni við rannsóknir á vistfræði, erfðafræði og líffæra- og lífeðlisfræði hvala og skilað vísindalegum fróðleik sem aðeins er hægt að ná með því að skoða skepnurnar. Að endingu má nefna að tækni og vinnubrögð við veiðar og vinnslu stórhvela er merkileg. Hvalbátarnir eru gufuknúnir og eins spil og sagir á skurðarplani. Lifir þar tækni sem var ráðandi við að knýja vélar alveg frá iðnbyltingu og vinnubrögð og verkfæri sem notuð eru við að flensa hvalina eru einstæð. Að leggja af hvalveiðar er misráðið. Þar með hyrfi sjálfbær og sögulega merkileg atvinnugrein sem gefur samfélaginu tekjur, varðveitir verkkunnáttu og er í raun hluti af menningu veiðisamfélags við heimskautsbaug. Höfundur er líffræðikennari og hefur einnig unnið hjá Hval hf.
Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun
Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson Skoðun
Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar
Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen skrifar
Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson skrifar
Skoðun Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir skrifar
Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun
Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson Skoðun